Ætlar svo Ásmundur að hlýða Bretum og Hollendingum og samþykkja Icesave ?

Gott hjá stjórn Heimssýnar að senda áskorun tyil ríkisstjórnarinnar að draga umsóknina til ESB il baka. Ásmundur Daði Einarsson þingmaður Vinstri grænna er formaður stjórnar Heimssýnar.

Eins og alþjóð veit rær nú Steingrímur J. flokksbróðir Ásmundar lífróður á Alþingi til að knýja í gegn ríkisábyrðina á Icesave. Margir telja hina gífurlegu áherslu á að afgreiða verði Icesave vera vegna þess að það sé hinn raunverulegi aðgöngumiði að ESB. Ætli Alþingi að standa við lögin frá því sumar muni Bretar og Hollendingar koma í veg fyrir að umsókn Íslands að ESB fái jákvæða afgreiðslu.

Það verður því sérstaklega fróðlegt að fylgjast með Ásmuni Heimssýnarformanni greiða atkvæði í Icesave málinu. Ætlar hann virkilega að láta Breta og Hollendinga pína sig til að samþykkja Icesave.

Það væri skrítin afstaða miðað við formannsstöðu hans hjá Heimssýn.


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vissulega verður fylgst vel með því hvernig formaður heimsýnar greiðir atkvæði í Icesave málinu en hann hefur fullyrt að tenging sé á milli Icesave og aðildarumsóknar okkar að ESB -

Óðinn Þórisson, 1.12.2009 kl. 09:57

2 identicon

Betra er að fara með rétt nafn fólks Sigurður,en millinafn hans er Daði en ekki Davíð.(Davíðsnafnið er þér svo ofarlega í huga það er skiljanlegt hjá blámönnum.)

Númi (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Númi. Takk fyrir ábendinguna. Já Davíð er alltaf í okkar huga.

Sigurður Jónsson, 1.12.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband