Nú reynir á fyrrverandi formann BSRB.

LÖgreglumönnum finnst þeim sýnd lítilsvirðing af hálfu stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt neinn vilja til að bæta þeirra kjör. Sífelldur niðurskurður hefur þýtt aukið álag á starfandi lögreglumenn. Hvers vegna í óskupunum getur ríkið ekki viðurkennt og greitt fyrir það mikla álag sem ástandið í þjóðfélaginu hefur leitt af sér.

Reykjavíkurborg viðurkenndi þennan þátt í samningum sínum við félagsráðgjafa.

Ríkisstjórnin getur ekki skotið sér á bak við gerðardóm. Auðvitað er ríkisstjórninni frjálst að taka upp samninga við lögreglumenn og koma til móts við þeirra kröfur. Það lifir enginn á innantómum yfirlýsingum Jóhönnu.

Nú reynir á Ögmund innanríkisráðherra og fyrrverandi formann BSRB. Hann getur beitt sér í málinu innan ríkisstjórnarinnar hafi hann vilja til þess.


mbl.is Grípa ekki inn í gerðardóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir forsetinn fyrir Norðurlandameistarana?

Við Íslendingar fyllumst miklu stolti þegar við eignumst methafa, hvort sem það eru Evrópumeistarar,silfur á Olympíleikum, Bermudaskál í Bridge, nú eða Norðurlandameistarar. Einmitt hefur það farið frekar hljótt að við eigum tvo flotta Norðurlandameistara. Ég sá það í helgarblaði Frséttablaðsins að Jóhanna Sigurðardóttir á Norðurlandamet í málþófi. Hún talaði í 10 klukkustundir og 7 mínútur um húsnæðismál með tveimur fundarhléuum.

Norðurlandametið í samfelldri ræðu á Ögmundur Jónasson,en hann talaði í 6 klukkustundir og 2 mínútur.

Ég er undrandi á því að íþróttadeildir sjónvarpsstöðvanna hafi ekki fjallað ítarlega um þessi afrek Jóhönnu og Ögmundar. Það er stórkostlegt að eiga þessa methafa í málþófi.

Auðvitað á RUV að sýna þessar ræður í kvölddagskrá sinni. Hugsið ykkur hálftíma vikulega þætti með metræðu Jóhönnu. Hér væri komið sjónvarpsefni í hálft ár.

Hvers vegna í óskupunum hefur ÓLafur Ragnar,forseti,ekkert gert fyrir Jóhönnu og Ögmund. Hann sýnir þessu afreksfólki algjöra lítilsvirðingu. Auðvitað á hann að sæma þau orðu. Að geta haldið uppi málþófi í 6 klukkustundir samfellt og rúmar 10 klukkustundir með tveimur stuttum hléum er frábært afrek.

Auðvitað á að gera þessum málsþófsmethöfum hátt undri höfði. Að við skulum eiga Norðurlandameistara í málþófi er frábært. Mikið rosalega getur þjóðin verið stolt af Jóhönnu og Ögmundi.


Hver getur verið bjartsýnn á meðan Jóhönna og Steingrímur J. stjórna landinu.

Það þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart að væntingarvísitalan er ansi lág um þessar mundir. Varla getur hinn almenni borgari þessa lands verið bjartýnn á nánustu framtíð. Það er vinstri stjórn í landinu. Allt er stopp, engar stórframkvæmdir í gangi. Einu úrræðin eru að pína almenning meira og meira.Það er ekki von að þjóðin sé bjartsýn.

Jóhanna og Steingrímur J. stjórna landinu. Hver getur verið bjartsýnn?


mbl.is Litlar væntingar meðal landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra væri að losna við Steingrím J. og Ögmund heldur en lögreglumenn.

Þar einhver að vera hissa á því að lögreglumenn séu búnir að fa nóg. Lítilsvirðing stjórnvalda við lögregluna er algjör. Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í 300 daga.Niðurstaða kjaradóms á kjörum lögreglumanna er skandall. Miðað við ástandið í þjóðfélaginu er meira en nauðsynlegt að löggæslan sé í góðu lagi.

Hvað eru þeir kommafélagar Steingrímur J. og Ögmundur eiginlega að hugsa? Eða eru þeir að hugsa?

Flestir eru örugglega sammála því að betra væri fyrir þjóðfélagið að Steingrímur J. og Ögmundur hættu sínum störfum heldur en lögreglumenn.


mbl.is Íhuga að segja sig úr óeirðasveitinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er búið að samþykkja að ganga í ESB?

Össur utanríkisráðherra og helsta málpípa Samfylkingarinnar í ESB málum þeysist nú út um allt til að afla stuðnings meðal ESB ríkja við inngöngu Íslands í klúbbinn.

Össur hagar sér þannig að það sé búið að samþykkja að ganga í ESB. Væri nú ekki ráð að klára málin hér innanlands áður en Össur þeytist út um allt til að leita stuðnings. Það liggur fyrir og hefur lengi legið fyrir að meirihluti Íslendinga er á móti aðild að ESB.

Skrípaleikur Össurar er algjör. Hvaða vit er í því að berjast fyrir inngöngu í ESB og upptöku Evru. Ríki ESB er á bjargbrúninni og við það að hrynja fram af hvert af öðru. Í þessum aðstæðum finnst Össuri rétt að þeysast um allar trissur til að biðja ríki ESB að traka okkur inn. Þvílík della.


mbl.is Lýsti stuðningi um umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Davíð formaður Sjálfstæðisflokksins og Svavar formaður Vinstri grænna?

Alveg eru þær dásamlegar vangaveltur margra um að Davíð Oddsson ætli að eiga flotta endurkomu í stjórnmálin aftur og gerast formaður Sjálfstæðisflokksins. Segir meðal annars hinn ágæti fjölmiðlamaður Sigurjón M. Egilsson að hann hafi hitt marga Sjálfstæðisflokksins sem varla geti sofið af eftirvæntingu við svari Davíðs. Hvernig í óskupunum getur mönnum dottið það í hug í alvöru að Davíð ætli sér einhverja endurkomu i pólitíkina. Hann er í flottu og ábyrgðarmiklu starfi sem ritstjóri Moggans. Hann hefur sín miklu áhrif í gegnum það. Davíð hefur tekist að gera Moggann að flottu blaði, sem rekur harða stefnu.

Sjálfstæðismenn koma til með að velja á milli Bjarna núverandi formanns og Hönnu Birnu. Það er flott að geta valið á milli þessara tveggja.

HÞtralda t.d. einhverjir að Svavar Gestsson verði aftur formaður Vinstri grænna? Nú hefur Svavar fengið mikið lof hjá mörgum innan VG fyrir frábæra frammistöðu sem formaður Icesave nefndarinnar. Svavar hekdur því fram að hans samnningur hafi verið sá besti fyrir þjóðina. Allir muna eftir húrrahrópum Steingríms J. fyrir frábæra frammistöðu Svavars. Ég á nú reyndar ekki von á því að almennir flokksmenn í VG hafi mikinn áhuga á að fá Svavar. Þeir sitja uppi með Steingrím J. og halda áfram að tapa fylgi.

Það sýndi sig að hinn málóði Jón Baldvin fékk ekki hljómgrunn til að koma aftur í forystuhlutverk hjá Samfylkingunni enda er þar fyrir öldungurinn Jóhanna sem ætlar sér að sitja áfram, sem verður til þess að flokkaflakkarinn fær eitthvað af fylgi Samfylkingarinnar í næstu kosningum.

En gaman er að þessum bollaleggingum með Davíð.

 


Oddný ætlar að binda hendur Steingríms J.

Formaður Fjárlaganefndar Alþingis telur að Steingrímur J. hafi haft allt of frjálsar hendur og heimildir hans hafi verið allt of frjálsar. Auðvitað hafa flestir séð hvernig einræðislegir tilburðir og ákvarðanir hafa verið teknar af Steingrími J. Auðvitað á það að vera Alþingi sem tekur ákvarðanir en ekki einstaka ráðherrar. þeirra er að framkvæma það sem þingið ákveður.

Það hlýtur að vera ansi mikill áfellisdómur yfir formanni annars flokksins í stjórnarsamstarfinu að nau'ðsynlegt sé að setja sérstakar reglur og herða eftirlit og að taka sérstaklega fram að það þurfi að afmarka heimildir fjármálaráðherra.


mbl.is Heimildir ráðherra of rúmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja Steingrímur J. og Ögmundur ekki hafa löggæslu?

Fáránlegt að hafa boðið lögreglumönnum uppá að vera samningslausir í 296 daga. Ansi er það nú orðið slappt ef ráðherrar geta ekki gengið til skynsamlegra samninga við lögreglumenn. Álag á lögregluna hefur sífellt verið að aukast og niðurskurður og aftur niðurskurður er svar ráðamanna.

Flestir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að hafa gott lögreglulið,en Steingrímur J. fjármálaráðherra og Ögmundur innanríkisráðherra tilheyra sannarlega ekki þeim hópi. Nú hefði maður haldið að Ögmundur fyrrverandi formaður BSRB myndi manna best skilja nauðsyn þess að lögreglan feni leiðréttingu sinna mála. En það sýnir sig í þessu eins og mörgu öðru að lítið hefur verið að  marka þá félaga Ögmund og Steingrím J. Allt tal þeirra um vilja til sanngjarna leiðréttinga var innantómt blaður.

Það er hrikalegt ef lögreglumenn þurfa að yfirgefa stétttina vegna skilningsleysis Steingríms J. og Ögmundar.


mbl.is Lögreglumenn vonsviknir og reiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það munar um 225 milljarða. Hafnfirðingar væru betur settir hefðu þeir samþykkt stækkun.

Íslenska þjóðrabúið þarf að líða hressilega fyrir það að hafa afturhaldsflokkinn Vinstri græna í ríkisstjórn. Hvað hugsa menn sem berjast hvað hatrammlegast gegn álverum í landinu? Útflutningsverðmæti ál útflutnings nemur 225 milljörðum króna. þessi útflutningur gæti numið mun hærri fjárhæðum ef  VG hefði ekki tekist að setja allt í stopp.

Mikiðö er nú í fréttum af verulegri erfiðri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar. Á sínum tíma felldu íbúar bæjarins með mjög naumum meirihluta að leyfi fengist fyrir stækkún álversins í Straumsvík.Staða bæjarsjóðs í Hafnarfirði væri allt önnur núna og betri hefðu framkvæmdir þar farið á fullt.

Það er skelfilegt þegar afturhaldöflin fá að ráða. Þá verða engar framfarir í landinu.


Krefur Björn Bjarnason um 8000 Diet Coca Cola.

Nú ætlar Jón Ásgeir að heimta skaðabætur frá Birni Bjarnasyni vegna ummæla um sig í bókinni Rosabaugur. Krefst Jón Ásgeir að fá 1.000.000 í skaðabætur eða ígildi 8000 Diet Coce Cola.

Í framhaldinu hlýtur að að koma upp í hugann hvað almenningur getur krafið Jón Ásgeir um vegna þess skaða sem hann hefur valdið með sínum glæfralegu fjárfestingum sem ansi margir þurfa að líða fyrir.


mbl.is Birni afhent stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband