10.2.2017 | 17:07
Það er vegatollur til Vestmannaeyja
Öðru hvora blossar upp umræða hvort við eigum að hraða uppbyggingu vegakerfisins með því að taka vegatoll. Þetta fyrirkomulag er víða erlendis og þykir sjálfsagður hlutur. Hjá okku eru það Hvalfjarðargöngin og eru mikið notuð þrátt fyrir vegatoll.Ástand vega á Íslandi er almennt slæmt enda gífurleg umferð um arga þeirra. Við erum að fá um 2 milljónir ferðamanna á ári. Það liggur því í augum uppi að álagið er mikið. Við bætast svo flutningur á vörum,sem nánast eingöngu fara fram á vegum landsins.
Sé talað um að taka upp vegatolla rís mikill fjöldi manna upp og mótmælir og segir það ekki koma til greina. Við greiðum þungaskatt og alls kon ar gjöld renna til ríkisins af eldsneytinu. Ef það rynni allt til úrbóta í vegakerfinu þyrfti engan toll. Vissulega rök í málinu.
Í þessu sambandi öllu datt mér í hug að landsmenn sitja ekki allir við sama borð. Vestmannaeyingar sem vilja eða þurfa að fara upp á land þurfa að greiða sinn vegatoll í fargjaldi með Herjólfi. Eyjamenn hafa ekki um neinn skattfrjálsan veg að ræða ætli þeir að ferðast á bíl sínum. Leiðin milli lands og Eyja er þjóðvegurinn.
Nú þegar þessi umræða um vegatolla fer fram ættu Eyjamenn að láta í sér heyra. Ef ekki má leggja á vegatolla hljóta Eyjamenn að krefjast þess að gjaldfrjálst verði með Herjólfi milli lands og Eyja. Það er myndarlegur bílafloti í Eyjum og eigendur þeirra borga af þeim gjöld eins og aðrir.
Sem sagt eigi allt að vera óbreytt á þjóðvegurinn milli land og Eyja að vera án nokkurrar sérstakrar gjaldtöku.
9.2.2017 | 21:29
Kjarkleysi eykur fylgi hjá VG
Ótrúlegt að VG skuli nú mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn.Merkilegt ef kjósendur ætla að verðlauna Katrínu og VG fyrir að hafa sýnt algjört kjarkleysi eftir síðustu kosningar. VG átti möguleika að myndan ríkisstjórn til vinstri og einnig að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.VG brást gjörsamlega og þorði ekki að taka ábyrgðina á því að setjast í ríkisstjórn.Hingað til hefur það verið trú manna að stjórnmálaflokkar legðu áherslu á að komast í ríkisstjórn til að koma sínum málum fram og til að hafa áhrif í stjórn landsins. Ekki VG. Þau vilja áfram vera nöldur flokkur og þykjast allt geta þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu en bregst svo gjörsamlega þegar hann á alla möguleika á að komast í ríkisstjórn.
Það er merkilegt ef kjósendur ætla að verðlauna þennan kjarklausa flokk með því að gefa VG atkvæði sitt.
Vinstri græn mælast stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2016 | 13:41
Aðeins 4% hælisleitanda frá Sýrlandi
Við sjáum nánast daglega myndir af hörmungarástandinu í Sýrlandi. Þar ríkir virkileg neyð og hrikalegt að shá hvernig farið er með hinn almenna borgara. Það er vissulega ástæða fyrir alþjóðasamfélagið að retta þessu fólki hjálparhönd. Auðvitað eigum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum. Við verðum að bjóðast til að taka á móti fólki frá Sýrlandi. En það er undarlegt að sjá að aðeinbs 4% af þeim útlendingum sem leita eftir hæli hér á landi eru frá Sýrlandi. Yfir 60 % þeirra sem sækja eftir hæli hér eru frá Albaníu og Makedóníu.Í þessum löndum er ekkert stríðsástand. Það gengur ekki að við látum þetta fólk dvelja hér mánuðum og jafnvel árum saman á meðan þeirra mál eru til skoðunar. Á meðan verða íslenskir skattborgarar að greiða uppihalds og dvalarkostnað. Það verður að koma því þannig fyrir að fólkið sé sent til baka innan 48 klukkustunda.
Við eigum vissulega að hjálpa þeim sem þurfa að flýja stríðsástand en við getum ekki tekið á móti þúsundum af fólki frá löndum þar sem ekkert stríðsástand er.
Fjölgunin vegna framgöngu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2016 | 23:43
Stofnar Sigmundur Davíð nýjan flokk á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins?
Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli flokksins. Saga Framsóknarflokksins er mjög merkileg. Flokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórn Íslands í 62 ár. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið sterkur á landsbyggðinni og staðið vörð um hagsmuni bænda. Flokkurinn hefur einnig skilgreint sig sem miðjuflokk og talsmann samvinnuhreyfingar.
Síðustu misserin hafa atburðir mjög skyggt á söguna.Sigmundur Davíð neyddist til að segja af sér sem forsætisráðherra. Sigmundur Davíð tapaði formannssætinu til Sigurðar Inga.
Þaðö hefur ekkert farið framhjá neinum að mjög djúpstæður ágreiningur er innan flokksins og virðist staðan vera mjög erfið hvað varðar að komast í ríkisstjórn.
Það fer ekkert á milli mála að Sigmunbdur Davíð og hans menn eru mjög óhressir að hafa misst tökin á flokknum. Það kemur m.a. í ljós að Sigmundur Davíð getur ekki fagnað 100 ára afmælinu með öðrum forystumönnum. Hann telur einnig að flokkurinn hefði fengið mun meira fylgi hefði ahnn fengið að ráða.Nefnir í því sambandi rangar áherslur í kosningabaráttunni.
Aðrir stjórnmálaflokkar geta ekki hugsað sér að fara í róíkisstjórnarsamstarf eigi Sigmundur Davíð að verða ráðherra.
Það er því eðlilegt að velta fyrir sér hvort Sigmundur Davíð og hans menn séu að velta fyrir sér að kljúfa Framsóknarflokkinn og stofna nýjan stjórnmálaflokk.
Það væri ansi dapurt á 100 áera afmæli Framsóknarflkksins.
12.12.2016 | 15:21
Til hamingju Ísland
Mikið rosalega eru þetta góðar fréttir sem við fengum í dag. Ekkert verður af þessari Vinstri Pírata stjórn.Þjóðin getur andað léttar. Það var skelfileg tilhugsun ef það hefði orðið raunin að sitja yppi með fimm flokka vitleysuna.
Nú verður Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að við fáum meirihlutastjórn á Alþingi.
Birgitta skilar umboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2016 | 17:48
Læknar Landspítalsns völdu hækkun eigin launa sem forgangsmál
Allir eru sammála um að á Íslandi eigi heilbrigðisþjónustan að vera í hæstu gæðum. Eftir hrun skar Vinstri stjórnin framlög til heilbrigðismála hressilega niður. Reyndar svo hressilega að hún lét sér ekki nægja að skera inn að beini heldur tálgaði einnig beinin.
Frá því árið 2013 er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við hafa framlög verið aukin verulega.
Alveg er hægt að taka undir að gera þurfi bertur bæði hvað varðar Landspítalamm og til heilbrigðismála á landsbyggðinni.
Ekki má samt gleyma því að fyrir nokkrum misserum settu læknar Landsítalans það í algjöran forgang að þeirra laun hækkuðu verulega og þap mjöf umfram aðra.
Þeir náðu sínu fram.
Auðvitað hlýtur þetta að hafa þau áhrif að ekki var hægt að hækka eins mikið til annarra þátta í rekstrinum.
Fjárlagafrumvarpið sem lagt hefur verið fram gerir ráð fyrir myndarlegri,en þó eflaust ekki nógu hærri upphæð til að uppfylla kröfurnar. Það er reyndar furðuelgt að heyra bólgnar yfirlýsingar forstjóra Landspítalans. Hann veit að þetta er fyrst og fremst embættismannafrumvarp við núverandi ástans. Alþingi mun taka frumvarpið til meðferðar. Ég man ekki betur en fjárlagafrumvarp hafi ávallt tekið breytingum í meðferð þingsins. það verður örugglega eins nú.
Staða þjóðarbúsins og framtíðarhorfur leyfa örugglega meiri innspýtingu fjármagns til heilbrigðismála. Það er algjö vitleysa hjá VG að það þurfi að ráðast á vasa almennings og heimta hærri skatta og meiri greiðslur frá almenningi.Árangur í stefnu efnahagsmála hefur skilað svo góðum árangri að við erum vel í stakk búin til að takast á við að byggja upp innviðina,án gífurlegrar skattahækkunarhugmynda Vinstri Pírata stjórnarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2016 | 18:02
Bjarni flottur fjármálaráðherra
Það hefur sýnt sig að árin sem Bjarni Benediktsson hefur gegnt starfi fjármálaráðherra hefur stjórn efnahagsmála verið til mikillar fyrirmyndar.
Ríkissjóður er hættur að safna skuldum en í staðinn hefur náðst að greiða niður skuldir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir um 30 milljarða afgangi á rekstri ríkissjóðs.
Þetta tekst þrátt fyrir að skattar og tollar hafi verið lækkaðir.
Um áramótin á að stíga enn eitt skrefið í lækkun skatta. Neðsta þrepið á að lækka sem mun koma þeim tekjulægstu til góða. Fella á niður milliþrepið sem kemur millitekjufólki til góða.
En nú eru blikur á lofti ef við sitjum uppi með Vinstri Pírata ríkisstjórn. Eitt aðalmál þessara flokka er að auka álögur á einstaklinga og fyrirtæki.Hættan er að Vinstri Pírata stjórn muni fara með allt á hliðina eins og dæmin sanna um stjórn þeirra á Reykjavíkurborg.
Vonandi sitja landsmenn ekki uppi með slíka stjórn.
Það hefur sýnt sig að undir stjórn Bjarna og Sjálfstæðisflokksins erum við á réttri leið. Fáránlegt ef nú skal taka U beygju til Vinstri skattpíningarstefnu.
Endurreisn Íslands vel á veg komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2016 | 21:57
Samþykkir Viðreisn Vinstri skattpíningu?
Boltinn er hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Þðð er mikið rétt. Nú reynir virkilega á Benedikt og félaga í Viðreisn. Ætla þau að taka þátt í visntri skattpíningarstefnu vinstri flokkanna. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið leynt með það að hún vill hækka skatta. Vinstri flokkarnir vilja hætta við að afnema milliþrepið,sem detta á út um áramótin.
Nú er það þannig að mikill munur er á stefnu vinstri og hægri manna. Á meðan hægri menn telja að það sé best að einstaklingar hafi sem mest af sínum tekjum til eigin umráða vilja vinstri menn taka sem mest af einstaklingunum og deila svo út eftir eigin höfði.
Vinstri menn vilja sem mestan ríkisrekstur og það hefur sýnt sig að stefna þeirra hamlar alla uppbyggingu og framfarir.
Við höfum reynslu af Pírata vinstri stjórninni í Reykjavík. Hvernig er ásatndið. Reykjavík er eitt af skuldsettustu sveirafélögum landsins. Íbúar eru mjög óhressir með þjónustuna. Leikskólarnir kvarta,sk´polarnir kvarta. Gatnakerfi borgarinnar er hrunið, hola við holu.
Milljóna tugum er eytt í þrengingar á götum og annað í svipuðum dúr.
Ætlar viðreisn vikilega að stuðla að því að þjóðin fái sams konar munstur íríkisstjórn?
Voru kjósendur Viðreisnar virkilega að stuðla að því að fá Pírata Vinstri stjórn í landinu?
Viðreisn og Björt framtíð með lykilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2016 | 16:39
Birgitta næsti forsætisráðherra ?
Ástandið í íslenskum stjórnmálum er að verða skuggalegt. Er það virkilega svo að Píratar verði forystuaflið í nýrri vinstri stjórn. Ætli kjósendur Viðreisnar hafi kosið flokkinn til að verða hjól undir ríkisstjórn Pírata? Telur Viðreisn virkilega að þeir eigi meiri samleið með þessum vinstri hrærigraut heldur en með Sjálfstæðisflokknum.
Treysta Vinstri grænir virkilega Pírötum til að leiða næstu ríkisstjórn?
Miðað við hvernig mál hafa þróast væri örugglega skynsamlegast að skipa starfsstjórn fram á vorið og kjósa að nýju.
Birgitta komin með umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2016 | 23:26
Tímamótafrétt á morgun?
Það verður spennandi að fylgjast með fréttum á morgun. Taka þau Bjarni og Katrín J. ákvörðun um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður?
Ef af verður væru það merkileg tímamót. Reyndar eru fleiri og fleiri sem sjá það sem góðan kost að þessir tær flokkar hægra megin og vinstra megin við línuna næðu saman.
Það þarf að ná samkomulagi um stóru málin. Rétt sem Bjarni bendir á að mörg mál verða ekkert á dagskrá þetta kjörtímabil. Það dettur t.d. engum í hug að fara að leggja áherslu á olíuleit.
Það er engin ástæða að kollvarpa stjórnarskránni.
ESB aðild er ekkert á dagskrá þetta kjörtímabil.
Sjálfstæðisflokkur og VG geta hæglega náð samkomulagi um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál.
Flokkarnir eru sammáa um að efla innviðina.
Sjálftæðismenn verða að fara hægar í skattalækkanir en þeir gerðu ráð fyrir og VG að sama skapi að falla frá miklum skattahækkunum.
Svo verður það spennandi að fylgjast með hvaða flokkur fer með í samstarfið.
Horft frá sjónarhóli Samfylkingar væri það örugglega skynsamlegt að taka þátt í þessari stjórn.Það eru meiri möguleikar fyrir Samfylkinguna heldur en vera í stjórnarandstöðu.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar