28.10.2011 | 23:00
Steingrímur J. fagnar nú niðurstöðu Hæstaréttar um neyðarlög ríkisstjórnar Geirs en studdi þau ekki.Steingrímur J. vill fá Geir dæmdan.
Ömurlegt er að horfa og hlusta á Steingrím J.formann Vinstri grænna. Nú hoppar og hrópar Steingrímur J.af gleði vegna dóms Hæstaréttar að neyðarlögin skuli standa. Þessi niðurstaða þýðir að þrotabú Landsbankans getur greitt Icesave. Sami Steingrímur J. var tilbúinn að samþykkja Icesave 1 og Icesave 2 þótt það hefði getað kostað skattgreiðendur allt að 500 milljörðum.
Steingrímur J. samþykkti ekki neyðarlögin á sínum tíma,sem hann segir nú að hafi verið nauðsynleg og bjargi miklu.
Þessi sami Steingrímur J.sem fagnar nú og segir neyðarlögin hjafa verið nauðsynleg beitti sér fyrir því að Geir H.Haarde yrði ákærður og sendur fyrir Landsdóm. Sem sagt Steingrímur J. vill Geir í fangelsi.
Flestir landsmenn sjá það nú að Geir H.Haarde vann mikið afrek við að koma neyðarlögunum á bjarga þannig landinu frá algjöru hruni.Miðað við hvernig bankaræningjarnir voru búnir að haga sér hlýtur það hafa verið afrek að geta látið bankana virka og að almenningur gat notað sín kort og hélt sínum innistæðum.
En það fer örugglega hrollur um marga að hlusta á Steingrím J. fagna núna og dásama það sem Geir H.Haarde gerði en vilja jafnframt fá Geir dæmdan og settan í fangelsi.
Og flokksmenn Vinstri grænna klappa og kjósa Steingrím J.áfram fyrir formann.
![]() |
Neyðarlögin sanna gildi sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2011 | 13:48
Álver eða flatkökur?
Þrátt fyrir marga fundi og fallegar yfirlýsingar gengur atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hægt. Atvinnuleysi er mest á landinu á svæðínu. Supurnesjamenn hafa reynt mikið til að koma stórframkvæmd eins og álverinu í Helguvgík á fullt en gengið illa og reksit á harðan vegg hjá vinstri stjórninni.
Fyrir nokkru var haldinn fundur um stöðu mála í Garðinum. Kristján Möller sagði að hægt væri að koma málum á fulla ferð ef vilji væri til staðar. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, Oddný G.Harðardóttir, sagði að þótt álver væri ekki að koma væri margt jákvætt að gerast. Nefndi hún sem dæmi flatkökugerð í Vogunum. Þótt flatkökur séu hinn besti matur dreg í efa að framleiðsla þeirra skapi 1500 manns atvinnu. Ég hef heldur ekki trú á að við getum flutt út flatkökur fyrir milljarða.
Til að eitthvað raunhæft gerist í málunum verður álverið að komast á fulla ferð.Flatkökur leysa ekki vandann.
Ef vilji er til staðar hjá stjórnvöldum er hægt að tryggja orku. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir til að virkja í neðri hluta Þjórsár. Ríkið á Landsvirkjun og getur ákveðið að nýta orkuna til álversins í Helguvík.
Staðan er samt þannig að Guðfríður Lilja þingmaður hefur lýst yfir að ekki komi til greina að virkja í neðri hluta Þjórsár. Mörður Árnason Samfylkingunni óskaði norðlendingum til hamingju með að fá ekki álver. Við vitum hug hans. Meira að segja Björgvin G. Sigurðsson,fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur lýst sig andvígan virkjun í neðri hluta Þjórsár. Það er því ekki að vænta stuðn ings frá Vinstri stjórninni.
En það er alveg á tæru að flatkökurnar einar og sér bjarga ekki atvinnumálunum,sveitarfélögum og íbúum Suðurnesja. Við þurfum á stórframkvæmd eins og álverinu að halda.
25.10.2011 | 16:09
ASÍ að gefast upp á Samfylkingunni.
Forysta ASÍ hefur talist nokkuð hliðholl Samfylkingunni og m.a. hefur formaðurinn talist innmúraður í flokkinn. Nú ber svo við að ASÍ hefur misst alla trú á Samfylkingunni og VG. Doði blasir við í hagkerfinu segir ASÍ. Það sjá allir orðið að það gerist ekkert af viti hjá ríkisstjórn Jóhönnu. Það þýðir ekkert lengur fyrir Jóhönnu að hrópa og lemja í borðið og segja að hér sé allt í blómanum. Það trúir því ekki nokkur maður nema örfáir Samfylkingarmenn að allt sé bjart framundan bara við það að ganga í ESB.´
Þegar svo er komið að meira að segja forysta ASÍ telur engar líkur á betri tíð væri vitlegast fyrir Jóhönnu að nota elliárin í eitthvað annað en stjórna landinu.
![]() |
ASÍ: Doði blasir við í hagkerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2011 | 13:56
Jóhanna þakkar Vinstri grænum stuðninginn við ESB.
Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar sá sérstaka ástæðu til að þakka Vinstri grænum fyrir stuðninginn við vegferðina í ESB. Jóhanna sagði það hreint út að ekki hefði verið hægt að hefja vegferðina hvað þá aðlögunina að ESB nema með stuðningi VG.
Það er flott að fá þetta alveg svart á hvítu. Vinstri grænir bera ábrgðina á ESB bröltinu. Var fólk að kjósa VG til að ganga í ESB?
![]() |
Jóhanna sjálfkjörin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2011 | 22:11
Við vorum kosin til að koma Íslandi ESB segir Jóhanna. Voru Vinstri grænir kosnir til þess?
Jóhanna Sigurðardóttir segir á landsfundi Samfylkingarinnar að flokkurinn hafi verið kosinn til að koma Íslandi í ESB. Já, Jóhanna hefur túlkað það þannig enda snýst öll hennar vinna og tal um að afhenda Íslandi undir vald háu herrana í Brussel.
Hvernig ætli stuðningsfólki Vinstri grænna líði að heyra ESB ræðu Jóhönnu. Bjuggust kjósendur Vinstri grænna við því að helsta hlutverk vinstri stjórnarinnar yrði að vinna að inngöngu Íslands í ESB.
Aðalmál Vinstristjórnarinnar er að koma Íslandi í ESB. Vandi heimila og fyrirtækja er aukaatriði.
Það er ekkert skrítið að 66% stuðningsmanna Samfylkingarinnar geti hugsað sér að kjósa Guðmund Besta.
![]() |
Mun klára aðildarviðræðurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2011 | 13:26
66% Samfylkingarfólks tilbúið að kjósa nýtt framboð.
Skuggi hlýtur að hvíla yfir landsfundi Samfylkingarinnar. Samkvæmt skoðanakönnun eru 66% stuðningsmanna Samfylkingarinnar tilbúnir að skoða þann möguleika að kjósa framboð Guðmundar og Besta flokksins.Tími Samfylkingarinnar er liðinn og Jóhanna getur tekið pokann sinn.
19.10.2011 | 13:05
Skattar hækka ekki en þið borgið bara meira. Furðurök fjármálaráðherra.
Stjórnmálamenn beita oft ýmsum aðferðum við að sannfæra kjósendur hversu góðir þeir eru. Nú hefur hinn einstaki fjármálaráðherra okkar sagt að skattar hækki ekki neitt.Steingrímur J. byggir rök sín á að álagningaprósenta hækkar ekki. Segir það alla söguna? Skattleysismörk hækka ekki í samræmi við vísitölu. Það eitt hækkar skattbyrðina. Greiðendur fara fyrr í hærra skattþrep. Það eykur skattbyrðina hjá æði mörgum. Reglum er breytt varðandi viðbótalífeyrsisjóðsgreiðslur.Það hækkar skattbyrðina.
Það er fáránlegt hjá fjármálaráðherra að halda því fram að skattar hækki ekki,þegar það liggur ljóst fyrir að skattgreiðendur þurfa að borga meira til ríkis og sveitarfélaga.
19.10.2011 | 11:19
Hvað segir Steingrímur J. við stækkunarstjórann ?
Stækkunarstjóri ESB heimsækir Ísland og ræðir við ráðamenn um beiðn vinstri stjórnarinnar um inngöngu í klúbbinn.Það væri fróðlegt að fá upptöku birta af samræðum stækkunarstjórans og Steingríms J. Ætlar Steingrímur J. að segja honum að full alvara sé bakvið umsóknina eða ætlar Steingrímur J. að segja stækkunarstjóranum að umsóknin sé bara upp á grín og leikþáttur settur upp fyrir Samfylkinguna.
Stækkunarstjórinn hlýtur að halda að Steingrímur J. og hans flokkur meini eitthvað með beiðninni um að Ísland fái að ganga í ESB.
Fjölmiðlar hljóta að óska eftir svörum frá Steingrími J. eftir fundinn.
![]() |
Stækkunarstjóri ESB á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2011 | 10:10
Hrokagikkurinn Mörður fagnar vonbrigðum íbúa.
Einn helsti hrokagikkur sem situr á Alþingi er Mörður Árnason.Ef til vill er Björn Valur enn meiri hrokagikkur. Það er með ólíkindum að þingmaður eins og Mörður skuli fagna því að hætt er við styórkostlega atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Hvernig á landsbyggðin að lifa ef engin atvinnuuppbygging á að eiga sér stað? Mörður viðrist ímynda sér að þjóðin geti lifað á því að grúski gömlum bókum og að sem flestir stundi nám í Háskólnum. Allt er það gott útaf fyrir sig. En það kostar peninga að halda því öllu uppi. Staðan væri aldeilis önnur á Austurlandi ef ekki hefði komið til stórkostlegrar uppbyggingar með álveri.
Það hlýtur að skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið að tekjur af útflutningi áls nema 225 milljörðum. Ekki einn enasti stjórnarþingmaður sá ástæðu til þess að taka undir vonbrigði heimamanna á norðurlandi að eina raunhæfa atvinnuuppbyggingin var flautuð af.
![]() |
Furða sig á að stjórnarþingmenn fagni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2011 | 13:46
Jóhanna verkstjóri vinstri stjórnarinnar skipar efsta sætið.
Yfirleitt gleðst þjóðin að ná efsta sæti á stórmótum í hinum ýmsu greinum.Þjóðin kemur þá saman og fagnar. Ekki er samt lílegt að almenningur fagni neitt að ráði nýjasta afrekinu. Jóhanna Sigurðardóttir og vinstra liðið hennar hefur nú náð þeim vafasama hjeiðri að skipa efsta sætið á Evrópska efnahagssvæðinu hvað varðar verðbólgumet. Verðbólga á Íslandi er mest á Íslandi.
Jóhanna hefur á langri setu á þingi flutt margar ræður um það hversu fáránlegt það er að hafa verðtryggingu á lánum.Þessi sama Jóhanna hefur setið í mörgum ríkisstjórnum og nú er hún verkstjóri ríkisstjórnarinnar. Samt er enn allt verðtryggt (nema launin) og Jóhanna Evrópumeistari í verðbólgu.
Spurning hvort Ólafur Ragnar,forseti, sleppir því ekki bara að sæma Jóhönnu fálkaorðunni fyrir þetta afrek.
![]() |
Verðbólgan mest á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 828895
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar