Skrípaleikur Guðmundar og Róberts á Alþingi.

Eins og við var að búast sýndu þingmenn Bjartrar framtíðar sitt rétta andlit í dag.Þeir lýstu yfir stuðniungi við ríkisstjórnia. Menn ættu að íhuga stóru orðin sem þeir félagar Guðmundur og Róbert hafa haft um breytt stjórnmál. Róbert Marshall gaf út hástemmdar yfirlýsingar um hvers vegna ekki væri hægt að vinna með Samfylkingunni.

Það sýnir sig nú að Róbert Marshall er var og verður Samfylkingamaður. Það sýnir sig að Guðmundur Steingrímsson er var og verður Samfylkingamaður.

Þ'ott stjórnin hafi staðið af sér vantraustillöguna er hún ekki til einskis. Það sást greinilega í dag að atkvæði greitt Bjartri framtíð er atkvæði greitt Samfylkingunni. Margir héldu að Guðmundur og Róbert Marshall væru að boða eitthvað nýtt. Þeir hafa nú sýnt sitt rétta Samfylkingaratkvæði.

Atkvæði greitt flokki Guðmundar og Róberts mun ekki leiða til Bjartrar framtíðar heldur áframhaldandi svartrar framtíðar Samfylkingar.


mbl.is Tillaga um vantraust felld á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Jóhanna efni á að tala um heimsku annarra?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra leyfir sér að tala um heimsku annarra. Hefur hún efni á Því?

Hvers vegna er allt upp í loft hjá hennar ríkisstjórn? Ein helstu rök fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir varð fosætisráðherra voru þau að hún væri svo frábær verkstjóri. Hefur það sýnt sig í hennar störfum. Fleiri fleir stór mál komast hafa og eru að daga uppi.það er ekki hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum eða Framsóknarflokknum um. þeir hafa ekki meirihluta æa Alþingi. Vandamálið er hjá Jóhönnu sjálfri.

Hverju lofuðu Jóhanna og Steingrímur J. þeim Þór Saari og öðrum í Hreyfinguuni. Var það ekki að þau ætluðu að koma stjórnarskránni í gegn í heilu lagi.Í staðinn ætalði Hreyfingin að bjarga Vinstri stjórninni. Hver sveik hvern? 

Reynda er ekkert vit í Því að afgreiða stjórnarskrána í heild sinni. Auðvitað á hún að bíða næsta kjörtímabils.

En það er eðlilegt að Hreyfingin sé reið Jóhönnu,Árna Páli og ríkisstjórninni. Allt kjörtímabilið hefur einkennst að því að Vinstri stjórnimn stendur ekki við loforð eða undirskriftir samninga. Nægjanlegt er þar að nefn asvikin við ASÍ.


mbl.is „Heimskulegt feigðarflan“ Þórs Saari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Þorvaldur þjóðin?

Framboðum vegna Alþingiskosninganna fjölgar nánast daglega. Eitt framboðið ætlar að kalla sig Lýðræðisvaktina. Fyrir þeirri hreyfingu fer Þprvaldur Gylfason stjórnlagaráðsmaður. Þessi Þortvaldur virðist ganga með þá grillu í hausnum að hann sé þjóðin. Hann náði kjöri í stjórnlagaráðskosniongu,sem var svo dæmt ógild af Hæstarétti. Hann  sat því með ansi lítið umboð í nefnd sem átti að vera ráðgjafandi fyrir Alþingi.

Aðeins um þriðjungur þjóðarinnar sá ástæðu til að mæta á kjörstað vegna tillagna Þorvaldar að nýrri stjórnarskra.

Sérfræðingar,háskólasamfélagið og stærsti hluti þingmanna telur að tillögur Þorvaldar séu fúsk og þurfi mun meiri skoðun.

Þorvaldur kallar það valdarán. Hann leyfir sér að halda því fram að hann tali í nafni þjóðarinnar. Hann sé þjóðin. 

Vonandi sýna kjósnedur Þorvaldi Gylfasyni fram á það í kosningunum í apríl n.k. að hann er ekki þjóðin. 


Ætlar Framsókn að sitja hjá?

Fram kemur í fjölmiðlum haft eftir Vigdísi Hauksdóttur þingmanni að Framsóknarmenn séu að íhuga að sitja hjá við vantrausttillögu á Vinstri stjórnina. Það væri eftir öðru hjá Framsókn að þeir björguðu andlitinu á Vinstri stjórninni. Reyndar er þetta ekkert skrítið ef horft er til þess að það voru Framsóknarmenn sem komu Samfylkingunni og Vinstri grænum til valda á sínum tíma. Málið er þeim því skylt. Nú svo er það að Framsóknarflokkurinn er væntanlega að kaupa sér gott veður hjá þessum flokkum til að undirbúa ríkisstjórnarsamstarf eftir kosningar.

Það er alveg á hreinu að nái Framsóknarmenn góðu gengi í kosningunum í apríl sitjum við uppi með Vinstri stjórn næstu fjögur árin undir forystu Framsóknarflokksins.


Allt upp á borð.

Að sjálfsögðu verður Seðlabankinn að upplýsa um hvernig það kom til að gamla Kaupþing fékk risalán nokkrum klukkustundum fyrir hrun. Auðvitað kemur Alþingi og þjóðinni allri það við. Auðvitað á að upplýsa þjóðina hverjir eigi bankana. Auðvitað á að upplýsa þjóðina um greiðslur til skilanefnda bankanna. Auðvitað á að upplýsa þjóðina um kostnað vegna stjórnlagaráðs og öllum kostnaði við þann skrípaleik. Auðvitað á að upplýsa þjóðina um hverjir hafa fengið greiðslur vegna Isave vitleysunnar. Auðvitað á að upplýsa þjóðina um ghreiðslur og styrki vegna ESB aðlögunarinnar.

Það er almenningur sem borgar brúsann og á heimtingu á að vita hvert peningarnir fara.

Nýlega var upplýst um ofsagróða bankanna.Skjaldborgin var sem sagt um bankana en ekki heimilin. 


mbl.is Trúverðugleiki bankans í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei hættu nú alveg Guðmundur

Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall fengu allt í eina mikla þörf fyrir að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Þeir sögðu gömlu flokkana og stjórnmálin gjörsamlega vonlau. Þeir sögðust vera boðberar allt annarra tegundar stjórnmála. Björt framtíð er flokkurinn sem hafnar gömlu flokkunum.

Gott og vel. En eru vinnubrögðin í samræmi við boðaðar hugsjónir. Nei. Guðmumdur Steingrímsson sagðsit ætla að sitja hjá þegar Þór Saari flutti vantraust tillögu á ríkisstjórnina fyrir hállfum mánuði. Þá sat varamaður á þingi fyrir Róbert. Aftur flutti Þór Saari vantrausttillögu sem, afgreidd verður á mánudaginn. Nú hefur Guðmundur tekið þá ákvörðun að segja nei við tillögunni. Nú skal ekki lengur setið hjá. Hvers vegna? Jú Guðmundur er var og verður Samfylkingamaður. Róbert Marshall er var og verður Samfylkingamaður. það breytir engu þótt þeir kalli sig Framsóknarmenn eða Bjarta framtíð. Þeirra pólitík byggist ekki á hugsjónum heldur sýndarmennskupólitík í eigin hagsmunapoti.

Það er eðlilegt að fylgi Bjartrar framtíöar sé nú í frjálsu falli. Kjósendur sjá í gegnum belkkingarvef Guðmundar Steingrímsson og sega Nei,hættu nú alveg Guðmundur.


mbl.is Listi Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósendur vildu hann ekki.Flokkurinn kaus hann varaformann.

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins þarf ekki að undrast það að VG sé með ofstopa og ósannindi. Það verður engin breyting þó Katrín Jakobsdóttir sé formaður. Eftir sem áður ræður Steingrímur J. aftursætisbílstjóri og aðrir öfgamenn VG öllu. Síðasta afrek Steingríms J. var að tryggja að hans aðal talsmaður var gerður að varaformanni VG. Undarlegur flokkur VG. Kjósendur höfnuðu Birni Vali Gíslasyni hressilega í prófkjöri. Grasrótin vildi ekki sjá Björn Val í framboði fyrir flokkinn. Svar Steingríms J. og öfgamanna í VG var að kjósa Björn Val sem varaformann.

Hvernig getur Sigmundur Davíð búist við að þessi þingflokkur sýni einhverja sanngirni í sínum málflutningi.

Annars hlýtur Sigmundur Davíð og aðrir Framsóknarmenn að fá martraðir þegar uppí huga þeirra kemur að það voru þeir sjálfir sem komu þessari vesælu vinstri stjórn til valda.

Það er hálf kaldhæðnislegt að kjósendur skuli nú ætla að verðlauna Framsóknarflokkinn fyrir að eiga srtærsta þáttinn í að Vinstri stjórn hefur setið hér s.l fjögur ár.

 


mbl.is Sakar VG um ofstopa og ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll rassskellir Jóhönnu,Valgerði og Ólínu.

Nú liggur fyrir að nokkur hundruð milljónum hefur verið varið til lítils í stjórnlagaráðs vitleysuna. Þorvaldur Gylfason hrópar valdarán. En er það ekki Alþingi sem ræður. Hið ólöglega kosna stórnlagaráð var aðeins til ráðgjafar.

Árni Páll tók á sig rögg sem nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar og rassskellti opinberlega þær Jóhönnu,Valgerði og Ólínu. Hann sagði þeim hreint út að þær hefðu klúðrað málinu.

Auðvitað er það rétt hjá Þór Saari að Vinstri stjórnin á að fá á sig samþykkta vantrausttillögu. Ríkisstjórn Jóhönnu hafði 4 ár til að klára stjórnarskrána, en tókst að klúðra því gjörsamlega.

Árni Páll fær prik fyrir að hafa rassskellt Samfylkingarkvensurnar svona hressilega.


mbl.is „Þetta heitir valdarán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi formenn kenna hvor öðrum um fylgistap.

Fylgistap Sjálfstæðisflokksins yfir til Framsóknarflokksins hefur að vonum vakið mikla athygli. Spurningar vakna hvað gerðist og hvers vegna. Framsóknarflokkurinn var í litlu fylgi allt þetta kjörtímabil,en svo allt í einu rýkur það upp.

Þorsteinn Pálsson fv.formaður Sjálftæðisflokksins kennir Morgunblaðinum um. Harðlínustefna þess hafi hrakið Sjálfstæðismenn yfir til Framsóknarflokksins.

Davíð Oddsson fv. formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á að Þorsteinn eigi að líta sér nær. Hann hafi fengið Bjarna Benediktsson til að samþykkja Icesave og þar með stærsta hluta þingflokksins.

Merkileg kenning að Þorsteinn hafi haft þessi áhrif á Bjarna. Reyndar hlýtur einhver að hafa beitt sér við Bjarna. SHans stærstu mistök voru að samþykkja Icesave. Fylgi Framsóknarflokksins fór fyrst á flug eftir að Efta dómurinn í Icesave féll. Kjósendur kunna að meta staðfestu Sigmundar Davíðs gegn Icesave.

Það er mikið verk framundaan hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins að vinna sér inn traust hjá kjósendum. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn sér forystuhlutverk í næstu ríkisstjórn þarf hann að sannfæra kjósendur um raunhæfar aðgerðir til að bæta hag heimilanna.

Fái Framsóknarflokkurinn það mikla fylgi sem hann hefur nú eru yfirgnæfandi líkur á að við sitjum uppi með vinstri stjórn næsta kjörtímabil.


Sigmundur hlaut Davíðs kosningu.

Framsóknarflokkurinn er á mikilli siglingu þessa dagana. Flokkurinn rýkur upp í fylgi miðað við skoðanakannanir. Smátt og smátt hefur Sigmundi Davíð og öðrum forystumönnum tekist að vinna sínum málum brautargengi. Það hefur orðið veruleg breyting á allri forystu og þingmönnum. Næútt fæolk tekið við. Forystu Framsóknarflokksins er að takast að telja fólki trú um að þetta sé allt annar Framsóknarflokkur en var. Það er svo spurning hvortb það eigi við rök að styðjast.

Sigmundur Davæíð fær ótrúlegt traust æí formanninn. Þetta minnir á þegar Davíð var uppá sitt besta sem formaður Sjálfstæðisflokksins,þá sáust svona tölur 98%. Það er mikill styrkur fyrir Sigmund Davíð að fara nú á fullt í kosningabaráttuna með svona mikinn stuðning.


mbl.is Sigmundur fékk 97,6% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband