Samfylkingin og Vinstri grænir bera ábyrgð á kvótasukkinu.

Vinstri menn reyna sífellt að kenna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum um alla þá galla og misnotkun sem finna má í kvótakerfinu. Vissulega er það rétt að þessir tveir flokkar bera mikla ábyrgð á kvótakerfinu,bæði kostum og göllum. En hvað með Samfylkinguna og Vinstri græna?

Í Silfri Egils í gær sátu gömlu kempurnar Styrmir Gunnarsson fv.Moggaritstjóri og Jón Baldvin, fv.krataleiðtogi og ræddu landsmálin. Það var ansi gott hjá Styrmi að minna Jón Baldvin á að það var Vinstri stjórn sem samþykkti á sínum tíma framsalsheimildina á kvótanum. Í þeirri ríkisstjórn sat Jón Baldvin pg Steingrímur J. Margir vilja einmitt meina að framsalsheimildin sé upphafið af sukkinu í kvótakerfinu.

Það er hægt að taka undir það sjónarmið að auðvitað ættu úgerðarmenn nú að bjóðast til að greiða auðlindagjald fyrir veiðiheimildina og á móti myndi Vinstri stjórnin hætta við fyrningaleiðina. Styaða útgerðarinnar er almennt góð um þessar mundir og það væri því fullkomlega eðlilegt að hún legði sitt tiol þjóðarbúsins með myndarlegu auðlindagjaldi.

Annars má kannski segja að aðalhætta fyrir fiskveiðar og fiskvinnslu í framtíðinni séu hugmyndir Samfylkingarinnar að afhenda ESB herrunum í Brussel yfirráðaréttinn yfir fiskimiðum landsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Fyrirsögnin fékk mig til að staldra við og einhver hvíslaði að mér NEI. Ég horfði á kempurnar og fannst báðar góðar. Ég held samt að síst sé hægt að bera það á Samfylkingu að bera ábyrgð á kvótasukkinu..Berum eitthvað nýrra á hana, Sigurður;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2009 kl. 20:28

2 identicon

Það alveg merkilegt að sjá og heyra í ykkur gömlu ,,sjóðasukkurum"  !

Þú ert búinn að vera á framfæri hins opinbera í áratugi í boði sjálfstæðisflokksins !

Raunverulega eigið þið flokksfélagar í sjálfstæðisflokknum að vera í skuldafangelsi með vildarvinum ykkar hjá Landsbankanum, og þar getið þið malað um ICESAVE !  

JR (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 23:11

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Er það ekki rétt að það hafi verið Vinstri stjórn sem leyfði framsal á kvótanum?

Sigurður Jónsson, 30.11.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828317

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband