Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.5.2010 | 23:56
Hvað gera ráðherrar Samfylkingarinnar sem þáðu háa bankastyrki ?
Fjölmiðlafréttin um ráðherrana sem þáðu háa styrki frá ákveðnum banka hvarf eiginlega í öllu talinu um Besta flokkinn og kosnungarnar.
Steinunn Valdís var látin fjúka vegna styrkjamálanna svona korteri fyrir kosningar í þeirri von að Samfylkingin myndi njóta þess í kjörkössunum. Það gerðist ekki.
Nú hefur það komið í ljós að bæði Össur utanríkisráðherra og Krsitján Möller þáðu styrki frá banka uppá 1,5 milljónir. Finnst Samfylkingunni allt í lagi að fórna Björgvini G.Sigurðssyni og Steinunni Valdísi en þessir ráðherrar fái að sitja eins og ekkert sé.
Nú veit ég að einhverjir sem lesa þetta, líkttu þér nær, hvað með Sjálfstæðismennina. Auðvitað eru þar aðilar sem þáðu háa styrki sem hljóta að þurfa að hugsa sinn gang.
En þessir tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki setiðþar lengur eftir þessa frétt.
30.5.2010 | 15:33
Hanna Birna á að verða næsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Kosningabarátta Hönnu Birnu var mjög athyglisverð. Þrátt fyrir framboð Besta flokksins og erfiða stöðu Sjálfstæðisflokksins tóks henni að koma Sjálfstæðisflokknum í Reykjaví vel yfir 30%.
Framkoma hennar og hugmyndir um ný vinnubrögð eru til mikillar fyrirmyndar.
Sjálfstæðismenn um land allt eiga að skora á Hönnu Birnu að gefa kost á sér til að gegna varaformannsstöðu flokksins á landsfundinum í júní lok. Hún er framtíðarleiðtogi.
Ég skora hér með á Hönnu Birnu að taka að sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum.
![]() |
Hanna Birna ekki á leið í formannsframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 14:35
Segir Jóhanna af sér eftir skell Samfylkingarinnar.Fyrrverandi formaður Framsóknar gerði það eftir skell síns flokks.
Eins og við var búist skiptust á skin og skúrir hjá gömlu stjórnmálaflokkunum í kosningunum. Eitt var þó gegnum gangandi,Samfylkingin er sá flokkur sem fékk gífurlegan skell. Tapaði hressilega.
Nú er það spurning hvernig Jóhanna metur þessi úrslit. Fer hún að eins og Halldór fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins eftir að hans flokkur fékk skell og segir af sér.
Útkoma Sjálfstæðisflokksins er víðast hvar verulega góð og sýnir að flokkurinn er að ná upp fylginu aftur. Akureyri er reyndar undantekning en þar skipta örugglega miklu mjög staðbundið neikvætt mál fyrir flokkinn.
Sigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ er ótrúlegur. Það er búið að hamast í áróðri gegn Árna og félögum.Vinstri stjórnin hefur gert allt til að drepa niður allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu. Fjármál sveitarfélagsins hafa verið gerð tortryggileg. Þrátt fyrir allt vinnur Sjálfstæðisflokkurinn stórsigur. Frábært hjá Árna og félögum.
Í Garðinum urðu sögule úrslit. D-listinn býður nú fram í fyrsta skipti og vinnur frábæran sigur. Kosningabarátta D-listans var mjög sterk og skipulögð,sem skilaði árangri. Ásmundur Eyjamaður nýtur mikilla vinsælda sem bæjarstjóri og meirihluti kjósenda vill hafa hann áfram.
Þessi úrslit í Garðinum hljóta að vera mikið áfall fyrir Oddnýju Samfylkingarþingmann,sem hafði boðað að N-listi hennar yrði a.m.k. í meirihluta næstu 20 árin. Á aðeins einu kjörtímabili tapar N-listinn 40% af fylgi sínu þrátt fyrir að þingmaðurinn setti sig í baráttusætið.
Já kjaftshögg Samfylkingarinnar er mikið í þessum kosningum.
![]() |
Munum halda áfram okkar verki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2010 | 15:00
Hanna Birna stóð sig langbest í umræðunum. Jón Gnarr,Sóley,Dagur og Einar hljóta að hafa tapað atkvæðum.
Það fór ekkert ámilli mála í umræðuþætti leiðtoganna í reykjavík að Hanna Birna,borgarstjóri, stóð sig langbest. Það væri með ólíkindum ef kjósendur í Reykjavík tryggja henni ekki nægjanlegt brautargengi til að vera áfram borgarstjóri.
Það kom greinilega í ljós að Jón Gnarr þorði degi fyrir kosningar að hafa neina skoðun á einu eða neinu. Hann græddi ekki atkvæði á þessum þætti.Eina sem hann lagði til málanna var hvítflibba fangelsi, en veit sennilega ekki að það er ríkið sem´annats slík mál en ekki borgin.
Sóley slátraði VG með yfirlýsingu að ekki kæmi til greina að vinna með Sjálfstæðisflokknum.
Dagur spilaði sína sömu plötu í löngu máli. Þessi atvinnuáróður hans virkar ekki,þar sem hann er einnig varaformaður Samfylkingarinnar,sem ekkert hefur gert í þeim málum.
Einar kom ekki vel út í umræðunum og varla aukið tiltrú nokkurs kjósenda.
Best að segja ekkert um hina nema Ólafur F. átti erfitt.
![]() |
Sveitarstjórnakosningar hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010 | 23:39
Þar fauk eini borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Furðulegt var að hlusta á efsta mann Vinstri grænna útiloka samstaf við Sálfstæðisflokkinn í Reykjavík á næsta kjörtímabili.
Kjósendur eru að velja sér 15 fulltrúa og ætlast til að þeir geti unnið saman að hagsmunamálum íbúanna.
Fuðurlegt hjá Vinstri grænum að útiloka fyrirfram samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Ég hélt að málefnin myndu ráða og á það væri látið reyna áður en samstarf er útilokað.
Með þessum yfirlýsingum Sóleyjar í kvöld hafi hún séð til þess að Vinstri grænir fá ekki fulltrúa í næstu borgarstjórn.
![]() |
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010 | 13:26
Stórsigur D-listans eða kemur L-listi allra Garðbúa á óvart eins og sumir listar sem eru ekki beintengdir flokkapólitík.
Það er svakalega margt sem bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin verði fyrir miklu fylgistapi víða um land. Svipaða sögu má einnig segja um Framsókn og Vinstri græna. Það virðist liggja í loftinu að framboðslistar sem ekki eru beintengdir gömlu flokkunum vinni víða sigra.
Auðvitað eru til undantekningar frá þessari kenningu eins og alltaf. Í nokkrum sveitarfélögum virðist Sjálfstæðisflokkurinn t.d. vera í þokkalega góðum málum.
Hér í Garði er margt sem bendir til þess að D-listinn vinni sigur og það jafnvel stórsigur. Það virðist ekki nokkur stemning vera með N-listanum og ég hef enga trú á því að þeir fái nema 2 menn. Kannski er það ekkerft undarlegt þar sem bæði bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs hlupu frá N-listanum og beittu sér fyrir að boðið yrði fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins.
Málflutningur N-listans um eigið ágæti verður því hálf vandræðalegur þegar forystan er farin á annan lista.
Stóra spurningin er hvaða útkomu fær L-listi allra Garðbúa. Kemur sálisti til með að ná árangri ?
Ef stemning er meðþví framboði, sem er eina framboðið í Garði sem er ekki beintengt flokkapólitík gæti það komið í veg fyrir að D-listinn næði meirihluta. Að öðrum kosti vinnur D-listinn stórsigur og gæti með smá heppni náð 5 mönnum.
28.5.2010 | 09:41
Við fáum ísbjörn í Húsdýragarðinn annað skiptir ekki máli.
Flest bendir til þess að Besti flokkurinn vinni stórsigur í Reykjavík á morgun. Einsdæmi að flokkur sem býður uppá grín stefnuskrá kemur til með að vinna stórsigur. Hrikalegt kjaftshögg fyrir fjórflokkinn og hvernig komið er fyrir stjórnmálamönnum okkar.
Besti flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á sitt helsta baráttumál að við fáum ísbjörn í Húsdýragarðinn. Flest bendir nú til að þetta verði raunin. Eftir það geta Reykvíkingar tekið gleði sína að nýja og horft framá bjartari tíma.
Hvaða máli skipta þessi atvinnumál,félagsmál,skólamál, íþróttamál og fjármál borgarinnar ef við fáum ísbjörn í Húsdýragarðinn.
![]() |
Besti flokkurinn fær 7 borgarfulltrúa samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010 | 00:14
Fjórflokkurinn illa skaddaður. Eru framundan miklar breytingar?
Með afsögn Steinunnar Valdísar kemur upp mikill þrýstingur á aðra stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni að hugsa sinn gang. Almenningur krefst breytinga. Það er erfitt að þeir sem fengu svipaða styrki og Steinunn Valdís eða jafnvel hærri geti setið áfram.
Samkvæmt skoðanakönnunum sem birst hafa nú fyrir kosningarnar á laugardaginn sést greinilega að fjórflokkurinn á í verulegum vanda. Áberandi er að víða tapa D og S listar miklu fylgi, sem að stórum hluta má örugglega rekja til stöðu flokkanna á landsvísu.
Fylgi Besta flokksins í Reykjavík segir okkur mikla og stóra sögu hvað sé að gerast í pólitíkinni.
Fjórflokkurinn tapar verulega á Akureyri, þar sem L-listinn vinnur stórsigur og er nálægt því að fá hreinan meirihluta.
Listar sem ekki eru beintengdir við stjórnmálaflokkana virðast á mörgum stöðum eiga góðu gengi að fagna. Að sjálfsögðu geta verið til undanrekningar í sveitarfélögum frá þessu þar sem D og S listar ná að nokkurn veginn að halda sínu fylgi.
Ef fjórflokkurinn nær ekki að skynja hræringarnar sem eru að gerast í þjóðfélaginu er næsta öruggt að miklar sviptingar og breytingar verða á íslenska flokkakerfinu á næstunni.
![]() |
Eftirsjá af Steinunni Valdísi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2010 | 17:55
Hver er þá næstur?
Örugglega rétt mat hjá Steinunni Valdísi. Með þessu eykur hún líkur sínar að koma aftur fram á sjónarsvið stjórnmálanna.
Í framhaldinu hljóta nú spjótin mjög að beinast að öðrum þingmönnum sem eru í sömu eða svipaðri stöðu.
![]() |
Steinunn Valdís segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2010 | 17:40
Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum.
Eflaust má finna ýmsa galla á kosningafyrirkomulagi okkar. Það eru samt flott réttindi að geta kosið á fjögurra ára fresti og valið fulltrúa til að fara með stjórn sveitarfélagsins. Það er því mikilvægt að nota kosningaréttinn. Mitt eða þitt atkvæði getur ráðið úrslitum hver fer með meirihlutavaldið í sveitarstjórninni.
Sumir segjast ætla að sitja heima eða gera atkvæði sitt viljandi ógilt. Auðvitað hefur kjósandinn þennan rétt en er þá að segja þið hin megið bara ráða þessu.
Til gamans tek ég hér þrjú dæmi um kosninguna í Sveitarfélaginu Garði til að sýna hugsanlega niðurstöðu í kosningunum á laugardaginn. Gera má ráð fyrir 800 gildum atkvæðum. Þrír listar bjóða fram.
Dæmi A Dæmi B Dæmi C
D -listi 365 atkv. 3 menn D-listi 365 atkv. 4 menn D-listi 360 atkv. 3 menn
L-listi 150 atkv. 1 maður L-listi 180 atkv. 1 maður L-listi 184 atkv. 2 menn
N-listi 285 atkv. 3 menn N-listi 255 atkv. 2 menn N-listi 256 atkv. 2 menn
Eitt af þessum dæmum gæti alveg orðið hugsanleg niðurstaða kosninganna. Í dæmunum sést að innan við 10 atkvæða sveifla milli lista getur gjörsamlega breytt niðurstöðunni. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er fyrir okkur að notfæra okkur atkvæðisréttinn til að hafa áhrif.
Nú svo getur auðvitað vel verið að þetta sé kolrangt. Vel má vera að annað hvort D eða N hafi algjöra yfirburði. Nú eða að L-listi allra Garðúa
sem er eini listinn sem ekki er beintengdur flokkapólitík komi á óvart og fái mun meira fylgi.
Allt skýrist þetta uppúr miðnætti á laugardaginn. Aðalatriðið er að nota rétt sinn til að kjósa. Þó dæmið sé úr Garðinum gæti svipuð staða komið upp í öðrum sveitarfélugum og mun örugglega gera það.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 829265
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar