Hvers vegna að skattpína almenning þegar hægt er að komast hjá því?

Ekki einn einasti maður efast um það að ríkissjóður þarf að taka til hjá sér. Til að koma skikki á hlutina verður að fara í niðurskurð og fá inn meiri tekjur.

Stundum er talað um að stjórnarandstaðan gaspri bara og gagnrýni og komi ekki með neina málefnalegar tillögur til úrbóta. Vinstri menn geta ekki með neinum rökum sagt að Sjálfstæðisfælokkurinn sé ábyrgðarlaus í sinni gagnrýni. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt það mjög að Vinstri sjórnij skuli ekki sjá nein önnur úrræði en skattpíningu á öllum sviðum. Þessi stefna mun draga allan kjark úr fólki, svört vinna eykst og atvinnulífið kemst ekki almennilega í gang. þegar upp er staðið nær ríkissjóður ekki þeim miklu tekjum sem hann ætlar sér með skattpíningunni.

Auðvitað er mun nær að fara þá leið sem Sjálfstæðismenn hafa bent á að greiða strax á næsta árin uppsafnaðan skatt af viðbótarlífeyrissparnaði landsmanna. Það er ekki verið að tala um skattinn á venjulegar lífeyrissjóðsgreiðslur heldur eingöngu séreignasparnaðinn. Þetta er nauðsynlegt að gera á meðan þjóðin er að vinna sig útúr vandanum.

Á þennan hátt væri hægt að sleppa landsmönnum við þeim miklu skattahækkanir sem boðaðar eru. Það myndi aftur þýða að alemmingur hefði meira fé til ráðstöfunar, sem myndi efla alla verslun,þjónustu og fyrirtæki. Og það mun skapa ríkissjóði auknar tekjur.

Það er hreint ótrúlegt að Vinstri stjórnin skuli ekki hlusta á jafn ágætar tillögur og Sjálfstæðismenn hafa lagt fram.


mbl.is Yfir 100 milljónir í kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sem yfirlýstur andstæðingur Sjálfstæðisflokks get ég tekið undir flest af þessu. Og það er ómerkilegt að drepa tillögunum um að skattleggja viðbótarsparnaðinn á dreif með því að rugla þessu saman við skattlagningu á lífeyrissjóðina.

Árni Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 22:20

2 identicon

Þetta hefur lítið með yfirlýsingar að gefa, ætlum við að standa í lappirnar eða bara senda sjómönnum reikninginn og láta á það reyna

kiddie (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 01:07

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Hvers vegna að skattpína almenning þegar hægt er að komast hjá því?

Ég tel ástæðuna vera tvo hefnigjarna úrelda stjórnmálamenn, með gamaldags sýn á nútímann.

Birgir Viðar Halldórsson, 30.11.2009 kl. 09:01

4 identicon

Hvers vegna að skattaleggja svona mikið?

Jú, það þarf auðvitað að eiga pening fyrir öllum mia.kr. skuldaniðurfellingunum hjá auðmönnunum sem er í boði ríkisbankanna.

Svo kostar víst mikið að komast í ESB, auk þess að Bessastaðabóndinn er að fara með vinum sínum í glæsilega ferð til hvorki meira né minna Indlands, yfir hálfan hnöttinn.

Fyrst að ríkisstjórnin vill fella niður sjámannaafsláttinn, má þá ekki alveg eins fella niður listamannalaun?  Til hvers þurfum við að hafa ríkisrekin skáld og listamenn í hundraðatali?  Hefur þjóðin efni á því?

Vilhjálmur St. Pálsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828253

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband