Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað mjög skýra afstöðu í ESB. Flokkurinn legst algjörlega gegn aðild og vill að umsókn um aðildaviðræður verði dregin til baka. Í skoðanakönnun kemur fram að yfir 70% kjósenda eru sammála sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunum okkar séu betur borgið utan ESB.
Það er sterkt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá þessi skýru skilaboð frá þjóðinni.
![]() |
Aðeins fjórðungur vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2010 | 14:33
Hvað um öll loforðin hjá Samfylkingunni um atvinnu?
Samfylkingin var ekkert að spara yfirlýsingarnar um atvinnu fyrir alla. Samfylkingin sparaði ekki yfirlýsingarnar um nauðsyn þess að slá skjaldborg um heimilin.
Samkvæmt þessari frétt mbl. eru enn fleiri að bætast í hóp þeirra sem eru atvinnulausir. Það er ekkert að gerast hjá Vinstri stjórninni í atvinnuuppbyggingu,þannig að eðlilegt er að atvinnuleysi aukist.
![]() |
76 sagt upp hjá verktakafyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2010 | 13:10
Furðulegt að Vinstri grænir og Samfylkingin skuli enn njóta fylgis 45% þjóðarinnar.
Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera að endurheimta fylgi sitt. Ég er sannfærður um að fylgið á enn eftir að aukast eftir að samþykktir aukalandsfundarins verða kynntar nánar. Eftir fundinn er stefnumál enn skýrari til margra mála en þau hafa nokkurn tímann verið.
Aftur á móti vekur það furðu að enn skuli um 45% þjóðarinnar ætla að styðja ríkisstjórnarflokkana.Er almenningi gjörsamlega sama þótt valtrað sé yfir okkur. Ætlar virkilega 45% þjóðarinnar að styðja VG og Samfylkinguna eftir að þeir flokkar hafa stillt sér upp með fjármálafyrirtækjunum gegn hagsmunum almennings.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur í sókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2010 | 18:00
Það þarf nýjan Herjólf milli lands og Eyja.
Herjólfur er kominn til ára sinna og því miður eru bilanir alltof tíðar. Það er alveg á hreinu að það þarf nýtt skip í siglingar milli lands og Eyja. Verði Herjólfur vélarvana fyrir utan Landeyjahöfn gæti það örugglega skapað mikið hættuástand. Það er ekkert grín að vera með 300-400 farþega og eiga á hættu að svona vandamál geti komið upp.
Þeir sem ætla að ferðast til og frá Eyjum verða að geta treyst því að þannig sé staðið að málum að allt sé í lagi. Herjólfur hefur þjónað Vestmannaeyingum og öðrum landsmönnum vel í gegnum árin en nú eru komnar upp þær aðstæður að þörf er á nýju skipi í siglingarnar.
Það hlýtur að vera krafa að samgönguráðherra bretti nú upp ermar og hefji þegar í stað undirbúning að fengið verði nýtt og hentugt skip í siglingar milli lands og Eyja.
![]() |
Ekki enn kominn að bryggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2010 | 15:18
Forysta VG vill alls ekki Lilju hafa kveðið.
Alveg er það stórfurðulegt að forysta VG skuli á engan hátt vilja hlusta á þingmanna sinn hana Lilju Mósesdóttur. Því síður vill forystan nokkuð fara eftir því sem hún leggur til varðandi aðstoð við heimili landsins.
Þetta er þeim mun merkilegra þar sem Lilja Mósesdóttir er hámenntaður hagfræðingur og hlýtur því að vita ansi vel um hvað hún er að tala.
Nei,nei Steingrímur J. og hans forysta þarf ekkert að hlusta á hámenntaðan hagfræðing í sínum röðum,sem lagt hefur marg skynsamlegt fram til hjálpar illa stöddum heimilum landsins.
Það er ekki von á góðu frá Vinstri stjórninni þegar hún telur enga ástæðu til að hlusta á þá innan sinna vébanda sem hafa menntun og þekkingu.
30.6.2010 | 11:28
Vinstri stjórnin velur frekar hagsmuni fjármálafyrurtækja en almennings.
Það hefur legið í loftinu að undanförnu að Vinstri stjórnin myndi beita sér fyrir að gæta frekar hagsmuna fjármálafyrirtækja heldur en almennings eftir dóm Hæstaréttar. Það hefur verið nóg að hlusta á Gylfa viðskiptaráðherra til að sannfærast um það.
Hver hefði trúað því að Vinstri stjórn myndi verða helsti talsmaður fjármálastofnana en gegn almenningi í landinu.
![]() |
Miða við lægstu vexti á hverjum tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2010 | 20:58
Er það þetta sem koma skal. Svokallaðir auðmenn halda sínu en ekkert má gera fyrir almenning.
Stórkostlegt að hámenntaðir lögfræðingar skuli ekki vita hvað má og hvað ekki má. Það er sem sagt að koma í ljós að Baugsmenn og Hannes Smárason eru ósnertanlegir. Það má alls ekki kyrrsetja þeirra eignir.
Svo ætlar Gylfi viðskiptaráðherra alveg að fara á hliðina vegna Hæstaréttardóms þar sem almenningur gæti hugsanlega fengið leiðréttingu sinna mála.
Það er eins og margur hefur ímyndað sérþ Þessir svokölluðu auðmenn og útrásarvíkingar halda sínu og geta áfram lifað sínu lúxuslífi á meðan almenningur þarf að blæða. Hæstaréttardómur breytir engu um það í hugum fórkólfa Vinstri stjórnarinnar. Það má ekki gerast að almenningur fái einhverja leiðréttingu. Skítt með það þótt hinn venjulegi Jón missi sínar eigur, aðalatriðir er að Jón Ásgeir og félagar geti haldið sínum eigum. Fróðlegt verður að vita hvort Gylfi viðskiptaráðherra mun beita sér fyrir ráðstöfunum tiol að hægt verði að kyrrsetja eignir auðmanna.
![]() |
Kyrrsetning felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2010 | 17:16
Spilafíklar í lífeyrissjóðunum?
Jæja, er ballið að byrja aftur hjá lífeyrissjóðunum að fjárfesta peninga launþega í stórfyrirtækjum. Í hruninu töpuðu lífeyrissjóðirnir tugum og hundruðum milljarða vegna áhættusamra fjárfestinga. Í sumum tilfellum þýðir þetta skertan lífeyrisrétt hjá launþegum.
Samt skal halda áfram á sömu brautinni. Taka áhættu. Er það sú stefna sem launþegar eigendur lífeyrissjóðanna vilja?
![]() |
Spenntir fyrir Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2010 | 13:50
Segjum öll "sveiattan" við málutningi Gylfa í Vinstri norrænu óvelfarnaðarstjórninni.
Alveg hreint ótrúlegt að ráðherra í Vinstri stjórn sem þykist standa með almennimngi skuli telja það sitt helsta hlutverk að standa með fjármálastofnunum. Ótrúlegt að ráðherra í Vinstri stjórn skuli leita leiða til að koma í veg fyrir að dómur Hæstaréttar skuli fá að standa.
Hver hefði trúað því að Samfylkingin og Vinstri grænir ætla að standa gegn almenningi ern tryggja hagsmuni fjármálafyrirtækja. Allur almenningur hlýtur að taka undir og segja "sveiattan" við Gylfa og hina tæru Vinstri stjórn, sem verður hin mesta óvelfarnaðrstjórn í sögu Íslands.
![]() |
Segir sveiattan" við málflutningi Gylfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2010 | 13:05
Vestmannaeyjar í mikilli sók.
Eins og gert var ráð fyrir lækkar fasteignamat víðast hvar á landinu. Vestmannaeyjar skera sig þó úr með 10,4% hækkun. Þetta eru virkilega ánægjuleg tíðindi og sýna að Eyjamenn eru í mikilli sókn.Á síðustu mánuðum hefur verið fólksfjölgun í Eyjum og er það mikill viðsnúningur því íbúum hafði fækkað árlega frá árinu 1990.
Atvinnulífið í Eyjum er öflugt. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur haldið mjög vel á spilunum fyrir bæjarsjóð og spilað vel úr stöðunni eftir að mikið fjármagn fékst við sölu eignar í Hitaveitu Suðurnesja. Vestmannaeyjabær er nú eitt af best stæðu sveitarfélögum landsins.
Framundan eru miklir möguleikar í Eyjum til að enn meiri gróska verði þar og íbúafjölgun. Stórkostleg tímamót verða í samgöngumálum Vestmannaeyja frá og með 21.júlí n.k. þegar siglingar hefjast til og frá Landeyjahöfn.
Það er virkilega gaman fyrir gamlan Eyjamann eins og mig að sjá þessa þróun. Svo er það auka bónus t við allt það jákvæða sem er að gerast í Eyjum að ÍBV berst nú um toppsæti í Úrvalsdeildinni í fótboltanum.
![]() |
Fasteignamat lækkar um 8,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar