8.10.2011 | 13:46
Skipar Páll þau Valgerði og Finn í rannsóknarnefnd?
Ráðning Páls Magnússonar bæjarritara og innvígðan Framsóknarmann í Bankasýslu ríkisins hefur eðlilega valdið hneyksli.
Nú er spðurningin hvort Valgerður Sverrisdóttir og Finnur Ingólfsson verði fengin með Páli til að stjórna rannsókn á einkavæðingu bankanna.
7.10.2011 | 12:43
Ætlaði Sjálfstæðisflokkurinn að gera Steingrím J. að forsætisráðherra og Björn Val að sjávarútvegsráðherra?
Dv greinir frá því í dag að Tryggvi Þór hafi leitað til Björns Vals til að kanna möguleika á að VG hætti samstarfi við Samfylkinguna og mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks,Farmsóknarflokks og Vinstri grænna.Sagt er að Tryggvi hafi haft umboð frá Bjarna Benediktssyni,formanni Sjálfstæðisflokksins til að gera þetta.
Samkvæmt fréttinni var tilboðið fólgið í því að Steingrímur J.yrði forsætisráðherra og Björn Valur yrði sjávarútvegsráðherra.
Það er nauðsynlegt að forysta Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér yfirlýsingu hvort þetta er rétt eða ekki? Það er ansi erfitt að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn vilji sjá Björn Val,sem ráðherra og sitja íríkisstjórn undir forystu Steingríms J.
Við þurfum ekki á svona drullumixi að halda. Við þurfum nýjar kosningar og nýja ríkisstjórn í framhaldinu.
6.10.2011 | 20:54
Vinstri grænir hljóta að fagna rannsókn.
Margir halda því fram að mótmælin og búsáhaldabyltingin á sínum tíma hafi verið stjórnað af Vinstri grænum. Sumir ganga svo langt að segja að einstakir þingmenn VG hafi verið á fullu í skipulagningu,símaskilaboðum og símtölum við aðila íbyltingarhópnum.
Vinstri grænir segja þetta af og frá. Vinstri grænir hljóta því að fagna sérstaklega tillögu Framsóknarmanna um rannsóknarnefnd. Það er bráðnauðsynlegt að þjóðin fái að vita hvort VG þingmenn hafi skipulagt mótmæli gegn Alþingi.
Auðvitað er erfitt að trúa slíku, en kannski þarf það ekki að koma svo á óvart miðað við þá lítilsvirðingu sem sumir þingmenn sýna embætti forseta Íslands.
![]() |
Vilja rannsaka þingmenn og búsáhaldabyltinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2011 | 17:38
Er þingflokkur Framsóknarflokksins of stór?
Ætli forystumönnum Framsóknarflokksins telji þingflokk sinn allt of fjölmennan. Eru kannski einhver óþægileg þrengsli í fundarherbergi þingflokksins? Eða komast ekki fleiri skoðanir fyrir í þingflokknum aðrar en skoðanir foystunnar. Eftir því var tekið að formaður þingflokksins lét miða í ræðustól Eyglóar Harðardóttur þegar hún leyfði sér svolítið sjálfstæðan málflutning.
Nú hefur forystan ákveðið að setja sinn reynslumesta þingmann, Siv,til hliðar. Siv er ekki lengur treyst fyrir að gegna varaforseta starfi Alþingis. Siv hefur leyft sér að hafa sjálfstæðar slkoðanir.
Er forystan að senda Siv þau skilaboð að hún geti farið í skóför Guðmundar Steingrímssonar?
Það virðist angra forystu Framsóknarflokksins að einstaka þingmaður vinni þannig að það gæti aukið fylgi flokksins.
6.10.2011 | 10:33
Hvar eru þingmenn Suðurkjördæmis?
Óþolandi ástand hefur nú skapast í samgöngumálum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.Mikil bjartsýni ríkti í Eyjum með nýju leiðina milli lands og Eyja. Það hefur líka sýnt sig að Landeyjahöfn var mikið notuð.Eyjamenn hafa byggt upp sitt þjónustusamfélag til að taka á móti mörgum gestum.
Nú eru miklar líkur á að lítið verði hægt að nota Herjólf til siglinga í höfnina í vetur. Skipið hentar illa og það vissu allir. Svo er það kapituli út af fyrir sig hverjum datt í hug að fá handónýtt dæluskip,sem hefur meira og minna verið bilað frá því það kom.
Þetta eru gífurleg vonbrigði fyrir alla sem bundu miklar vonir við Landeyjahöfn. Þetta ástand hefur gífurlega neikvæð áhrif á alla verslun og þjónustu í Eyjum. Það verður að bregðast við ástandinu.
Bæjaryfirvöld í Eyjum hafa barist vel í málinu, en það vantar aðgerðir samgönguyfirvalda.
Hvar eru þingmemnn Suðurkjördæmis? Það hlýtur að vera krafa að allir þingmenn kjördæmisins standi nú saman og taki málið föstum tökum.Það verður að taka ákvörðun um byggingu á nýju skipi strax. Á meðan verður að útvega hentugt skip til siglinga milli Eyja og Landeyjahöfn.
Það gengur ekki að fara svona með Eyjamenn og þá sem vilja skreppa til Vestmannaeyja. Svo á maður ekki orð að einu viðbrögð stjórnvalda er að tilkynna 15% hækkun á fargjöldum.
Nú verða þingmenn Suðurkjördæmis að bretta upp ermar og leysa málið.
![]() |
Ný Vestmannaeyjaferja kostar um 4 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2011 | 23:00
Á eftir að semja kröfugerðina ?
Jóhanna Samfylkingarformður lagði áherslu á að nú þyrfti að útbúa kröfugerð vegna samninga við ESB. Er Jóhanna virkilega að segja okkur að Samfylkingin sé á fullu í aðlögun að ESB,en það liggi alls ekki ljóst fyrir hvar áhersluatriði okkar liggja. Er þetta boðlegt?
Það hlýtur að vera krafa okkar að Vinstri stjórnin upplýsi okkur um stöðu mála. Er það virkilega rétt að ríkisstjórnin hafi ekki sett fram skýr stefnumið varðandi kröfur okkar.
Skynsamlegast væri auðvitað að hætta þessum skrípaleik og draga umsóknina til baka.
![]() |
Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2011 | 18:09
Árni Páll vill afskrifa skuldir.Jóhanna vill verðtrygginguna burt. Samt gerist ekkert.
Öðru hvoru kemur Jóhanna forsætisráðherra fram með tárvot augu og segir að það gangi ekki að hafa verðtryggingu á lánunum. Jóhanna hefur barist fyrir þessu í mörg ár. Hennar tími kom og ekkert gerist. Hagsmunasamtök heimilanna taka ekki lengur mark á orðagjálfrinu í Jóhönnu.
Árni Páll segist vilja afskrifa meira af skuldum heimilanna.
Það eru þrjú ár frá hruni. Það er eins og Árni Páll og Jóhanna geri sér ekki grein fyrir að þau eru í ríkisstjórn. Það hefur óskup lítið að segja allt fallega orðagjálfrið ef ekkert gerist.
![]() |
Vill afskrifa meira en minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2011 | 10:12
Þið hafið það fínt hvað sem hver segir.
Það er ótrúlegt að hlusta á Steingrím J. og Jóhönnu segja þjóðinni allts sé í fína lagi hjá þjóðinni. Ætli þau trúi þessu virkilega sjálf? Tal þeirra sýnir í hversu litlum tengslum þau eru við þóð sína.
Steingrímur J.sagði að allt væri í sómanum hjá okkur. Það er sama hvað hver segir. Þið hafið það fínt.
Miðað við þetta viðhorf eru ekki miklar líkur á að ástandið lagist hjá þjóðinni.
4.10.2011 | 17:17
Á að leggja landsbyggðina niður?
Formaður Fjárlaganefndar Alþingis segir að niðurskurður og skattahækkanir hafi virkað vel til að rétta ríkissjóð af. En hvað með almenning?Hefur skattpíningarstefna og þjónustuskerðing orðið til þess að virka fyrir almenning? Fleiri og fleiri geta ekki greitt sínar skuldir. Fleiri og fleiri fyrirtæki gefast upp.Fleiri og fleiri flytja til útlanda. Varla virkar þetta til að bæta hag ríkissjóð.
Landsbyggðarfólk á erfitt með að sjá þessa dýrð sem Formaður fjárlaganefndar dregur upp. Sífellt er verið að skera niður flestum sviðum. Unnið er markvisst að því að draga úr þjónustumöguleikum á heilbrigðissviði. Það er þó einn af grundvallarþáttum samfélaganna á landsbyggðinni. Það lítur út eins og ríkisstjórnin vilji alls ekki að fólk búi á landsbyggðinni.
Nýjasta kveðja samgönguyfirvalda til Vestmannaeyinga er að hækka eigi gjaldskrá Herjólfs um 15%. Það eru furðulegar kveðjur til Eyjamanna ofaná allan vandræðaganginn með Landeyjahöfn.
Ríkissjðóður lifir ekki lengi á því að skera niður meira og meira og hækka skatta. Þær aðgerðir virka ekki til lengdar. Það sem þarf er að efla atvinnulífið og skapa auknar tekjur. Það skilar ríkissjóði mestu og fólkinu í landinu.Því miður skilja vinstri menn þetta ekki.
![]() |
Aðgerðir sem hafa virkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2011 | 11:28
StórstjarnaVinstri grænna segir ástandið núna betra en1921.
Nýjasta stórstjarna VG flokkaflakkarinn ÞráinnBertelsson sagði í umræðunni á Alþingi í gærkvböldi að landsmenn ættu að vera ánægðir. Þjóðin hefði það mun betra en íbúar landsins árið 1921. Nefndi Þráinn nokkur dæmi því tilstaðfestingar.
Það er stórkostlegt að hlusta á málflutning VG og vandræði þeirra til að réttlæta öll sviknu loforðin.
Þráinn nefndi það reyndar ekki að árið 1921 þurfti ríkissjóður ekki að greiða neitt til Kvikmyndaskólans hvað þá greiða listamannalaun.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar