Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.5.2010 | 17:33
Eru hinir bankamennir heiðarleikinn uppmálaður?
Hreint og beint reyfarakennt að fylgjast með atburðarrásinni hjá Kaupþingsmönnum. Þetta er svo ótrúlegt að fáum hefur dottið í hug að annað eins svindl og sukk væri í gangi eins og raun ber vitni.
Hvernig ætli sé með fyrrum eigendur og framkvæmdastjóra hinna bankanna. Ætli þeir séu akleysið uppmálað með allt á hreinu? Höfðu þeir kannski ekki hugmyndaflug til að svin dla svona hressilega eins og Kaupþings menn.
Spennandi verður að fylgjast með næsta þætti hjá sérstökum saksóknara. Vonandi sigrar réttlætið að lokum.
![]() |
Skipulögð glæpastarfsemi Kaupþingsmanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2010 | 11:54
Árni bæjarstjóri Reykjanesbæjar er ótrúlega sterkur leiðtogi.
Að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í Reykjanesbæ kemur svo sem ekki á óvart. Árni Sigfússon er ótrúlega sterkur og farsæll leiðtogi. Ekki má heldur gleyma því að hann hefur í kringum sig verulegt öflugt lið. Þótt allt hafi kannski ekki gengið upp hafa kjósendur enga trú á að þeir sem bjóða fram á öðrum listum muni leysa málin betur.
Þetta er frábær árangur hjá Árna og félögum. Ekki er hægt að segja að staða Sjálfstæðisflokksins á landsvísu hjálpi D-listum í sveitarfélögum. Af þeirri ástæðu einni saman er þetta mjög merkilegur árangur hjá Árna og félögum.
Ég flutti á Suðurnesin áeið 1990 og hef bæði vegna vinnu minnar og síðar fylgst með þróun mála í Reykjanesbæ. Undir forystu Árna og Sjálfstæðismanna hefur orðið alveg gífurleg breyting á Reykjanesbæ. Uppbygging mikil og tekið af málum af festu. Árni og félagar hafa reynt eftir fremsta magni að skapa ný atvinnutækifæri þó það gangi hægar en menn vonuðu vegna andstöðu Vinstri stjórnar í landinu.
Það er ekki skrítið að kjósendur í Reykjanesbæ vilji áfram sama meirihluta. Ekki trúi ég því að kjósendur ætli að fara að verðlauna Vinstri græna með því að kjósa fulltrúa þeirra í bæjarstjórn.
![]() |
Fengju meirihluta í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2010 | 20:20
Æ,æ mikið skelfing eru þeir slappir félagarnir Jón Ásgeir og Hannes.
Leitt var að heyra í fréttum Stöðvar tvö að svo virðist sem Jón Ásgeir og Hannes Smárason séu með öllu orðnir eignalausir. Nú er búið að kyrrsetja eignir þeirra en mikið vantar uppá að eignir þeirra hrökkvi uppí beiðni Skattrannsóknarstjóra.
Hvernig í óskupunum ætli Jón Ásgeir hafi efni á því að mæta á úrslit Idol. Eitthvað hlýtur það nú að kosta. Það væri vel til fundið að hafa söfnunarbauka handa honum framan við Bónusverslanir landsins. Ekki megum við Íslendingar hugsa til þess að Jón Ásgeir verði þjóðinni til skammar í einhverjum fatlörfumk haldandi á Diet Coce.
Og enn verr virðast viðskiptin hafa farið með Hannes Smárason. Það var ekki skrítið að fréttamaður Stöðvar 2 var hálf klökkur að lesa upp frétt hversu illa hefur verið farið með mennina.
![]() |
Eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar kyrrsettar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2010 | 12:51
Stóriðja Vinstri grænna komin í framkvæmd.
Vinstri grænir hafa verið á móti allri atvinnuuppbygginu í landinu ef hún á að tengjast virkjunum og stóriðju sem tengist áli.Mörgum finnst að Vinstri grænir séu helstu hemlar allra framfara í landinu. Það gerist ekkert til að auka útflutning, auka atvinnu og skapa verðmæti.Vinstri grænir hafa alltaf bent á að við hefðum önnur tækifæri.
Og nú er sem sagt stóriðja Vinstri grænna að komast á fullt flug. Við ætlum að flytja inn útleninga og kenna þeim að prjóna.Hugsið ykkur prjónaver munu rísa út um allt land,þar sem ungar,miðaldra og gamlar útlendur konur sitja og prjóna. Að sjálfsögðu munu svo fljóta með einstaka miðaldra karlar.
Svei mér þá. Maður verður að hætta að skammast út í Vinstri græna. Fyrir nokkru sá Steingrímur J. aðalvöxinn í að framleiða bjór og nú kemur prjónaskapurinn í viðbót.
Maður verður hreinlega að hætta að kalla Vinstri græna afturhaldsflokk. Hvaða máli skiptir þótt við virkjum ekki og reisum ekki verksmiðjur. Hvaða máli skiptir þótt 16000 Íslendingar séu atvinnulausir ef við getum kennt útlendingum að prjóna.
![]() |
Prjónaferðir til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2010 | 11:11
Ríkisstjórnin hlustaði ekki á Davíð Oddsson segir Styrmir Gunnarsson.
Sryrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins var gestur í Silfri Egils í gær. Eins og alltaf þegar Styrmir tjáir sig er það mjög athyglisvert og hann færir góð rök fyrir sínum skoðunum. Styrmir hefur skoðað rannóknarskýrsluna og í vikunni er væntanleg frá honum bók um hrunið.
Egill spurði Styrmi um það hvers vegna hann vildi ekki gera mikið úr þætti Seðlabankans og Davíðs Oddssonar í hruninu.
Sryrmir sagði það koma greinilega fram í skýrslunni að Davíð hefði varað ríkisstjórn geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar við hættuástandi bankanna. Ríkisstjórnin hlustaði ekki á Davíð og greip ekki til neinna ráðstafana.Hvers vegna ekki?
Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin leit á Davíð sem óvinveittan aðila og gat ekki hugsað sér að leggja við hlustir hvað þá að fara eftir því sem Davíð sagði.
Það hlýtur að vera mikið rannsóknarefni hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin ekki hlusta á aðvörunarorð Davíðs. Er eðlilegt að óvild í garð eins fyrrverandi stjórnmálamanns ráði því að hagsmunum þjóðarinnar er fórnað.
Nú sotja enn í ríkisstjórn fulltrúar Samfylkingarinnar sem komu að þessum málum, Jóhanna,Össur og Kristján Möller. Þau hljóta að bera mikla ábyrgð vegna þess að þau hlustuðu ekki á aðvörunarorð Davíðs um slæma stöðu bankanna.
Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fara á yfir rannsóknarskýrsluna og meta hvað á að gera hlýtur sérstaklega að taka á aðgerðarleysi forystu Samfylkingarinnar.
Það er ekki boðlegt að pólitískt hatur á Davíð Oddssyni skuli hafa komið í veg fyrir að forysta Samfylkingarinnar hlustaði á aðvörunarorð. Samfylkingin getur ekki skotið sér undan ábyrgð. Það var hennar forysta sem kom í veg fyrir að hlusta mætti á Davíð Oddsson,þáverandi Seðkabankastjóra.
9.5.2010 | 22:50
Mjög erfitt hjá Jóhönnu verkstjóra.
Jóhanna verkstjóri lýsti því yfir í kvöld að þetta væri allt saman mjög erfitt. Hafið þið heyrt það áður að Jóhanna tali um að allt sé erfitt. Seint verður sagt að Jóhanna sé með brosmildari konum hvað þá að hún sé húmoristi. Hún sér alls staðar erfiðleika og er svo þreytt og allt er svo erfitt. Hún gerir lítið af því að auka bjartsýni á framtíð þjóðarinnar.
Ef það væri spurt í spurningakeppni. Hvert er algengasta orðið sem Jónhanna Sigurðardóttir notar þegar hún kemur einhvers staðar fram er ég sannfærður um að hver og einn einasti Íslendingur gæti svarað þessari spurningu rétt.
Sunnudags vinnufundur var settur á til að ræða sameiningu ráðuneyta. Nú skal lagt til atlögu að Jóni Bjarnasyni ,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og leggja ráðuneytin niður og fella inní atvinnumálaráðuneyti. Þar með væri hægt að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni. Auðvitað leggur Samfylkingin áherslu á að ekki megi ráðherra tala gegn umsókn í ESB.
Svo er það auðvitað spurning hvort það sé nú rétt að leggja niður sjávarútvegsráðuneytið, sem hefur okkar helsta atvinnuveg á sinni könnu. Veitir nokkuð af því að það sé sérstakt og sjálfstætt ráðuneyti? Ég tel það nauðsynlegt ekki síst fyrir landsbyggðina.
Svo heyrist talað um að Ragna Árnadóttir,dómsmálaráðherra sé á förum. Alveg væri það nú eftir öðru hjá Vinstri stjórninni að láta eina ráðherrann sem nýtur almenns trausts meðal þjóðarinnar víkja. Er það nú skynsamlegt að láta jafn ágætan dómsmálaráðherra og Ragna er víkja núna mitt í öllum spillingarvefnum.
Er ekki einmitt nauðsynlegt að dómsmálaráðherra sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokki. Ég tel það vera stóran kost eins og landslagið er núna.
![]() |
Ríkisstjórnin fundar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2010 | 20:55
Verður flokkapólitík úreld í sveitarstjórnum ?
Athyglsivert að í þó þetta stóru sveitarfélagi eins og Dalabyggð fái kjósendur að velja sér einstaklinga í sveitarstjórn án þess að þurfa að kjósa einhvern lista. Allir íbúar með kosningarétt eru í kjöri. Kannski er þetta fullkomnasta l´ðyðræðið til að velja fulltrúa í sveitarstjórn.
HYanna Birna borgarstjóri hefur boðað að þörf sé á nýrri hugsun í sveitarstjórnum. Það sé úrelt að hugsa um fylkingar eins og meirihluta og minnihluta. það eigi allir að vinna saman.
Eftir slíkt útspil borharstjóra veltir maður fyrir sér hvort flokkapólitík á heima í sveitarstjórnum. Sveiatrstjórnarmálin snúast ekki um flokkspólitíkina eins og í landsmálunum. Það er því spurning hvort framboð undir D eða S lista heyri brátt sögunni til.
Áhugi almennings á stjórnmálum hefur farið minnkandi og pólitísku flokkarnir njóta sífellt minna trausts meðal kjósenda og þarf engan að undrast það miðað við það sem á undan er gengið. Það er því ekkert undarlegt að fólk vilji ekki framboð sem tilheyra beint stóru flokkunum. Það er örugglega skýringin á því að Besti flokkurinn fær hljómgrunn og önnur framboð sem nota ekki bókstafi stóru flokkanna.
Vonandi verður góð kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum því það skiptir máli hvaða fulltrúa við höfum í sveitarstjórn.
Væntanlega verður persónukjör í framtíðinni og þá örugglega i þá veru að við þurfum ekki endilega að kjósa einn lista heldur getum valið einstaklinga af fleiri en einum lista.
![]() |
Enginn listi í Dalabyggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2010 | 17:14
Og enn þegja Samfylkingarkonur.
Enn fær almenningur í landinu ekkert að vita hver segir satt og hver segir ósatt í Seðlabankastjóramálinu. Annaðhvort segir Forsætisráðherra eða formaður bankaráðs ósatt.
Samfylkingin gefur sig út fyrir að vera flokk þar sem allt eigi að vera uppi á borði og gagnsætt.
Það er grafalvarlegt mál ef forsætisráðherra er að segja þjóðinni ósatt. Það myndi þýða afsögn í öllum lýðræðisríkjum.
Maður veltir fyrir sér hvaða tilgani það myndi þjóna hjá formanni bankaráðs sem skipuð er af Samfylkingunni að taka það upp hjá sjálfri sér að ljúga því til að forsætisráðuneytið gafi lofað launahækkun. Hvers vegna ætti hún að finna upp á því.
Spilin á borðið er krafa kjósenda ril Samfylkingarinnar.
8.5.2010 | 11:29
Klofnir Sjálfstæðismenn á Álftanesi og Sandgerði.
Sjálfstæðismenn á Álftanesi og Sandgerði ganga til kosninga í tveimur fylkingum. Merkilegt nokk að það skuli gerast í þessum tveimur sveitarfélögum þar sem flokkurinn viðhafði prófkjör.
Prófkjör er mun lýðræðislegri leið til að velja frambjóðendur á lista heldur en það séu fámennar uppstillinganefndir sem raða nöfnum á listann. Oft er það svo fámennur hópur sem samþykkir framboðslistann í sveitarfélaginu,kannski 10 manna fulltrúaráð.Það er ekki einu sinni haft fyrir því að boða til almenns fundar til að fá listann samþykktan.
Nú hefði maður ímyndað sér að vilji kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefði komið alveg skýrt fram í prófkjörunum á Álftanesi og Sandgerði. Samþykki menn að taka þátt í prófkjöri verða þeir að hafa þann þroska að sætta sig við úrslitin þótt þeir nái ekki þeim árangri sem búist var við.
þessi staða er ömurleg fyrir Sjálftsæðisflokkinn í Sandgerði og á Álftanesi.
![]() |
L-listi stofnaður á Álftanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar