Nú hlýtur Ólafur Ragnar að pakka niður og drífa sig í flug.

Enn hækkar talan sem skorar á Ólaf Ragnar,forseta, að skrifa ekki undir nýjustu tillögur um ríkisábyrgð á Icesave. Ólafur Ragnar hlýtur nú að sjá sæng sína útbreidda að ætli hann að halda smá virðingu meðal þjóðarinnar verður hann að vera samkvæmur sjálfum sér og neita að skrifa undir. Hann sendir þá Icesave málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú dettur mér ekki í hug að sjálfur Guðfaðir Vinstri stjórnarinnar geri það. Ég er viss um að þessa stundina er Ólafur Ragnar að kalla á Dorrit og biðja hana að finna til skyrtur,bindi og fleira í þeim dúr til að pakka niður í tösku. Ólafur situr væntanlega við tölvuna að kanna laus flugsæti ( nú er ekki lengur hægt að hringja í vinina og biðja um einkaþotu).

Ólafur Ragnar mun svo sitja í góðum veislum erlendis á meðan handhafar forsetavaldsins skrifa undir Icesave. Svona einfalt var nú að leika á þjóðina segir svo Ólafur Ragnar við vini sína í Samfylkingunni og Vinstri grænum.


mbl.is 25.000 skora á forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef forsetinn ætlar að stinga af, þá verðum við einfaldlega að fjölmenna á Bessastaði og hindra hann í því !!

Hvernig má það vera að Ólafur Rgnar sé ekki búinn að gefa yfirlýsingu um að hann stani vaktina á þessum umrótar tímum ?

Baldur Borgþórsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 21:24

2 identicon

Þá má hann fara og klára ævi sína þar eins og vinir hans.  Honum mun kannski þykja það óþægilegt þegar venjulegir íslendingar byrja að safnast þar í kringum hann þar sem óbúandi verður á íslandi... þökk sé honum og vinum hans.

Jóhann (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 21:26

3 identicon

 Ólafur hefur kannski verið of hugfanginn af útrásinni, en er ekki of snemmt að stimpla hann sem illmenni, því á ekki að gefa fólki tækifæri að svara þegar það er sakað um eitthvað saknæmt eða hvað það segir, því ekki veit ég betur en að allir Íslendingar hafi tekið þátt í útrásinni með einum eða öðrum hætti.... !!!

Viskan (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: corvus corax

Það ætti nú ekki að vera svo mikið mál fyrir Ólaf að hafna Iceslave-lögunum þar sem upphafsmenn og höfundar þeirrar plágu eru ekki VG flokksmenn. Ábyrgðin og sökin er öll hjá sjálfstæðishyskinu undir forystu Geirs Haarde og draugsins í Hádegismóum, nefnilega honum Hádegismóra.

corvus corax, 4.12.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband