Kristján er flottur prestur Eyjamanna.

Kristján Björnsson sóknarprestur í Eyjum hefur staðið sig sérlega vel. Allir sem ég heyri í frá Vestmannaeyjum segja hann sérlega geðugan og góðan prest. Hann hefur fallið mjög vel inní samfélagið í Eyjum. Ég hitti hann fyrir fáeinum dögum úti í Eyjum þegar tengdapabbi fagnaði 90 ára afmæli sínu. Að venju var Kristján léttur og skemmtilegur.

Auðvitað geta allir skilið að menn vilja klifra dálítið upp metorðastigann hvort sem það er í íþróttum,pólitík eða onnan kirkjunnar. Kristján mun örugglega sóma sér vel sem vígslubiskup fái hann embættið.
En fyrir Eyjamenn verður það heilmikill missir fari hann á aðrar slóðir. En svona gengur lífið, menn fara og koma. Verði það hlutskiptið að Kristján fari í nýtt embætti kemur vomnandi einhver góður í staðinn. Það skiptir nefnilega ansi miklu máli að í sveitarfélaginu sé starfandi góður prestur sem hefur áhuga fyrir velferð byggðarlagsins.


mbl.is Kristján býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfheiður er mikill húmoristi.

Það er frábært að á Alþingi skuli sitja annar eins húmoristi og hún Álfheiður Ingadóttir há VG. Hún t6alar fjálglega um það að fylgi VG muni skila sér aftur. Það þarf alveg einstakan húmorista til að halda því fram. Flokkur sem svikið hefur öll sín grundvallarstefnumál getur nú tæpast búist við að endurheimta fylgi sitt.

En auðvitað er það gott og reyndar frábært ef forysta VG lifir í þeim blekkingarheimi að þau séu að endurheimta fylgi sitt. Þau sannfærastörugglega ekki fyrr en talið hefur verið uppúr kjörkössunum og hrun Vinstri grænna blasir við.

Álfheiður,haltu endilega áfram með þitt skemmtilega uppistand.


mbl.is Telur að fylgið muni skila sér aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar áherslur? Geir Jón á þing?

Með kosningu Kristjáns Þórs sem annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins má búast við breyttum áherslum í vinnubrögðum. Kristján Þór kemur af landsbyggðinni þannig að það er gott ap fá hann í forystusveitina. Kristján Þór á að stýra innra starfi flokksins. Hann þekkir vel til allra mála,en mikið starf er framundan til að skapa Sjálfstæðisflokknum traust og fylgis.

Árangur Geirs Jóns er athyglisverður. Geir Jón hefur ekki verið í forystusveitinni og kemur beint úr grasrótinni. Það sáu margir mikla möguleika fyrir flokkinn að geta nytt starfskrafta Geir Jóns. En það styttist óðum í Alþingiskosningar. Menn hljóta í því sambandi að horfa til Geir Jóns. Það er alveg klárt að hann myndib styrkja mjög Sjálfstæðisflokkinn ef hann væri tilbúinn að bjóða sig fram til þings.

 


mbl.is Kristján Þór annar varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna fyrir fólkið með fólkinu.

Það er virkilega ánægjulegt að Geir Jón Þórisson hafi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram sem annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Geir Jón hefur rækilega sannað sig í starfi sem áhrifamikill maður. Geir Jón á mjög auðvelt að setja skoðanir sínar fram á einfaldan hátt sem allir skilja. Hann er fulltrúi þess gamla og góða sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir og á að standa fyrir.Það væri mikill styrkur fyrir flokkinn að fá Geir Jón i forystuna nú á erfiðum tímum. Það er alveg öruggt að Geir Jón mun vinna fyrir fólkið með fólkinu. Vonandi hugsa trúnaðarmenn flokkssins á sama veg og velja Geir Jón.
mbl.is Geir Jón gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smjörþefurinn af ESB?

Össur utanríkisráðherra hefur reynt að telja okkur trú um að það sé lítið að óttast varðandi fiskinn okkar þótt við göngum í ESB. Össur hefur sagt að ESB muni sýna okkur mikinn skilning og stuðning vegna okkar sésrtöðu hvað varðar fiskimiðin og nýtingu okkar á þeim. Við þurfum sko alls ekki að óttast ESB segir Össur.

Þrátt fyrir allan fagurgala Össurar fer nú eitthvað lítið fyrir skilningi og stuðningi ESB þegar kemur að makrílveiðum okkar Íslendinga. Það fer alveg framhjá okkur góðviljatalið hans Össurar.

Dettur svo mönnum virkilega í hug að þegar við værum komin í dfang ESB að fiskurijnn væri undir okkar stjórn. Halda menn virkilega að ESB léti okkur ráða fiskveiðistefnunni? Nei, afstaða ESB til makrílveiða okkar er bara smjörþefurinn af því sem koma skal takist Össuri og Samfylkingunni með dyggum stuðningi VG að troða okkur inní klúbbinn.


mbl.is Lögðu til 30% samdrátt í makrílveiðum 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur þjóðin farið svona með Jóhönnu?

Jóhann Hauksson nýráðinn áróðursmeistari forsætisráðherra vekur athygli á því í Fréttatímanum í dag hversu illa þjóðijn hefur farið með Jóhönnu Sigurðardóttir. Búið er að skerða kjör Jóhönnu um 5,2 milljónir. Var það virkilega ætlun þjóðarinnar að láta Jóhönnu bera allan skaðann af hruninu. Það gengur ekki að fara svona illa með Jóhönnu. Hún hefur staðið frá morgni til kvölds í því að rétta hag heimilanna. Nú erum við svo lánsöm að búa við norræna velferð.Allir hafa það fínbt. Jóhanna hefur unnið hörðum höndum að því að bæta hag þeirra lægst launuðu,ellilífeyrisþega og öryrkja. Allir þessir hópar klappa fyrir Jóhönnu eða er það ekki?

Jóhanna hefur haft frumkvæði að því að rétta við skuldastöðu heimilanna, þannig að Hæstréttur hefur ekkert haft að gera eða er það ekki svo?

Hvernig getur þjóðinni dottið í hug að fara svona illa með Jóhönnu? Nú er mjög í tísku að efna til undirskriftasöfnunar. Jóhann Hauksson þarf að hrinda einni slíkri af stað. Borgum Jóhönnu til baka milljónirnar. Alveg er ég viss um að met þátttaka verður í þeirri söfnun. Þjóðin getur ekki horft aðgerðarlaus uppá það hvernig farið er með Jóhönnu. 


mbl.is Launin skert um 5,2 milljónir frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Hreyfingunni.

Hver er eiginlega staða ráðherra eftir dóm Hæstaréttar? Alþingi samþykkir lög eftir tillögu ráðherra sem stenst ekki stjórnarskrána. Ætla þingmenn og ráðherrar sem samþykktu að láta eins og ekkert sé og sitja bara áfram. Árni Páll segist núna fagna dómnum. Ekki finnst mér þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa staðið í lappirnar í þessu náli.Hvað voru þeir eiginlega að hugsa að sitja hjá. Nú hélt ég að nógu margir þingmenn allavega Sjálfstæðisflokksins væru með lögfræðimenntun og ættu þess vegna að geta sett sog inní málið.

Eini þingflokkurinn sem stóð í lappirnar og greiddi atkvæði gegn tillögu Árna Páls var Hreyfingin. Þingmenn Hreyfingarinnar stóðu með almenningi í þessu máli.
Athyglisbert er einnig að sjá að 27 stjórnarþimgmenn sögðu já og brutu þannig stjórnarskrána. Merkilegt að vinstri stjórnin kom málinu í gegn með minnihluta atkvæða. Það geta þeir þakkað þingmönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.


Hvað með þá sem misstu íbúð sína og bíl og fyrirtæki sem urðu gjaldþrota?

Enn gerist það að ríkisstjórnin er rekin toil baka af Hæstarétti Íslands með ákvarðanir sínar. Það hlýtur að vera alvarlegt að ráðherrar með öllum sínum sérfræðingum skuli ekki geta gert hlutina rétt.Niðurstaða Hæstaréttar í dag mun færa mörgum leiðréttingu sinna mála.

En hver er réttur og staða þeirra sem misst hafa íbúðir sínar vegna þess að þeir réðu ekki við að greiða af ólöglegum lánum og ólöglegum vöxtum. Hver er réttur þeirra sem misst hafa bíla sína af sömu ástæðu? Hver er réttur þeirra fyrirtækja sem farið hafa í gjaldþrot vegna þess að þau réðu ekki við að greiða af ólöglegum lánum og ólöglegum vöxtum.

Þetta hkjóta að vera áleitnar spurningar. Það er skelfilegft hvernig vinstri stjórnin hefur sí og æ stillt sér upp með fjármagnseigendum og gætt þeirra hagsmuna í stað almennings.

Það er mikið fagnaðarefni að Hæstiréttur skuli hafa komist að því að um ólöglegan gjörning hafi verið að ræða hjá stjórnvöldum gagnvart lántakemdum.
En eftir stendur hver er réttur þeirra sem misst hafa allt sitt vegna ólöglegra lána og ólöglegra vaxta?


mbl.is Gildi um öll gengislán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köld kveðja norrænu "velferðarstjórnarinnar" til eldri borgara.

Eflaust hafa margir eldri borgarar staðið í þeirri trú að hagur þeirra myndi vænkast með tilkomu hreinræktaðrar vinstristjórnar. Eflaust hefur bjartsýnin aukist að mun eftir að Jóhanna sagði að hér væri um norræna velferðarstjórn að ræða. En hver er svo staðan? Kjör eldri borgara voru skert meira heldur en annarra hópa í þjóðfélaginu.

Á sínum tíma voru lífeyrissjóðirnir hugsaðir til þess að launþegar hefðu á efri árum auknar tekjur umfram grunnlífeyrinn frá Tryggingastofnun.Staðreyndin er sú einbs og allir launþegar vita að úr lífeyrissjóði fá menn aldrei 100% af sínum fyrri launum. Þegar best lætur er fólk að fá 60-70% af fyrri launbum og þá oftast grunnlaunum.
Það er með ólíkindum að vinstri stjórnin sliæi hafa stigið það skref 1.júlí 2009 að fella niður greiðslu á grunnlífeyri hafi menn nokkrar krónur úr lífeyrissjóði.
Launþegar hafaí tugi ára lagt fyrir í sinn lífeyrissjóð hluta af sinum launakjörum. Sömu launþegar hafa jafnframt borgað sinn skatt í ríkissjóð. Það eifga því allir að eiga rétt á grunnlífeyri.Það er nöturlegt að sjá nú dæmi um að launþegi sem hefur borgað yfir 40 ár í lífeyrissjóð sé ekkert betur settur en aðili sem aldrei hefur borgað krónu í lífeyrissjóð.


mbl.is Mikil skerðing hjá eldri borgurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að rassskella Steingrím J. fyrir ljótt orðbragð?

Enn eykst virðing Alþingis. Það er einhvern veginn þannig að Sigmundur Davíð formaður Framsðóknarflokksins virðist fara í fínustu taugar þeirra Steingríms J. og Jóhönnu. Sigmundur Davíð sýnir af sér þá ósvífni á Alþingi að leyfa sér að spyrja Steingrím J. útí ESB. Hvers konar ósvífni er þetta eiginlega af þingmanninum. Hvað kemur stjórnarandstöðunni við þótt ESB fagni því nú óspart að búið er að losa sig við Jón Bjarnason og fá Steingrím J. í staðinn. Er eitthvað undarlegt við að þingmenn vilji vita hvort Steingrímur5 J. og Jóhanna ætlin sér saman að dabsa Tangó inní ESB.

Steingrímur J. sagði við Sigmund Davíð, Æ,þegiðu. Adsökun Steingríms J. er sú að þetta hafi ekki átt að heyrast. Hvers vegna var hajnn þá að segja þetta? Var kannski um búktal að ræða? Átti Björn Valur að segja þetta upphátt?

Já,og nú vill Gunnar þingflokksformaður Framsóknar að forseti þingsins rassskelli Steingrím J.

Sjónvarpið verður að sjá til þess að um beina útsendinbgu verði að ræða þegar sá atburður fer fram.

 

Nú skilur maður betur hvers vegna stjórnmálaflokkum og feram,boðum fjölgar. Alþingi er svo frábær og skemmtilegur vinnustaður.

 


mbl.is Átti ekki að heyrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 828783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband