Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Jón Ásgeir á brandara vikunnar.

Það fer ekkert á milli mála að Jón Ásgeir er mun meiri húmoristi heldur en hann lítur út fyrir.

Hann er alveg stórkostlegur brandarinn hans Jóns Ásgeirs þegar hann segir að Lárus Welding hafi á engan hátt lotið stjórn hans.

Það eru eingöngu stórkostlegir brandarakarlar sem geta látið svona út úr sér. Ekki nema að Jón Ásgeir haldi að miklu fleir Íslendingar séu hálvitar en Þráinn Bertelsson heldur. Jón Ásgeir misreiknar sig gjörsamlega haldi hann að íslenskur almenningur viti ekki betur. Það vita allir að Jón Ásgeir var eingöngu að ná í Glitni til að geta mergsogið fjármagn út úr honum. Það vita líka allir hvers vegna Baugsveldið var að gefa út Fréttablaðið og Stöð 2.

Það versta er að brandarar Jóns Ásgeirs eru ansi dýrkeyptir fyrir íslenskan almenning.


mbl.is „Ég stýrði ekki Glitni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur Jón Ásgeir eiginlega borgað auglýsingarnar?

Samkvæmt upplýsingum sem Jón Ásgeir hefur sjálfur lagt fram virðast allar eignir hans hafa gufað upp. Þetta minnir mann hreinlega á töframenn sem geta látið allt mögulegt hverfa,reyndar geta þeir líka dregið kanínur upp úr hatti. Kannski kann Jón Ásgeir einhver svona töfrabrögð að draga uppúr tómum vösum nokkra milljarða. Flottur hæfileik það.

Varla getur verið annað en Baugsmiðlarnir fái sínar auglýsingar borgaðar. Reyndar sýnir þetta ansi vel að það eru Baugsfeðgar sem ráða enn yfir allri verslunakeðjunni og fjölmiðlum Baugs. Annað hefur sennilega aldrei staðið til frá hendi Arion banka og kannski spilar Landsbankinn með.

Auðvitað er þetta hlutfall ekkert eðlilegt í auglýsingunum. Það myndi ekki gerast ef eðlileg sjónarmið væru í heiðri höfð.

Svo er auðvitað ekki verra að hafa hjálpað Samfylkingunni í gegnum árin.


mbl.is Nær allar auglýsingar í Fréttablaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir skipaði ekki Lárusi bankastjóra fyrir verkum heldur ráðlagði honum bara hvað hann ætti að gera. Þetta er stórkostlegt.

Alveg voru fréttir RUV dásamlegar í hádeginu. Þar kom alveg skýrt fram og haft eftir Jóni Ásgeiri að hann hafi á engan hátt stjórnað Lárusi bankastjóra Glitnis. Nei,nei, kom ekki nálægt neinu slíku. Jú,reyndar segist hann hafa ráðlagt honum hvað hann ætti að gera og sérstaklega varðandi sín fyrirtæki.

Í vinnu hjá hverjum var Lárus. getur það hafa verið hjá Jóni Ásgeiri, sem fékk svo ótakmarkað fjármagn úr bankanum.

Fram kom í fréttunum að eignir Jóns Ásgeirs voru taldar 600 milljónir punda,en nú segist Jón Ásgeir aðeins eiga eignir uppá 1 milljón punda. Er eitthvað óeðlilegt við að menn setji upp spurningamerki, hvað varð um 599 milljónir punda?

Jón Ásgeir er svo maðurinn sem Arion banki segir að verði að fá að reka og eiga verslunarkeðjuna Haga áfram. Hann sé sá eini í landinu sem kunni aðm stjórna fyrirtækjum.

Já, svona er hið nýja Ísland í dag.


mbl.is Telur Jón Ásgeir ekki hafa gert grein fyrir öllum eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látið heimili Steingríms J. í friði.

Ég sá það á vef DV að til stendur að mótmæla fyrir utan heimili Steingríms J. fjármálaráðherra í kvöld.Það er fáránlegt að ætla að beina reiði sinni að heimili stjórnmálamanna. Það hreinlega gengur ekki að ráðast á friðhelgi heimila og fjölskyldunnar.

Það er sjálfsagt að mótmæla fyrir utan fjármálaráðuneytið,fyrir utan Alþingi,fyrir utan Seðlabankann og aðrar slíkar stofnanir.

Það er sjálfsagt að gagnrýna Steingrím J. hér á blogginu,í blöðum, á vinnustöðum o.s.frv.

En eitt þarf alveg að vera á hreinu. Fólk á að láta heimili stjórnmálamanna  í friði.


Lúðvík viðurkennir loksins úrslitin. Hvað gera Sjálfstæðismenn sem spjótin beinast að?

Lúðvík Geirsson,bæjarstjóri,í Hafnarfirði hefur nú loksins viðurkennt úrslit kosninganna og ákveðið að hætta og gefa öðrum eftir stól bæjarstjóra. Mér finnst Lúðvík skemmtilegur ræðumaður og hef trú á því að hann hafi gert margt gott í Hafnarfirði en úrslit kosninganna voru afgerandi. Hafnfirðingar höfnuðu honum. Hann setti sig í baráttusætið og var hafnað. Það var því eðlilegt,heiðarlegt og í samræmi við vilja kjósenda að hann hætti.

En nú spyr maður sig. Hvað ætla nokkrir Sjálfstæðismenn að gera sem sitja í ábyrgðarstöðum og hafa raunverulega fengið gula spjaldið og jafnvel það rauða frá kjósendum og æðstu stofnun flokksins .

 Á aukalandsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga þar sem óskað var eftir að menn segðu af sér vegna styrkjamála og óeðlilegra fyrirgreiðslu. Ætla menn að hunsa þetta gjörsamlega. Til hvers er verið að kalla saman helstu trúnaðarmenn flokksins frá öllu landinu ef þingmenn og fleiri ætla ekkert að taka mark á samþykktum Landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Gísli Marteinn fékk það miklar útstrikanir í Reykjavík að hann hefði færst niður og þar með úr borgarstjórn hefðu menn munað eftir að setja sömu reglu um sveitarstjórnarkosningar og þingkosningar. Hann hlýtur að þurfa að taka mark á kjósendum Reykjavíkur eins og Lúðvík varð að taka mark á kjósendum Hafnarfjarðar.


mbl.is Lúðvík hættir í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Binni í Vinnslustöðinni flottur á Hrafnaþingi.

Ég eins og margir aðrir hef verið dálítið gagnrýnin á kvótakerfið og þá einkum varðandi veðsetningu og hvernig útgerðarmenn hafa getað selt og leigt fyrir himinháar upphæðir.

Það var því forvitnilegt að hlusta í gærkvöldi á Binna í Vinnslustöðinni ræða um fyrningaleiðina,sem Samfylkingin hefur boðað. Binni dró upp mjög skýra mynd af því hvernig fyrningaleiðin myndi leika úitgerðina og fiskvinnsluna kæmi hún til framkvæmda.

Binni fullyrti að fyrirtæki eins og Vinsslustöðin gæti ekki staðið af sér fyrningaleiðina og fyrir Vestmannaeyjar yrði það rothögg eins og mörg önnur sjávarpláss.

Binni sagði að auðvitað yrði gert út og fiskur veiddur þó fyrningaleiðin væri farin en í stað þess að útgerð og fiskvinnsla ættu möguleika á að auka verðmæti sjávarafurða um 50 milljarða myndi samdráttur verða um 50 milljarða ef fyrningaleiðin komi til framkvæmda. Það er sem sagt 100 milljarða króna sveifla fyrir þjóðarbúið.

Eftir að hafa hlustað með athygli á Binna á Hrafnaþingi í gærkvöldi er ég algjörlega sannfærður um að fyrningaleið Samfylkingarinnar er algjört bull og meira en það því það mun leggja sjávarútveginn í rúst með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið.

 


Vinir Samfylkingarinnar í ESB byrjaðir að skipa fyrir.

Já,smá smjörþefur af því sem koma skal ef við göngum í ESB. Nú kemur tilskipun til okkar. Þið verðið að hætta hvalveiðum. Það samrýmist ekki ESB. Ef þið ætlið að komast í þann fína klúbb verðið þið að gera eins og við viljum.

Já,Samfylkingin hlýtur í framhaldinu að koma með tillögu um að hvalveiðum verði hætt hið snarasta. Ekki vill Samfylkingin móðga háu herrana í ESB.


mbl.is Ísland hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin hlýtur að þurfa að kanna hvort meirihluti þingmanna vill hefja aðildaviðræður við ESB.

S jálfstæðisflokkurinn samþykkti á aukalandsfundi sínum tillögu um að draga beri umsókn um aðilda viðræður við ESB til baka. Á sömu nótum hafa nokkrir þingmenn VG talað. Ennfremur er líklegt að einhverjir þingmenn Framsóknarflokksins séu sömu skoðunar og jafnvel þingmenn Hreyfingarinnar.

Það hlýtur því að vera alveg ljóst að ríkisstjórnin þarf að endurnýja sitt umboð til aðildaviðræðna við ESB. Reynist hins vegar meirihluti fyrir því að draga umsóknina til baka er það skýr niðurstaða og sparar þjóðinni mikla fjármuni,því þá væri viðræðum sjálfhætt.


mbl.is Aðildarviðræður sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Bónusfeðgar þeir einu sem kunna að reka verslun?

Ótrúlegar eru fréttirnar um að þeir Bónusfeðgar verði að hafa ákveðin forkaupsrétt að Högum. Arion banki leggur áherslu á að þeir feðgar hafi svo mikla reynslu að þeir verði að fá Haga aftur til sín. Það á sem sagt að afhenda Baugsveldinu aftur sín fyrirtæki. Það er eins og það hafi farið framhjá mönnum að þessir aðilar eiga stóran þátt í hruni efnahagslífsins á Íslandi. Ráðamönnum finnst allt í sómanum að afskrifa og afskrifa milljarðana og gefa þeim svo fyrirtækið að nýju.

Það gengur hreinlega ekki að ætla að halda því fram að þeir Bónusfeðgar séu þeir einu sem geti rekið verslanir á Íslandi.


Sameining eða samstarf sveitarfélaga?

Nú liggur fyrir að málefni fatlaðra verða flutt yfir til sveitarfélaganna. Vonandi standa sveitarfélögin betur að þessu heldur en þegar grunnskólinn var fluttur yfir frá ríki til sveitarfélaga. Það reyndist mun dýrari pakki heldur en sveitarfélögin gerðu ráð fyrir m.a. vegna þess að lög voru sett um einsetningu skóla, sem reyndist mörgu sveitarfélaginu kostnaðarsöm framkvæmd.

Eins og allir vita eru sveitarfélögin misjöfn af stærð og þar af leiðandi ekki jafn góð aðstaða alls til að taka við málefnum fatlaðra. Kristján Möller ráðherra sveitarstjórnarmála var spurður útí þetta. Sagði hann það rétt vera en framundan væri stórátak í sameiningu sveitarfélaga. Nú skal sameining sem sagt pínd í gegn,hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Auðvitað geta sveitarfélög átt með sér samvinnu um málefni fatlaðra án þess að til sameiningar komi. Sveitarfélögum á að vera í sjálfs vald sett hvort þau vilji auka samvinnu eða sameinast. Það á ekki að þvinga fram sameiningu með lagaþvingunum.

Hér hafa t.d. sveitarfélögin Garður,Sandgerði og Vogar með sér ágætt samstarf um félagsmálaþjónustuna. Sveitarfélagið Garður kaupir þjónustu af Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Hvað er að þessu fyrirkomulagi? Hvers vegna að pína íbúa í sameiningu?


mbl.is Málefni fatlaðra til sveitarfélaganna 1. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 829261

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband