Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fróðlegt er að velta spurningunni fyrir sér hvers vegna almenningur hafi tekið bílalánin, sem voru tengd myntkörfu. Nú mælist Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið til þess að fjármálafyrirtækin btreyti vaxtakjörum. Það gangi ekki að vextirnir séu svona lágir ef ekki má nota breytingar á erlendu myntinni til hækkunar afborgana.
Hvers vegna tók almenningur þessi bílalán. Þegar menn mættu hjá bílaumboðunum var dregin upp sú fallega mynd að ekki væri nokkuð vit í öðru en taka lán, sem tækju mið af myntkörfum. Hvers vegna? Jú,þjónustufulltrúar bílaumboðanna sögðu að vextirnir væru svo miklu hagstæðari á þessari tegund lána. Af þeirri einföldu ástæðu tók almenningur lánin, þar sem fullyrt var að lítil sem engin áhætta væri í svon miklum gengisbreytingum að það margborgaði sig ekki.
Nú ætla fjármögnunarfyrirtækin ekki að standa við sína samninga. Og svo virðist að þau hafi stuðning viðskiptaráðherra og vinstri stjórnarinnar til að breyta samningujm almennimngi í óhag.
Tenging við erlendar myntir stóðst ekki, en vaxtakjör í samningunum hljóta að standa.
6.7.2010 | 13:58
Hvað með Grikkland Össur ?
Össur sparar ekki yfirlýsingarnar frekar en fyrri daginn. Já, mikil er trú Samfylkingarinnar á ESB. Ef við hefðum verið innanborðs hefði allt verið í miklum sóma á Íslandi segir Össur.
Ætli Össur haldi segi þeim í Grikklandi að þetta sé allt einn stór misskilningur hjá þeim. Ætli Össur segi þeim í Grikklandi að fyrst þeir séu í ESB og með Evru hafi ekkert hrun átt sér stað í því landi.
Þó Össur sé nú mikill ræðusnillingur held ég það hljóti að vefjast fyrir honum að sannfæra Grikki um að allt sé í sómanum hjá þeim, þó þeir tilheyri ESB og hafi Evru.
Margir spekingar tala einmitt núna um það að íslenskan krónan hafi hjálpað okkur í kreppunni og við værum verr stödd með Evruna.
Auðvitað hlustar Össur ekki á slíkt. Í ESB skal Ísland með góðu eða illu er sannfæring Össurar. Sem betur fer eru þeir ekki margir sem taka undir söng Össurar.
![]() |
Össur: ESB hefði komið í veg fyrir efnahagshrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2010 | 11:47
Eru allir saklausir? Samt hrundi allt.
Merkilegt er það svo ekki sé sterkara tekið til orða að allir bankamenn,útrásarvbíkingar,kaupsýslumenn,stjórnmálamenn og fleiri lýsa yfir sakleysi sínu hvað varðar ásakanir um miður heiðarleg vinnubrögð.
Merkilegt að allt fjármálakerfgið skyldi samt hrynja ef enginn er sekur um eitt eða neitt.
![]() |
Lýstu allir yfir sakleysi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2010 | 00:23
AGS stjórnar efnhagsmálum landsins segir þingmaður VG.
Yfirlýsing Lilju Mósesdóttur um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé í raun skuggaráðuneyti á Íslandi og stjórni í raun efnahagsmálum þjóðarinnar. Þetta er mikil og stór yfirlýsing hjá stjórnarþingmanni. Það er sem sagt svo komið að Vinstri stjórnin sem kallar sig velferðarstjórn ræður engu. Það eru fulltrúar AGS sem stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar.
Eflaust hafa þeir verið margir sem trúðu því að hreinræktuð vinstri stjórn myndi nú aldeilis vinna í þágu almennings í landinu. Þeir sem trúað hafa blint á Vinstri stjórnina vakna nú væntanlega úr sínum blekkingarheimi og upplifa að þessi stjórn er ekkert að gera fyrir alþýðuna.´Steingrímur J. og Jóhanna eru strengjabúður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og gera það sem þeim er sagt.
Hver hefði trúað því fyrir nokkrum misserum að Steingrímur J. yrði í því hlutverki.
Vinstri stjórnin hefur enn ekki brugðist við vanda þúsunda heimila en var ansi snögg að bregðast við og þjóna málstað fjármálafyrirtækja.
Það er ósköp eðlilegt að almenningur láti ekki bjóða sér þetta lengur. Á Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að stjórna hér landinu og í framhaldinu ESB? Það er með ólðikindum að enn sehjast 45% þjóðarinnar styðja Samfylkinguna og Vinstri græna.
![]() |
Æsir upp í manni réttlætiskenndina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2010 | 19:53
Á fyrir aðeins meiru en Diet Coce.
Eins og allir vita gufuðu peningarnir ekki bara upp. Þeir eru einhvers staðar til. Peningarnir sem voru mergsognir útúr bönkunum af eigendum þeirra eru auðvitað einhvers staðar. Nú kemur það í ljós að hinn illa setti Jón Ásgeir sem sagði í frægu viðtali að hann væri ánægður ætti hann fyrir Diet Coce var ekki í vanræðum með að láta millifæra 1.300.000.000 kr. vegna kaupa á lúxusíbúð í New York.
Ætli milljarðarnir séu ekki faldir ansi víða um heiminn.
Svo er það almenningur á Íslandi sem þarf að borga brúsann og fær ekki einu sinni að njóta Hæstaréttardómar sem féll skuldugu fólki í hag.
Svona er Ísland í dag. Er þetta hið nýja Ísland?
![]() |
Borgaði 1,3 milljarða húsnæðislán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2010 | 18:09
Var skjaldborgin fyrir fjármálastofnanir?
Hreint ótrúlegt að lesa þessa lýsingu varaformanns Framsóknarflokksins varðandi myntkörfulánin. Birkir Jón fullyrðir að skuldsettur almenningur eigi ekki talsmenn innan hinnar tær VInstri stjórnar.
Reyndar hefur það ekki farið framhjá neinum sem hlustað hefur á Gylfa viðskiptaráðherra að hann telur mestu nauðsynina á að gæta hagsmuna fjármálageirans.
Hvers vegna var það ekkert hættuástand fyrir fjármálastofnanir og ríkissjóð þegar rætt var um afskriftir hjá Bónusveldinu, hjá Ólafi í Samskipum,hjá Magnúsi í Toyota o.s.frv.
Það kemur sífellt betur og betur í ljós að Vinstri stjórnin gætir lítið hagsmuna skuldsettra heimila.
Skjaldborgin var þá eftir allt saman fyrir fjármálastofnanir.
![]() |
Alls óviðbúnir gengislánadómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2010 | 14:04
Erum við að veiða hval til að geyma í frysti?
Auðvitað eigum við að veiða það úr sjónum sem við getum svo fremi að það skapi þjóðinni gjaldeyristekjur. Það er hálf undarlegt að heyra að í frystigeymslum séu 1100 tonn af hvalkjöti. Aðeins 370 tonn hafa verið flutt út og miklar efasemdir eru um að það kjöt hafi farið á markað í Japan,heldur liggi enn í tollgeymslum.
Eins og við var að búast svarar Kristján Loftsson hvalútgerðarmaður meðö skætingi og talar um njósnastarfsemi. Sem sagt í hans huga kemur þjóðinni þetta ekkert við.
Hvalveiðar eru mjög umdeildar. Grundvöllurinn fyrir því að Íslendingar stundi þessar veiðar hlýtur ósköp einfaldlega að vera að það sé markaður fyrir kjötið en því ekki safnað upp í frystigeymslum.
4.7.2010 | 20:37
Dagur gefur fyrri meirihluta flotta einkunn.
Það er mjög skynsamlegt hjá núverandi meirihluta í Reykjavík að setja meiri fjármuni í alls konar viðhaldsverkefni. Það skapar vinnu og ekki veitir af í ástandinu. Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Hönnu Birnu og fyrvverandi meirihluta að heyra Dag segja að þetta sé hægt vegna þess hversu fjárhjagsstaða Borgarsjóðs sé góð. Já það sýnir sig að Hanna Birna stjórnaði borginni af myndarskap.
Samflokksmenn Dags í ríkisstjórninni ættu að íhuga það sem Dagur er að gera í Reykjavík. Á ástandinu eins og núna á ríkið að setja meiri kraft í framkvæmdir og viðhaldsverrkefni til að draga úr atvinnuleysinu.
Það sama á við um önnur sveitarfélög. Það er nauðsynlegt að skapa atvinnu til að draga úr atvinnuleysinu.
3.7.2010 | 13:39
Á að miða laun þingmanna við hvað þeir tala lengi?
Margir hafa áhyggjur af hvað þingmenn njóta lítillar virðingar í þjóðfélaginu. Sú mynd sem birtist oft þjóðinni er nánast tómur þingsalur og einn í ræðustól nánast að tala við stólana í salnum. Það er því spurning hvort það ætti að taka upp bónuskerfi á þinghi þannig að laun væru miðuð við ræðutíma í þingsal. Pétur Blöndal væri þá sýnilega lang launahæsti þingmaðurinn. Laun þeirra sem skipa neðstu sætin væri trúlega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir.
Svo eru eflaust aðrir þeirrar skðunar að það ætti frekar að draga af launum þingmanna eins og Péturs sem sífellt er gjammandi í ræðustól. Starf þingmanns er jú annað og meira heldur en að flytja ræður í þingsal.
Annars er þessi listi alltaf forvitnilegur að sjá hverjir tala mest og hverjir minnst. Svo er það auðvitað spurninhg hvort hægt er að meta gæði þingmanns miðað við mínútufjölda í ræðuhaldi.
![]() |
Ræðukóngurinn talaði alls í 32 klukkustundir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2010 | 13:28
Enn fagnar Steingrímur J. Icesave.
Icesave sagan endalausa er nú að byrja eina ferðina enn. Allir voru búnir að fá upp í kok af Icesave,en nú sem sagt búast við að við heyrum orðið Icesave í öllum fréttatímum að nýju.
Enn fagnar Steingrímur J. Icesave. Hvað er Steingrímur J. eiginlega búinn að fagna oft að niðurstaða væri komin í Icesave? Þau eru orðin nokkur skiptin.
Hvað ætli þeir séu margir milljarðarnir sem íslenska þjóðin kemur til með að spara sér að hafa ekki tekið undir öll fagnarópin hjá Steingrím J. Ótrúlegt hvað hann var reiðubúinn að skrifa undir til að tryggja miðann inn í ESB. Ótrúlegt að þarna skuli fara formaður Vinstri grænna.
Ótrúlegt að Steingrímur J. skuli vera orðinn helsti talsmaður, ESB, Alþjóðagjladeyrissjóðsins og Icesave.
Það er ekki skrítið að VG missi fylgi í skoðanakönnunum.
Samt heldur Steingrímur J. áfram að fagna.
![]() |
Fagnar viðræðum um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 829261
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar