Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.8.2010 | 11:21
Jón Gnarr segist ekki ráða við þetta.
Það þarf svo sem engum að koma á óvart að Jón Gnarr segist ekki ráða við þetta. Jón Gnarr er leikari en ekki stjórnmálamaður. Það er reynar ansi ódýr lumma að ætla að kenna Sjálfstæðismönnum um að hann skuli ekki ráða við embættið.Það er Jón Gnarr og hans flokkur sem hlaut kosningu og þarf að axla ábyrgðina.
En í alvöru, hver bjóst við að Jón Gnarr gæti verið borgarstjóri.
![]() |
Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2010 | 20:31
Á núverandi biskup nema einn leik eftir í stöðunni?
Það var áhrifaríkt að horfa og hlusta á Sigrúnu Pálínu í Kastljósþætti kvöldsins. Það fór um mann hrollur þegar hún lýsti atburðunum með þáverandi biskup. Að þarna skuli hafa verið á ferðinni æsti maður þjóðkirkjunnar er hryllilegt. Að kynferðiafbrotamaður skuli hafa gegnt æðsta embætti innan kirkjunnar er svo ótrúlegt og jafnframt ógeðslegt.
Lýsingar Sigrúnar Pálínu á því hvernig krikjunnar menn tóku á málum hennar er sorglegt. Í framhaldinu varð þessi kona fyrir ofsóknum og margir sem létu hana heyra það. Ömurleg lífsreynsla til viðbótar hjá konu sem vildi réttlæti og að sannleikurinn kæmi í ljós.
Miðað við hvernig núverandi biskup séra Karl hefur brugðist við og hvernig Sigrún Pálína segir frá samskiptum sínum við hann á biskup eingöngu einn möguleika í stöðunni. Hann verður að segja af sér.
Eigi kirjan að vera áfram sá björgunarhringur og akkeri fyrir almenning í landinu verður ný trúverðug forysta að vera hjá þjóðkirkjunni.
26.8.2010 | 13:06
Uppbygging álvers í Helguvík er eitt af loforðum Vinstri stjórnarinnar.
Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að hægt verði að setja framkvæmdir á fullt í álverinu í Helguvík. Það er með ólíkindum hversu illa gengur að halda áfram framkvæmdum á fullu. Uppbygging álversins er hluti af stöðugleikasáttmálanum sem ríkisstjórnin er aðili að. Það er hægt að taka undir orð kristjáns Gunnarssonar verkalýðsleiðtoga þegar hann veltir upp hvort Suðurnesin séu í pólitísku einelti hjá stjórnvöldum. Það lítur hreinlega út fyrir að stjórnvöld geri allt til að drepa niður allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.
Það er líka hægt að taka undir með Böðvari Jónssyni formanni væjarráðs Reyukjanesbæjar þegar hann segir að stjórnvöld,Norðurál og HS orka verði að setjast niður og hreinlega hnýta þá enda sem enn eru óhnýttir. Það verður hreinlega að gerast. Atvinnuleysi er mikið á Suðurnesjum, bygging álversins í Helguvík myndi laga það ástand verulega.
Mér finnst ég lítið hafa heyrt frá þingmönnum Suðurkjördæmis,sem styðja þessa VInstri stjórn varðandi uppbyggingu álversins í Helguvík. Þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna hér í kjördæminu hljóta að gera sér grein fyrir hversu mikla þýðingu það hefur að haldið verði áfram með framkvæmndir við álverið í Helguvík.Þingmenn eiga að setja þetta stóra hagsmunamál Suðurnesjamanna á ODD inn á NÝ.
![]() |
HS-Orka vill selja orku til Helguvíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.8.2010 | 16:43
Betra seint en aldrei.
Það væri synd að segja að Þjóðkirkjan væri snögg að taka á slæmum málum innan sinna raða. Sem betur fer hefur almenningsálitið mikið að segja og fjölmiðlaumræðan. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með það hvernig núverandi biskup hefur svarað fyrir sig og kirkjuna vegna ásakana um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar fyrrverandi biskups.
Eftir að dóttir Ólafs kom fram með sína um föður sinn ætti ekki nokkrum manni að dyljast að rannsókn er nauðsynleg varðandi ásakanir margra kvenna í garð Ólafs.
Það er gott að loksins,loksins ætli kirkjan að gera upp málin. Vonandi verður ekki gerð tilraun til að fela staðreyndir eða þagga málið áfram.
Það er svo margt gott fólk sem vinnur innan kirkjunnar og það er svo nauðsynlegt fyrir okkur að eiga kirjuna að það má ekki gerast að almenningur missi allt traust til kirkjunnar.
![]() |
Boða rannsóknarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2010 | 16:28
Þetta myndband verður örugglega í efsta sæti.
25.8.2010 | 13:59
Verður Jón Bjarnason rekinn úr Vinstri stjórninni?
Í fjölmiðlum er nú rætt um að tíðinda megi vænta af mannabreytingum í Vinstri stjórninni öðru hvoru megin við helgina. Talið er nokkuð víst að Jón Bjarnason,landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra verði að taka pokann sinn. Samfylkingarforystan hefur talað þannig um Jón á opinberum vettvangi að með ólíkindum er. Má þar sérstaklega nefna Jóhönnu og Össur. Það vekur einnig furðu að Steingrímur J.formaður Vinstri grænna skuli láta þetta yfir sinn mann ganga.
Nú er það spurningin hvort órólega deildin í VG ætlar að kyngja því hljóðalaust að Jón verði látinn fjúka eða fær kannsi Ögmundur ráðherrastól aftur og allir verða kátir nema Jón.
Svo velta margir fyrir sér hvort Ragna dómsmálaráðherra verði að yfirgefa stólinn. Það væri svo sem eftir öðru hjá Vinstri stjórninni að sá ráðherra sem mesta trausts nýtur verði settur út.
Og til að kóróna vitleysuna er svo líklegt að Gylfi viðskiptaráðherra sitji áfram í sínum ráðherrastól.
24.8.2010 | 18:41
Vissu sumir Vinstri grænir ekki hvað stóð í bréfi Össurar til ESB?
Sónarspilið sem Vinstri stjórnin hefur sett upp í sambandi við ESB er með ólíkindum. Merkilegt er að enn einn nýr leikþáttur virðist nú í uppsiglingu innan Vinstri grænna. Vissu þeir ekki hvað stóð í bréfi Össurar til ESB. Var það ekki á hreinu hvort Vinstri stjórnin var að leggja fram umsókn um viðræður eða hvort hún var að óska eftir aðlögun að ESB.
Það er eins og sumir hjá Vinstri grænum séu loksins að uppgötva að Samfylkingin er á góðri leið með að koma Íslandi í ESB með alls konar klækjum. Það nýjasta að dæla á nokkrum milljörðum frá ESB á næstunni til landsins til að skapa jákvætt andrúmsloft,enda segir Össur þess fullviss að hægt verði að fá meirihluta þjóðarinnar til að sætta sig við aðild.
Það sem er furðulegast við allt þetta ferli á leiðinni í ESB að það skuli gert með fullum stuðningi Vinstri grænna. Jú,jú stundum setja þeir upp stórkostlega leikþætti aðrir úr liðinu fá frí til að sinna einhverju öðru á meðan þetta er rætt á Alþingi. Svo er útbúin einhver flétta til að hægt sé að láta líta út fyrir að enn sé einhver andstaða innan VG varðandi aðild að ESB.
Nú bíða landsmenn spenntir eftir enn einni uppákomunni hjá órólegu deildinni hjá VG. Allir vita að eftir nokkrar sýningar verður þeim hætt og áfram fetar Vinstri stjórnin gönguna inn í ESB með dyggum stuðningi VG, horfandi á Evrurnar streyma til landsins á meðan við erum í aðlögun að ESB.
Já þátttaka Vinstri grænna í ríkisstjórn á eftir að skilja stór spor í sögu landsins. Það verða VG sem koma Íslandi í ESB. Hver hefði trúað því?
![]() |
Krefjast afsagnar Jóns Bjarnasonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2010 | 12:29
Ætla Vinstri grænir að samþykkja 4 milljarða styrki frá ESB ?
Nú hefur verið upplýst að ESB ætlar að veita 4 milljarða styrki til Íslands til að auka líkur á að þjóðin samþykki aðild að bandalaginu.
Fróðlegt verður að fylgjast með þingmönnum Vinstri grænna. Þeir hafa lagst mjög gegn því að fáerlent fjármagn inní landið. Ætla þeir að láta það óáreitt að ESB dæli inní landið nokkrum milljörðum á meðan samningaviðræður við ESB standa yfir. Liggur það ekki alveg ljóst fyrir að tilgangur ESB að dæla inní landið nokkrum milljörðum hefur þann eina tilgang að kaupa sér vinsældir til að auka líkurnar á að Íslendingar samþykki aðild að ESB.
Hvað leikþátt ætli VG setji upp í þessu máli?
![]() |
Óska eftir ESB umræðu í þingnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2010 | 13:12
Kirkjunnar þjónar verða að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Kirkjan er sú stofnun í þjóðfélaginu sem við verðum að geta treyst. Við verðum að geta treyst þjónum kirkjunnar.Við verðum að geta borisð traust til presta og yfirmanna kirkjunnar. Það er því ömurlegt þegar alvarlegar ásakanir eru bornar á þjóna kirkjunnar að hafa misnotað traust sóknarbarna sinna m.a. með kynferðislegu áreiti.
Það er ekki síður alvarlegt að ásakanir eru á yfirmenn kirkjunnar að hafa reynt að þagga niður í þeim sem komið hafa með slíkar ávirðingar.
Það er hörmulegt ef yfirmenn kirkjunnar ætla á þann hátt að breiða yfir og þagga niður í þeim sem orðið hafa fyrir kynferðislegu áreiti.
Kirkjan í heild sinni verður að gera hreint fyrir sínum. Kirkjan verður að óska eftir opinberri rannsókn á þeim ásökunum sem þjónar hennar hafa verið bornir. Kirkjan verður að óska eftir rannsókn hvort það eigi við rök að styðjast að reynt hafa verið að breiða yfir og þagga alla slíka umræðu.
Trúverðugleiki kirkjunnar hefur orðið fyrirn miklu áfalli í allri þessari umræðu.Það er slæmt því mikið er um mjög góða og virta presta innan hennar,sem eru starfi sínu fullkomlega vaxnir. Við verðu að geta treyst boðskap kirkjunnar og við verðum að geta treyst að prestar og aðrir þjónar hennar misnoti ekki það traust sem við berum til þeirra.
![]() |
Leiðrétting frá biskup Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2010 | 20:13
Eiga Lífeyrissjóðir að standa í áhættusömum fyrirtækjarekstri?
Ég hef stundum skrifað um hversu furðulegt það sé að fulltrúar atvinnurekenda skuli meira og minna stjórna lífeyrissjóðunum. Það eru nú einu sinni launþegarnir sem eiga þessa fjármuni í sjóðunum. Greiðslur í lífeyrissjóði er hluti af launakjörum hvers og eins.
Í hruninu töpuðu margir lífeyrissjóðir verulegum fjármunum vegna fjárfestinga í alls konar bréfum.Svo fór að skerða varð bætur margra sjóða.
Það vekur því furðu að lífeyrissjóðirnir skulu nú velja þá stefnu að fjárfesta og eignast mörg stór fyrirtæki. Það hlýtur að vakna súspurning hvort eðlilegt sé að lífeyrissjóðirnir séu sjálfir að standa í atvinnurekstri og það í samkeppni við önnur fyrirtæki.
Með þessu er mikil áhætta tekin.Forráðamenn lífeyrissjóðanna koma nú fram og segja að þetta sé mjög jákvætt og þetta eigi eftir að skila góðri ávöxtun til sjóðfélaganna. En var það ekki einmitt nákvæmlega það sama og þeir sögðu almenningi þegar þeir fjárfestu í alls konar bréfum og töpuðu tugum milljarða.
Vonandi gengur þetta hjá lífeyrissjóðunum,en ég set stórt spurningamerki við það hvort stjórendur og fulltrúar þeirra sem eiga lífeyrissjóðina eigi að spila á þennan hátt með peninga launþeganna.
![]() |
Lífeyrissjóðir rannsakaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar