15.3.2020 | 17:15
Standa sig frábærlega vel
Þremenningarnir sem mynda framvarðasveitina í baráttunni gegn Covid 19 veirunni,Víðir,Þórólfur og Alma standa sig frábærlega vel.Þau taka þetta föstum tökum og útsýra daglega fyrir okkur hvað ner verið að gera og hvers vegna. Það er engin panik eða ákvarðanir teknar út í loftið. Það er flott að hafa svona fólk í forystunni.
Ríkisstjórnin hefur einnig tekið mjög vel á vandanum. Auðvitað er aðalatriðið nú að halda atvinnulífinu eins vel gangandi og hægt þannig að þau verði í stakk búin til að hefja framfarasókln þegar veiran hefur gengið sitt skeið.
Ég held að mikill meirihluti þjóðarinnar sé ánægður með það hvernig tekið er á málum.
Það er slæmt að sumir stjórnmálamenn sjá allt neikvætt og reyna að slá sig til riddara með því að þykjast vita betur heldur en okkar helstu sérfræðingar.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þar fremst í flokki. Þykist hafa vit á hvernig á að gera þetta allt,gagnrýnir allt og alla. Skelfilegt að svona þenkjandi kona skuli sitja á Alþingi og vera formaður stjórnmálaflokks.
Populista foringinn í Miðflokknum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir ríkisstjórnina fela sig bak við sérfræðingana og taka kolrangar ákvarðanir. Sigmundur Davíð veit eflaust margt en að hann sé sérfræðingur hvernig taka á vndamálum, Covid 19 veirunni er með öllu fáránlegt að hann hafi vit umfram okkar færustu vísindamenn. Íslendingar verða að hafna svona stjórnmálamönnum.
Enn furðulegra er að fyrrverandi þingmaður sem margir höfðu trú á Frosti Sigurjónsson skuli vera með stórar yfirlýsingar um að sóttvarnalæknir sé ekki að gera hlutina rétt. Hvaða sérfræðimenntun hefur Frosti á sviði sjúkdóma eins og fylgja Kórónuveirunni. Það er ömurlegt þegar svona menn koma fram og þykjast vita betur en okkar helstu sérfræðingar.
Sem betur fer stendur þjóðin saman,ákveðin að komast í gegnum þetta tímabil og fara eftir ráðum okkar helstu sérfræðinga.
4.3.2020 | 15:41
Eldri borgarar hátt skrifaðir í USA
Merkilegt að fylgjast með forkosningunum í Bandaríkjunum.Ungir,miðaldra og konur virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá Demókrötum. Baráttan snýst um það hvaða eldri borgari nær sigrin og kemur til með að keppa við Trump í nóvember um forsetaembættið.Bæði Biden og Sanders eru vel á áttræðisaldri og Trump er einnig á svipuðum aldri. Kosningarnar snúast því um það hvaða eldri borgara Bandaræikjamenn setja í Hvítahúsið.
Landssambandi eldri borgara hér á Íslandi gengur illa að ná árangri í baráttunni til að bæta kjör þeirra verst settu meðal eldri borgara. Stjórnvöld hlusta lítið sem ekkert.
Það er kannski komið að því að við fetum í spor Bandaríkjamanna og veljum okkur frambjóðendur til Alþingis úr röðum eldri borgara.Setjist eldri borgarar á Alþingi í stórum stíl verður kannski hlustað. Ef stjórnmálaflokkarnir vilja ekki eldri borgara á þing er kannski ráðið að stofna stjórnmálahreyfingu eldri borgara og ná þannig árangri.
28.2.2020 | 16:18
Tala saman þangað til samningar nást
Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Ekkert gerist. Fundir standa í nokkrar mínútur og þá er rokið á dyr.Samningafólk virðist ekki vita hvað ber á milli,allavega kemur það okkur fyrir sjónir sem fylgjumst með.
Vinnubrögð sáttasemjara eru dálítið undarleg. Hér áður fyrr sagði sáttasemjari að menn yfirgæfu ekki húsið fyrr en samningar hefðu tekist. Sáttafundur stóð þá oft yfir í marga og jafnvel tugi klukkutíma.Það hlýtur að vera komið að þeim punkti að grípa til slíkra aðgerða. Einhver verður að koma vitinu fyrir fólkið. Efling og Reykjavíkurborg geta ekki lengur boðið uppá að lama allt samfélagið á þann hátt sem nú er.
Það er einnig alveg ótrúlegt að samningar við BSRB hafa verið lausir í um ár. Það getur ekki verið boðlegt að ekki sé hægt að ná samningum á heilu ári.Eitthvað er mikið að.
25.2.2020 | 16:25
Vilja Samfylkingaflokkarnir vinnubrögð Jóhönnustjórnar að ætla að gera mikið en gera lítið sem ekkert
Merkilegt að fylgjast með fulltrúum Samfylkingaflokkanna tveggja á Alþingi. Þeir heimta að ríkisstjórnin leggi fram fleiri mál. Auðvitað er aðalatriðið að þau mál sem ríkisstjórnin leggur fram séu vönduð og þau leiði til árangurs fyrir þjóðina.
Merkilegt að Samfylkingaflokkarnir tveir séu búnir að gleyma vinnubrögðum Jóhönnustjórnarinnar. Þá átti að gera einhver ósköp. Málin streymdu inn en lítið varð úr að koma þeim í framkvæmd,enda hver hendin upp á móti annarri í Vinstri stjórninni. Eintómur kostnaður uppá á milljarða eins og t.d.nýja stjórnarskráin og umsóknin í ESB.
Það hefði verið farsælla að taka færri mal fyrir og koma þeimk í verk.Núverandi ríkisstjórn stundar vönduð vinnubrögð.
Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2020 | 15:21
Bjarni flottur í Silfrinu
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðiusrflokksinsn var í viðtali í Silfrinu hjá Agli Helgasyni.Það var gaman að sjá hversu Bjarni var vel inn í öllum málum og rökstuddi sínar skoðanir vel Bjarni hefur saðið sig mjög vel sem fjárm,álaráðaherra. Reyndar hefur það komið vel í ljós að núverandi ríkisstjórn er mjög sterk og tekst að leysa málin sín í milli þótt þetta séu þrír ólkíkir flokkar.
Þeir sem gagnrýna núverandi ríkisstjórn ættu að íhuga hvers konar ríkisstjórn það væri ef Logi Einarsson og hans Samfylkingarfólk væri í forystunni áamt Þórhildi Sunnu og öðrum Pírötum.Það getur varla nokkrum manni litist vel á.
Það er fagnaðarefni fyrir Sjálfstæðismenn að Bjarni hefur nú lýst því yfir að hann vilji áfram leiða flokkinn.
21.2.2020 | 17:46
Einungis 11% endurnýjanleg orka
Stjórnmálamenn keppast við að segja okkur að við eigum að vera vistvænasta land í heimi. Við eigum að vera fyrirmynd annarra þjóða.Stjórnvöld hvetja okkur til umhugsunar og benda okkur á hversu nauðsynlegt sé m.a. að allir stefni á að aka um á reafmagnsbílum innan fárra ára.
Stjórnvöld benda á að orkan sem við framleiðum sé hrein græn orka sem sé endurnýjanleg. Við erum fyrirmyndarríkið þegar kemur að umhverfismálum.
Það vekur því furðu og ýmsar spurningar vakna hvers vegna við erum að selja upprunaábyrgðir til aðila sem menga með jarðefnaeldsneyti. Dæmið lítur þannig út aðn Ísland er einungis með 11% endurnýjanlega orku. En Ísland er með 55% jarðefnaeldsneyti í notkun og 34% af kjarnorku.
Það getur ekki annað verið en þetta skaði orðspor Íslands. Hvers vegna í óskupunum notum við það ekki og vekjum athygli á okkar grænu orku.
Það verður erfitt að fá almenning til að sannfærast í umhverfismálum ef stjórnvöld haga sér svona.
20.2.2020 | 17:55
Þeirra eigin orð
Það þarf engin að vera undrandi að Efling skuli beina spjótum sínum að meirihlutanum í Reykjavík. Það vantaði ekki stóru yfirlýsingarnar þegar vinstri meirihlutinn var myndaður efir síðustu kosningar í Reykjavík.
Dagur borgarstjóri og hans fólk í meirihlutanum sagði að bæta ætti starfsumhverfi á leikskólum,grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks,stytta vinnuvikuna.
Einnig sagði meirihlutinn að leiðrétta ætti laun kvennastétta.
Margt af því fólki Eflingar sem nú er í kjarabaráttu hefur örugglega greitt Samfylkingunni eða öðrum meirihlutaflokkum atkvæði sitt og búist við að auðvelt yrði að sækja verulegar kjarabætur.
Já,það getur komið í bakið á fólki að gefa út of stórar yfirlýsingar fyrir og strax eftir kosningar.
Dagur borgarstjóri er ekki lengur góði gæinn í augum láglaunafólks í Reykjavík.
19.2.2020 | 18:04
Hvað verður um rauðu viðvörunina hjá RUV gagnvart Samherja
Á dögunum var þyrlað upp gífurlegu moldviðri hjá RUV um mútugreiðslur Samherja í Namebíu. Það var um hreina rauða viðvörun að ræða. Þjóðfélagið fór á hliðina. Samfylkingin og Píratar fóru á hliðina og gjörsamlega töpuðu sér á Alþingi.
RUV fullyrti í sínum fréttaflutningi að Samherjin hefði orðið uppvís að mútugreiðslum. Nú er samt svo komið að RUV hefur orðið að biðjast afsökunar. Auðvitað á RUV að vita að menn eru saklausir þar til sekt er sönnuð. Það hefur ekki enn neitt verið sannað á Samherja um mútugreiðslur.
Nú er það talið mjög líklegt að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur á forstjórastól Samherja.Það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum RUV þá.
Menn mumna upphlaup RUV og Seðlabankans á sínum tíma gagnvart Samherja. Það ætti að ver4a umhugsunarefni fyrir RUV hvernig það mál endaði með mikilli skömm fyrir Seðlabankann og RUV.
Telur mjög líklegt að Þorsteinn Már snúi aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2020 | 16:05
"Ábyrgðin öll hjá borginni"
Sólveig Anna formaður Eflingar hefur sagt að ábyrgðin sé öll hjá borginni að ekki takist samningar og að nú séu um 1800 félagar Eflingar í verkfalli.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og einn af helstu forystumönnum Samfylkingarinnar hefur sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Eflingar að hækka laun þeirra lægstlaunuðu hjá Borginni.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að það væri allt ríkisstjórninni að kenna að ekki væri búið að semja við Eflingu. Ansi er þetta nú langsótt hjá Loga. Það er almennt viðurkennt að 80 milljarða pakki ríkisstjórnarinnar hafi liðkað verulega til i að lífskjarasamningurinn náðist.
Samfylkingin gerist nú lýðsskrumflokkur með þessum málflutningi sínum. Efling er að semja við Reykjavíkurborg en ekki ríkið.Í þessum viðræðum kemur það fram að það er lítið að marka tal Samfylkingarinnar að hún berjist fyrir bættum kjörum lægst launaða fólksins. Það kemur líka í ljós að Samfylkingin hefur engan áhuga á að hækka lægstu kvennastörfin.
Það er eðlilegt að Efling beini kröfum sínum að meirihlutanum í Reykjavík. Þar er Samfylkingi með forystu og sýnir sitt rétta andlit hvað varðar lægst launuðu störfin.Það er ekkert að marka fyrri yfirlýsingar Samfylkingarinnar í þessu eins og svo mörgu öðru.
Það er ömurlegt að sjá tilburði Loga að kenna ríkisstjórninni um.Svona lýðskrum skilar ekki árangri. Fólk sér í gegnum þetta. Samfylkingin mun tapa fylgi á þessum málflutningi.
Logi telur sig og Dag sammála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á síðustu tveimur árum hefur fækkað um 5000 störf hjá atvinnulífinu. Til að mæta auknum kostnaði og niðursveiflu hefur atvinnulífið þurft að fækka starfsfólki um 5000 á síðustu tveimur árum.
Á sama tímabili hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 6000. Það hljóta flestir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Það þarf aukna verðmætasköpun í þjóðfélaginu ef þjóðin á að lifa áfram við þau góðu lífskjör sem enn eru.
Dæmið gengur ekki upp ef starfsfólki fjölgar eingöngu hjá opinberum aðilum. Við vitum hvað það þýðir,skattar og alls konar álögur hækka og lífskjör versna.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar