Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.7.2010 | 13:37
Gosi hefði ekkert í Jón Ásgeir að gera.
Eins og við var að búast er Jón Ásgeir sakleysið uppmálað varðandi fréttina um kyrrsetningu. Einhverjir aðrir eru að ráðast á hann. Jón Ásgeir er eins og venjulega með allt sitt á hreinu. Annað eins ljúfmenni og sakleysingur er ekki til á allri jörðinni,allavega miðað við það sem Jón Ásgeir segir sjálfur.Ótrúlegt hvað aðrir eru alltaf vondir við Jón góða.
Allir kannast við söguna um Gosa en nefið hans stækkað í hvert sinn sem hann skrökvaði. Ég er alveg sannfærður um að væri efnt til keppni milli Jóns Ásgeir og Gosa um á hvorum nefið myndi stækka meira þá væri ekki spurning um sigurvegarann. Gosi hefði ekkert í Jón Ásgeir að gera.
30.7.2010 | 22:31
Á að svelta Jón Ásgeir?
Frægt varð svar Jóns Ásgeirs þegar hann var spurður um sína fjárhagsstöðu. Hann sagðist ánægður ef hann ætti fyrir Diet Coce. Nú virðast einhverjir vondir karlar ætla gjörsamlega að koma í veg fyrir að Jón Ásgeir geti einu sinni látið sína einu ósk verða að veruleika. Vondu karlarnir ætla að taka alla peningana og frysta þá. Hvað á Jón Ásgeir þá að drekka. Mun hann sætta sig við kranavatnið og ekkert annað?
Eins og alþjóð veit er ekkert Jóni Ásgeiri og þeim Baugsmönnum að kenna. Það er bara vonda fólkið sem alltaf er að ráðast á hann og hans fjölskyldu og svo auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn í heild sinni.
Nú er spurning hvort almenningur í landinu verður ekki að taka sig saman og hver og einn almennur borgari sendi Jóni Ásgeiri eina Diet Coce. Ekki getum við hugsað okkur að þessi einskæri vinur alþýðunnar fái engan bónus fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hinn venjulega Jón í landinu.
Nei það er sko ekki sama að vera Jón eða Jón Ásgeir.
![]() |
585.648 bresk pund kyrrsett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2010 | 20:14
Fylgi Vinstri grænna að hrynja. Er einhver hissa?
Það kemur ekki nokkrum manni á óvart að fylgi VG skuli hrynja. Reyndar furðulegt að enn skuli 19% kjósenda ætla að kjósa þennan vesæla flokk. Vinstri grænir koma í veg fyrir allar framfarir í landinu og er mesti afturhaldsflokkur sem nokkurn tíma hefur verið til á Íslandi.
Reyndar hlýtur stuðningur við þennan flokk að halda áfram að minnka og verða fljótlega vel innan við tíu prósent.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2010 | 14:20
Getur verið að Samfylkingin úthluti pólitískum bitlingum?
Samfylkingin hefur gefið sig út fyrir að vera einstaklega heiðarlegur flokkur. Á þeim bæ séu ekki stundaðar pólitískar embættisveitingar. Nei, alls ekki, hjá Samfylkingunni ræður faglegt mat á umsækjendum. Einnig hefur Samfylkingin gefið sig út fyrir að vera mikill jafnréttisflokkur og lagt áherslu á að bæta verði stöðu kvenna í veitingu topp embættismann.
Það vekur því að vonum athygli að gengið skuli vera framhjá Ástu Sigrúnu í ráðningu umboðsmanns skuldara. Ásta Sigrún hefur gegnt stöðu forstöðumanns Ráðgjafastofu heimilanna og ekki hefur annað heyrst en hún hafi staðið sig mjög vel í þeirri stöðu.
Samfylkingingarfólk talar fjálglega um að allt eigi að vera uppi á borði, eingöngu sé unnið á faglegum forsendum og mörg og mikil og stór lýsingarorð eru notuð til að lýsa ágæti og heiðarlegra vinnubragða Samfylkingarinnar.
Þessi embættisveiting og reyndar fleiri hjá Samfylkingunni vekja athygli hvort sem er hjá ríkisstjórninni eða sveitastjórnum þar sem Samfylkingin hefur ítök.
Það ner gott hjá Ástu Sigrúnu að fara lengra með þetta mál,þannig að landsmenn sjái Samfylkinguna í réttu ljósi.
![]() |
Ætlar að krefjast rökstuðnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2010 | 13:37
Í hvaða verslunum hafa matvörur lækkað?
Fróðlegt væri fyrir neytendur að Neytendasamtökin eða ASÍ tækju saman upplýsingar um það í hvaða verslunum matvörur hafa lækkað.
Satt best að segja kemur manni það mjög á óvart ef þetta er staðreyndin. Þessi samtök hljóta að eiga möguleika á að birta þessar upplýsingar, þannig að neytendur geti séð það svart á hvítu hvaða vö0rur hafa lækkað og í hvaða verslunum það hefur gerst.
![]() |
Matur lækkar, en hjól hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2010 | 23:54
Hver er hinn dularfulli Doddi í leikþætti Vinstri grænna?
Já, tölvupóstur aðstoðarmanns menntamálaráðherra hefur vakið eftirtekt. Hver er þessi Doddi,sem átti að fá póstinn. Bjarni Harðarson sagði af sér þingmennsku fyrir að ýta á vitlausan takka á tölvunni og senda bréf til þeirra sem ekki áttu að fá.
Aðöstoðarmaður grípur til þess ráðs að kenna barninu sínu um að hafa lekið út tölvupóstinum. Bjarni var þó heiðarlegri að viðurkenna tölvumistökin sjálfur.
Svo er orðalagið sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra notar fyrir neðan allar hellur. Að tala um að eitthvað sé tussufínt. Ég held að m.a.s. hinn dularfulli Doddi hefði ekki kunnað við svona orðaval.
Svo segir Steingrímur J. formaður VG. Æ.æ þetta eru nú bara stráklingar þessir aðstoðarmenn ráðherra. Varla talar Steingrímur J. um Indriða H. Þorláksson sína vinstri hönd sem strákling. Sá stráklingur er þá aldeilis kominn til ára sinna.
Leikrit VG heldur áfram, fyrsti þáttur: Upphlaup órólegu deildarinnar. Næsti þáttur er þögli þátturinn.Þingmenn VG ganga um sviðið og þegja. Ekki einu sinni látbragsleikur. Þriðji þáttur. Sátt um að setja allt í salt. Smá uppákoma með Dodda dularfulla.Allir í VG hoppa og syngja af gleði.
Spurning hvað gerist eftir hlé?
Já,það má nú aldeilis segja að kommarnir kunni þetta ennþá. Upp komst að aðstoðarmaður ráðherra ætlaði að matreiða hvernig best væri að umræðan um Magma málið færi fram. Svona matreiðsla er þekkt frá gömlu kommaríkjunum. Þetta minnir einna helst á fréttaflutning í Norður Kóreu eða Kúbu. Þarf kannski ekki að koma á óvart þegar 8 ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru vel tengdir gamla Alþýðubandaælaginu.
Ansi er það svo ódýrt hjá aðstoðarmanni ráðherra að ætla að kenna barninu sínu um að hafa sent tölvupóstinn.
![]() |
Ekkert óeðlilegt við tölvupóst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2010 | 20:32
Tryggingastofnun norrænu velferðarstjórnarinnar refsar fólki fyrir að eiga sparifé.
Þessi vinstri stjórn sem kallar sig norræna velferðarstjórn gerir það ekki endasleppt. Nú fá 11000 bótaþegar hjá Tryggingastofnun ríkisins bakreikning þar sem þeir hafa fengið of mikið greitt.
Í flestum tilfellum er þetta vegna f jármaganstekjuskatts sem ekki kom fram í áætlun. Eflaust er þetta allt rétt hjá Tryggingastofnun miðað við þau lög sem eru í gildi. En er þetta sanngjarnt? Það er með ólíkindum hvernig fólki er refsað.
Ef eldri borgari hefur í gegnum tíðina náð að nurla saman nokkrum krónum og leggja inní banka er honum nú refsað fyrir það af TRyggingastofnun. Ekki má gleyma því að greiddur var skattur af tekjunum áður en lagt var inná bankareikning. Nú ær viðkomandi ellilífeyrisþegi vaxtatekjur og borgar ákveðiðm hlutfall af þeim til ríkisins. Er það ekki alveg nóg?
Nei, segir hin tæra vinstri stjórn. Ftyrst þú átt þessar krónur og færð vaxtatekjur drögum við frá greiðlum Tryggingastofnunarv til þín.
Sem sagt fyrst borgaði viðkomandi skatt af sínum tekjum. Síðan borgar hann skatt af sínum vaxtatekjum. Og að lokum segir Vinstri stjórnin, þú mátt ekki halda þessum peningum, við drögum þetta frá tryggingabótunum þínum.
Er þetta réttlæti?
![]() |
11 þúsund manns fengu of háar tryggingabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2010 | 13:47
Engar varanlegar undanþágur frá lögum ESB.
Eins og allir vita sem vilja vita er ekki hægt að fá varanlegar undanþágur frá lögum ESB. Þetta segir stækkunarstjóri ESB.
Þurfum við þá eitthvað að vera að ræða þetta frekar. Til hvers ætlum við að eyða tíma og fjármagni í aðildaviðræður þegar þetta liggur ljóst fyrir.
Össur töskuberi ætti að setja í töskur sínar og drífa sig heim.
![]() |
Engar varanlegar undanþágur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2010 | 12:33
Sumargleði Vinstri grænna segir þingmaður Samfylkingarinnar.
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag gerir Mörður Árnason grín að upphlaupi nokkurra þingmanna VG vegna Magma málsins. Mörður segir að ekkert um þetta Magma mál sé í stjórnarsáttmálanum og því lítið að marka þetta upphlaup nokkurra þingmanna VG. Það sé sem sagt ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að þau ætli að hætta stuðningi við ríkisstjórnina.
Mörður kallar þetta sumargleði Vinstri grænna. Á sínum tíma fóru þjóðþekktir skemmtikraftar með Sumargleðina um landið og héldu uppi gríninu. Nú er sem sagt búið að endurvekja Sumargleiðina og framundan er að Guðfríður Lilja,Þuríður Backman, Atli Gíslason og trúlega fleiri VG þingmenn hefji yfirreið sína um landið með Sumargleðina. Ætli Ögmundur verði leikstjórinn?
Já, Samfylkingin gerir bara grín að Vinstri grænum fyrir uppsetninguna á leikþætti sínum í Magma málinu.
![]() |
Þingflokkur VG á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar