3.10.2011 | 21:51
Í hvaða draumalandi lifir Björn Valur ?
2.10.2011 | 14:14
Mikill munur á tveimur Samfylkingarkonum.
Ég hlustaði á Katrínu Júlíusdóttur,ráðherra,á Sprengisandi í morgun. Mikill munur er á málflutningi hennar og Jóhönnu Sigurðardóttur.Katrín ræðir málin af skynsemi og ábyrgum hætti meðan Jóhanna lemur hausnum við steininn og hrópar að hér sé allt í sómanum.Jóhanna verður ekki einu sinni vör við atvinnuleysi.
Það hlýtur að vera erfitt fyrir Katrínu að hafa Jóhönnu sem verkstjóra og starfa með afturhaldsráðherrum Vinstri grænna.
30.9.2011 | 21:38
Ragnar Reykás búinn að vera. Steingrímur J. fyrir og eftir.
Ragnar Reykás er búinn að vera. Steingrímur J. slær honum gjörsamlega við.Harðasti andstæðingur aðildar Íslands að ESB var Steingrímur J. áður en hann settist í ríkisstjórn.Nú er Steingrímur J. manna harðastur á því að ljúka verði aðlögunarferlinu við ESB. Hressilegur snúningur það.
Áður fyrr var Steingrímur J. harðasti andstæðingur AGS. Eftir að Steingrímur J. settist í ráðherrastól á hann vart nógu sterk orð til að dásama samstarfið við AGS. Hressilegur snúningur það.
Já, við þurfum ekki lengur Ragnar Reykás við höfum Steingrím J.
30.9.2011 | 13:22
"Stöndum saman en gerið eins og ég vil að gert sé."
Merkilegt er að heyra forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna tala um nauðsynlega samstöðu. Ég hlustaði á Jóhönnu Samfylkingarformann í Kastljósinu í gærkvöldi og hef reyndar hlustað á hana mörgum sinnum áður, reyndar í nokkra áratugi. Inntakið í hennar málflutningu er alltaf, við eigum að standa saman. Í hverju felst það hjá Jóhönnu að standa saman? Jú, það er að allir aðrir eigi að fara eftir hennar skoðunum og hlýða. Það er samstaða í augum Jóhönnu.
Ég las líka drottningarviðtal við nýbakaðan formann Þingflokks Samfylkingarinnar í Víkurfréttum sem borin voru í hús í gær. Þar talar Oddný G.Harðardóttir um að ekki sé hægt að vinna með Ásmundi Friðrikssyni,bæjarstjóra í Garði og Árna Sigfússyni,bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Þeir séu svo pólitískir að ekki sé nokkur leið að vinna með þeim. Sem sagt sama tuggan og hjá Jóhönnu. Við eigum öll að standa saman þ.e. þið eigið að fara eftir því sem ég segi því ég hef ein rétt fyrir mér er inntakið í viðtalinu við Oddnýju.
Það er slæmt að sveitarfélög eins og Garður og Reykjanesbær skuli þurfa að líða fyrir það hjá Jóhönnu og Oddnýju að það eru Sjálfstæðismenn í þessum sveitarfélögum sem eru bæjarstjórar.
Samstaða getur ekki falist í því að annar aðilinn haf alltaf rétt fyrir sér og allir aðrir eigi að segja já og amen við skoðunum Jóhönnu og Oddnýjar.
29.9.2011 | 15:26
Til hamingju landsmenn.
Það eru ánægjuleg tíðindi sem berast nú til landsmanna. Björn Valur er orðinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Sem betur fer hafa VG verið í frjálsu falli hvað fylgi varðar. Með því að kjósa Björn Val sem formann þingflokksins fer það litla fylgi sem enn var til staðar.
Framkoma og málflutningur Björns Vals er þannig að kjósendur munu ekki fylgja flokki þar sem hann gegnir veigamiklu trúnaðarstarfi.
En það er ástæða til að óska landsmönnum til hamingju með þetta val VG. Þar með eru dagar flokksins endanlega taldir.
![]() |
Björn Valur þingflokksformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2011 | 10:15
Atvinnuleysi, gjaldþrot,verðbólga,skattpíning,stopp í framkvæmdum.
Fyrirsögnin á þessari færslu minni eru þær fréttir sem lesa má daglega um Vinstri stjórn Jóhönnu.
Það er furðulegt að aheyra svo Jóhönnu og Steingrím J. koma fram í fjölmiðlum og hrósa sér af því hversu frábær stjórn þeirra er á landinu.
Staðreyndirnar segja allt annað.
![]() |
Mesta verðbólga í 15 mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2011 | 21:32
Hummer passar illa í bílskúr,sem gerður er fyrir Yaris.
Elliði Vignisson,bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir merkilega hluti á eyjafrettir.is í dag. Þar ræðir Elliði um reynsluna af Landeyjahöfn og hversu Baldur sé í raun mun hentugra skip til siglinga þangað en Herjólfur. Elliði telur nauðsynlegt að fengið verði hentugt skip í vetur til siglinga,þar sem vitað er að frátafir með núverandi Herjólfi verða allt of miklar. Elliði undirstriklar að hann sé alls ekki að leggja til að þjónusta þeirra sem nota Baldur fyrir vestan verði skert.
Ég hlustaði á daginn á aðila hjá Siglingastofnun,sem sagði a það ætti ekki að koma neinum á óvart að Herjólfur hentaði illa í siglingar í Landeyjahöfn. Það væri alltaf erfitt að koma Hummer í bílskúr,sem gerður er fyrir Yaris.
Það verður að taka á þessum málum og nú verður ríkisvaldið að gjöra svo vel og samþykkja nú þegar undirbúning að nýju og hentugu skipi.
28.9.2011 | 13:10
Hvers vegna ættu íbúar Garðsins að taka á sig skuldir Reykjanesbæjar og Sandgerðis?
Hún er merkileg ályktun Framsóknarfélags Reykjanesbæjar þar sem ályktað er að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum eigi að sameinast í eitt. Lagt er til að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum vinni að undirbúningi. Hvers vegna í óskupunum ættu íbúar Garðsins að fara að stíga það skref núna að sameinast öðrum skuldsettum sveitarfélugum.
Nýlega voru birtar upplýsingar frá tímaritinu Vísbending,þar sem frem kemur að Reykjanesbær er skuldsettasta sveitarfélagið en að Sveitarfélagið Garður eigi peninga umfram skuldir.
Í gegnum árin var aðhalds gætt í rekstri Garðsins og sú mikilvæga ákvörðun var tekin að fara ekki í samstarf með Fasteign og selja eignirnar og leigja síðan. Sú happadrjúga ákvörðun vegur nú þungt í góðri stöðu Garðsins.
Allt fram að kosningunum 2006 var rekstur málaflokka mjög hófstilltur í Garðinum. Eftir að meirihluta Oddnýjar G. Harðardóttur sat að völdum til 2010 hefur heldur sigið á ógæfuhliðina hvað varðar kostnað við reksturinn.Þrátt fyrir það er staðan enn góð og mun hagstæðari heldur en í Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum.
Það væri því fáránlegt af bæjaryfirvöldum í Garði að taka þátt í sameiningarviðræðum til að taka á sig skuldir hinna sveitarfélaganna. Ég hef þá trrú að meirihluti Sjálfstæðismanna í Garði hafi fullan vilja til þess að taka á rekstrinum og snúa við þeirri þróun sem varð hjá meirihluta Oddnýjar.
Aftur á móti er full ástæða til að efla samstarf meðal sveitarfélaganna í gegnum Samband sveitarfélaga á Suðuirnesjum. Það er hægt an sameiningar.
![]() |
Vilja sameiningu á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2011 | 11:19
Ólína Þorvarðardóttir.
Ég hlustaði á viðtal við Ólínu Samfylkingarþingmann á Bylgjunni í morgun. Ekki dettur Ólínu í hug að biðja lögregluna afsökunar á ummælum sínum og tillögum varðandi heiðursvörð við þingsetningu. Frekar var á henni að heyra að lögreglustjóri ætti að biðja hana afsökunar. Hroki Ólínu er mikill.
Spurð um það að flýta þingsetningu til kl.10:30 á laugardaginn sagði hún að það væri venja að nefndarfundir hæfust á þessum tíma. Þetta væri því eðlilegt. Ólínu var bent á að áður hefði þingsetning farið fram á laugardegi og þá hefði hún verið kl.14:00 eins og tíðkaðist.
Þrátt fyrir það hélt Ólína að tyggja sömu hrokafullu ræðuma sína áfram.
Í hvert skipti sem heyrist í Ólínu hrynja nokkrir tugir atkvæða af Samfylkingunni. Það er svo sem ágætt.
![]() |
Lýsa furðu á ummælum þingmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2011 | 16:58
Margir bæði sárir og svekktir vegna Jóhönnu.
Eins og við mátti búast telur Jóhanna Sigurðardóttir vera á góðri leið með að bjarga þjóðinni. Jóhanna reynir að draga upp þá mynd að hér sé bara allt í hinum mesta sóma. Jóhanna reynir eins og venjulega að berja niður alla gagnrýni með nógu miklum hrópum og að allir séu svo vondir við hana.
Fer það framhjá Jóhönnu að atvinnuleysi er enn mjög mikið. Fer það framhjá Jóhönnu að tugþúsundir heimila eiga í mikolum vandræðum. Fer það framhjá Jóhönnu að mörg sveitarfélög þura að greiða meira og meira í fjárhagsaðstoð. Fer það framhjá Jóhönnu að lítið sem ekkert gerist í uppbyggingu atvinnulífsins.
Hvers vegna gerist ekkert í uppbyggingu stórfyrirtækja? Er það vegna þess að fyrirtækin og fjárfestar hafi ekki áhuga. Svarið er Nei. Hvers vegna gerist ekkert í virkjunarmálum? Er það vegna áhugaleysis framkvæmdaaðila? Svarið er nei.
Hvers vegna gerist ekkert í uppbyggingu í sjávarútvegi? Er það vegna áhugaleysis útgerðar og fiskvinnslu? Svarið er nei.
Svo kemur Jóhanna og segir að atvinnulífið megi ekki tala hlutina niður. Hver er það sem talar allt niður. Það er Jóhanna og hennar ríkisstjórn. Það þýðir ekkert fyrir Jóhönnu að koma öðru hvoru í fjölmiðla eða standa fyrir einhverjum fundum og segja fólki að allt sé í blóma.
Almenningur veit betur og finnur fyrir því daglega að Jóhanna og hennar ríkisstjórn hefur gjörsamlega brugðist þjóðinni.
Já, Jóhanna það eru margir sárir og svekktir vegna þess hvernig þú vinnur.
![]() |
Sár og svekkt vegna orða SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar