10.2.2020 | 18:16
Ykkur kemur það ekkert við
Merkilegt er að fylgjast með hvernig stjórn RUV hagar sér. Fyrst er til að nefna að stjórnin neitar að gefa upp hverjir sóttu um stöðu Útvarpsstjóra.Eftir að Stefán Eiríksson fv.lögreglustjóri og borgarritari fékk stöðuna neitar stjórn RUV öðrum umsækjendum um að fá upplýsingar um hvað Stefán hafði umfram aðra umsækjendur.Hvers vegna er það leyndarmál?
Þetta leynimakk flokkast varla undir góða stjórnsýslu eða hvað?
Það er ótrúlegt ef stjórn RUV kemst upp með þetta. RUV er nú einu sinni í eigu þjóðarinnar. Við kjósum fulltrúa okkar á Alþingi. Ætla þeir engar atugasemdir að gera við vinnubrögð stjórnar RUV?
5.2.2020 | 16:45
Nú reynir á stóru loforð Samfylkingarinnar
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir nánast í hverri einustu ræðu sem hann flytur að staðan væri nú aldeilisn önnur ef félagsgyggjuflokkarnir væru við völd í landinu.Í þessu sambandi beinir hann sérstaklega orðum sínum til launþega sem eru á lægstu laununum.
Væri Samfylkingin við völd þá þyrfti láglaunafólk ekki að kvarta þá hefðu allir nóg til að geta lifað vel af sínum launum segir Logi í ræðum sínum.
Nú vill svo til að Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar fara með meirihlutastjórn í Reykjavík. Það kemur því verulega á óvart að Efling sem hefur 1800 starfsmenn í vinnu í borginni skuli grípa til verkfallsvopnsins til að reyna að knýja fram launahækkanir til þeirra lægst launuðu.
Maður hefði haldið að Dagur B.Eggertsson borgarstjóri og einn af mestu áhrifamönnum í Samfylkingunni sæi til þess að stóru loforðin um bættan haga láglaunafólksins kæmu til framkvæmda.
Reyndar sannar þetta svart á hvítu hve lítið er að marka gagnrýni Samfylkingarinnar og hennar innihaldslausu loforð.
Ef Samfylkingin meinti eitthvað með sínum stóru loforðum um bættan hag lægst launuða fólksins þyrfti Efling varla að standa í verkfallsaðgerðum í höfuðvígi Samfylkingarinnar.
Efling fundar með Reykjavíkurborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2020 | 23:17
Með Sjálfstæðisflokkinn á heilanum
Flestir eru ánægðir með hvernig Áslaug Arna dómsmálaráðherra brást við varðandi á brottflutningi pakistanskrar fjölskyldu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður og formaður Viðreisnar sagðist hrósa dómsmálaráðherra fyrir skrefið. Eins og í öllum málum sem Þorgerður Katrín ræðir réðst hún á sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokkinn. Sagðist óttast að Áslaug Arna væri eyland.því vondu Sjálfstæðismennirnir væru á allt annarri skoðun.
Áslaug Arna minnti á að fyrrverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðiskonurnar Hanna Birna og Ólöf Nordal hefðu tekið á þessum málum og sýnt þeim skilning.Auðvitað eru einhver þröngur hópur innan Skálfstæðisflokksins sem vill mun harðari stefnu gagnvart innflytjendum,reyndar held ég þeir séu flestir komnir í Miðflokkinn.
Þorgerður Katrín er drjúg við að gagnrýna öll mál sem koma frá Sjálfstæðisflokknum. Það er eins og hún gleymi að hún var ráðherra á sínum tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hún var einnig ráðherra fyrir Viðreisn.
Hún hefur því haft ansi mörg tækifæri til að geta haft áhrif í hinum ýmsu málaflokkum,sem hún gagnrýnir nú hvað harðast.
Óttast að ráðherra sé eyland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2020 | 21:13
Er höfrungahlaup framundan?
Verðbólga mælist nú innan við 2%. Vextir hafa lækkað. Skattar hafa lækkað. Kaupmáttur launa hefur aukist. Svo kallaðir lífskjarasamingur tðókst á almenna markaðnum,sem á að tryggja stöðugleika,sem hlýtur að teljast hagstætt fyrir þjóðarbúið í heild sinni.
Þrátt fyrir þetta eru stórir hópar sem eiga eftir að gera sína kjarasamninga. Ósamið er við opinbera starfsmenn. Ósamið er við Eflingu vegna starfsfólks hjá Reykjavíkurborg.
Það er alveg ótrúlegt að eftir 10 mánaða aðila hafi samningar e3kki enn tekist. Það gertur ekki verið mikil alvara í viðræðunum. Hér áður fyrr lokaði sáttasemjari deiluaðila inni í Karphúsinu þangað til samningar náðust.
Nú er það skiljanlegt að þeir sem eru á allra lægstu laununum séun óhressir því erfitt er að sjá hvernig hægt er að lifa af þeim launum. Kröfur Eflingar eru háar en forystumenn þar á bæ benda á forgamgsröðun Dags borgarstjóra og meirihluta hans. Braggamálið tekiðp sem dæmi um að peningum sé ghent út um gluggann,en kjör starfsfólks hafi ekki forgang.
Vandamálið er auðvitað að ef gengið er að kröfu Eflingar munu leikskólakennarar ekki sætta sig við eftir margra ára menntun að vera á sömu launum og ófaglærðir starfsmenn.
Það versta sem gæti komið fyrir er að höfrungahlaup hæfist með hækkun upp allan stigann, þá færi verðbólgan á fullt,vextir myndu hækka og skattar einnig. Hverjir færu verst út úr þessu. Þeir sem hafa lægstu launin.
Eigi það að vera raunhæft að hækka laun þeirra lægst launuðu, sem vinna uppeldisstörf og við ummönnunarstörf verður að draga úr yfirbyggingu og launakostnaði þeirra sem sitja á toppnum.
Það gengur ekki að menn hafi margar milljónir í mánaðarlaun. Það gengur ekki að lögfræðingar og fleiri sérfræðingar selji klukkutíma vinnu sína á 50 þúsund krónur.
Það þarf að ráðast á báknið og draga úr kostnaði. Það er örugglega hægt að gera það án þess að skerða mikið þjónustu.
Einu sinni barðist Sjálfstæðisflokkurinn fyrir því að halda bákni hins opinbera niðri. Þá fékk flokkurinn góðan stuðning kjósenda.
Kallað eftir kjarasamningum strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2020 | 23:37
Ótrúlegt leynimakk hjá RUV
Það voru 41 sem lögðu vinnu í að senda inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra hjá RUV. Það er algjört hneyksli að nöfn umsækjenda skuli ekki vera birt. Hvernig má það vera að fámenn stjórn geti tekið sér það vald að neita að upplýsa hverjir sóttu um stöðuna.
RUV er ekki eins og eitthvert hlutafélag út í bæ í eigu fámenns hóps fólks. RUV er sameign okkar allra.Landsmenn sem eigendur að RUV hljóta að geta gert tilkall til þess að fá að vita hverjir sóttu um og haft skoðun á Því hvort sá hæfasti var valinn.
Með ólíkindum hvað heyrist lítið frá þingmönnum um þessi vinnubrögð hjá RUV. Við kjósum þingmenn til þess að gæta okkar hagsmuna. Ótrúlegt að þeir afhendi fámennri stjórn öll völd til að haga sínum vinnubrögðum eins og þeim sýnist.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og æðsti yfirmaður RUV sagði að sjálfsögðu væri það hennar skoðun að birta ætti nöfn umsækjenda. En hvað? Gat hún engu ráðið, sem æðsti yfirmaður RUV. Vilji stjórn RUV ekki fara eftir því sem stjórnvöld vilja þarf að skipta um stjórn.
Þingmenn og stjórnvöld starfa í umboði kjósenda sinna. Stjórn RUV var ekki kosin af okkur kjósendum og eigendum RUV.
Hvað segir Þórhildur Sunna Pírati og formaður eftirlits-og stjórnsýslunefndar. Á hennar nefnd ekki að taka á svona málum?
28.1.2020 | 21:55
Aðstoðarmaður borgarstjóra í stól útvarpsstjóra
Síðustu vikur hafa vinstrimenn átt svefnlitlar nætur vegna óttans að Svanhildur Hólm aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra fengi stöðu útvarpsstjóra á RUV. Innanbúðarfólk á RUV gaf það sterklega til kynna að það myndi aldrei una því að einn úr sveit Sjálfstæðisflokksins fengi stöðuna.
Eftir allt fjaðrafokið varð niðurstaðan að ráða einn helsta aðstoðarmann og ráðgjafa Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta finnst vinstra liðinu í góðu lagi og væntanlega innanbúðarfólki í RUV.Þau geta nú sofið rólega því ekki mun vinstri slagsíðan minnka á næstunni.
Erfitt er að ímynda sér að gagnrýnisraddir RUV verði mjög háværar þegar málefni borgarstjórnar verða til umræðu. Þetta var góður dagur fyrir borgarstjóra.
Eitt er víst að vinstri dlagsíðan ú RUV heldur áfram.
Það hefði verið gott að góður og gegn Sjálæfstæðismaður hefði fengið embætti útvarpsstjóra.Þeð hefði ekki veitt af að draga aðeins úr dýrkun RÚV á vinstri mönnum,hvort sem er í borgarmálum eða á landsvísu.
Stefán Eiríksson ráðinn útvarpsstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2017 | 20:38
Páll og Ásmundur standa sig vel
Það með ólíkindum hvernig sjávarútvegsráðherra Þorgertður Katrín kemur fram í kjaradeilu sjómanna. Ætlar sjávarútvegsráðherra væntanlega með blessun ríkisstjórnarinnar allrar aað láta deiluna stranda á kröfunni um að sjómenn sitji við sama borð og aðrir hvað varðar dagpeninga og frádrátt þeirra frá skatti.
Samkvæmt því sem komið hefur fram myndi ríkið verða af 400 milljónum árlega í skatttekjur.Það hefur einnig komið fram að tap þjóðarbúsins vegna verkfallsins er um 1 milljarður á dag. Ennfremur hefur það komið fram að nýsamþykktur loðnukvóti skapar þjóðarbúinu 17 milljarða tekjur.
Byrjun Þorgerðar Katrínar í embætti sjávarútvegsráðherra er ömurleg.
Páll Magnússon er formaður atvinnuveganefndar og Ásmundur Friðriksson er varaformaður. Málflutningur þeirra félaga er til fyrirmyndar enda báðir Eyjamenn og vita hvaða þýðingu sjávarútvegurinn hefur fyrir fólkið.
Ætli ríkisstjórnin að klikka í þessu máli verða almennir þingmenn í öllum flokkum að taka til sinna ráða. Það getur ekki gengið lengur að fiskiflotinn sé áfram bundinn við bryggju.
Páll og Ásmundur. Þið hafið örugglega stuðning í ykkar baráttu.
14.2.2017 | 20:50
Hvernig væri að gera eitthvað
Auðvitað bera sjómenn og útgerðarmenn ábyrgð á því að leysa deiluna,þannig að þessu hörmungar ástandi linni.
En Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin geta ekki yppt öxlum og látið eins og þeim komi þetta ekkert við.
Ef það er virkilega rétt að lausn í deilunni strandi á því að sjómenn sitji við sama borð og aðrar stéttir hvað varðar dagpeninga þ.e. frádrátt þeirra frá skatti þá er það með öllu óskiljanlegt.
Þorgerður Katrín segir: Engar sértækar aðgerðir af hálfu ríkisins fyrir sjómenn. Hvernig geta það verið sértækar aðgerðir ef málið snýst um að hafa sama rétt og aðrir hvað varðar frádrátt dagpeninga frá skatti.
Óskiljanlegt.
Sjómenn hafna tilboði SFS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2017 | 14:48
Hvers vegna ekki sjómenn?
Þegar þingmaður vinnur fjarri heimili sínu fær hann dagpeninga. Þegar ráðherra er á ferðum fjarri heimili sínu fær hann dagpeninga. Þegar opinber starfsmaður þarf að vinna fjarri heimili sínu fær hann dagpeninga. Þegar flugáhafnir vinna fjarri heimili sínu fá þær dagpeninga.
Ekki þarf að greiða skatt af dagpeningum.
Þegar sjómenn eru að vinna fjarri heimili sínu fá þeir ekki dagpeninga.
Hvers vegna gilda ekki sömu reglur fyrir sjómenn?
Eins og að pissa í skóinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2017 | 14:44
Nýr flokkur Sigmundar Davíðs?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins var í fyrsta þætti Eyjunnar á INN síðasta fimmtudagkvöld. Margt merkilegt kom fram í þeirri umræðu. Það fer ekkert á milli mála að Sigmundur Davíð telur að félagar sínir hafi farið illa með sig. Sigmundur Davíð telur að Framsóknarflokkurinn hefði náð betri árangri undir sinni forystu í síðustu kosningum Þetta er auðvbitað fullyrðing sem aldrei verður hægt að sanna.
Það fer ekkert á milli mála að Sigmundur Davíð og hans stuðningmenn eiga litla samleið með Sigurði Ing núverandi forystumanni og hans félögum.
Það má því segja að það séu tveir armar í Framsóknarflokknum sem stefna í ólíkar áttir. Það kemur því ekki á óvart að Sigmundur Davíð útilokar alls ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Það gætu því hæglega orðið átta flokkar sem næðu mönnum inn á þing í næstu kosningum.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar