Búið að afskrifa 25 milljarða. Er þetta satt Jóhannes í Bónus? Jóhannes hlýtur að verða spurður í Kastljósi kvöldsins.

DV heldur því fram að nú þegar sé Kaupþing(Arion banki) búinn að afskrifa 25 milljarða hjá 1998.

Það eru örfáir dagar síðan Jóhannes í Bónus hélt því blákalt fram í Kastljósi að ekkert yrði afskrifað í félögum þeirra feðga. Nú er upplýst að þegar sé búið að afskrifa 25 milljarða.

Sigmar fréttamaður Kastljóss hlýtur í framhaldi að þessari frétt að ganga í það að fá Jóhannes aftur í Kastljós og spyrja út í þessa frétt. Jóhannes á ekki að komast upp með það að segja þjóðinni ósatt og spila sig sem góða gæjann sem ætlar að borga allt upp í topp.

Að sjálfsögðu hljóta svo fjölmiðlarnir sem gefa sig út fyrir að flytja ávallt hlutlausar fréttir að fjalla um þetta. Spennandi verður að sjá fréttir Stöðvar 2 og Fréttablaðið á morgun Að sjálfsögðu hlýtur svo Jóhannes að verða tekinn á beinið í Kastljósinu ´+i kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður

Vandi bankans liggur ekki hjá honum sjálfum heldur ráðamönnum þjóðarinnar sem láta blekkingar og undirboð viðgangast í bankakerfinu og eina stofnunin sem ég treysti til þess að yfirfara gögn bankans hvort rétt sé staðið að afskrifum er Ríkisendurskoðun

Um leið og banki yfirtekur heilt fyrirtæki ber samkvæmt nýjum lögum um bankasýslu að færa þau umráð undir hennar stjórn og samkvæmt lögunum er henni ætlað að leysa málin en ekki viðkomandi bönkum  og þess vegna segi ég að ríkisstjórnin sé á algjörum villigötum með stjórn sinna fyrirtækja.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband