Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað gerist í Reykjavík? Verður Alþingi næst hjá Besta Flokknum?

Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála í Reykjavík næstu mánuðina. Okkur sem höfum fylgst með og tekið þátt í stjórnmálum lengi finnst þetta með ólíkindum hvernig Besti flokkurinn glansaði í gegn. En kannski er þetta ekki svo furðulegt miðað við hvað kom fyrir íslensku þjóðina.

Samkvæmt könnun hjá Bylgjunni segjast rúm 40% vera tilbúin að styðja Besta flokkinn í Alþingiskosningum. Þetta segir nú ansi mikið um það hvernig komið er hjá okkur.

Ég tel að gömlu stjórnmálaflokkarnir komist ekki hjá því að setjast nú alvarlega niður og skoða sín mál. Með sama áframhaldi mun nákvæmlega það sama gerast í landsmálunum og í borginni.

Reyndar er merkilegt að Besti flokkurinn skuli vinna nákvæmlega ásama hátt og gömlu flokkarnir og mynda meirihluta með Samfylkingunni. Fyrstu opinberu tilkynningar nýja meirihlutans er að tilkynna hver verður borgarstjóri og hver verður formaður borgarráðs. Málefni verða svo uipplýst síðar.

Þetta er nú alveg eins og hjá gömlu flokkunum. Hættan er sú að Besta flokknum þyki fljótt svo vænt um stólana og völdin aðþeir verði nákvæmlega eins og gömlu sófakommarnir.


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur tapari og Samfylkingin sjá ekkert nema valdastólana.

Alveg er merkilegt hvernig Samfylkingin les skilaboðin úr niðurstöðu kosninganna. Dagur fer í gamla farið í Reykjavík og gerir Jón Gnarr að borgarstjóra til að fá einhverja vegtyllu sjálfur. Varð það sem kjósendur í Reykjavík vildu.

Vildu Hafnfirðingar Samfylkinguna í meirihluta. Voru það skilaboð kjósenda. Verður Lúðvík kannski áfram bæjarstjóri. Voru það skilaboðin?

Samfylkingin vill einnig halda gamla kerfinu í Kópavogi og mynda pólitískan meirihluta.

Hugmyndir Hönnu Birnu um að vinna saman í sveitastjórnum og það væri úrelt að vera með meirihluta og minnihluta fær ekki hljómgrunn hjá Samfylkingunni. 

 


mbl.is Hillir undir meirihluta í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskum bloggurum tókst það sem íslenskum tekst ekki.

Það liggursem sagt ljóst fyrir að þýskum bloggurum tókst að koma forsetanum úr embætti. Það hefur okkur íslenskum bloggurum ekki tekist varðandi okkar forseta Ólaf Ragnar. Margir bloggarar hafa þó verið ansi duglegir að benda á mörg og stór mistök sem Ólafyr Ragnar hefur gert. Það virðist engu breyta. Hann situr sem fastast.

Framundan eru miklar breytingar í íslenskri pólitík og eflaust á eftir að bætast í hópinn hjá Steinunni Valdísi þeirra sem segja þurfa af sér. Auðvitað ætti Ólafur Ragnar að vera einn þeirra.

Því miður virðist máttur okkar íslenskra bloggara ekki vera jafn áhrifamikill og kollega okkar í Þýskalandi.


mbl.is Felldu bloggarar forsetann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Degi tókst ekki að vekja Reykjavík en vaknaði sjálfur.

Dagur hlýtur að fá nafn sitt birt framarlega yfir leikendur í nýjustu mynd Jóns Gnarr um hvernig tókst að ná völdum í Reykjavík. Það hlýtur að eiga vel við Dag að eiga löng og mikil samtöl. Dagur er sá maður sem getur talað í klukkutíma án þess að nokkur hafi hugmynd um hvað hann er að tala.

Samfylkingunni tókst ekki að fá hljómgrunn fyrir sínu aðalbaráttumáli "Vekjum Reykjavík."

Það eina sem virðist hafa tekist með þessu slagorði er að vekja Dag sjálfan.


mbl.is Trúnaðarsamtöl á leynifundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosaleg breyting á Samfylkingunni. Nú sitja allir í hrúgu.

Í tíu fréttum Sjónvarpsins var sagt frá fundi Samfylkingarinnar í kvöld.Þess var getið að strax sæjust breytingar á Samfylkingunni, því nú væri komið nýtt fundarform.Hin mikla breyting á Samfylkingunni er að nú sátu allir fundarmenn í einni hrúgu. Dagur sat ekki lengur við háborð heldur í miðri hrúgu fundarmanna.

Reykvíkingar hljóta að fagna mjög þessari miklu breytingu sem orðið hefur á Samfylkingunni. Það er alveg á hreinu að Dagur hlýtur að hafa unnið hug og hjörtu Reykvíkinga að maður tali nú ekki um aukið traust borgarbúa með þessari vel heppnuðu breytingu á Samfylkingunni.

Og svo leyfa sumir Samfylkingarmenn að halda því fram að skipta þurfi um forystu.


mbl.is Dagur greinir frá viðræðunum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn Samfylkingar að gefast upp á Jóhönnu verkstjóra ?

Já,nú er svo komið að almennir þingmenn Samfylkingar sjá að Jóhanna Sigurðardóttir,formaður Samfylkingar, hefur gjörsamlega brugðist í forystuhlutverki sínu og verður að hætta sem leiðtogi.Fáir stjórnmálaforingjar hafa hrapað eins hratt í áliti kjósenda og Jóhanna. Þetta var manneskajan sem almenningur hafði trú áað gæti gert góða hluti fyrir alþýðuna. Nú sjá menn að það var draumsýn ein.

Þegar hennar eigin þingmenn eru farnir að gera kröfu um nýjan forystumann getur hún ekki átt eftir marga daga í formannsstólnum.

Varla verður Dagur varaformaður leiðtogi flokksins eftir skellinn í Reykjavík. Líklegra er að flokksmenn vilji nýkan aðila í stólinn.

Kannski reynir Samfylkingin að fá Jón Gnarr til að taka við flokknum. Og svo gæti auðvitða Samfylkingin sótt sinn mann í Framsóknarflokknum og gert Guðmund Steingrímsson að formanni.


mbl.is Samfylking finni nýja forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna og Steingrímur J. standa í vegi fyrir að þingmenn vinni saman.

Krafan um að alþingismenn vinni saman þvert á flokka fer vaxandi. Hvers vegna þetta endalausa karp. Almenningur krefst þess að þingmenn láti af málfundaæfingum og snúi sér að því að vinna saman að lausn vandamála s.s. vanda heimila landsins.

Það kom greinilega í ljós í spjallþætti á ÍNN í kvöld þar sem þingmennirnir Birkir Jón, Tryggvi Herbertsson og Sigmundur Ernir sátu að þeir voru allir sammála að vinnubrögð á Alþingi væru slæm og þyrftu að breytast mikið.

Það kom greinilega fram að helsti þröskuldurinn fyrir breytingum á vinnubrögðum eru Jóhanna og Steingrímur J. Þau vilja ekki samvinnu. Þau vilja njóta þess að hafa völdin. Þau lifa fyrir karpið.

Hugsið ykkur að borgarmálin stefrna í nákvæmlega það sama og áður þrátt fyrir sigur Besta flokksins. Meiihlutamyndun Besta flokksins og Samfylkingar er í vinnslu. Hvers vegna slær Besti flokkurinn á hugmyndafræði Hönnu Birnu um breytt vinnubrögð í borgarstjórn,þar sem borgarfulltrúum er falið ákveðið verksvið. Í reynd engin meirihluti heldur samvinna allra.

Hvers vegna vill Besti flokkurinn fara í gamla farið. Voru kjósendur hans að greiða atkvæði með því?

 


mbl.is Meirihluti vill utanþingsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nóg að skipta um fólk. Hvernig væri að skipta um flokk?

Framsóknarmenn í Reykjavík ætla í naflaskoðun. Þeir segja að það sé ekki nóg að skipta um fólk. Þeeir upplýsa einnig að margir trúnaðarmenn þeirra hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn. Hvernig væri fyrir Framsókn að hætta þessu vonlausa brölti í Reykjavík og hvetja sitt fólk til að ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta væri einfaldasta og besta lausnin fyrir Framsókn í Reykjavík. Það með yrðu engar innanflokksdeilur og átök lengur í Framsókn.


mbl.is Framsókn þarf nánari naflaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamir Framsóknarmenn í Reykjavík.

Já,það eru til margir skynsamir Framsónarmenn. Auðvitað er það með ólíkindum þegar trúnaðarmenn Framsóknarflokksins velja þann kost að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En auðvitað hafa þeir látið skynsemina ráða.

Ég fylgdist með kosningabaráttunni í Reykjavík. MIkið skelfing var eftsi maður listans hann Einar eitthvað ósannfærandi. Það vantaði allan kraft og hressileika í hans málflutning.Það er ekki nóg að skipta bara um fólk. Nýja fólkið verður þá að virka eigi það að ná til kjósenda.

 


mbl.is Segir trúnaðarmenn framsóknarmanna hafi kosið Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir er klíkuflokkur í glerhýsi án tengsla við almenning.

Það getur varla verið annað en Vinstri grænir slitni í sundur og verði a.m.k. að tveimur flokkum. Hver höndin er upp á móti annarri innan VG. Fylgishrunið í sveitarstjórnarkosningunum á eftir að magna upp deilurnar.

Þorleifur fyrrverandi borgarfulltrúi VG sparar forystunni ekki kverðjurnar. Auðvitað er það ábyggilega rétt hjá honum að VG er úr öllum tengslum við almenna borgara, sem ekki eru háskólamenntaðir.

Þorleifur,Ögmundur og Lilja Mósesdóttir fara ekkert leynt með gagnrýni sína á forystu flokksins.

Það bendir margt til þess að Vinstri grænir liðist í sundur.


mbl.is Lýðræðisleg vinnubrögð skortir í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 829264

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband