Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ef Jóhanna forsætisráðherra segist ekki hafa gefið neinj loforð um launakjör Seðlabankastjóra hlýtur annað hvort formaður bankaráðsins að segja ósatt eða Seðlabankastjóri.
Þjóðin á rétt á því að vita sannleikann í málinu. Það er furðulegt hafi einhver í forsætisráðuneytinju gefið loforð ef Jóhanna forsætisráðherra neitar að taka á sig ábyrgðina.
Nú telur Jóhanna sig vera meiriháttar verkstjóra. Það er því furðulegt ef einhver undirmaður í ráðuneytinu gefur út loforð eins og að hækka eigi laun Seðlabankastjóra.
Þetta gengur hreinlega ekki upp.
Samfylkingin verður að leggja spilin á boorðið.
![]() |
Ég segi sannleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2010 | 10:43
Erótískar löggur í miðborginni ?
Ja,flestu er nú hægt að stela. Erótískir löggubúningar þar ámeðal. Reyndar hlýtur að verðaspennandi að fylgjast með hvort þjófarnir búa sig upp og þramma um miðborg Reykjavíkur í þessum nýtísku löggubúningum.
Þetta mun örugglega lífga uppá menningarlífið. Nú svo hlýtur Jón Gnarr og Besti flokkurinn að taka það upp í stefnuskrá sína að framvegis klæðist lögreglan erótískum búningum. Reykjavík fer sem sagt að verða meiriháttar skemmtileg borg.
![]() |
Stal erótískum lögreglubúningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 23:15
Staða Sjálfstæðismanna í Eyjum ótrúlega sterk.
Ef nokkuð er borðleggjandi í kosningunum framundan er það að Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun vinna góðan sigur.
Ég hef farið nokkrum sinnum til Eyja á síðustu mánuðum. Það var virkilega ánægjulegt að finna það jákvæða hugarfar sem þar ríkir og bjartsýni á framtíðina.
Slæm staða Sjálfstæðisflokksins á landsvísu virðist engin áhrif hafa á D-listann í Eyjum.
Staða Vestmannaeyjabæjar er verulega sterk eins og fram kemur í ársreikningi. Elliði bæjarstjóri fer fyrir mjög sterku liði Sjálfstæðismanna og greinilega að einstaklega vel hefur verið haldið á málum.
Það er því alveg á tæru að Sjálfstæðismenn í Eyjumfagna sigri 29.maí n.k.
![]() |
Vestmannaeyjabær rekinn með hagnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 17:01
Sá fyrsti en ekki sá síðasti?
Er ballið nú að byrja hjá sérstökum saksóknara. Það hljóta fleiri að fylgja í kjölfarið í fangelsi. Skelfing er það í sjálfu sér sorglegt ungir vel menntaðir menn skuli þurfa að enda í fangelsi. Maður getur ekki annað en vorkennt fjölskyldu Hreiðar Más.
Hin hliðin er svo auðvitað að maður getur ekki haft samúð með mönnum sem fóru gjörsamlega með þjóðina á hliðina. Það eru ansi margir sem þurfa að líða fyrir það sem þessir útrásarvíkingar og bankamenn aðhöfðust.
Það er ömurlegt hvernig græðgin hefur leitt menn út í þvílíka vitleysa að líklegt er að margir muni hljóta fangelsisdóma fyrir.
Nú hljóta margir að skjálfa.
![]() |
Hreiðar Már handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 12:13
Hver segir ósatt? Er það forsætisráðherra? Er það formaður bankaráðs? Er það Seðlabankastjóri?
Umræðan um launamál Más Seðlabankastjóra eru með ólíkindum. Már segist hafa fengið loforð um að lækka ekki í launum. Er maðurinn að búa þetta til. Ég verð ný að segja að rosalega finnst mér það ótrúlegt að maður í hans stöðu viti ekki hvort honum var lofað að halda óbreyttum launum eða að engin loforð hafi verið gefin.
Hvers vegna tekur Lára formaður bankaráðs það upp á sitt einsdæmi að koma með tillögu um 400 þús. kr. hækkun ámánuði. Ekki er nú mjög líklegt að formaður bankaráðs taki það upp á sitt einsdæmi að lofa Seðlabankastjóra launahækkun.Miklu líklegra er að hún hafi fengið skipun að ofan.
Jóhanna forsætisráðherra segir af og frá að hún hafi lofað Má Seðlabankastjóra einhverjum sérkjörum. Er hún að segja satt eða ósatt?
Er Jóhanna ekki hinn frábæri verkstjóri vinstri stjórnarinnar. Eru ekki meiri líkur en minni að hún hljóti að hafa vitað af þessu tilboði eða loforði til Más.
Miðað viðþetta mál er ekkert undarlegt að almenningur skuli vera orðin ansi leiður á stjórnmálum.
Hvers vegna í óskupunum getur ekki einn af ofantöldum sagt það hreint út hver lofaði Má. Hafi engin lofað þá er Má Seðlabankastjóra varla mögulegt að sitja áfram.
Þær flokkssystur Lára og Jóhanna hljóta að verða að stíga fram hvort önnur hvor þeirra eða báðar hafi lofað Seðlabankastjóra eða hvort Már er að búa þetta allt til.
Einhver hlýtur að bera ábyrgð.
![]() |
Kvartað undan skorti á svörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 11:24
Samfylkingin steinþegir um ágæti Evrunnar.
Merkilegt nokk. Nú heyrist ekkert frá Samfylkingunni um það hversu gott væri fyrir Ísland að taka upp Evruna. Hvar eru núna fínu ræðurnar hennar Jóhönnu og Össurar um að allt muni breytast til batnaðar á Íslandi bara við það eitt að Evran komi í stað íslensku krónunnar.
Ætli þau sé enn sama sinnis. Ekki hef ég orðið var við að fjölmiðlar spyrji þau skötuhjúin í Samfylkingunni að þessari einföldu spurningu.
![]() |
Evran komin niður í 1,2737 dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 10:36
Vilhjálmur. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnar hafa afskrifað 86 milljarða. Á almenningur að dásama þig?
Það er ekkert undarlegt að almenningur séyfir sig reiður út í lífeyrissjóðina. Spilamennska stjórna lífeyrissjóðina með fjármuni almennings hefur leitt af sér tug milljarða sem hreinlega hafa tapast.
Er eitthvað undarlegt við aðalmenningur sem lagt hefur í lífeyrissjóði áratugum saman fagni því ekki að lífeyrir þeirra séskertur um mörg prósent.
Mér hefur nú sýnst að Vilhjálmur Egilsson geti grátið ansi hressilega telji hann að ráðist sé að hagsmunum atvinnurekenda.
![]() |
Segir gagnrýni á lífeyrissjóði ómálefnalega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2010 | 17:53
Áskorun til Páls Sjónvarpsstjóra.
Bið þig ágæti Páll að endurflytja viðtalið við Má Seðlabankastjóra í Kastljósþætti. Þetta er það stórkostlegasta viðtal sem lengi hefur sést. Það var hrein snilld að hlusta á Má útskýra hvernig launahækkun getur verið launalækkun.
Helst þyrfti að endurflytja þetta daglega í langan tíma.
5.5.2010 | 16:47
Heimsmarkaðsverð lækkar,krónan styrkist,vextir lækka. Hvað gerist með verð á eldsneyti hér?
![]() |
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2010 | 14:46
Samdráttur í 2,5 ár. Er þá reiknað með sama verkstjóra og að afrurhaldsflokkur VG verði áfram í stjórn ?
Ekki er útlitið bjart næstu árin. Það þarf svo sem engumað koma á óvart með Jóhönnu sem verkstjóra Vinstri stjórnarinnar og afturhaldsflokk Vinstri grænna í ríkisstjórn.
Að sjálfsögðu birtir seint upp í efnhagsmálum þjóðarinnar ef ekkert má gerast í atvinnumálum og það eina sem Vinstri stjórnin nær samstöðu um er hækkun skatta.
Á meðan við höfum afturhaldsflokk VG mun ástandið lítið lagast.
![]() |
Samdráttur í 2,5 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar