Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.5.2010 | 22:53
Kemst L-listi allra Garðbúa í oddaaðstöðu ?
Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég veit ekki hver úrslitin verða í sveitarstjórnarkosningunum n.k. laugaedag. Ég hef verið meðö smá vangaveltur um stöðu mála hér í Garðinum í nbokkrum pistlum. Hef reynt að meta stemninguna og hvernig mér finnst landslagið vera. Satt best að segja breytist það nokkuð hratt. Samkvæmt því sem ég hef á tilfinningunni er L-listi allra Garðbúa sterkari en ég hélt.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mistókst það með öllu að sameina Sjálfstæðismenn undir einn hatt og bjóða fram undir D. Margir í forustu Sjálfstæðismenna í Garði voru óhressir með vinnubrögðin og eru fylgismenn L- listans í Garði. Þessi listi mun því væntanlega fá einn mann og jafnvel meira,
Spurningin er þá hvort N-listinn nær að hala inn 3 mönnum eða ekki. D-listinn er öruggur með 3 menn,þannig að það er spurning með 4 manninn.Ásmundur bæjarstjóri spilar þar eflaust stóra rullu,en hanmn var ráðinn af N-lista núverandi meirihluta en er nú bæjarstjóraefni D-listans. Dálítið merkileg staða.
Þaqð eru því miklar líkur á að L-listinn komist í oddaaðstöðu. Það er alveg nýtt hér í Garði. Það hefur ávallt verið þannig að einn listi hefur haft meirihluta. Spurning hvort það getur bara ekki verið til bóta að fulltrúar tveggja lista þurfi að setjast niður og semja um málefni næsta kjörtímabils.
Það er ákveðinn ferskleiki sem er yfir þessu nýja framboði L-listans.
23.5.2010 | 18:23
Hvernig ætlar Carl Bidt einkavinur Össurar krata að hjálpa Samfylkingunni í sveitarstjórnarkosningunum á Íslandi?
Í fréttinni kemur fram að þeir fóstbræður Bildt og Össur fundi reglulega til að fara yfir málin. Gott og blessað. En það sem vekur athygli mína að sagt er að næst á dagskrá séu sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.Hvernig í óskupunum ætlar Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar að hafa áhrif á þær kosningar Samfylkingunni til hjálpar. Erfitt að koma auga á það.
Það eina sem Svíar og aðrar ESB þjóðir virðast ætla að gera er að samþykkja umsókn okkar í bandalagið 17 júní.
Finnst Samfylkingunni virkilega við hæfi að undirrita inngöngubeiðni í ESB á þjóðhátíðardegi okkar.
![]() |
Össur á fundi með Bildt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jæja,er nú svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er bara stoltur af því að fjórða sætið er baráttusæti. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hafði hreinan meirihluta borginni.Í minnihluta var flokkurinn yfirleitt með 6 eða 7 fulltrúa en nú er flokkurinn bara hæst ánægður nái hann 4.
Samkvæmt viðtalinu Þorbjörgu Helgu er hún þegar búin að játa sig sigraða viku fyrir kosningar. Það er ekki mikill baráttuhugur í þessu tali.
Hefði nú ekki verið nær fyrir Sjálfstæðismenn í Reykjavík að bretta upp ermar og reyna að sannfæraReykvíkinga að þessar kosningar eru um sveitarstjórnarmálin og hver á að stjórna Reykjavík næstu fjögur árin.
Ég held það eftir að hafa lesið svona viðtal að það sé alveg á hreinu að Sjálfstæðisflokkurinn tapar stórt og Besti flokkurinn vinnur stórt.
![]() |
Stolt af því að vera í baráttusæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2010 | 13:37
Kjósendur segja að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eiga að fá ráðningu fyrir hrunið.
Einhver mestu tíðindi í stjórnmálum lengi er niðurstaða skoðanakönnunar í Reykjavík, þar sem Besti flokkurinn nær hreinum meirihluta og Jón Gnarr verður næsti boirgarstjóri gangi þetta eftir í kosningum.
þessi niðurstaða er einnig merkileg í ljósi þess að kjósendur eru alls ekki óánægðir með Hönnu Birnu,sem borgarstjóra.
Það er alveg greinilega að reiði kjósenda gagnvart Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og að hluta til einnig Framsókn og Vinstri grænum er nú að brjótast fram. Kjósendur vilja refsa þessum flokkum þótt það sé í sveitarstjórnarkosningum.
Auðvitað er það kannski ekki sanngjarnt að framboðum í svitarstjórnum sé refsað,en kjósendur líta svo á að með því að hafna D listum og S listum séu þeir að senda skýr skilaboð til þessara flokka um nauðsyn uppstokkunar og breyttra vinnubragða.
Svona niðurstaða eins og í Reykjavík smitar útv í önnur sveitarfélög. Ég var með mjög mikla bjartsýnisspá fyrir D-listann í Garðinum þ.e. að framboðið næði örugglega meirihluta. Nú þegar aðeins vika er til kosninga og miðað við hvernig kjósendur vilja nota þessar kosningar til að refsa Sjálfstæðisflokknum verð ég að endurskoða spá mín um stórsigur D-listans í Garði. Nú er ég ekki eins sannfærður og tel reyndar að það séu alls ekki nema 3 menn öruggir og baráttan verði því um hvort D-listanum tekst að ná inn 4 manninum. Eins og ég sagði áðan er það kannski ekki sanngjarnt að blanda sveitarstjíornarmálunum inní hrunið og allt það. En kjósendur líta svo á að þessar kosningar séu tækifærið til aðláta í ljós skoð'un sína á vinnubrögðum fjórflokkana síðustu árin.
![]() |
Vopnlausir stjórnmálaflokkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2010 | 20:20
Fær fjórflokkurinn fyrir ferðina um land allt?
Fétt hefur komið manni eins á óvart í skoðanakönnunum eins og frétt stöðvar 2 í kvöld um nýjustu niðurstöðuna í borgarstjórnarkosningunum. Niðurlæging fjórflokksins er algjör.Það liggur alveg ljóst fyrir að nýr meirihluti verður myndaðurt í borginni. Maður spyr sig, er algjör uppstokkun framundan á Íslandi. Fjórflokkurinn hefur verið ansi lífseigur í gegnum tíðina,þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að brjóta niður.
Þessi skoðanakönnun er rosalega merkileg,því það er aðeins vika til kosninga.Það er einnig merkilegt að framboð vítt og breitt um landið sem ekki eru undir bókstöfum gömlu flokkanna fá meira fylgi en oftast áður.
Er að verða allsherjar mótmæli gegn gömlu flokkunum,ekki bara Sjálfstæðisflokknum og Framsókn heldur öllu gamla genginu.
Ég hreinlega velti fyrir mér hefur þessi bylgja áhrif í sveitarfélagi eins og mínu Garðinum. Munu kjósendur hér refsa D-listanum eða tekst mönnum að einskorða baráttuna við innansveitarmálin.Það er spurning sem ekki fæst svarða fyrr en í lok dags 29.maí n.k.
Munu þessi hreyfing gegn fjórflokknum hafa þau áhrif að fólk vill alls ekki kjósa lista þar sem þingmaður Samfylkingarinnar skipar 4.sætið og þar með baráttusætið.Það kemur líka í ljós.
Aðeins eott framboð í Garðinum er ekki beintengt stjórnmálaflokki. Tekst þessu nýja framboði L-listanum að notfæra sér þá stemningu semer í þjóðfélaginu gegn gömlu stjórnmálaflokkunum. Það kemur í ljós eftir rúma viku.
Eitt er víst að það er mun meiri hreyfing og breytingar í mörgum sveitarfélögum heldur en við höfum áður séð. Spennandi kosningar framundan og sennilega mikið um óvænt úrslit.
![]() |
Besti flokkurinn með 8 fulltrúa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveib mér þá, þeir eru aldeilis léttlyndir hjá Lnadsbankanum að kæra aðra fyrir auglýsa 100% örugga ávöxtun á viðbótarlífeyrissparnaði.
Er það ekki sama fólkið enn hjá Landsbankanum sem er að kæra og lofaði almenningi nákvæmlega þessu sama. Lofað var 100% öruggri ávöxtun á viðbótalífeyrissparnaði. Ekki reyndist það loforð nú aldeilis standa eins og margir hafa orðið varir við.
Var það ekki einmitt landsbankinn semlofaði 100% ávöxtun á oeningamarkaösbréfum og margir hafa tapað verulegum upphæðum á því loforði.
Það er meira og minna sama fólkið enn hjá Landsbankanum sem lofaði og lofaði og lærir nú aðra fyrir nákvæmlega það sama.
![]() |
Auglýsingar um 100% örugga ávöxtun bannaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2010 | 13:18
Neyðarfundur hjá Vinstri grænum. Erlent einkafyritæki ætlar að koma með peninga til landsins.
Nú hljóta Vinstri grænir að boða til neyðarfundar um helgina. Erlent einkafyritæki ætlar að koma meðö peninga til landsins og hefja rannsóknir til að leita að gulli. Það má ekki koma fyrir að einhvert einkafyritæki komi til landsins. Hugsið ykkurþaðgæti skapað vinnu og einhverjir bölvaðir útlendingar gætu hugsanlega grætt á þessu. Það má ekki gerast.Þessir útlendingar ætla að grafa holur fyrir austan,eyðileggja landið. Það má ekki gerast.
Það er miklu betra að fólk gangi um atvinnulaust heldur en einkafyrirtæki komi til landsins og skapi atvinnu og verðmæti. Nú er full ástæða fyrir Vinstri græna að kalla á neyðarfund.
Þetta er óskyljanlegt með þessi sveitarfélög út um allt land, þau vilja endilega skapa vinnu og fá erlent fjármagn frá einkaaðilum. Hvert er þjóðin eiginlega að stefna.Vinstri grænir verða nú aldeilis að taka til sinna ráða og stoppa allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu.
![]() |
Vilja leita að gulli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2010 | 11:58
Yfirburðir Árna bæjarstjóra miklir á fundi um atvinnumál. Ótrúlegt ef Vinstri grænir fá fylgi í Reykjanesbæ.
Ég mætti á fund í gær sem boðaður var um atvinnumálin á Suðurnesjum. Framsögumenn voru efstu menn á framboðslistunum í Reykjanesbæ.Á þessum fundi komu yfirburðir Árna bæjarstjóra vel fram. Frambjóðendur annarra flokka höfðu ansi lítið fram að færa. Árni Sigfússon rakti ítarlega hvernig meirihluti Sjálfstæðismanna hefur unnið að atvinnuuppbyggingu á svæðinu og reynt að fjölga atvinnutækifærum eins og mögulegt væri.Áhersla er lögð á að um vel launuð störf sé að ræða.
Fram kom í mnáli Árna að helsti þröskuldurinn fyrir allri uppbyggingu er afstaða Vinstri grænna og nokkurra Samfylkingarmanna. það er jú þessir vinstri flokkar sem fara með völdin í landinu. heyri vinstri grænir minnst á orðið einka fara þeir í baklás og berjast gegn því af öllum krafti.
Ég skil ekki hvernig nokkur Suðurnesjamaður getur hugsað sér að kjósa Vinstri græna,hvað þá ef þeir ná manni inní bæjarstjórn. Ég trúi ekki öðru en kjósendur í Reykjanesbæ sendi mjög skýr skilaboð með með því að Vinstri grænir fái ekkert fylgi og að Árni Sigfússon og D-listinn nái að sigra glæsilega.
![]() |
SUS tekur kaupum Magma fagnandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2010 | 23:58
Fáum við að vita hver lofaði?
Nú er það stóra spurningin hvort formaður bankaráðs upplýsir hver það var sem lofaði Seðlabankastjóra launahækkun. Eða fáuum viðkannski ekkert að vita. Datt þetta loforð bara aðhimnum ofan án þess að nokkur viti frá hverjum. Er það trúlegt eða boðlegt?
Eða ætlar Samfylkingin sem boðar gagnsæi á öllu að þagga málið niður, þannig að hið sanna komi ekki í ljós.Ekki trúi ég að Lára formaður bankaráðs hafi tekið mark á því þótt einhver óbreyttur í Forsætisráðuneytinu hafi sagt: " Blessuð Lára hækkaðu bara laun Seðlabankastjóra um 400 þús á mánuði."
Heldur Jóhanna verkstjóri og formaður Samfylkingarinnar að það sé virkilega hægt að leggja svona nokkuð á borð fyrir almenning.
![]() |
Ræða starfskjör bankastjórans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2010 | 12:40
Hvers vegna allt í einu leynimakk með mál Jóns Ásgeirs ?
Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs um heim allan. Jóni Ásgeiri var gefinn stuttur frestur til að skila inn lista yfir allar eignir sínar. Sá frestur er liðinn. Fjölmiðlar greindur frá því að ef Jón Ásgeir skilaði ekki listanum varðaði það handtöku og fangelsisvist.
En hvað? Allt í einu er allt lok,lok og læs. Okkur kemur þetta mál ekki lengur við. Nú má almenningur alls ekki fá að vita hvort Jón Ásgeir hefur skilað þessum eignalista sínum eða ekki.
Almenningur hlýtur að spyrja, hvað er nú að gerast? Hvers vegna getur það allt í einu orðið algjört leyndarmál, hvort Jón Ásgeir skilaði gögnum eða ekki'
Eðlilega hlýtur maður að spyrja, er enn einu sinni einhver maðkur í mysunni?
![]() |
Enn engar upplýsingar um mál Jóns Ásgeirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 829267
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar