Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.8.2010 | 13:42
Menningarnótt tókst vel þrátt fyrir ....
Já, stundum verður maður hissa á hvernig hlutirnir eru metnir. Lögreglan segir að menningarnótt í Reykjavík hafi tekist vel þrátt fyrir líkamsárásir, mikla ölvun og frekju í umferðinni.
Já, við gerum ekki orðið miklar kröfur.
21.8.2010 | 12:36
Ótrúlegt viðhorf kirkjunnarmanna gagnvart kynferðisafbrotum.
Ótrúlegt er hvernig sumir kirkjunnar menn bregðast við gagnvart kynferðisbrotum. Ég var undrandi að heyra viðbrögð biskups gagnvart brotum fyrrum biskups Ólafs Skúlasonar sérílagi þegar dóttir Ólafs upplýsir um misnotkun förður síns.
Vel má vera að hægt sé að vísa öllu slíku til Guðs. En hvað með veruna á jörðinni. Er þá allt í lagi að mati kirkjunnar að fremja glæp og sleppa dómum hér á jörðinni. menn bíði hvort sem er eftir dómi Guðs. Hvernig samfélag yrði á jörðinni þá?
Ég hlustaði áðan á séra Geir Waage. Hann segir trúnað kirkjunnar algjöran og sagði að þótt hann kæmist að því í gegnum samtöl að faðir væri að misnota dætur sínar myndi hann ekki segja barnaverndaryfirvöldum eða lögreglu frá því.
Það er skelfilegt að hlusta á þetta. Finnst kirkjunni í lagi að þegja yfir slíkum glæp. Finnst kirkjunni í lagi að þegja yfir að feður misnoti dætur sínar. Er í lagi að þegja yfir að lítil börn séu misnotuð kynferðislega,sem hreinlega eyðileggur líf slíkra einstaklinga.
Er það bara allt í lagi að slíkt sé hafið yfir mannanna lög?
Ótrúlegt að heyra í sumum ráðamönnum kirkjunnar,sem betur fer held ég að það séu ekki allir kirkjunnar menn sem hugsi svona.
![]() |
Kynferðisbrot þögguð niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2010 | 20:53
Blekkingar Össurar byrjaðar til að lokka Íslendinga í ESB.
Össur utanríkisráðherra er ekkert að skafa af því. Í dag fullyrðir hann að með inngöngu í ESB og Evru væðingu muni Ísland spara sér á annað hundraða milljarða á ári. Össur segir það lítið mál að ná góðum samningi bæði varðandi landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál. Össur segir að samningar verði svo góðir að Íslendingar muni umsvifalaust samþykkja aðild að ESB.
Þessar yfirlýsingar Össarar er hreint ótrúlegar. Hvað er hann að tala um varðandi landbúnað og sjávarútveg. Hvað veit Össur u´m niðurstöðuna áður en samningaviðræður eru hafnar. Hvernig getur Össur fullyrt að það náist svo góðir samningar að ekki sé neinn vafi á því að þjóðin muni samþykkja.
Hvernig getur Össur leyft sér að fullyrða að Ísland spari sér á annað hundrað milljarða með inngöngu í ESB.
Ótrúlegt að utanríkisráðherra landsins skuli leyfa sér að skella fram svona fullyrðingum án þess að rökstyðja þær neitt frekar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þá standa landsmenn enn einu sinni frammi fyrir óleystri gátu. Hver segir satt og hver segir ósatt. Nú muna menn ekki hvort þeir hringdu eða hringdu ekki. Nú muna menn ekki hvort þeim var sagt upp eða hvort þeir sögðu sjálfir upp.
Er Björgólfur Thor að skálda upp sögur til að rétta sinn hlut eða er hann að segja satt.
Hvað með Róbert Westmann. Satt eða ósatt?
Og svo blandast sjálfur forsetinn inn í umræðuna hvort hann er að segja satt eða ósatt.
Já,enn standa landsmenn frammi fyrir stóru spurningunni. Hver segir satt og hver segir ósatt.
![]() |
Hringdi ekki til Björgólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2010 | 20:35
Dagur og félagar hlusta ekki á launastefnu Jóhönnu.
Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð að sýna landsmönnum stjórnarhætti sína. Nýskipaður formaður Orkuveitunnar, sem fær 900 þús. á mánuðin sem starfandi stjórnarformaður hefir nú í umboði meirihlutans rekið forstjórann og ráðið nýjan í staðinn.
Sá nýi fær 1200 þús.kr. á mánuði. Merkilegt að Dagur B.Eggertsson hæstráðandi í nýja meirihlutanum skuli þannig gjörsamlega blása á stefnu Jóhönnu, sem tekur fram að engin í opinbera kerfinu skuli hafa hærri laun en forsætisráðherra.
Laun forstjóra Orkuveitunnar eru mun hærri en forsætisráðherra. Já, Dagur gefur lítið fyrir stefnu Jóhönnu.
Auðvitað veit Dagur að Jóhanna mun svara viðtölum með því að segja: Ég vissi bara ekkert um málið og halda svo sinn útjaskaða frasa um launastefnuná sína, sem enginn af hennar eigin mönnum hlustar á.
Hvers vegna í óskupunum er Jóhanna að setja svona leikþætti á svið um hversu hún sé nú mikill jafnaðarmaður og enginn eigi að fá hærri laun í opinbera kerfinu, þegar varaformaður hennar eigin flokks blæs á tillögurnar og tekur ekkert mark á Jóhönnu.
![]() |
Hjörleifur ekki blóraböggull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2010 | 17:45
Setur Sigurður fyrrum Kaupþingsmaður skilyrði? Veisla á Bessastöðum?
Loksins er Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður kaupþings á leiðinni til Íslands í smá spjall við sérstakan saksóknara. Sa,kvæmmt frétt mbl virðist sem Sigurður hafa sett skilyrðin og þau verið samþykkt. Búið er að taka Sigurð af svarta listanum hjá alþjóðalögreglunni.
Ætli íslenska ríkið greiði flugfarið frá London fyrir Sigurð Einarsson?
Ætli Ólafur Ragnar haldi matarboð fyrir sinn mann nú þegar hann birtist loksins. Sigurður Einarsson var jú þess heiðurs njótandi að Ólafur Ragnar nældi fálkaorðunni í hann.
Já þeir geta sett sig á háan hest gæjarnir sem settu landið á hliðina.
![]() |
Sigurður Einarsson kominn til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2010 | 15:22
Hagfræðispeki Vinstri stjórnarinnar skilar ekki árangri.
Það þarf engum að koma á óvart að sala á eldsneyti,áfengi og tóbaki minnki. Vinstri stjórnin ætlaði að nota hækkanir á þessum vörum til að laga fjárlagagatið. Auðvita segir það sig sjálft að ef þessar vörutegundir eru hæækaðar upppúr öllu dregur það úr notkun.
Ef til viðbótar allir skattar eru hækkaðir dregur það úr að fólk geti keypt vörur og þjónustu.
Það sýnt sig rækilega að skattpíningarstefna Vinstri stjórnarinnar gengur ekki upp.
![]() |
Sala á eldsneyti, áfengi og tóbaki minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2010 | 13:45
Verður Jón Bjarnason heiðursgestur á Kúbu og Norður Kóreu?
Heyrst hefur að kommaleiðtogarnir á Kúbu og Norður Kóreu séu yfir sig hrifnir af Jóni Bjarnasyni,landbúnaðarráðherra. Hugmyndir Jóns um að banna alla samkeppni í landbúnaði falla vel í kramið í kommaleiðtogum þessara landa. Þetta er eftir þeirra höði að ríkið stjórni öllu með lagasetningum og drepi niður allar hugmyndir um samkeppni.
Reyndar er það óskup eðlilegt að íslenskir kommaráðherrar tali í takt við kollega sína á Kúbu og Norður Kóreu.
Hér áður fyrr voru góðir og flokkshollir kommar í boðasferðum til sæluríkjanna í Austri. Það má því búast við að við fáum fljótlega fréttir af heimboði frá Kúbu og Norður Kóreu til handa Jóni Bjarnasyni.
Jón mun örugglega taka sig vel út með leiðtogunum.
18.8.2010 | 00:32
Er ný ríkisstjórn á teikniborðinu?
Ég var að hlusta á Ingva Hrafn á ÍNN stöðinni. Þar var Ingvi að ræða um að bak við tjöldin væri verið að vinna að því að ný ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar væri væntanleg.
Þolinmæði Samfylkingar gagnvart Vinstri grænum væri á þrotum. Það gengi ekki lengur að VG stöðvaði allt. Engar framkvæmdir og all drepið niður af hálfu VG. Það sæju fleiri og fleiri hjá Samfylkingunni að þetta gengi ekki öllu lengur.
Í spjallio Ingva Hrafns var rætt um að Össur yrði forsætisráðherra, Bjarni Ben fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð utanríkisráðherra.
Það verður spennandi að fylgjast með hvort eitthvað er til í þessu. Allavega sjá það allir að útilokað er að láta Vinstri græna stöðva alla möguleika á endurreisn atvinnulífsins og þar með þjóðarbúsins.
17.8.2010 | 13:25
Mesta fólksfækkun í 122 ár. Það er Vinstri stjórn í landinu.
Bráðum eru að verða 2 ár frá hruninu á Íslandi. Enn er verið að tala um að eitthvað þurfi að gera fyrir heimilin. Enn er verið að tala um að eitthvað þurfi að gera fyrir fyrirtækin.
En það gerist ekki neitt. Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar Vinstri stjórnarinnar gerist ekki neitt. Reyndar ekki alveg rétt, skattar hafa verið hækkaðir verulega.
Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að íbúum landsins fækki.
Það sem er verst að það sjást engvir tilburðir hjá Vinstri stjórninni til að efla atvinnulífið.
![]() |
Mesta fólksfækkun í 122 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar