11.1.2012 | 19:11
Sveik Jóhanna Seðlabankastjóra eins og alla launþega?
Nú er erfitt hjá Seðlabankastjóra. Már telur að Jóhanna forsætisráðherra hafi svikið sig um 300 þús.kr. á mánuði. Már geldur þessu fram og ætlar ekki að sætta sig við lúsarlaun uppá 1300 þús. á mánuði.
Reyndar er ágætt að Már Seðlabankastjóri skuli finna gyrir svikum vinstri stjórnarinnar. ASÍ hefur bent á að vinstri stjórnin jefur svikið flest af þeim atriðum sem launþegum var lofað.
Það er því ágætt að Már fer með málið fyrir dómstóla. Vinni Már málið hljóta allir aðrir launþegar að fá kjör sín bætt.
Már í mál við Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2012 | 18:18
Eru Jón Bjarnason og Steingrímur J. í sama flokki?
Æ,maður hefur hálfgerða samúð með Jóni Bjarnasyni fyrrum ráðherra. Jón er sannur Vinstri grænn og les stefnuskrá flokksins á hverju kvöldi áður en hann leggst til svefns. Sá stóri misskilningur hefur verið hjá Jóni að það beri að fara eftir stefnuskrá VG. Steingrímur J. henti þessari stefnuskrá VG um leið og hann settist í ríkisstjórn. Steingrímur J. hefur á náttborðinu aðlögunarferli að ESB og dugi það ekki til að sofna má alltaf grípa til ESB bæklings Samfylkingarinnar.
Veslings Jón Bjarnason gat ekki lengur setið í ríkisstjórn Jóhönnu með það hugarfar að ætla að vera trúr stefnu síns flokks. Steingrímur J. segist ekkert óttast að menn yfirgefi VG þótt flokkurinn hafi tekið U- beygju í ESB.
Eigum ekkert erindi í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2012 | 15:01
Hvað hefði Gylfi sagt ef þetta væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks?
Enn einu sinni setur Gylfi formaður ASÍ upp leikþátt,þar sem aðeins veiklulegt mjálm heyrist gegn öllum vanefndum Vinstri stjórnarinnar á loforðum. Jóhanna og Steingrímur J. svíkja undirskrift jafn oft og þau skrifa undir. Ríkisstjórn sem kallar sig norræna velferðarstjórn virðir ekki nokkurt samkomulag sem gert er við samtök launþega. Bætur til öryrkja og aldraðra eru skertar frá því sem lofað var.
Þrátt fyrir allt þetta heyrist eingöngu öðru hvoru veiklulegt mjálm frá Gylfa formanni ASÍ. Hvað ætli þessi sami Gylfi hefði sagt ef þetta væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem þannig kæmi fram við launþega,öryrkja og eldri borgara.
Þá hefði ekki verið mjálmað heldur öskrað eins og ljón.
Gremja gagnvart stjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2012 | 17:49
Davíð næsti forseti og Ólafur Ragnar sérlegur sendiherra Íslands?
Pólitíkin er oft undarleg. Hver hefði t.d. trúað því að mikill samhljómur yrði í málflutningi þeirra fjandvina Davíðs Oddssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Trúlega ansi fáuum. Nú kveður við við ansi líkan málflutning hjá báðum þessum leiðtogum. Má þar nefna afstöðu til ESB og Icesave. Þeir eru einnig miklir baráttumenn til að halda uppi málstað Íslands á erlendri grundu.
Nú hefur Ólafur Ragnar lýst því yfir að hann telji sig geta gert þjóðnni mun meira gagn með því að vera ekki forseti heldur sinnt erindum þjóðarinnar á annan hátt. Eftir yfirlýsingu Ólafs Ragnars er fólk eðlilega farið að hugleiða hverjir gætu komið til greina sem næsti forseti. Nafn Davíðs Oddssonar er þar nefnt af mörgum.AAlveg er ég viss um að það væri verulega sterkt fyrir þjóðina nðú á þessum tímum að kjósa Davíð sem forseta og ráða Ólaf Ragnar sem sérstakan sendiherra Íslands til að halda uppi okkar málstað erlendis. Saman væru þeir Davíð og Ólafur Ragnar flottur dúett til að berjast á móti öllum hugmyndum að draga Ísland inní ESB.
Já,þetta væri sterkt fyrir Ísland.
4.1.2012 | 11:23
Áhyggjur Sjálfstæðismanna.
Það er alveg rétt hjá fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins að það for ónotahrollur um mig og örugglega fleiri Sjálfstæðismenn þegar ádeiluatriðið um forystumenn flokksins var sýnt. Á þessu verður hamrað af mörgum á næstu mánuðum að maður tali nú ekki um fyrir næstu kosningar.
Einmitt af þessari mynd sem dregin var upp skrifaði ég og fleiri um að nauðsynlegt væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að horfa til nýrrar forystu. Á síðasta landsfundi kom tækifærtið að kjósa Hönnu Birnu,sem næsta leiðtoga. Trúnaðarmenn flokksins höfnuðu því og völdu sömu forystu. Róðurinn verður því erfiður fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sannfæra óákveðna kjósendur að rétt sé að gefa flokknum tækifæri á ný.
Ætli Sjálfstæðisflokkurinn sér stóra hluti verður hann að gera mun betur upp við fortíðina. Flokkurinn verður einnig að endurnýja að stórum hluta þingmannalið sitt. Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna framá að honum sé best treystandi til að taka við forystu landsmálanna eftir ömurlegt vinstra tímabil.
Ónotatilfinning sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2012 | 13:23
Verður geimvera næsti forseti Íslands?
Jón íhugar forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2012 | 22:19
Er Ólafur Ragnar að hætta eða ekki?
Nú munu landsmenn ræða það næstu daga og vikur hvað Ólafur Ragnar forseti var raunverulega að meina í nýársávarpi sínu. Flestir hafa eflaust svona fyrst á eftir haldið að hann ætlaði ekki í framboð að nýju. Steingrímur J. og Jóhanna hafa örugglega dansað stríðsdans af gleði fyrst eftir ávarp Ólafs. En svo koma spekingarnir,stjórnmálafræðingarnir og túlka orð forsetans. Benda á að Ólafur Ragnar sagði aldsrei berum orðum að hann væri að hætta. Spekingarnir benda á að ólíkindatólið Ólafur Ragnar sé að kanna viðbrögð þjóðarinnar. Mun þjóðin rísa upp og safna undirskrftum þar sem skorað verður á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram einu sinni enn.
Ólafur Ragnar er búinn að gegna embættinu í 16 ár. Það er alveg nóg og eðlilegt að gefa nýjum aðila tækifæri til að setjast í stól forseta Íslands. Við eigum mikið að hæfu fólki til að gegna þessu embætti. Hvernig væri t.d. að Hanna Birna Kristjðánsdóttir byði sig fram í forsetaembættið. Hún hefur marga,marga góða kosti til að verða fyrirmyndar forseti.
Framboð ekki útilokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2011 | 16:13
Er fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin að gefast upp?
Vinstri stjórnin er búin að vera,þótt hún reyni að skrölta áfram. Það sannast nú rækilega sem fyrr að vinstri flokkarnir gerta aldrei stjórnað heilt kjörtímabil. Jóhanna og Steingrímur J. neita staðreyndum að þau hafa ekki lengur meirihluta á þingi. Jón Bjarnason gefur sig ekki. Kristján Möller er nánast hættur að styðja stjornina.
Nú reyna skötuhjúin að vingast við Hreyfinguna í þeirri von að hún bjargi stjórninni. Það væri með ólíkindum ef Þór Saari og félagar ætli að svíkja þjóðina til að bjraga ónýtri stjórn.
Auðvitað á Vinstri stjórnin að viðurkenna að hún er búin að vera og gefa þjóðinni kost á að kjósa að nýju.
Undirstrikar óvissu hjá stjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2011 | 16:56
Auðvitað eiga eigendur lífeyrissjóða að ráða yfir þeim.
Það er óskiljanlegt með öllu að það skulu vera átök um það hverjir eigi lífeyrissjóðijna og hverjir eigi að stjórna þeim. Manni finnst það liggja svo á borðinu að launafólk sem borgar hluta sinna launa í lífeyrissjóð eigi þá peninga og þar með hafi þann rétt að kjósa stjórn til að gæta sinna hagsmuna. En eins og allir vita er þetta ekki svona.
Í mörgum tilfellum eru það atvinnurekendur sem fara með stjórn sjóðanna og ráðskast með fjármuni þeirra með misjöfnum árangri eins og reynslan hefur sýnt.
Það er því flott hjá Pétri Blöndal að taka málið upp á Alþingi. Það er nauðsynlegt að það sé kveðiðö alveg skýrt um það í lögum að sjóðfélagarnir eigi sjóðina. Það þarf líka að kveða alveg skýrt um það í lögum að það eru sjóðfélagrnir sjálfir sem kjósa sér stjórn. Það hljóta öll rök að hníga að því að launþegarnir fái viðurkenningu á því að lífeyrissjóðirnir séu þeirra eign.
Sjóðsfélagar kjósi stjórnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2011 | 14:16
Gleðileg jól.
Ágætu lesendur.
Óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 828783
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar