Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er AGS að hvetja til byltingar?

Ég held að öllum almenningi blöskri sú óskammfeilni sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur á blað sem sínar tillögur. Gera þessir háu kallar sér ekki grein fyrir því að venjulegt launafólk getur ekki meira. Hvernig á almenningur að þola rúmlega 15 krónu hækkun á eldsneyti til viðbótar mjög háu verði.

Með sama áframhaldi mun þolinmæði almennings gjörsamlega bresta. Þetta hlýtur að enda með byltingu átti stjórnvöld sig ekki á því að stefna AGS getur ekki gengið á Íslandi.


mbl.is Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækkar á atvinnuleysisskránni eftir því sem fleiri flytja erlendis.

Já, sennilega verður fljótt hægt að draga upp þá mynd að atvinnuleysi sé nánast úr sögunni.Eftir því sem Vinstri stjórnin hækkar meira skattana,matvöruna,eldsneytisverðið o.s.frv. reynir unga fólkið sem á möguleika og leitar sér nýrra tækifæra erlendis.

Af þeirri ástæðu verður svo enn frekar að pína fólk sem komið er á miðjan aldur og yfir til að borga enn meiri til ríkisins.

Það er hreint ótrúlegt að enn skuli 45% þjóðarinnar styðja Samfylkinguna og Vinstri græna.

Stefna AGS með stuðningi Vinstri flokkanna er að leiða þess að íbúum munhalda áfram að fækka og lífskjör þeirra sem eftir eru færast marga áratugi aftur í tímann.

Ætlar verkalýðshreyfingin að sætta sig við þetta ástand og það sem framundan er,eingöngu vegna þess að það er Vinstri stjórn?


mbl.is Dregur úr atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að hrekja alla burt úr landinu?

Það kæmi manni ekki á óvart að hin tæra vinstri stjórn samþykkti skattahækkunartillögur AGS. Það virðist vera það eina sem þessi ömurlega ríkisstjórn kemur sér saman að skattpína þjóðina. Margt ungt og efnilegt fólk hefur þegar yfirgefið landið og leitað tækifæra erlendis.

Það hljóta margir að hrökkva við ef nú á að flokka 375 þús.kr.mánaðartekjur sem hátekjur og lagður verði á þær tekjur hátekjuskattur.

Verði raunin sú að hin tæra vinstri stjórn hækki enn frekar skatta mun fólk streyma til útlanda. Þessi stefna mun draga úr vilja fólks til að vinna. Þessi stefna mun enn frekar lama atvinnulífið og auka atvinnuleysið. Þessi skattastefrna mun auka svarta vinnu og draga þar með úr skatttekjum ríkissjóða.

Það er alveg á hreinu að við vinnum okkur ekki útúr kreppunni með skattpíoningarstefnu. Við vinnum okkur út úr kreppunni með því að skapa meiri verðmæti fyrir þjóðarbúið.

Það er skelfilegt fyrir þjóðina að sitja uppi með þessa vinstri stjórn. Þessi vinstri stefna mun leiða til þess að enn fleiri flytja úr landi.

 


mbl.is Vilja hækka hátekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Arion banki treyst Jóni Ásgeiri áfram eftir þessar upplýsingar?

Arion banki hefur lagt á það áherslu að Baugsfeðgar verði áfram að fá að stjórna verslunarveldi sínu,þrátt fyrir að þeir hafi tapað því. Það er gefið í skyn að aðrir eins snillingar finnist ekki hér á landi og því verði þeir áfram að fá aðö halda sínu fyrirtæki. Skiptir ekki máli þótt bankinn þurfi að afskrifa nokkra tugi milljarða.

Ætli ráðamenn Arion banka séu enn sama sinnis þegar þeir sjá að allir fjármunir og eignir hafa glatast hjá hinum mikla bissnes snillingi. Það er Jón Ásgeir sjálfur sem gefur upp þessar upplýsingar.

Margir voru hættir að versla í Bónus og öðrum Baugsverslunum,en nú hljóta margir að fá sektarkennd þegar sjá hversu illa er komið fyrir eigandunum. Auðvitað hlýtur almenningur nú að hjálpa hinum illa stadda Jóni Ásgeir og þyrpast í Bónus og fylla körfurnar.


mbl.is Jón Ásgeir metur eignir sínar á 240 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Steingrímur J.að hlýða AGS og skattpína þjóðina enn frekar?

Það virðast lítil takmörk vera fyrir því hvað AGS heldur að hægt sé að skattpína þjóðina. Fróðlegt verður að vita hvort einn helsti andstæðingur AGS fyrrum ætli nú að hlýða erlendu herrunum og leggjast í duftið fyrir framan þá.

Það getur ekki verið lausnin til að koma þjóðinni uppúr öldudalnum að halda áfram og bæta í skattpíninguna.

Það er eðlilegt að fólk bereji búsáhöld og mótmæli veru AGS hér á landi.


mbl.is Leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja Vinstri grænir ekki að farið sé að lögum?

Alveg er stórmerkilegt að fylgjast með upphlaupi Vinstri grænna allt í einu núna. Er ekki löngu vitað um fyrirtæki Magma í Svíþjóð. Er eitthvað athugavert við það að fyrirtækið kynni sér íslensk lög? Er eitthvað athugavert við það að Iðnaðarráðuneytið gefi mönnum upplýsingar um gildandi lög. Ég er alveg viss um að hver og einn gæti fengið slíkar upplýsingar í Iðnaðarráðuneytinu.

Það hefur marg komið fram að það er ekkert ólöglegt við það að Magma stofnaði fyrirtæki í Svíþjóð og gat þar a leiðandi keypt HS orku.

Vinstri grænir geta auðvitað haft sína skoðun á gildandi lögum,en það er bara allt annað mál.


mbl.is Veitti Magma ekki ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er safn Slysavarnarfélags Íslands?

Fyrir nokkrum árum var sett upp safn Slysavarnarfélags Íslands hérna í Garðinum. Þetta var alveg stórmerkilegt safn og sagði merkilega sögu. Því miður var safnið tekið niður,þar sem eigendur húsnæðisins þurftu að nota það í annað. Ekki veit ég hvað varð um þetta merkilega safn,en kannski getur einhver upplýst það.

Mér datt í huga að minnast á þetta þar sem safnadagurinn er í dag. Einnig vil ég benda á að nú er til staðar flott húsnæði í Garðinum. Á ég þar við auða hluta hæðar,þar sem bæjarskrifstofurnar eru í dag. Það væri flott húsnæði fyrir þetta merkilega safn.


mbl.is Safnadagurinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ykkur kemur þetta ekkert við.

Ekki er hægt að segja annað en útrásarvíkingarnir og bankamennirnir hafi enn og aftur verið eitt aðalfréttaefnið í fjölmiðlum. Athuglisvert er að viðbrögð þessa liðs er yfirleitt að segja, ykkur kemur það ekkert við.Þannig er t.d. svar Pálma þegar hann er spurður hvar hann hafi fengið 600 milljónir til að stoppa kyrrsetningu eigna.

Svör Jóns Ásgeirs þekkja allir.

Það er eins og þessir menn geri sér á engan hátt grein fyrir að það er almenningur sem situr uppi með afleiðingarnar af þeirra glæfrastarfsemi. Það espar upp reiði almennings að þessir aðilar skuli haldnir þeim mikla hroka sem raun ber vitni. Svo sjáuum við birtar myndir og upplýsingar um greifastæla í útlöndum um lúxúslíf og það er almenningur á Íslandi sem þarf að borga.

Það er nefnilega svo, að almenningi kemur þetta við.


Gott að búa í Kópavogi.

Það sannast aldeilis með þessari makrílsendingu að það er gott að búa í Kópavogi eins og Gunnar fyrrverandi bæjarstjóri sagði.

Spennandi að vita hvort Árborgarmenn fá Gunnar til að stýra sveitarfélaginu. Þá kæmi slagorðið, gott að búa á Selfossi.

Annars er dálítið skondið að sjá í fréttum að nýráðinn bæjarstjóri á Akureyri ætli að verða bæjarstjóri allra bæjarbúa, hvað annað kom til greina?

Auvitað er Jón Gnarr borgarstjóri allra Reykvíkinga,þótt meirihluti kjósenda hafi ekki kosið hann. Ég efast ekki um að hann muni vinna fyrir alla.

Sama gildir um Ásmund bæjarstjóra hér í Garðinum. Þó hann hafi verið bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna er ég viss um að hann mun vinna eins vel fyrir Framsóknarmenn og Samfylkingarfólk eins og Sjálfstæðisfólk. Það er óþarfi að taka það sérstaklega fram að bæjarstjórar séu fyrir alla bæjarbúa.


mbl.is Makríll í Kópavogshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jón Ásgeir ráðgjafi á 365 miðlum hvaða fréttir má flytja?

Já merkilegt að Jón Ásgeir skuli þiggja laun hjá 365 miðlum fyrir ráðgjafastörf. Varla getur það verið á viðskiptasviðinu,því ekki hefur reksturinn gengið það vel.

Ætli 365 séu að greiða Jóni Ásgeiri fyrir ráðgjafastörf varðandi fréttaflutning 365 miðla. Getur verið að hann meti hvaða fréttir megi birta og hverjar ekki og fái þóknun fyrir: Eðlilegt að spurt sé.


mbl.is Jón Ásgeir fær ráðgjafarþóknun frá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 829261

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband