Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ásmundur vinnur stórsigur fyrir D-listann í Garðinum.

Nú er aðeins rúm vika þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja fulltrúa til að sitja í sveitarstjórn næsta kjörtímabilið. Oft hefur nú verið meiri kraftur í kosningabaráttunni en væntanlega kemur þaðsíðustu dagana fram að kosningum.

Hér í Garðinum er fyrst og fremst kraftur í framboði D-listans. Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri drífur baráttuna áfram af miklum krafti. Eins og staðan er nú rúmri viku fyrir kosningar stefnir allt í að Ásmundur vinni stórsigur fyrir D-listann.

N-listinn hefur haft meirihluta hér í Garði þetta kjörtímabil. N-listinn hrósar sér af góðri stöðu og góðu starfi og hvetur kjósendur til að treysta N-listanum áfram.

Þessi áskorun N-listans verður hálf vandræðaleg þegar kjósendur sjá að formaður bæjarráðs í meirihluta N-listans skipar annað sæti D-listans núna.

Ásmundur Friðriksson var valinn úr hópi 52 umsækjenda sem bæjarstjóri af meirihluta N-listans. Varla getur N-listinn verið á móti því að Ásmundur verði áfram bæjarstjóri. Ásmundur er bæjarstjóraefni D-listans, en hlýtur að njóta stuðnings N-listans sem réði hann.

Baráttusæti D-listans skipar kona nokkur sem hefur verið stuðningsmaður N-listans fram til þessa.

Kosningabarátta N-listans er því vandræðaleg. þegar N-listinn er að leggja áherslu á að íbúar verði að ljósa listann er hann raunverulega að segja,treystið okkar forystumönnum sem komnir eru í framboð fyrir D-listann.

Ég hef sagt að vika getur verið langur tími í pólitík og margt getur breyst, en eins og mér finnst landið liggja núna í Garðinum stefnir í stórsigur D-listans.

Þriðji listinn L -listi allra Garðbúa e4r auðvitað stórt spurningamerki en lítii kraftur er í þeirra baráttu,þessi listi hefur væntanlega úr litlu fjármagni til að spila dýra kosningabaráttu öfugt við D-listann, sem virðist hafa nóg af peningum til að ausa í kosningabaráttu sína.

Eins og staðan er núna tel ég öruggr að D-listinn fái 4 menn og eigi jafnvel möguleika á að fá 5.

N-listinn fær trúlega tvo en gæti dottið niður í einn ef L-listinn nær öruggum einum manni.

Það er stóra spurninguin hvort L-listanum tekst að fdá nægilegt fykgi til að fá einn mann. Ætli listinn sér það verður hann að vera ansi duglegur að vekja athygli á sér og sínum málum síðustu dagana fram að kosningum.

En enn og aftur, þetta er staðan eins og mér finnst hún núna. Vel má vera að þetta breytist allt þessa örfáu daga fram að kosningum og N-listinn komist á flug.Það er samt lítið sem bendir til þess.

 


Raunhæf loforð eða draumórar ?

Nú eru framboðslistarnir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að setja allt á fullt til að ná athygli kj´ðosenda. Boðið er uppá súpu,kaffi og meðlæti,grillaðar pulsur, skemmtikvöld,bjórkvöld og hvað þetta nú heitir allt.

Þetta er svo sem ósköp eðlilegt sérstaklega ef tekið er tillit til þess að baráttan hefur verið ósköp dauf og áhugi almennings á kosningunum ekki allt of mikill.

Hér í Garðinum eru þrír framboðslistar þ.e. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra,N-listi nýrra tíma og L-listi allra Garðbúa.

Ég hef verið að glugga í stefnuskrána sem þessi framboð hafa lagt fram. Eins og allir sem bjóða sig fram til sveitarstjórnar kemur fram vilji til að gera vel fyrir íbúana. Reyndar er spurning hvort það ætti ekki að vera skylda að birta samhliða stefnuskránni kostnaðaráætlun. Hvaða kosta öll loforðin?

Hvernig á að fjármagna þau? Á það að gerast með hækkun skatta,nýjum lántökum eða ætla framboðin að ganga á framtíðarsjóðinn?

Þetta eru spurningar sem kjósendur þyrftu jafnframt loforðalistanum að fá svör við.

Auðvitað er margt í stefnuskránum atriði sem kosta ekki mikla peninga og eru vel framkvæmanleg fyrir vel statt sveitarfélög eins og Garðinn. En svo eru atriði sem maður spyr sig hvort séu raunhæf.

Er t.d. eitthvert vit í því að ætla að stefna að byggingu fjölnota íþróttahúss. Hvað mun slíkt ævintýri kosta? Er það raunhæft fyrir 1500 manna samfélag að láta sér detta í hug byggingu slíks húss?

Svo er auðvitað stóra spurningin eftir að kjósendur hafa kynnt sér stefnuskrána hvaða einstaklingum treystum við best til að fara þannig með stjórn bæjarins að vel takist til. Miðað við núgildandi kosningalög verðum við að velja einn lista í framhaldinu af svarinu. Reyndar getum við strikað yfir nöfn og breytt röð,en það verður allt að gerast innan sama framboðslistans.


Furðuleg ráðstöfun í kreppu. Er ekki velferðarstjórn?

Þær eru ótrúlegar áherslurnar sem ríkisvaldið hefur. Loka skal geðdeild í sparnaðarskyni.Nú gæti maður einmitt ímyndað sér að mikið álag væri á geðdeildum miðað við það ástand sem ríkir í landinu.

Það eiga margar fjölsyldur um sárt að binda  vegna hrunsins og því sem fylgir atvinnuleysi og öðrum fylgifislum hrunsins. Einhvern veginn hefði maður nú ímyndað sér að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð léti þetta ekki gerast.


mbl.is Geðdeild lokað í sparnaðarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur er varaformaður Samfylkingarinnar.

Þvílík sýndarmennska sem Dagur B.Eggertsson stundar. Dagur leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík skammar forystu flokksins fyrir boðaðar aðgerðir og aðgerðaleysi. Dagur beinir spjótum sínum að félagsmálaráðherra. En gleymir Dagur leiðtogi Samfylkingar í Reykjavík að sami Dagur er varaformaður Samfylkingarinnar og ber sem slíkur h öfuðábyrgð á Vinstri stjórninni.

Það gengur ekki að ætla að vera í hlutverki tveggja daga. Það gengur ekki að tala sem sunnudagur í borgarmálunum en mánudagur í landsmálunum.

Kjósendur átta sig alveg á því að þetta er einn og sami Dagur.

Það er aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sem er höfuð ástæða þess að ekkert gerist í atvinnumálunum bæði í Reykjavík og annars staðar.


mbl.is Dagur gagnrýnir Árna Pál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú getur breytt framboðslistanum.

Ég kíkti áðan á heimasíðu N-listans í Garði. Ég sé að á forsíðunni vekja þeir athygli á að kjósandi getur strikað út nafn sem hann kann að vera óánægður með og að kjósandi getur einnig breytt röð frambjóðenda.

Það er ágætt að vekja athygli á þessu. Það er nú þannig að þótt maður geti hugsað sér að kjósa ákveðinn framboðslista getur vel verið að maður vilji hafa áhrif á röð frambjóðenda. Ef margir strika t.d. út nafn ákveðins frambjóðenda getur hann dottið niður um eitt sæti eða fleiri. Það gerðist t.d. í síðustu Alþingiskosningum hjá Sjálfstæðisflokknum.

Þótt það sé ekki komið persónukjör getum við samt haft áhrif með því að strika yfir nafn ákveðins frambjóðenda nú eða hreinlega breyta röð frambjóðenda. Þannig getum við látið vilja okkar í ljós.

Um að gera að notfæra sér þennan rétt.


Mun sterk staða Besta flokksins hafa áhrif í öðrum sveitarfélögum?

Það fer ekki framhjá neinum að miklar hræringar eru nú í íslenskri pólitík. Margir kjósendur hafa fengið yfir sig nóg af fjórflokknum svokallaða og vilja refsa flokkunum fyrir allt klúðrið. Auðvitað er það kannski skiljanlegt en spurning hvort það er réttlátt að láta reiðina bitna á sveitarstjórnarmálunum.Það skiptir nefnilega ansi miklu máli hvaða fulltrúar veljast í sveitarstjórn. Hvort besti flokkurinn fær svona mikið uppúr kjörkössunum er stór spurning,en allavega mun flokkurinn koma til neð að hafa veruleg áhrif í Reykjavík.

Svo er þaðspurningin,mun þessi andstaða gegn gömlu flokkunum hafa áhrif víðar en í Reykjavík,þótt Besti flokkurinn sé ekki með framboð.Nú bjóða gömlu flokkarnir víða fram í sveitarfélögum undir sínum bókstaf. Verður þeim refsað að sama skapi og í Reykjavík. Það getur t.d. gerst aðm kjósendur skili auðu í mun ríkara mæli en áður eða kjósi frekar framboð sem ekki eru beint merkt stjórnmálaflokkum.

Merkilegt er í þessari könnun í Reykjavík að svo virðist vera sem Vinstri flokkarnir fái mun verri útkomu en Sjálfstæðisflokkurinn. Fróðlegt verður að sjá hver áhrifin verða í öðrum sveitarfélögum.

Ég velti t.d. fyrir mér hvort þetta hefur einhver áhrif hér í Garðinum. Í fyrsta skipti í sögunni er boðið fram undir D-lista merki þ.e. beintenging við Sjálfstæðisflokkinn. Mun það hafa neikvæð ághrif eða skiptir það engu máli.

Svo er annað framboð, þar sem þingmaður Samfylkingarinnar skipar baráttusætið. Mun það hafa neikvæð áhrif þar sem hún er fulltrúi fjórflokksins og stuðningsmaður Vinsgtri stjórnarinnar.

Þriðja framboðið er svo í Garðinum sem kallar sig lista allra Garðbúa. Kemur sá listi til með að hagnast á því að vera ekki beintengdur neinum stjórnmálaflokki.

Það er gaman að velta þessu fyrir sér. Niðurstaðan er að erfitt verður að spá fyrir um úrslit í kosningunum ekki bara í Reykjavík,heldur í flestum sveitarfélögum landsins.


Ætla Reykvíkingar að fórna flottum borgarstjóra svona uppá grín ?

Það er orðið svo stutt í kosningar að maður fer að halda að Reykvíkingar ætli í alvöru að kjósa Besta flokkinn til valda. Það væri furðuleg niðurstaða þar sem góður meirihluti er mjög ánægður með Hönnu Birfnu sem borgarstjóra.

Svo er það verulega ósanngjarnt ef kjósendur í Reykjavík ætla að refsa Hönnu Birnu og Sjálfstæðisflokknum fyrir þaðsem gerðist í landsmálunum.

Það skiptir verulegu máli hvernig haldið er á málum í hverju sveitarfélagi. Það er því slæmt ef svo er komið að kjósendur vilji slá sveitarstjórnarkosningum uppí einhvern fíflagang og velja til setu í sveitarstjórn aðila sem hafa ekki farið neitt leynt með það að um grínframboð er að ræða.

Það er óskaplega erfitt að trúa því að kjósnedur í stærsta sveitarfélagi landsins meti hagsmuni sína svo að best sé að koma grínframboði til valda.


mbl.is Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur varaformaður. Hvernig væri að vekja Samfylkinguna á landsvísu.

Virkilega er hún brosleg auglýsingin frá Samfylkinginni að vilja vekja Reykjavík.Maður gæti haldið að Samfylkingin væri í einhverju brandarakapphlaupi við Besta flokkinn.

Dagur er leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík æg ætlar sér að verða næsti borgarstjóri. Hann vill aukin atvinnutækifæri og uppbyggingu í Reykjavík.

Þessi sami Dagur er einnig varaformaður Samfylkingarinnar og ætti því að hafa greiðan aðgang að ríkisstjórninni. Hvers vegna kemur hann ekki vakningarhugmyndum sínumá framfæri þar. Það er fyrst og fremst aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hamlar því að atvinnulífið náu sér á strik.

Ætli Dagur haldi virkilega að kjósendur sjái ekki gegnum svona blekkingarleik.


Taka vélmenni við af prestunum?

Æ, ég veit ekki hvort það væri góð þróun að vélmenni taki við prestsstarfinu. Auðvitað er misjafn sauður í prestastéttinni eins og í öllum srafsgreinum. Sumir prestar geta verið alveg hrútleiðinlegir og lítið spennandi að hlusta á þá.Svo eru aðrir hinir skemmtilegustu í sínum predíkunum.

Eitthvað held ég að það væri lítið spennandi að fara í kirkju og sá eitthvert vélmenni klætt í hempuna og flytja okkur pistil og hugvekju dagsins.

Margir telja messuformið í þjóðkirkjunni ansi þungt og gamaldags. Ég held nú svei mér þá að það sé skárra að halda sig við það heldur en að vélmenni yfirtaki kirkjustarfið.

 


mbl.is Vélmenni stýrði hjónavígslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn sigra í Garðinum.

Eins og í öðrum sveitarfélögum fer kosningabaráttan frekar hægt af stað. Reyndar er búið að opna kosningaskrifstofur og blöð listanna farin að berast inn um lúguna.Loforðalisti D-listans er mikill og flottur. Ég heyri einnig að fólk hefur meiri trú á frambjóð-endum D-listans heldur en fulltrúum N-listans.

Miðað við það sem maður heyrir og finnur fyrir stemningunni tel ég nokkuð víst að D-listinn, listi Sjálfstæðismanna og óháðra muni vinna sigur og fá hreinan meirihluta.

Það er engin stemning fyrir N-listanum sem er sá listi sem hefur nú meirihluta og nýtt framboð fær sennilega ekki nema einn fulltrúa.

Mín spá er að D-listi fái 4 fulltrúa, N-listinn fái 2 fulltrúa og L- listinn fái 1 fulltrúa.

Reyndar er vika mjög langur tími í pólitíkinni þannig að þegar kosningabaráttan byrjar fyrir alvöru getur allt breyst á stuttum tíma. En ég held að staðan sé svona núna, skrifa seinna hvort ástæða er til að breyta spánni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 829269

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband