Með Sjálfstæðisflokkinn á heilanum

Flestir eru ánægðir með hvernig Áslaug Arna dómsmálaráðherra brást við varðandi á brottflutningi pakistanskrar fjölskyldu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður og formaður Viðreisnar sagðist hrósa dómsmálaráðherra fyrir skrefið. Eins og í öllum málum sem Þorgerður Katrín ræðir réðst hún á sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokkinn. Sagðist óttast að Áslaug Arna væri eyland.því vondu Sjálfstæðismennirnir væru á allt annarri skoðun.

Áslaug Arna minnti á að fyrrverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðiskonurnar Hanna Birna og Ólöf Nordal hefðu tekið á þessum málum og sýnt þeim skilning.Auðvitað eru einhver þröngur hópur innan Skálfstæðisflokksins sem vill mun harðari stefnu gagnvart innflytjendum,reyndar held ég þeir séu flestir komnir í Miðflokkinn.

Þorgerður Katrín er drjúg við að gagnrýna öll mál sem koma frá Sjálfstæðisflokknum. Það er eins og hún gleymi að hún var ráðherra á sínum tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hún var einnig ráðherra fyrir Viðreisn.

Hún hefur því haft ansi mörg tækifæri til að geta haft áhrif í hinum ýmsu málaflokkum,sem hún gagnrýnir nú hvað harðast.


mbl.is Óttast að ráðherra sé eyland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 828297

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband