10.4.2020 | 16:07
Hlustum á Pál Magnússon
Á þessum skrítnu tímum finnum við vel hevrsu það skiptir miklu máli að hafa hafa fjölbreytta fjölmiðla. Ekki viljum við hverfa aftur til þess tíma að hafa eingöngu ríkisrekna fjölmiðla.Frjálsir einkareknir fjölmiðlar verða að vera til þannig að við fáum fréttir og upplýsingar frá fleiri en einum aðila. Fjölmiðlaflóran hér á landi hefur verið fjölbreytt en nú eru blikur á lofti. Um leið og eftirspurn almennings eftir fjölmiðlum eykst minnka auglýsingatekjur mikið.Það lítur því miður út fyrir að margir ferjálsir fjölmiðlar gefist upp von bráðar ef ekkert verður að gert. Viljum við það?
Páll Magnússon,þingmaður Sjálfstæðisflokksins,og formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis hefur vakið athygli á því að aðgerða er þörf strax.Páll hefur mikla reynslu sem fjölmiðlamaðuir og þekkir þessi mál manna best. Það verður að ghlusta á Pál. Ríkisstjórnin boðar frekari aðgerðir strax eftir páska. Inn í þeim pakka þurfa að vera aðgerðir sem treysta rekstur og afkomu fjölmiðla næstu mánuðina.
Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra hefur verið til umræðu mánuðum saman og mun taka allt of langan tíma til að bíða eftir niðurstöðu.
Hluistum á Pál. Grípa þarf strax til aðgerða. Fjölmiðlafrumvarpið getur beðið þar til áastandið í þjóðfélaginu verður eðlilegra.
Við viljum öll hafa fjölmiðlana lifandi,hvort sem það er sjónvarp,útvarp,dagblöð,tímarit eða héraðsfræettablöð.
9.4.2020 | 20:18
Hvað fá eldri borgarar 1.júní ?
Ríkisstjórnin ætlar að tilkynna fleiri rfnahagslegar aðgerðir eftir páska. Flestum finnst ríkisstjórnin hafa staðið sig í að koma með ráðstafanir til að efla atvinnulífið og að fólk geti haldið sinni vinnu með hlutastarfa leiðinni.
Eitt vekur þó óneitanlega athygli í hópi okkar eldri borgara. Öryrkjar fá eingreiðslu 1.júní n.k uppá 20 þús. krónur,skattfrjálsar og án skerðingaráhrifa. Það er gott mál.
En hvers vegna eiga eldri borgarar að sitja eftir og fá ekkert. Það er réttlætismál að eldri borgarar sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins fái einnig þessa eingreiðslu.
Það verður spennandi að sjá og heyra eftir páska hvort það verður ekki raunin að eldri borgarar fái þessa greiðslu. Annað væri ósanngjarnt.
5.4.2020 | 20:43
Hver á að borga?
Stjórnrandstaðan átti sviðið í Silfrinu á RUV í dag. Þasu voru yfirleitt ágætlega málefnaleg og ræddu málin af yfirvegun. Einn aðili skar sig þó úr,fulltrúi Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Hún taldi að ríkisstjórnin væri að gera alltof mikið fyrir fyrirtækin. Það ætti frekar að greiða öllum borgaralaun,það ætti að setja meiri peninga í alls konar rannsóknir og til mennatmála.
Allt er þetta kannski æagætt en hver á að borga? Það er ótrúlegt að þingmaður skuli ekki gera sér grein fyrir að til að þjóðfélagið gangi þurfa hjól atvinnulífsins að snúast. Ríkissjóður fær ansi litlar tekjur ef ekkert atvinnulíf er.Það kemur lítið af peningum í ríkiskassann ef fólk hefur ekki atvinnu. Það kemur lítið í ríkiskassann ef við höfum ekki vinnu sem skapar verðmæti.
Grundvöllurinn til aðhalda uppi okkar góða velferðarkerfi er að atvinnuhjólin snúist og fólk hafi vinnu.
Það er því atriði núme eitt hjá ríkisstjórninni að gera ráðstafinir til að tryggja að atvinnulífið fari í gang eins fljótt og mögulegt er eftir að við losnum við veiruna.
3.4.2020 | 17:53
Gott hjá Bjarna og Svandísi
Það ber að fagna því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir hafa nú stigið það skref að framlengja vaktaálagsaukanum hjá hjúkrunarfræðingum. Það hlýtur að vera gífurtlegt álag á heilbrigðisstéttum vegna Covid 19. Þetta hlýtur að auka líkurnar á því að aðilar nái samningi um nýjan kjarasamning við hjúkrunarfræðinga.
Þetta er jákvætt skref. Aftur á móti hlýtur það að koma til skoðunar að umbuna nú á þessum erfiðu tímum fkeiri stéttum innan heilbrigðiskerfisins vegna mikils álags á tímum Covid 19.
Þessi faraldur sýnir okkur hvað það skiptir miklu máli að heilbrigðisþjónustan sé í góðu lagi. Þá skiptir ekki öllu að hafa gott húsnæði og tæki. það skiptir öllu að hafa gott starfsfólk.
![]() |
Vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga framlengdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2020 | 17:59
Bjarni málefnalegur ekki hægt að sdegja það sama um Þórhildi Sunnu eða Birgi Þórarinsson
Ég tel að það hljóti allir að vera sammála því að það gangi ekki að samningar hafi ekki náðst við hjúkrunarfræðinga í heilt ár. Þetta var rætt á Alþingi í dag. Það gera sér allir grein fyrir því hversu mikilvægt starf hjúkrunarfræðingar ekki síst í ástandi eins og nú er. Auðvitað á að greiða þessari stétt ásamt öðrum heilbrigðisstéttum aukaálag fyrir þann tíma sem nú er.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi þessi mál á málefnalegan hátt og sagði að smningur hefðu náðst í stærstu málunum eins og styttingu vinnuviku og breytingar á vaktavinnu.Taldi hann að stutt væri í að samningar næðust.
Það er ekki hægt að segja að sumir þingmenn ræði málin á málefnalegan hátt.Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði að inntakið hjá ríkisstjórninni væri: "Við höfum engan áhuga á að semja við ykkur." Svona upphrópanir eiga ekki að líðast. Auðvitað hafa ráðherrar áhuga á að semja og þessi ríkisstjórn hefur sett verulegt viðbótarfjármagn til heilbrigðisstofnana frá því sem áður var.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata slær ekkert af ómálefnalegum málflutningi um þessi mál frekar en önnur. Hvað kemur það nú við kjaramálum hjúkrunarfræðinga,hvort Bjarni Benediktsson hafi á einhverjum tímapunkti skreytt bleika tertu.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa kjósenda að þingmenn geti rætt jafn mikilvægt mál og kjaranál hjúkrunarfræðinga á málefnalegan hátt.
![]() |
Gagnrýndi Bjarna og vísaði til kökuskreytinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2020 | 19:17
Frosti og Ólína þykjast vita betur en sóttvarnarlæknir og landlæknir
Það er hálf nöturlegt að lesa frétt á dv.is um það að Ólína Þorvarðardóttir og Frosti Sigurjónsson þykjast hafa sérfræðimenntun hvað gera eigi til að koma í veg fyrir smit Kórónu veirunnar.
Sem betur fer er almennt traust til þríeykisins,sem heldur blaðamannafund daglega og upplýsir okkur um stöðu mála.Það bendir allt til þess að almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hald vel utanum um málin og taki réttu ákvarðanirnar.
Rétt að vekja athygli á því að bæði Frosti og Ólína eru fyrrverandi þingmenn. Í því sambandi hljótum við að fagna því að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið þá ákvörðun að treysta þríeykinu,Víði,Þórólfi og Ölmu til að stýra aðgerðum sem þau gera af myndarskap.
Hugsið ykkur ef stjórnmálamenn eins og Frosti og Ólína væru við völd og og væru sjálf að stjórna aðgerðum.
Sem betur fer treystum við fagfólkinu,sem hefur benntun til að leiða okkur í gegnum þennan erfiða skafl.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar