Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.8.2010 | 21:32
Nú er Davíð Oddssyni skemmt.
Davíð fyrrum Seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Moggans hlýtur að skemmta sér vel yfir vandræðagangi Jóhönnu með Seðlabankann. Jóhanna hefur aldrei unnið eins vel í nokkru máli og beitt miklum hraða við að losna við Davíð úr stól Seðlabanka.
Eftir að Jóhanna gat sett sinn mann í Seðlabankann gerast þau óskup að hann hefur ekki einu sinni fyrir að senda Jóhönnu lögfræðiálit sem skipti ansi miklu máli hvað varðar gengistryggingu lána.
Ætlar Jóhanna nú að sitja uppi með það að í Seðlabankanum sé bankastjóri sem telur enga þörf að láta hana vita um málin.
Jóhanna, getur þá áfram sagt eins og hún hefur alltaf sagt. Ég veit bara ekkert um málið.
Já, Davíð hlýtur að veltast um í hláturskasti.
![]() |
Krafðist skýringa frá Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2010 | 17:14
Gylfi situr áfram. Hvað ætli Björgvin og Steinnunn Valdís hugsi?
Þá vitum við það. Jóhönnu og þingmönnum Samfylkingarinnar finnst það hið besta mál að Gylfi viðskiptaráðherra afvegaleiði þingið í svörum sínum um gengistryggðu málin. Allt í sómanum syngur Samfylkingarkósrinn. það er okkar stefna að gefa ekki réttar upplýsingar til stjórnarandstöðunnar og almennings. Hvað kemur þeim við hvað gerum er mottó Samfylkingarinnar.
Hvað ætli Björgvin G. fyrrum viðskiptaráðherra hugsi núna sitjandi atvinnulaus og hunsaður af Samfylkingunni.Jóhanna og samflokksmenn sýndu honum ekki sama umburðarlyndið og þau sýna Gylfa.
Hvað ætli Steinunn Valdís hugsi sem var fengin til að segja af sér rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Jóhanna og þingmenn Samfylkingar sýndu henni ekki sama umburðarlyndið og Gylfa.
Ótrúlegt að sjá þetta tvöfalda siðferði hjá Samfylkingunni.
En hvers vegna er Gylfa hlíft?
![]() |
Gylfi situr áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Álfheiður heilbrigðisráðherra er svo sannarlega trú sinni gömlu kommahugsjón. Ef einhverjir, sem undir mig heyra eru með eitthvert múður þá bara burt með liðið. Við líðum ekki neina gagnrýni, sem höfum þessa hugsjón.
Ég er ráðherrann. Það er ég sem ræð. Ef einhverjir stjórnarmenn í undirstofnun minni er með eitthvert múður þá rek ég þá alla og skipa nýja stjórn.
Auðvitað mega þessir stjórnarmenn sem voru látnir fjúka vera Álfheiði þakklátir að hún hefur linast aðeins í kommafræðunum, þannig þeir fá að ganga frjálsir um göturnar.
Þessi aðgerð er að sjálfsögðu ábending til annarra í ráðuneyti Álfheiðar. Það er ég sem ræð, þið eigið ekki að hafa aðra skoðun en ég.
Mikið var nú gott fyrir Íslendinga að fá hreinræktaða Vinstri stjórn sem hugsar fyrir okkur öll.
![]() |
Ný stjórn Sjúkratrygginga Íslands skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2010 | 13:24
Óæskilegar nýungar í landbúnaði í Árnessýslu.
Mikið er rætt um landbúnaðinn þessa dagana. Margir vilja leggja mikla áherslu á Beint frá býli, þannig að neytandinn geti verslað sjálfur beint við bóndann. Eitthvað virtðast áhugasamir garðyrkjubændur hafa farið framúr sér í Árnessýslu í von um skjótfenginn gróða. Upplýst er að fundist hafi efni til fíkniefnanotkunar og/eða sölu í Hveragerði,Flóahreppi og á Selfossi.
Þessir bændur hafa eitthvað misskilið átakið Beint frá býli, því þetta var örugglega ekki ætlunin heldur aðeins um hefðbundna landbúnarframleiðslu að ræða,sem átakið átti að ná til.
Annars er það furðulegt að til skuli vera fólk,sem getur hugsað sér að framleiða og selja fíkniefni,sem leggur líf margra í rúst. Því miður virðist sumum alveg sama hvaða afleiðingar gróðafikn þeirra hefur á líf annarra.Það er því gott þegar lögreglunni tekst að uppræta svona starfsemi.
![]() |
Reyndi að sturta maríjúana í klósettið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2010 | 21:20
Er óunninn fiskur fluttur út og fullunninn erlendis ?
Fram kom í fréttum fyrir nokkrum dögum að þó nokkuð væri um það að fiskur væri fluttur út óunninn frá Íslandi. Í sjálfu sér væri það allt í sómanum að flytja út ferskan fisk væri það til að mæta eftirspurn í verslunum eða á veitingastöðum. Það er mjög skiljanlegt að það geti verið hagstætt.
Það sem mér fannst furðulegt við fréttina var að þó nokkuð væri um að við værum að flytja út fisk og hann væri síðan fullunninn í erlendum fiskvinnslustöðvum. Bent var á það slíkur útflutningur tekur vinnu frá fleiri hundruð manns á Íslandi og við verðum af verulegum gjaldeyristekjum.
Einnig var bent á að þessi fulvinnsla erlendis er jafnvel í samkeppni við útflutning héðan frá Íslandi.
Ég hef reyndar ekki séð mikla umfjöllun um þetta þannig að erfitt er að vita í hversu stórum stíl þetta er gert.En allavega getur það ekki verið skynsamlegt að flytja út fisk til að fóðra erlendar fiskvinnslustöðvar á hráefni til að taka frá okkur vinnu og vera í beinni samkeppni við íslenskan útflutning á unnum sjávarafurðum.
15.8.2010 | 17:33
Gylfi hlýtur að eiga að bera ábyrgðina.
Eins við var að búast gerir Mörður Árnason tilraun til að segja lesendum að svart sé hvítt. Það hefur verið hans siður gegnum tíðina. Ætli Mörður ímyndi sér að almenningur á Íslandi sé svo einfaldur að sjá ekki að nefið á Gylfa viðskiptaráðherra stækkar stöðugt eins og í ævintýrinu um Gosa.
Það hefur verið upplýst að ráðuneyti Gylfa hafði fengið lögfræðiálit þar sem gengistryggðu lánin voru talin ólögmæt. Gylfi hlýtur að hafa átt að kynna sér þau álit sem ráðuneytinu bæarust í svo viðamiklu máli. Hafi hann ekki gert það hlýtur hann að þurfa að víkja úr ráðherrastóli fyrir vanrækslu í starfi.
Hitt er þó mun líklegra að Gylfi hafi vitað um þetta álit en svaraði spurningu Ragnheiðar þingmanns með því að svara alls ekki bþeirri spurningu,heldur svara allt öðru.
Auðvitað getur Mörður sagt að Gylfi hafi ekki logið en hitt er alveg ljóst að hann afvegaleiddi þingið.
Steingrímur J. segir að auðvitað hefði verið æskilegt að hans ráðuneyti hefði fengið að vita af álitinu.
Svo er það merkilegt að Jóhanna og Steingrímur J. funda og segja það allt í sómanum að Gylfi haldi áfram sem ráðherra. Hann þurfi ekki að segja af sér.
Eftir að fkölmiðlar greina frá þessu kemur frétt að þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingar hafi boðað Gylfa á fund til að fara yfir málin. Hef'i nú ekki verið nær fyrir Jóhönnu og Steingrím J. að bíða með syndakvittun þar til það liggur fyrir að Gylfi njóti trausts þingflokkanna.
Hreyfingin hefur boðað vantrausttillögu á Gylfa. Þá kemur í ljós hvort stjórnarþingmenn fallast á vafasamar útskýringar Gylfa.Hræddur er ég um að Mörður hefði ekki talið etta nægjanlegar skýringar ef í hlut hefði átt ráðherra Sjálfstæðisfloks eða Framsóknarflokks.
![]() |
Fráleitt að Gylfi hafi logið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2010 | 12:34
Er í lagi að gefa Alþingi rangar upplýsingar?
Jæja, þá hefur siðapostulinn mikli Jóhanna Sigurðardóttir kveðið upp sinn dóm. Það er allt í sómanum þótt ráðherra gefi Alþingi rangar upplýsingar þegar hann svarar fyrirspurn og það um ekkert smámá að ræða.
Jóhanna segir,allt í lagi Gylfi minn þú verður bara ráðherra áfram.
Margir trúðu að Jóhanna væri sá heiðarlegasti þingmaður og ráðherra sem til væri. Nú hefur Jóhanna sýnt sitt rétta andlit. Það skiptir hana engu þótt ráðherra í hennar eigin ríkisstjórn afvegaleiði Alþingi.
Ótrúlegt að Samfylkingin skuli enn fá 24% fylgi kjósenda.
![]() |
Ekki kappsmál að vera ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það fer ekkert á milli mála að Gylfi viðskiptaráðherra afvegaleiddi þingið þegar hann svaraði fyrirspurn um gengistryggðu lánin. Gylfi viðurkennir að það hefði örugglega verið vilji þingmanna að fá að vita um að samkv´æmt lögfræðiáliti frá Seðlabankanum væru gengistryggðu lánin ólögleg.
Gylfi lá á þessum upplýsingum og svaraði þingmönnum með útúrsnúningum.
Ef Gylfi ætlar sjálfur ekki að segja af sér hlýtur spurning að vakna til Jóhönnu forsætisráðherra. Ætlar hún að hafa mann serm uppvís hefur orðið að því að afvegaleioða þingmenn í svörum sínum áfram í ríkisstjórninni.
Samfylkingin lagði að Björgvini G.Sigurðssyni að segja af sér allavega tímabundið. Samfylkingin lagði að Steinunni Valdísi að segja af sér þingmennsku.
Það sama hlýtur að gilda um Gylfa viðskiptaráðherra.
![]() |
Skora á Gylfa að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2010 | 20:42
Ætla Sjálfstæðismenn að styðja afturhaldsfrumvarp Jóns Bjarnasonar?
Það verður virkilegfa fróðlegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins varðandi mjólkurfrumvarp Jóns Bjarnasonar þar sem öll nýsköpun er hindruð. Ætla Sjálfstæðisþingmenn að samþykkja afturhaldsfrumvarpið sem kemur í veg fyrir samkeppni og nýsköpun. Í Kastljósi kvöldsins var viðtal við bónda að norðan sem fæst við að framleiða ís til neytenda. Það var fróðlegt að heyra hann lýsa fáránleikanum í frumvarpi Jóns Bjarnasonar. Það var athyglisvert að heyra hann lýsa því að í stað þess að stuðla að nýsköpun er ríkið frekar tilbúið að auka niðurgreiðslur til bænda.
Hvers vegna í óskupunum má ekki stokka upp þetta eilífa niðurgreiðslukerfi sem ávallt hefur viðgengist í landbúnaðinum. Nú reynir á þingmenn Sjálfstræðisflokksins og kannski væri gott hjá þeim að glugga í samþykktir landsfundarins.
![]() |
Telja mjólkurfrumvarp hindra nýsköpun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2010 | 15:19
Er Jón Gnarr,borgarstjóri, hrokafullur spillingargæi?
Nesti flokkurinn vann mikinn sigur í borgarstjórnarkosningunum. Sigur Besta flokksins var hressilegt spark í afturendann á gömlu flokkunum.Það hafa örugglega margir borgarbúar búist við að nú væri runninn upp betri dagur í borginni, þar sem öll spilling væri úr sögunni og heiðarleikinn einn réði ríkjum.
Nú hafa borgarbúar vaknað upp við það að nýi dagurinn hefur ekki runnið upp heldur sitja menn uppi með Dag B. Eggertsson,sem hæstráðanda í borginni,þrátt fyrir að kjósendur hafi hafnað hans forystu.
Borgarfulltrúar settu sér siðareglur, en fyrsti maðurinn til að brjóta þlr reglur hressilega er sjálfur borgarstjórinn Jón Gnarr. Komið hefur í ljós að forláta jeppabifreiðin sem Jón Gnarr hefur er alfarið kostuð af einkafyrirtæki. Það er eitt af því sem ekki má samkvæmt reglunum. Jón Gnarr blæs á slíkt og segir það allt í lagi þar sem bíllinn sé vistvænn.
Ætlar borgarstjóri sem sagt að þiggja gjafir eins og vistvæn föt frá einkafyrirtækum, ætlar hann að þiggja matargjafir frá einkafyrirtækjum ef um lífrænt ræktaðar matvörur sé að ræða.
Hvar ætlar Jón Gnarr að draga mörkin í að þiggja ölmusu frá einkafyrirtækjum.
Hafa stjórnmálamenn ekki verið gagnrýndir hressilega fyrir að þiggja styrki frá einkafyrirtækjum.
Hvernig ætlar Jón Gnarr að taka á málum þeirra fyrirtækja sem hann hefur verið að þiggja fyrirgreiðslu frá?
Byrjun Jóns Gnarrs og svör hans eru dæmi um spillingu og hroka.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar