Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vigdís var sameiningartákn þjóðarinnar

Ég kaus ekki Vigdísi fyrir forseta á sínum tíma. Fljótlega varð ég þó mjög sáttur við Vigdísi sem forseta, eins og flestir landsmenn voru. Hún var sameiningartákn þjóðarinnar.. Það sama verður því miður ekki hægt að segja um núverandi forseta Íslands.

Það er ekki nokkur vafi að Vigdís hafði mikil áhrif bæði hér innanlands sem og erlendis með sinni framkomu og framgöngu í ýmsum málum.

Það er því vissulega ástæða til að minnast þeirra merku tímamóta þegar Vigdís var kosin fyrst kvenna  sem forseti meðal þjóðanna.


mbl.is Áhrif Vigdísar á umheiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppunni lokið hjá hverjum?

Merkileg yfirlýsing frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum aðö kreppunni á Íslandi sé lokið. Ætli tugþúsundir heimila sem átt hafa í verulegum vandræðum taki undir þetta. Ætli allt hafi breyst frá deginum í dag. Nú sé bara birtan og bjartsýnin framundan. Nú þarf ekki lengur að berjast í skuldafeninu. Nú er kreppan búin og allt bjart. Ekki hef ég trú á að það sé hægt að breyta ástandi hjá ansi mpörgum með svona yfirlýsingum.

Ekki hef ég trú á því að atvinnuleysiðö sé úr sögunni þótt AGS gefi út svona yfirlýsingu.

Það má vel vera að Jóhanna verkstjóri og Steingrímur J. taki undir þetta hjá AGS en almenningur verður örugglega ekki var við að með svona yfirlýsingu sé hægt að telja fólki trú um að kreppunni sé lokið.

Það hefur allavega farið fram hjá mér og örugglega fleirum hvað allt í einu hefur gerst sem réttlætir það að gefa út yfirlýsingu um að kreppunni sé lokið.

Eru heimilin allt í einu komin á réttan kjöl? Er búið að leiðrétta lánin? Er búið að leysa atvinnuleysið?

Er búið að lækka skatta? Er komin niðurstaða hjá stjórnvöldum í bílalánin? Fær nú fólk að skila lyklunum að húsnæði sínu og er laust allra mála?Hvers vegna hafa fjölmiðlar ekki greint frá öllu þessu ef þetta er allt komið á hreint?

 


mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkari Sjálfstæðisflokkur eftir Landsfund.

Það var hárrétt mat Bjarna formanns að boða til þessa aukalandsfundar. Það var líka hárrétt mat hjá honum að láta fara fram formannskjör á fundinum til að kanna hvort flokksmenn veittu honum áfram stuðning til að gegna formannsstöðunni.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að ganga í gegnum mjög erfitt tímabil,þar sem margir forystumenn hafa sætt mikilli gagnrýni. Auðvitað er ekkert undarlegt að almennir flokksmenn geti haft á því misjafnar skoðanir hver eigi að gegna forystuhlutverki.Það er ekki hægt að túlka úrslitin í formannskjörinu öðruvísi en Bjarni hafi fengið mjög skýrt umboð til að gegna formennsku í flokknum. Það þarf ekki neitt að koma á óvart að einstaklingur eins og Pétur H.Blöndal fái ágætis fylgi. Skoðanir hans eru þannig að þær hljóta að fá stuðning. Þó margir hafi viljað sjá Pétur í forystuhluverki er það ekki það sama og að þeir séu á móti Bjarna. Eftir að niðurstaða liggur fyrir fylkja Sjálfstæðismenn sér á bak við þann formann var kjörinn á lýðræðislegan hátt.

Ólöf Nordal fékk mjög góða kosningu í varaformanninn. Ólöf er mjög skeleggur málsvari  Sjálfstæðisflokksins og setur sínar skoðanir fram á mjög skýran hátt.

'Á Landsfundinum var mörkuð mjög skýr stefna í hinum ýmsu málum, sem á eftir að styrkja flokkinn mjög.

Það voru einnig mjög skýr skilaboð til þeirra aðila sem þegið hafa óeðlilega háa styrki á síðustu árum frá fyrirtækjum í prófkjörsbaráttu sinni að þeir verði að íhuga sína stöðu vel gagnvart áframhaldansi trúnaðarstörfum.

Sjálfstæðisflokkuirinn er sterkario flokkur eftir þennan Landsfund.

 


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikur Vinstri grænna í ESB.

Vinstri grænir gefa það út að flokkurinn sé á móti því að við göngum í ESB. Samt sem áður eru VG á fullu í aðildarumsóknarferlinum. Vinstri grænir reyna að finna leið eftir leið til að fresta að taka á málunum. Nú um helgina ákváðu þeir að fresta öllum umræðum fram á haustið. Á meðan er undirbúningurinn um inngöngu okkar í ESB á fullri ferð með tilheyrandi kostnaði.

Svo koma einstaka þingmenn VG og segjast vera miklir andstæðingar ESB og það eina rétta væri að draga umsóknina til baka. Samt sem áður samþykkja sömu þingmenn VG að fresta öllu.

Vinstri grænir geta ekki endalaust verið í þessum skrípaleik. Kjósendur sjá í gegnum þetta. Það eru Vinstri grænir sem eru að stuðla að undirbúningi þess að Ísland gangi í ESB. Þetta er furðulegt miðað við stefnu flokksins og að það er mikill meirihluti þjóðarinnar á móti því að við göngum í ESB klúbbinn.

Vinstri grænir bera höfuð ábyrgð á því að reynt er að koma okkur í ESB.


mbl.is Gagnger endurskoðun á umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk skilaboð frá grasrót Sjálfstæðismanna.

Landsfundur Sjálftsæðisflokksins sendi skýr skilaboð til forystu flokksins. Samþykkt var tillaga að þeir sem þáðu háa  styrki í prófkjörsbaráttu sinni eða fyrirgreiðslu sem almenningi stóð ekki til boða íhugi stöðu sína.

Á mannamáli þýðir þetta ósköp einfaldlega að óbreyttir flokksmenn gera kröfu að ákveðnir aðilar í ábyrgðastöðum þurfi að segja af sér.

Þetta eru mjög skýr skilaboð frá grasrót flokksins. Forysta flokksins verður að hlusta á þessu skýru skilaboð.

Það hljóta að koma tilkynningar frá ákvákveðnum aðilum eftir helgi um afsögn.


mbl.is Forystumenn íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hafa Jóhanna og Steingrímur J. áhyggjur .

Merkilegt hvað áhyggjur forystumanna Vinstri stjórnarinnar eru miklar eftir að  Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögmæt. Nú er dregin upp mynd af því hversu skelfilegt þetta sé fyrir fjármálastofnanir.Hvar voru áhyggjur forystumanna Visntri stjórnarinnar gagnvart heimilunum sem hafa þurft að horfa uppá lánin sín margfaldast. Hvar var samúðin hjá Jóhönnu og Steingrími J. þegar tugþúsunda heimila geta á engan hátt náð endum saman. Hvers vegna var þá ekki gripið til aðgera strax. Nú er dregin upp sú mynd að grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að dómur Hæstaréttar standi. Svo leyfir þessi vesæla vinstri stjórn að kalla sig velferðarstjórn.

Hugsið ykkur hvernig mörgum hefur liðið að geta á engan hátt staðið undir gengistryggðu lánunum sínum ,svo kemur í ljós að þetta er ólöglegt, en þá dettur stjórnvöldum i hug að það megi alls ekki gerast að almenningur fái leiðréttingu.Það má ekki gleymast að þjónustufulltrúar og sölumenn bíla ráðlögðu fólki að taka þessi ólöglegu lán.Þúsundir heimila hafa þurft að láta sitt húsnæði og bíla vegna þessara ólöglegu lána. Á svo að refsa almenningi fyrir þetta. Á virkilega að leggja áhersluna á að bjarga þeim sem brutu lögin.

 


mbl.is Upplýstir um stöðu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjað að framkvæma bitlinga Besta flokksins.

Margir hafa eflaust kosið Besta flokkinn til áhrifa vegna þess að þeir voru orðnir leiðir á vinnubrögðum gömlui flokkanna. Margir töldu þá hafa stundað klíku vinnubrögð,samtryggingu og úthlutum bitlinga.

þegar rætt var um bruðl og bitlinga datt mörgum í hug Orkuveitan. Nú vekur það athygli að Besti flokkurinn ætlar að taka upp þau vinnubrögð að hafa starfandi stjórnarformann í Orkuveitunni og greiða um 920 þús. kr. á mánuði fyrir það.

Óneitanlega vekur það athygli að það sé þörf á að bæta við á topplista embættismanna hjá orkuveitunni.

Þessi fyrsta stóra bitlingaúthlutun Jóns Gnarr og Besta flokkinsin lofar ekki góðu um einhver ný og betri vinnubrögð.

Ef eitthvað er þá benda þessi vinnubrögð til að frekar verði gefið í varðandi bitlinga heldur en að dregið verði úr.


Er bara í lagi að almenningur tapi?

Hefði hæstaréttadómur fallið fjármálastofnunum í vil hef ég ekki trú á að stjórnvöld hefðu rokið upp til handa og fóta til bjargar almenningi. Nú virðist eiga að vinna að því að útþynna dóm hæstaréttar eins og hægt er, þnnig að almenningur hagnist nú alls ekki.

Það er svo sannarlega hægt að taka undir með Þór Saari að ekkert hefur breyst. Við erum enn stödd á gamla Íslandi, þar sem ríkisvaldið telur það skyldu sína að gæta  hagsmuna fjármálastofnana og fjármagnseigenda.Látum bara almenning borga brúsann.

Fjármálastofnanir voru með lánastarfsemi okkur til handa sem ekki stóðust lög. Við eigum heimtingu á að dómur Hæstaréttar standi,þótt það þýði skell fyrir fjármögnunarfyrirtæki og banka.

Nú reynir á það hvaða stjórnmálamenn og flokkar ætla að standa með almenningi.


mbl.is Taka stöðu gegn almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já eða nei fylkingar í ESB. Ekki flokkapólitík.

Hvers vegna í óskupunum þurfa allir sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki að hafa sömu skoðun á ESB. Sjálfstæðisflokkurinn á að forðast að láta þetta mál kljúfa flokkinn. Það er eðlilegt að kjósendur skiptist í já og nei fylkingar þvert á stjórnmálaflokka.

Það þarf einmitt að brjóta upp þennan gamla hugsunarhátt að allir sem tilheyra t.d. Sjálfstæðisflokknum þurfi að vera með nákvæmlega eins skoðun í öllum málum.

Afstaðan til ESB er einmitt dæmi um mál þar sem allir flokksmenn þurfa alls ekki að tala sama máli.

Ég hef ekki sannfærst um kosti þess að við eigum að ganga í ESB, en finnst allt í sómanum þótt einhverjir í Sjálfstæðisflokknum hafi aðra skoðun.

Fyrir alla muni látið afstöðuna til ESB ekki kljúfa Sjálftsæðisflokkinn. Treystið hverjum og einum kjósenda til að taka upplýsta ákvörðun þegar þar að kemur, hvort menn segja já eða nei.

 


mbl.is Sjálfstæðismenn ræða Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmannanefnd á fund Evrópuráðsþingsins til að leiðrétta orð Ólafs Ragnars.

Já,nú er svo komið að heil þriggja manna þingmannanefnd situr á Evrópuráðsþinginu og hefur það hlutverk að leiðrétta yfirlýsingar sem Ólafur Ragnar,forseti, hefur látið falla vegna Icesave.

Einhverjir hafa eflaust áhyggjur af kostnaði skattgreiðanda vegna svona þingmannaferðar. Magnús Orri þingmaður Samfylkingarinnar tekur skýrt fram að ekki sé um neitt bruðl að hræða. Veslings þingmennirnir þurfa að búa á þriggja stjörnu hóteli. Þetta er vitanlega til skammar fyrir okkur Íslendinga að þingmenn skuli þurfa að búa á hótelum í þeim gæðastandard sem allt venjulegt fólk þarf að sætta sig við.

Nú þegar uppstokkun á sér stað í ráðuneytunum verða menn að gera ráð fyrir sérstöku leiðréttingarráðuneyti,sem hefði það hlutverk að leiðrétta orð Ólafs Ragnars á erlendri grundu.

Ráðuneytið hefði örugglega nóg að gera.


mbl.is Bætir skaða forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 829262

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband