Allir í stjórnarandstöðunni halarófu á eftir Sigmundi Davíð

Merkilegir hlutir gerðust á Alþingi á dögunum. Stjórnarandstaðan flutti sameiginlega tillögur undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Þetta sýnir að Samfylkingin,Viðreisn,Píratar og Flokkur fólksins hafa nú ákveðið að fylkja sér bakvið populista foringjann í Miðflokknum.

Miðflokkurinn og fylgiflokkar hans stunda nú yfirboð á erfiðum tímum. Ríkisstjórnin lagði fram ítarlegar tillögur í þeirri viðleitni að halda hjólunum í þjóðfélaginui gangandi. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að vel megi vera að það þurfi að endurskoða áætlunina og það verði gert ef ástæða þykir til.Það var ekki nóg fyrir populistana það varð að koma yfirboð.

Það er vissulega merkilegt að Samfylkingin,Píratar ,Viðreisn og Flokkur fólksins flykki sér nú á bakvið Sigmund Davíð og treysti Miðflokknum fyrir forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni.

Nýjustu skoðanakannanirt sýna að kjósendur kunna ekki að meta lýðskrum Miðflokksins.


Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina.Populisaflokkarnir tapa fylgi

Kjósendur kunna að meta hvernig stjórnvöld taka á vandamálum sem herja á okkur samhliða Covid 19.Stjórnvöld hafa verið mjög ákveðin í sínum aðgerðum og veitt góðar upplýsingar um það sem gert er til að vinna að því að koma okkur í gegnum skaflinn.

Fólk kann einnig að meta að ríkisstjórnin er ekki með neinn þrýsing á almanna varnir eða heilbrigðisyfirvöld. Ríkisstjórnin treystir fagfólkinu eins og mikill meirihluti þjóðarinnar gerir. Það er því eðlilegt að ríkisstjórnin auki stuðning sinn um rúm 14% milli kannanna.

Það má einnig lesa út úr nýjustu könnun MMR að populistaflokkarnir Miðflokkurinn og Flokkur fólksins tapa báðir fylgi. Á þessum tímum sér fólk í gegnum yfirboð,upphrópanir og sleggjudóma forystufólks þessara flokka.


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina jókst töluvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ekki tími lýðskrumara

Það er til mikilla fyrirmyndar hjá stjórnvöldum að treysta algjörlega framvarðarsveit lögreglu og heilbrigðisyfirvalda. Fram kom hjá Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni á kynningarfundinum í dag að engin pólitíksur þrýstingur væri á þau að gera hlutina eitthvað öðruvísi en gert hefur verið.

Því miður eru þeir til sem nú þykjast sérfræðingar í hevrnig geri eigi hlutina eða hvernig hefði átt að gera þá. það eru því miður aðilar sem nú gerast lýðskrumarar í þeirri trú að þeir geti aflað msér vinsælda. Við þurfum að varastvb slíkt fólk. Sem betur fer stendur mikill meirihluti þjóðarinnar saman og treystir okkar fagfólki. Höldum því áfram.

Stjórnvöld kynntu stóran pakka í gær til að bregðast við ástandinu. Hér er um gífurlega stóran björgunarpakka að ræða. Stjórnvöld hafa sagt að vel geti svo farið að endurskoða þurfi þessar aðgerðir eftir því hvernig mál þróast.

Aðalatrið er að að fólk haldi sinni vinnu og að ríkissjóður komi sterkt inn með hlutastarfaleiðinni. Auðvitað er það svo hagur allra að fyrirtækin geti haldið áfram sinni starfsemi. Grundvallaratrið á þessum erfiðum tímum er að fólk haldi sem mestu af sínum launum.

Nú er það svo að lýðskrumarar munu örugglega á næstu dögum sjá ýmislegt að í tillögum stjórnvalda. Þeir munu koma með alls konar yfirboð til að slá pólitíkskar keilur í von um að afla sér vinsælda.

Það er ekki staður eða stund fyrir lýðskrumara um þessar mundir. Íslenska þjóðin stendur saman og treystir sínu fagfólki og treystir stjórnvöldum til að koma okkur í gegnum þennan erfiða skafl.


Furðulegar yfirlýsingar formanna stjórnarandstöðuflokka

Það er sjaldgæft að stjórn og stjórnarandstaða séu sammála um þær tillögur sem afgreiddar eru. Þetta er staðreyndin hvað Velferðarnefnd Alþingis varðar. Nefndin samþykkti einróma frá sér tillögur til að mhjálpa fyrirtækjum og launþegum til að komast í gegnum skaflinn sem við glímum nú við.Upphaflegu tillögurnar sem lagðar voru fram hafa tekið miklum breytingum sem sínir að nefndarmenn hvort sem þeir styðja ríkisstjórn eða eru í stjórnarandstöðu hafa haft áhrif.

Miðað við þetta ánægjulega samstarf koma yfirlýsingar formanna stjórnarandstöðuflokka í Fréttablaðinu á ávart. Þar segja Logi Einarsson form.Samfylkingar,Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar,Sigmundur Davíð formaður Miðflokks og Inga Sæland formaður Flokks fólksins að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðunnar um samráð varðandi aðgerðir.

Þetta er ekki í samræmi við þá staðreynd,sem fram kemur í vinnu og tillögum Velferðarnefndar. Það er rétt að vekja athygli á því að Helga Vala,þingmaður Samfylkingar er formaður Velferðarnefndar og stýrði því vinnunni.

Hefði nú ekki verið nær fyrir Loga formann Samfylkingar að hrósa Velferðarnefndinni fyrir að ná samstöðu.

Hefði nú ekki verið nær fyrir Loga að hrósa Helgu Völu formanni fyrir góð vinnubrögð,sem tryggði aðkomu bæði stjórnar og stjórnarandstöðu að góðri lausn.

Eru formenn stjórnarandstöðunnar ekki í neinum tengslum við sína þingmenn?

En að lokum,hrós til Velferðarnefndar að vinna saman að lausn og leggja pólitísku deilumálin til hliðar á meðan við komumst í geggnum skaflinn.


Standa sig frábærlega vel

Þremenningarnir sem mynda framvarðasveitina í baráttunni gegn Covid 19 veirunni,Víðir,Þórólfur og Alma standa sig frábærlega vel.Þau taka þetta föstum tökum og útsýra daglega fyrir okkur hvað ner verið að gera og hvers vegna. Það er engin panik eða ákvarðanir teknar út í loftið. Það er flott að hafa svona fólk í forystunni.

Ríkisstjórnin hefur einnig tekið mjög vel á vandanum. Auðvitað er aðalatriðið nú að halda atvinnulífinu eins vel gangandi og hægt þannig að þau verði í stakk búin til að hefja framfarasókln þegar veiran hefur gengið sitt skeið.

Ég held að mikill meirihluti þjóðarinnar sé ánægður með það hvernig tekið er á málum.

Það er slæmt að sumir stjórnmálamenn sjá allt neikvætt og reyna að slá sig til riddara með því að þykjast vita betur heldur en okkar helstu sérfræðingar. 

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þar fremst í flokki. Þykist hafa vit á hvernig á að gera þetta allt,gagnrýnir allt og alla. Skelfilegt að svona þenkjandi kona skuli sitja á Alþingi og vera formaður stjórnmálaflokks.

Populista foringinn í Miðflokknum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir ríkisstjórnina fela sig bak við sérfræðingana og taka kolrangar ákvarðanir. Sigmundur Davíð veit eflaust margt en að hann sé sérfræðingur hvernig taka á vndamálum, Covid 19 veirunni er með öllu fáránlegt að hann hafi vit umfram okkar færustu vísindamenn. Íslendingar verða að hafna svona stjórnmálamönnum.

Enn furðulegra er að fyrrverandi þingmaður sem margir höfðu trú á Frosti Sigurjónsson skuli vera með stórar yfirlýsingar um að sóttvarnalæknir sé ekki að gera hlutina rétt. Hvaða sérfræðimenntun hefur Frosti á sviði sjúkdóma eins og fylgja Kórónuveirunni. Það er ömurlegt þegar svona menn koma fram og þykjast vita betur en okkar helstu sérfræðingar.

Sem betur fer stendur þjóðin saman,ákveðin að komast í gegnum þetta tímabil og fara eftir ráðum okkar helstu sérfræðinga.


Eldri borgarar hátt skrifaðir í USA

Merkilegt að fylgjast með forkosningunum í Bandaríkjunum.Ungir,miðaldra og konur virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá Demókrötum. Baráttan snýst um það hvaða eldri borgari nær sigrin og kemur til með að keppa við Trump í nóvember um forsetaembættið.Bæði Biden og Sanders eru vel á áttræðisaldri og Trump er einnig á svipuðum aldri. Kosningarnar snúast því um það hvaða eldri borgara Bandaræikjamenn setja í Hvítahúsið.

Landssambandi eldri borgara hér á Íslandi gengur illa að ná árangri í baráttunni til að bæta kjör þeirra verst settu meðal eldri borgara. Stjórnvöld hlusta lítið sem ekkert.

Það er kannski komið að því að við fetum í spor Bandaríkjamanna og veljum okkur frambjóðendur til Alþingis úr röðum eldri borgara.Setjist eldri borgarar á Alþingi í stórum stíl verður kannski hlustað. Ef stjórnmálaflokkarnir vilja ekki eldri borgara á þing er kannski ráðið að stofna stjórnmálahreyfingu eldri borgara og ná þannig árangri.


Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 828295

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband