Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.5.2010 | 13:19
Furðulegur þingmaður Vinstri grænna.
Ekki er hægt að segja annað en Björn Valur þingmaður Vinstri grænna hafi vakið athygli.Reyndar efast ég um að almennir flokksfélagar í VG séu ánægðir með athyglina.Málið er nefnilega að umræddur Björn Valur hefur vakið athygli fyrir fáránleika.
Hann gekk t.d. manna fremst í að vilja borga Icesave þótt hann vissi að allur almenningur væri ámóti því og mikill vafi á því hvort okkur beri yfir höfuð nokkur skylda að greiða.
Nú vill þessi sami Björn Valur að Alþingi taki fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu. Björn Valur hefur það að starfi að setja lög á Alþingi.
Á svona maður eitthvert erindi að sirja á Alþingi?
![]() |
Telur tillögu um nímenninga ekki þingtæka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2010 | 14:29
Villuljós Össurar sjá fáir aðrir en Samfylkingin.
merkilegt er ofstækið í Össuri og nokkrum öðrum Samfylkingarmönnum. Þeir neita að gefast upp og hamra á því að ESB sé okkar eina von. Tala um að þeir sem ekki viðurkenni það sjái ekki ljósið.
Þetta er með ólíkindum miðað við það semá undan er gengið að ætla halda því fram að ESB aðild bjargi einhverju og ætla að halda því enn og aftur fram að allt batni með upptöku EVRU.
Annars er aumingjaskapur Vinstri grænna mikill í þessu máli. Hvers vegna koma menn eins og Jón Bjarnason og Ásmundur formaður Heimssýnar hreinlega ekki með þingsályktunartillögu um að draga umsókn okkar til baka.Ég er viss um aðmeirihluti þingmanna myndi samþykkja.
Sumir þingmenn VG geta ekki talað hástöfum umað þeir séu á móti ESB en eru í raun að styðja það að aðildarviðræður fari á fullt.
![]() |
Bara ef Jón myndi sjá ljósið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2010 | 23:16
Er sanngjarnt að refsa Hönnu Birnu í kosningunum?
Pólitíkin getur oft verið ansi furðulegt og oft kemur það fyrir að stjórnmálamanni er refsað hressilega þótt hann eigi það ekki skilið.
Ansi margt bendir til þess að Hanna Birna og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fái skell í kosningunum 29.maí n.k.
Það er furðulegt miðað við það að mikill meirihluti kjósenda í Reykjavík er mjög ánægður með Hönnu Birnu sem borgarstjóra og treystir engum öðrum betur.
Nái D-listinn í Reykjavík ekki góðri útkomu eru litlar sem engar líkur á að Hanna Birna verði áfram borgarstjóri.
Það er nú ansi ósanngjarnt að refsa Hönnu Birnu og Sjálfstæðismönnum í Reykjavík fyrir það sem gerðist í landsmálunum.
13.5.2010 | 13:12
Telur sig enn stóran kall og setur skilyrði. Almenningur á líka rétt á að setja skilyrði.
Hann þykist enn vera ansi merkilegur hann Sigurður Einarsson. Nú setur hann yfirvöldum á Íslandi skilyrði ef hann leggur á sig að mæta til yfirheyrslu hér á landi.
það er eins og maðurinn geri sér enga grein fyrir því hvernig hann og hans félagar hafa leikið sér með íslenskan almenning. Þjóðin situr eftir með sárt ennið ámeðan Sigurður spókar sig í London og hreiðrar um sig í sinni lúxusíbúð.
Sigurður Einarsson þarf að gera sér grein fyrir að almenningur á Íslandi getur líka serr sín skilyrði. Það er krafa samfélagsins að hann mæti til yfirheyrslu og svari fyrir sín mál án nokkurra skilyrða.+
Sigurður Einarsson er ekkert yfir aðra hafinn þótt honum hafi tekist að ná í mikið af peningum ap margir telja á ansi vafasaman háttþ
![]() |
Segir skilyrði sín vera alvanaleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 21:56
Jón Ásgeir við sama heygarðshornið,segir allt Davíð að kenna.
Þær eru hrikalegar lýsingarnar á því hvernig Jón Ásgeir notaði Glitni og ryksugaði fjármagn úr bankanum. Fullyrt er að Jón Ásgeir og félagar hafi á skipulagðan hátt rænt bankann að innan.
Þrátt frir allt sem lagt hefur verið á borðið er Jón Ásgeir með stólpakjaft í DV. Þar heldur hann því enn og aftur fram að allt séu þetta pólitískar ofsóknir í sinn garð skipulagðar af Davíð Oddssyni.
Heldur Jón Ásgeir virkilega að þessi kenning hans gangi enn í almenning á Íslandi.
![]() |
Jón Ásgeir segir Steinunni misnota dómstóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lítill áhugi er víða fyrir sveitarstjórnarkosningunum en áhuginn beinist að landsmálunum og þær uppákomur eiga sér stað gegn bankamönnum og útrásarliðinu.
Mun niðurstaða kosninga í sveitarfélögunum að einhverju leyti endurspegla stöðuna í landsmálunum. Staða Sjálfstæðisflokksins á landsvísu er verulega erfið og þessi niðurstaða um traust til forystumanna stjórnmálaflokkanna sem birtis hér á mbl hljóta að vera gífurlegt áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Það er t.d. nokkuð víst að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík nær ekki meirihluta og tapar trúlega fylgi. Þetta eru verulega slæm tíðindi því flestir eru ánægðir með Hönnu Birnu sem borgarstjóra.
Í Reykjanesbæ heldur D-listinn fylgi sínu nokkuð vel en tapar þó 5% frá síðustu kosningunum.
Í kvöld kom svo skoðanakönnun frá Akranesi sem segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynji.
Fróðlegt er að velta fyrir sér hvernig D- lista muni spjara sig hér í Garði. Í fyrsta skipti í 100 ára sögu sveitarfélagsins er nú boðinn fram listi beintengdur stjórnmálaflokki. Aldrei áður hefur verið boðið fram undir listabókstaf stjórnmálaflokks í Garði. menn hafa hingað til viljað aðskilja flokkapólitík og sveitaratjórnarpólitíkina.
Nú liggur það fyrir að Sjálftæðismenn standa alls ekki einhuga að baki D-listans. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði er t.d. í öðru sæti á L-lista, lýðræði til fólksins.
Það er því erfitt að gera sér grein fyrir hvernig tekst til að bjóða fram undir D.
![]() |
Flestir treysta Steingrími |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 14:40
Nú ná þeir saman lögmennirnir Sigurður G. og Jón Steinar.
Stundum kemur það fyrir að leiðir ólíkra manna liggja saman þá erfitt sé að gera sér grein fyrir hvaða ástæður liggja að baki. Og þó liggur það kannski ljóst fyrir,máski er það einhver hagsmunagæsla í vinasamfélaginu og samtryggingunni.
Þessir ágætu lögmenn taka þá afstöðu að það sé eitthvað undarlegt að mál þeirra aðila sem settu þjóðina á hausinn séu rannsökuð og það þurfi að setja menn í fangaklefa.
Gera þessir ágætu lögmenn sér alls ekki grein fyrir hvernig örfáir aðilar léku íslenska þjóð. Eigum við bara að kyngja því að þessir menn lifi áfram í lúxus erlendis og láti almenning borga brúsann.
Nei takk.
![]() |
Segir rannsóknargeggjun ríða yfir þjóðfélagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 12:29
Á Baugsveldið að fá að halda veldi sínu á Íslandi?
Miðað við allar fréttir sem nú birtast um spillingu Jóns Ásgeirs spyr maður, á Baugsveldið virkilega að fá að halda öllu sínu verslunarveldi hér á Íslandi. Á Baugsveldið að halda sínu fjölmiðlaveldi eins og ekkert sé að.
Ætla íslensku bankarnir virkilega að standa þannig að málum að Baugsveldið verði áfram undir stjórn Jóns Ásgeirs.
Væri það í anda hins Nýja Íslands sem flestir vilja sjá eftir alla vitleysuna.
![]() |
Óska kyrrsetningar eigna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 09:44
Sigurður talar um mannréttindi. Ef samviskan er hrein,hvers vegna kemur hann ekki?
Alveg er ótrúlegt að sjá hvað Sigurður Einarsson hefur fram að færa. Hann talar um mannréttindi sín og kemur ekki tilneyddur. Talar um að sérstakur saksóknari hafi sett upp leikrit til að sefa almenning.
Ekki er þetta nú mjög trúverðugt hjá Sigurði Einarssyni. telji hann sig vera með allt á hreinu og góða samvisku ætti það að vera lítið mál fyrir hann að bregða sér til Íslands og standa fyrrir máli sínu. Trúi Sigurður sjálfum sér ætti hann að sleppa fljótt.
Auðvitað er þetta ekki svona. Sigurður Einarsson og félagar hans vita að þeir hafa leikið íslensku þjóðina grátt.
Að maður inn skuli leyfa sér að tala um sín mannréttindi og að verið sé að setja upp leikrit sýnir hvers konar hrokagikkur er hér á ferðinni.
Hvað með mannréttindi almennings á Íslandi. Ætli Sigurður Einarsson hugsi um það þegar hann situr í lúxusíbúð sinni í London og skoðar innistæðureikninga sína.
Almenningur á Íslandi er að líða fyrir græðgi og spillingu manna eins og Sigurðar Einarsson.
Það verður að nást í Sigurð Einarsson og láta hann svara til saka.
![]() |
Sigurður kemur ekki ótilneyddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 00:04
Segja Jón Ásgeir hafa svikið 258 000 000 000 milljónir úr bankanum.
Engin takmörk virðast fyrir þeim upphæðum sem bankamennirnir og útrásarvíkingarnar hafa svikið út og notað í sína þágu. Skilanefnd Glitnis hefur nú höfðað mál gegn Jóni Ásgeiri fyrir að hafa svikið úr bankanum 258 milljarða króna.
Fróðlegt verður að fylgjast með hvaða afsakanir Jón Ásgeir notar nú, því eins og alþjóð veit hefur hann aldrei gert neitt af sér heldur hugsar sífellt um hag almennings á Íslandi.
Þetta eru engin smá svik sem Jón Ásgeir er grunaður um.Það lætur nærri að þetta sé um milljón á hvern einasta Íslending.
Við verðum endilega að hjálpa Jóni Ásgeiri og versla í Bónus.
![]() |
Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar