Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hver er tilgangurinn með frétt um að sambýliskona Sigmundar Davíðs og pabbi hans eigi verulegar eignir?

Stundum er erfitt að botna í tilgangi sumra frétta. Hver er t.d. tilgangur Stöðvar 2 með því að flytja sérstaka frétt um að sambýliskona Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins eigi verulegar eignir umfram skuldir. Hvað kemur það stöðu Sigmundar Davíðs við nsem formanns Framsóknarflokksins þótt pabbi hans eigi verulegar eignir umfram skuldir?

Hver er tilgangur Stöðvar 2 með slíkum fréttaflutningi um formann Framsóknarflokksins.

Ég veit ekki betur en þessir aðilar sem tengdir eru Sigmundi Davíð hafi hagnast á eðlilegum og heiðarlegum viðskiptum.

Ef til vill finnst eigendum Stöðvar 2 það kannski stórfrétt að einhver hafi getað hagnast á eðlilegum og heiðarlegum viðskiptum.

Reyndar skrítið að eigndi Stöðvar 2 skuli vilja svona fréttaflutning,þar sem þau telja að ekki megi blanda skuldavanda Jóns Ásgeirs við fjármál Ingibjargar konu hans.

Ótrúlegt að Jón Ásgeir ráðgjafi Stöðvar 2 hafi veitt fréttamönnum ráðgjöf varðandi fréttina um Sigmund Davíð.


Hvers vegna var Jóhanna verkstjóri ekki spurð um klúðrið?

Athygli vekur að í kringum allt klúðrið hjá Árna Páli,félagsmálaráðherra,varðandi umboðsmann skuldara er Jóhanna verkstjóri Vinstri stjórnarinnar aldrei spurð eins eða neins af fjölmiðlum um málið.

Nú er það Jóhanna sem er yfirmaður Vinstri stjórnarinnar og þar af leiðandi Árna Páls.Jafnframt er Jóhanna formaður Samfylkingarinnar og Árni Páll er þar einnig hennar undirmaður.

Hvers vegna er Jóhanna ekki spurð um klúður Árna Páls. Hvers vegna er Jóhanna ekki spurð út í það hvort þetta séu hin nýju vinnubrögð sem Samfylkingin er sífellt að boða.


Vissu Jóhanna og Steingrímur einnig vorið 2009 að gengistryggðu lánin væru ólögleg?

Nú kemur það á daginn að Seðlabnakastjósri vissi það vorið 2009 að gengistryggðu lánin voru ólögleg. Ekkert var samt aðhafst.

Nú hlýtur sú spurninga að vakna hvort Jóhanna og Steingrímur J. og aðrir ráðherrar í Vinstri stjórninni hafi vitað um lögfræðiálit sem hnigu í þá átt að gengistryggðu lánin væru ólögleg.

Ekkert var aðhafst?

Almenningur í landinu hlýtur að þurfa að fá svör.


mbl.is Seðlabankinn ekki dómstóll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri fyrir Garðinn að taka forystu í vistvænum bílum.

Frábært að sjá Jón Gnarr á vistvænum bíl og það eðalvagni eins og Ford Explorer. Menn þurfa sem sagt ekki að vera á litlum dollum þótt ekið sé á vistvænum bílum. Það hlýtur að vera framtíðin að nýta okkar ódýra rafmagn ásamt vetni til að knýja bifreiðarnar.

Sveitarfélagið Garður hefur samþykkt að taka þátt í rafbílavæðingu. Sveitarfélag eins og Garðurinn hefur gott tækifæri til að takla forystu í vistvæðingu bílaflota okkar. Ég legg til að Garðurinn myndi sjóð með því að leggja t.d. fram 25 milljónir kr. árlega næstu 5 árin, þar sem íbúar geti sótt um styrk til kaupa á vistvænum bíl eða til að láta breyta sínum bíl í vistvænan. Hægt væri að hugsa sér að styrkir gætu verið á bilinu 200-400 þús.kr.

Einnig þurfa bæjaryfirvöld að semja við aðila um að koma upp vetnisstöð og aðstöðu til að hlaða bíla rafmagni.

Með því að stíga svona skref bæri Sveityarfélagið Garður að taka stórkostlega forystu meðal landsmanna í að stuðla að innleiðingu vistvænna bifreiða og þar með gífurlegan sparnað fyrir vifreiðaeigendur og þjóðarbúið.Svona ákvörðun myndi einnig hafa mjög jákvæða þróun hvað varðar fjölgun íbúa í sveitarfélaginu.


mbl.is Ekki hallærislegur á vistvænum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnubreyting hjá Jóhönnu verkstjóra? " Eitt skal yfir alla ganga."

Er nú það virkilega að gerast sem almenningur hefur beðið eftir í næstum tvö ár. Er að verða stefnubreyting hjá Jóhönnu verkstjóra og formanni Samfylkingarinnar. Samkvæmt frétt mbl boðaði Jóhanna það´sitjandi í flugvélasæti á Reykjavíkurflugvelli að eitt skuli yfir alla ganga og neitaði að þiggja forgang.

Þetta er einhver stærsta pólitíksa frétt mánuðum saman. J´ðohanna er loksins að boða að eitt skuli yfir alla ganga,Jóhanna ætlar sem sagt að breyta um stefnu og taka ekki stöðu með bönkunum og fjármálafyrirtækjunum.

Jóhanna boðar nú að eitt skuli yfir alla ganga. Almenningur hlýtur að fagna.

Það getur ekki verið að Jóhanna hafi verið komin í sitt gamla hlutverk í flugvélinni og talað sem flugfreyja til að róa fólkið. Nei,hún hlýtur að hafa talað sem forsætisráðherra.

Loksins, loksins, skal eitt yfir alla ganga.


mbl.is Hafnaði boði um forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að leita í félagaskrá Samfylkingarinnar?

Klúður félagsmálaráðherra varðandi embætti umboðsmann skuldara slær út öll met. Í gegnum tíðina hefurmátt gagnrýna ýmsa ráðherra fyrir pólitískar embættirveitingar og vinavæðingu, en Samfylkingin hefur margsinnis gefið það út að slík vinnubrögð væru ekki stunduð á Samfylkingarheimilinu.

Á svo eftir að Runólfur hættir að telja okkur trú um að enginn af öðrum umsækjendum sé hæfur.

Á nú að hefja að nýju leit í flokksskrá Samfylkingarinnar til að geta úthlutað þessu embætti.

Tæra Vinstri stjórnin gengur ansi langt í veitingu embætta án auglýsinga, sama virðist vera uppá teningnum hjá Degi B.Eggertssyni í Reykjavík og ansi er ég hræddur um að Samfylkingarforkólfar hafi stundað álíka vinnubrögð í  öðrum sveitarstjórnum.

Samfylkinginn stendur ansi framarlega hvað varðar þann vafasama heiður að  spillingarflokkur.


mbl.is Leita að staðgengli Runólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki Árni Páll einnig að segja af sér?

Eftir þessa uppákomu með skipan félagsmálaráðherra í embætti umboðsmanns skuldara hlýtur sú spurning að vakna hvort Árni Páll geti setið áfram sem félagsmálaráðherra.

Vinnubrögð félagsmálaráðherra við þessa skipan í embætti hljóta að vekja hneykslan flestra. Og svo til að kóróna skömmina knýr hann Runólf til að segja af sér áður en hin faglega athugun sem ráðherra boðaði hafði farið fram.

Þessi vinnubrögð félagsmálaráðherra er með þeim eindæmun að Jóhanna Sigurðardóttir sem telur sig vera boðbera heiðarlegra vinnubragða og fagmennsku hlýtur að krefjast þess af Árna Páli að hann segi af sér embætti félagsmálaráðherra.


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau eru undarleg faglegu vinnubrögð Samfylkingarinnar.

Eitthvað eru þau undarleg þessi faglegu vinnubrögð sem Samfylkingin boðar sífellt. Samfylkingin hefur gefið sig út fyrir að vera flokk þar sem spilling er orð sem ekki er til í orðabók Samfylkingar. Allar ákvarðanir eru teknar eftir faglega skoðun og á það við um mannaráðningar hjá ríkinu eins og annað.

Ráðning Runólfs hefur því vakið upp ýmsar spurningar. Þar er gengið framhjá konu sem raunar hefur sinnt sambærilegu starfi síðustu ár. Hæfir umsækjendur eru ekki einu sinni teknir í viðtal.

Árni Páll segist hafa vitað um fjárhagsmál Runólfs. Nú segist hann ætla að láta skoða mál hans og hvort eðlilega hafi verið staðið að niðurfellingu rúmlega 500 milljón kr. skulda hans. Sems sagt ráða fyrst og skoða svo. Þetta eru hin faglegu vinnubrögða Samfylkingarinnar.

Engu máli skiptir við þessa ráðningu þótt Runólfur sé Samfylkingarmaður og vinur Árna Páls félagsmálaráðherra. Nei,nei, það eru aðeins þessi einstöku faglegu vinnubrögð hjá Samfylkingunni,sem ráða hver er ráðinn í svona topp stöðu.


mbl.is Vissi að Runólfur tapaði fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloomberg fréttastofan þekkir ekki sýndarleikþátt Vinstri grænna.

Bloomberg fréttastofan virðist halda að einhver meining sé á bak við hótanir og yfirlýsingar nokkurra þingmanna Vinstri grænna. Ákveðnir þingmenn í VG hafa af og til hlaupið upp til handa og fóta og sagst vera á móti hinu og þessu. vo langt hefur það gengið að þau hóta að hætta stuðningi við Vinstri stjórnina. Svo fer allt loft úr þeim og allt er óbreytt.

Við erum með umsókn í ESB, engin skljaldborg fyrir heimilin, samið verður um Icesave, pólitíkskar ráðningar hjá ríkinu, o.s.frv.o.s. frv.

Auðvitað heldur fréttastofa eins og Bloomberg að eitthvað sé að marka yfirlýsingar umræddra þingmanna en allir Íslendingar vita að ekkert mark er takandi á VG. Þar er aðalvinnan að eyða orkunni í innantóma sýndar leikþætti. Nú hefur þjóðin áttað sig og fylgi VG hríð fellur.


mbl.is Styðja ekki björgun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við ekki að aðgangur að vatni teljist til mannréttinda?

Það vekur furðu að Ísland skuli ekki geta samþykkt tillögu um að aðgangur að vatni teljist til mannréttinda. Ég hef enn ekki séð neina skýringu á því hvers vegna fulltrúar Íslands gátu ekki samþykkt slíka tillögu.

Okkur finnst sjálfsagt að hafa aðgang að vatni og maður getur hreinlega ekki ímyndað sér það ástand ef við hefðum það ekki.

Í gamla daga ólst maður upp við það í Vestmannaeyjum að safna rigningarvatninu í brunna og varð því að fara sparlega með vatnið. Árið 1968 varð bylting í Eyjum þegar við fengum vatnsleiðsla var lögð frá fastalandinu.

Að sjálfsögðu þurfa allir að eiga aðgang að vatni. Furðlegt að Ísland skuli ekki geta tekið undir það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband