18.10.2011 | 12:45
Er brýnasta málið að Ísland segi sig úr NATO?
Þingmenn Vinstri grænna með Guðfríði Lilju í forystu ásamt hluta þingmanna Hreyfingarinnar telur þa ð eitt af helstu vandamálum þjóðarinnar að taka ákvörðun um úrsögn úr NATO. Það er athglisvert að VG skuli setja þetta mál á oddinn. Eru ekki mörg mál sem mætti hafa ofar á verkefnalistanum en að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr NATO.
Merkilegt að Vinstri grænir skuli á þennan hátt gera tilraun til að ná til öfgamanna innan sinna raða. Þetta er athyglisvbert í ljósi þess eru VG að vinna á fullu í aðlögunarferli inní ESB. Þar sjá Vinstri grænir ekkert athugavert við að afhenda mikið af völdum til hinna háu herra í Brussel.
Þjóðin sér í gegnum svona yfirklór Vinstri grænna. Vera okkar í NATO er ekki stóra vandamálið. Stóra vandamál íslensku þjóðarinnar er að þingmenn VG hafa svikið sína stefnu í ESB málinu.Stóra áhyggjumálið er að þingmenn Vinstri grænna eru á fullu í aðlögunarferli í ESB.
17.10.2011 | 22:59
Enn eitt kjaftshöggið á landsbyggðinni. Vinstri grænir hljóta að fagna.
Norðlendingar fylltust bjartsýni fyrir nokkrum árum þegar jákvæðar yfirlýsingar komu fram um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík. Sá draumur norðlendinga um atvinnuuppbyggingu hvarf smátt og smátt eftir að Vinstri grænir komust til valda. Í dag er draumurinn úti. Ekkert álver verður byggt. Vinstri grænir grænir geta því fagnað að hafa náð að stoppa enn einn möguleikann á atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.Fleiri og fleiri sjá hversu mikil ógæfa það er fyrir landið að hafa VG í ríkisstjórn.
![]() |
Alcoa hættir við Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2011 | 17:05
Hafði Jóhanna efni á því að gefa HÍ einn og hálfan milljarð?
Nú held ég að Vinstri stjórnin hafi náð nýjum hæðum í að ganga framaf fólki. Eru engin takmörk fyrir því á hvað er ráðist í niðurskurðinum. Að leggja niður líknadeild er hámarkið hversu langt er lagst. Það virðist vera forgangsatriðið hjá stjórninni að ganga svo harkalega fram í skerðingu heilbrigðisstofnana að þær geti ekki sinnt sinni þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni verður skert svo hressilega að það mun hafa verulega neikvæð áhrif á búsetu. Allt er þetta gert af illri nauðsyn segja stjórnvöld. Engir peningar eru til.
Á sama tíma belgir Jóhanna Sigurðardóttir sig út og lætur mynnda sig frá öllum hliðum er hún afhendir Háskólanum svona aukalega afmælisgjöf uppá einn og hálfan milljarð. Hvergi er þess getið hvaðan peningarnir eiga að koma, hvað þá að búið sé að samþykkja fjárveitingu. Þótt laun Jóhönnu séu þokkaleg dreg ég það stórlega í efa að hún sé að gefa HÍ þessa gjöf persónulega. Það er örugglega almenningur sem á að borga yfirlýsingu Jóhönnu.
Hvers konar enadleysa er þetta eiginlega? Það gengur ekki upp að hamast á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og gefa þá peninga til Háskólans. Þetta gengur ekki, enda finnst ekki nokkur maður fyrir utan ráðherrana og forhertustu þingmenn Samfylkingar og VG sem verja þetta.
Skömm Jóhönnu er mikil í þessu máli og halda því svo fram að þau standi vörð um velferðarkerfið er hámark ósvífninnar í garð þjóðarinnar.
14.10.2011 | 00:00
Hvar á menntaða fólkið að vinna ?
Stjórnmálamenn tala um það á hástemmdum nótum að nauðsynlegt sé að efla menntun í landinu.Aldrei hefur verið annar eins fjöldi sem stundar háskólanám og nú er. Nýlega var Háskóla Íslands gefið aukalega upphæð uppá 1,5 milljarða. Auðvitað er flott að auka menntun. En maður spyr, hvar á allt þetta fólk að vinna? Daglega berast fréttir af niðurskurði og uppsögnum á fólki. Mikið af menntuðu fólki t.d. innan heilbrigðisþjónustunnar hefur misst vinnuna eða er við það að missa hana.
Margt af okkar vel menntaða fólki sér þann kost vænstan að leita sér að vinnu erlendis. Það er dýrt fyrir samfélagið að mennta fólk, sem notar svo menntun sína til að vinna erlendis.
Hvernig á þjóðin að standa undir öllum menntunarkostnaðinum ef ekki má auka umsvifin á framkvæmdasviðinu í landinu. Í stað þess að skapa ný og öflug atvinnutækifæri og auknar tekjur fyrir þjóðarbúið höfum við greitt 80 milljarða í atvinnuleysisbætur frá hruni.
Það er útilokað að ganga lengra í skattheimtu á einstaklinga og fyrirtæki, því miður sjá Vinstri grænir enga aðra leið.
Stefna Samfylkingar og Vinstri grænna um gegndarlausan niðurskurð, stopp stefnu, viðvarandi atvinnuleysi og skattpíningu gengur ekki. Með sama áframhaldi kemur að því að skólarnir hafi ekki fjármagn til að standa undir menntunarkostnaðinum.
Það verður að snúa þessu við. Það verður að efla framkvæmdir og atvinnulífið og auka á þann hátt tekjur sveitarfélaga og ríkissjóðs. Þá þurfum við ekki að skera eins harkalega niður og þá getum við staðið undir menntunarkostnaðinum.
13.10.2011 | 14:32
Hvaða glóra er í því að ætla að byggja fyrir tugi milljarða,þegar ekki er hægt að veita næga þjónustu í núverandi.
Er nú ekki nóg komið? Hvernig er hægt að ætlast til að skorið sé meira niður Landsspítalanum. Er eitthvað vit í því að setja alla á atvinnuleysisskrá?Frá hruni er búið að greiða 80 milljarða í atvinnuleysisbætur. Á að leggja alla heilbrigðisþjónustu meira og minna niður. Allt er þetta gert í nafni norrænnar velferðastjórnar.
Á sama tíma er svo í undirbúningi að byggja nýtt risavaxið sjúkrahús uppá nokkra tugi milljarða. Hvernig á að vera hægt að reka það?
Ég trúi því ekki að lífeyrissjóðirnir ætli að taka þátt í þessari vitleysu með vinstri stjórninni. Aðalatriðið á þessum tímum hlýtur að vera að halda uppi almennilegri heilbrigðisþjónustu. Það gagnar lítið að byggja nýjar heilrigðisstofnanir og láta þær standa auðar.
![]() |
Stöðum á LSH fækkar um 85 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2011 | 21:26
Beðið eftir að gerðardómur klári að lesa 8000 blaðsíður. Vilji er allt sem þarf til að koma framkvæmdum á fullt segir Kristján Möller.
Fjölmennur fundur var haldinn áðan á vegum Sveitarfélagsins Garðs um stöðu avvinnumála á Suðurnesjum. Fundarboðið hafði yfirskritina,Hvenær fæ ég vinnu. Ágætar framsöguræður fluttu þingmennirnir Kristján Möller og Oddný G.Harðardóttir.
Fram kom á fundinum að enn er beðið niðurstöðu úr gerðardómi varðandi deilu um orkuverð.Pappírsflóðið er komið í 8000 blaðsíður. Kristján sagðist ímynda sér að deiluaðilar segðu eftir niðurstöðina, af hverju í óskupunum sömdum við ekki.Það bæri ekki svo mikið á milli.
Fram kom hjá Kristjáni Möller að næg orka væri til staðar fyrir álverið í Helguvík. Öll leyfi væru til staðar. Ragnar framkvæmdastjóri Norðuráls sagði að allt væri tilbúið frá þeirra hendi þ.m.t. fjármögnun. Framkvæmdin skapaði atvinnu fyrir 1500-2000 manns.
Fundarmönnum var tíðrætt um það hvers vegna í óskupunum þingmennirnir létu Vinstri græna stoppa þessa framkvæmd. Stungið var uppá því að Kristján og Oddný styddu ekki fjárlagafrumvarpið nema framkvæmd við álverið í Helguvík væri tryggð.
Kristján lagði áherslu á að vilji væri allt sem þyrfti.Það vantar pólitíska forystu.
Sigurður Ingvarsson vakti athygli á því að fyrirtækjum hér færi fækkandi vegna erfiðleika og ghjaldþrota. Ef ekkert gerist alveg á næstunni í uppbyggingu sjá menn hvert stefnir hér á svæðinu.
Áhersla var lögð á að nú væri kominn tími til að horfa fram á veginn og hugsa í lausnum.Menn verða að vinna saman bæði sveitarstjórnarmenn og þingmenn kjördæmisins.
Þetta er ekki fyrsti fundurinn sem er haldinn hér á Suðurnesjum vegna ástandsins. Við skulum vona og treysta því að fundurinn hér í Garði í dag boði bjartari framtíð.
Oddný er formaður þingflokks Samfylkingarinnar og Kristján Möller formaður atvinnumálanefndar.Þau eru í lykilstöðu til að koma málum áfram.
10.10.2011 | 12:41
Röng staðsetning og vitlaus hönnun ?
Það eru engar smá athugasemdir sem framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar hefur sett fram varðandi Landeyjahöfn. Röng staðsetning og vitlaus hönnun.Vegagerðin,Siglingastofnun og ráðherra hljóta að þurfa að gefa skýringar á þessu.
Ekki verður höfnin færð en framkvæmdastjórinn bendir á að hægt sé að gera úrbætur með því að lengja garðana.
Það hlýtur að vera krafa okkar allra að nauðsynlegar breytingar verði gerðar til að Landeyjahöfn geti þjónað landsmönnum. Til viðbótar hljóta stjórnvöld að taka ákvörðun um að útvega hentugra skip.
![]() |
Landeyjahöfn á röngum stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2011 | 10:42
Allir skráðir félagar í Sjálfstæðisflokknum eiga að velja forystuna.
Í Silfri Egils í gær var Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri í viðtali. Hér var um mjög áhugavert viðtal að ræða og sýndi vel hversu framsýnn Styrmir er. Hann er einn af fulltrúum þeirra sjónarmiða sem réðu miklu hjá Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma.
Eitt af því sem Styrmir sagði að ef fjórflokkurinn ætlaði að lifa af yrði að breyta um vinnubrögð.Það þyrfti að auka lýðræðið. Tók hann sem dæmi Sjálfstæðisflokkinn. Hvaða glóra er í því að einhverjir örfáir mæti á fund og kjósi stjórnir félaga,fulltrúaráð, miðstjórn o.s.frv.
Sjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing með 45 -50 þúsund félaga.Í nútíma tæknisamfélagi er ekkert mál að allir skráðir félagar geti kosið sér forystufólk eins og formann og varaformann. Þetta er mjög athyglisvert. Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem rúmlega þúsund manns munu kjósa aðila í embætti formanns, varaformann og miðstjórn. Hugsið ykkur hvað það væri sterkara ef allir flokksbundnir Sjálfstæðismenn gætu tekið þátt í valinu.
Forystan sem kjörinn væri á slíkan hátt væri mun sterkari heldur en sú sem fámennur hópur velur.
Auðvitað er það rétt hjá Styrmi að gömlu flokkarnir verða að breyta um vinnubrögð ætli þeir að lifa áfram.
9.10.2011 | 19:57
Árni og Ásmundur ekki hátt skrifaðir hjá þingflokksformanni Samfylkingu.
Enn eitt drpttningarviðtalið er á vf.is við Oddnýju G.Harðardóttur,þingflokksformann Samfylkingarinnar. Þingmaðurinn reynir í löngu máli að telja sjálfri sér og öðrum að hún sé að vinna feykigott starf fyrir Suðurnesin.
Að sjálfsögðu eru atvinnumálin ofarlega á dagskrá og ræðir þinmaðurinn á ágætum nótum um það vbandamál.Fróðlegt verður að heyra um lausnir formanns þingflokks Samfylkingarinnar á fundi ,sem Sveirafélagið Garður heldur á morgun.Því miður hafa öll þess störf sem Samfylkingin segist hafa skapað farið framhjá Suðurnesjamönnum En á morgun fáum við gleðifréttir frá Kristjáni Möller og Oddnýju.
Formaður þingflokks amfylkingarinnar leggur mikla áherslu á samstöðu og málefnalega umræðu. Samt eyðir Oddný mörgum orðum á persónulegum nótum í garð Árna og Ásmundar bæjarstjóra í Reykjanesbæ og Garði.
Þinmaðurinn virðist ekki hafa mikið álit á bæjarstjórnaum í Garði,sem hún sjálf réð til starfa. Þingmaðurinn skammast yfir því hvernig hann hagi sér.Ásmundur sýni sér grímulausa andstöðu og áróður gegn sér.
Um Árna Sigfússon segir þingmaðurinn að hann hafi aldrei hringt í sig eða leitað til sín. Þessir bæjarstjórar vilja ekki eiga þingmann úr Samfylkingunni.
Er þetta leiðin til samstöðu? Er það leiðin til samstöðu að hella svona orðum yfir bæjarstjórana í Garði og Reykjansebæ.
Árni Sigfússon og Ásmundur Friðriksson hafa staðið í fremstu víglínu við að vekja athygli á málefnum Suðurnesja. Það hefur verið full ástæða til að velkja athygli á því hversu hægt hefur gengið í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Það hefur ekki veitt af.
Formaður þingflokksins ætti frekar að þakka bæjarstjórunum tveimur fyrir áhuga og baráttu fyrir hagsmunum Suðurnesja heldur en senda þeim persónulegar pillur.
9.10.2011 | 13:14
Á að bjarga Álftanesi á kostnað annarra sveitarfélaga?
Sveitarfélagið Álftanes er verulega illa statt.Álftanes skuldar 7,5 milljarða sem er gífurleg upphæð fyrir ekki stærra sveitarfélag. Nú hefur verið upplýst að Jöfnunarsjóður ætlar að leggja sveitarfélaginu til 1milljarð verði sveitarfélagið sameinað öðru.
Í viðtali við Ögmund innanríkisráðherra kom fram að framlagið muni ekki tæma sjóðinn en Ögmundur telur að framlagið geti auðvitað orðið til að skerða framlag til annarra sveitarfélaga.
Nú er það svo að mörg sveitarfélög þurfa að stóla á að framlag úr Jöfnunarsjóði verði ekki skert. Ætli Ögmundur að skerða framlög til sveitarfélaga mun það hafa veruleg áhrif á mörg sveitarfélög á landsbyggðinni.
Það gengur ekki ef bjarga á Álftanesi á kostnað annarra sveitarfélaga.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar