Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Afsökun og siðareglur hjá Framsókn. Kominn tími til.

Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar njóta lítils trausts eftir að sem á undan er gengið.

Í hugum margra skipar Framsóknarflokkurinn efsta sætið þegar rætt er um spillingu og annað í þeim dúr.

Það var því komin tími til að Framsóknarflokkurinn bæðist afsökunar og setti sér einhverjar siðareglur.

Kannski á Framsóknarflokkurinn einhvern tímann í framtíðinni eftir að verða ágætur stjórnmálaflokkur.


mbl.is Framsókn setur sér siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Topp embættismenn fjármálaeftirlits USA skoðuðu klámsíður í stað banka. Hvað voru menn í Fjármálaráðuneytinu hér að skoða?

Getur verið að klámsíður séu virkilega ein helsta orsök heimskreppunnar. Samkvæmt frétt mbl voru háttsettir embættismenn frekar að skoða klámsíður í vinnunni heldur en banka.

Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni hér á Íslandi að bankarnir hrundu. Fjármálaeftirlitið hefur fengið mjög harða gagnrýni þ.e. að það hafi alls ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni nægjanlega.

Auðvitað vakna ýmsar spurningar við lestur fréttarinnar frá Bandaríkjunum. Getur verið að íslenskir starfsbræður þeirra bandarísku hafi verið að skoða  einhverjar vafasamar síður á netinu frekar en banka.

Spurning hvort þetta getur verið ein af ástæðunum fyrir að eftirlitið brást.

 


mbl.is Skoðuðu klám en ekki banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt kjaftshöggið fyrir okkur Sjálfstæðismenn.

Hann er ansi hressilegur mótvindurinn sem við Sjálfstæðismenn stöndum í þessa dagana. Þetta minnir mann bara á fárviðri á Stórhöfða í Vestmannaeyjum.

Reyndar þarf það svo sem ekki að koma á óvart að Árni M.Mathiesen fá á baukinn fyrir ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Vinnubrögðin voru slík að það lá beint við höggi og það hreinlega góðu kjaftshöggi. Auðvitað hafa pólitískar ráðningar alltaf viðgengist og gera enn og ekkert síður hjá Vinstri mönnum. En vinnubrögð Árna voru einstaklega augljós og klaufaleg.

Ekki er þessi frétt dagsins til að laga ástandið hjá okkur Sjálfstæðismönnum. Það eina jákvæða er að Árni M. er ekki engur í pólitíkinni.

Það er alveg ljóst að ætli Sjálfstæðisflokkurinn sér áfram forystuhlutverk í íslenskri pólitík þarf alvarleg naflaskoðun og uppgjör að fara fram innan flokksins. Vonandi verða svo Alþingiskosningar í haust þannig að fylgismönnum flokksins gefist tækifæri til að velja að nýju á framboðslistana.


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarstjórnarkosningarí maí. Þingkosningar í haust.

Nú er kosningabarátta að hefjast í flestum sveitarfélögum. Eins og ávallt snýst baráttan að miklu leiti um einstök mál í hverju sveitarfélagi. Ekki síður snúast kosningarnar um þá einstaklinga sem skipa framboðslistana.

Svo er það auðvitað spurning hvortb allt umrótið sem verið hefur á sviði stjórnmálanna kemur til með að hafa einhver áhrif á sveitarstjórnarkosningarnar. Mun rannsóknarskýrslan hafa áhrif. Getur verið að hin neikvæða umræða um pólitíkina og þásérstaklega Sjálfstæðisflokkinn hafi áhrif á fylgi D-listans um land allt.

Það verður t.d. spennandi að sjá næstu skoðanakönnun varðandi fylgi framboða í Reykjavík.Flestir viðurkenna að Hanna Birna borgarstjóri hafi staðið sig mjög vel.Kemur hún til með að líða fyrir neikvæða umræðu um Sjálfstæðisflokkinn.

Eðlilegt framhald af rannsóknarskýrslunni er að efnt verði til þingkosninga í haust. Það er nauðsynlegt að kjósendur fái að gera upp hug sinn að nýju eftir útgáfu skýrslunnar.það er nauðsynlegt fyrir stjórnmálaflokkana að fá tækifæri til að gera upp sín mál og skipa nýja framboðslista.Það er nauðsynlegt að gefa öðrum hópum en hinum hefðbundna fjórflokki tækifæri til að bjóða fram.

 

 

 

 


mbl.is Kosningabaráttan hófstillt og stutt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlar Steinunn Valdís að gera? Hvað ætlar Össur að gera?

Eftir útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar hafa þrír þingmenn sagt af sér allavega tímabundið. Ekki fer á milli mála að margir í þjóðfélaginu vilja að fleiri axli ábyrgð heldur en eingöngu þessir þrír. Það er t.d. ekkert skrítið að spjótin beinist að Steinunni Valdísi. Hún þáði verulega háa styrki bönkum og fyrirtækjum vegna prófkjörsvaráttu sinnar. Ekki er ég fylgjandi því að fólk ráðist á heimili hennar til að mótmæla, en Steinunn Valdís hlýtur að þurfa að hugsa sinn gang. Samfylkingin hefur ekki sparað hneykslunarorðin þegar Sjálfstæðismenn hafa verið í umræðunni.

Það er ekkert óeðlilegt að krafan sé að Steinunn Valdís stígi til hliðar.

Hvað með Össur? Hann var ráðherra í fyrri ríkisstjórn og einn af lykilmönnum þar. Hann þáði háa styrki frá bönkum og fyrirtækjum. Hann átti í vafasömum viðskiptum með stofnfjárhlutabréf sín.

Það hlýtur að vera eðlileg krafa almennings að hann segi af sér starfi ráðherra og þingmennsku.

Nú reynir á Samfylkinguna.


Ekki láta Ólaf Ragnar sjá þessa frétt.

Óskup er nú gott í öllum hörmungunum ap fá svona smá jákvæða frétt. Ánægjulegt að sjá það mat að kreppan sé grynnri en búast hefði mátt við og að hagkerfið fara að vaxa á ný.

Taki ríkisstjórnin sig nú saman í andlitinu og vinni að því að framkvæmdir geti farið á fullt er alveg á hreinu að Ísland mun komast útúr kreppunni. Hverfi Vinstri stjórnin frá stöðnunarstefnu sinni og skattpíningarstefnu er alveg á hreinu að hagkerfið fer að vaxa á ný.

Reyndar verður að gæta þess vel að Ólafur Ragnar,forseti,komist ekki í þessa frétt. Ólafur Ragnar væri nefnilega alveg vís með að draga upp eins dökka mynd og hann gæti við erlenda fjölmiðla. Ólafur Ragnar hefur tekið að sér að vera einn helsti sérfræðingur landsins á sviði jarfðvísinda eins og frægt er orðið og mun skaða ferðaþjónustguna á næstu mánuðum.

Hann mun því örugglega telja sig í stakk búinn til að setja sig í hlutverk hagfræðiprófessors og draga upp allt það neikvæða sem þjóðin gæti hugsanlega lent í og fengið það út að kreppan hér myndi vara næstu árin.


mbl.is Kreppan grynnri en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný myndasería á Stöð 2 ? Range Rover á flótta.

Eins og greint hefur verið frá hefur verið óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs.

DV greinir frá miklum eltingaleik Jóns Ászgeirs við að koma lúxusbifreið að gerðinni Range Rover undan með því að skipta um eigendur á nokkurra daga fresti.

Það nýjasta er að nú eiga 365 miðlar bifreiðina, en umræddur útrásarvíkingur mun þó enn aka um á lúxuskerrunni.

Hér hlýtur að vera komið hið ágætasta myndefni fyrir Stöð 2. Upplagður titilol á myndaseríunni gæti verið: Flóttinn mikli á Range Rover.

Svo er auðvitað stóra spurningin. Er ekki þessi leikur notaður með allar aðrar eignir og fjármuni.


Hverjum ætli Jón Ásgeir kenni nú um?

Já, það tók 18 mánuði að komast að því að rétt væri að kyrrsetja eignir útrásarvíkinganna Jóns Ásgeirs og Hannesar. Svo er þaðauðvitað spurning hvort um einhverjar eignir sé að ræða yfir höfuð.Ætli þessi skúrkar séu ekkilöngu búnir að koma öllu semskiptir máli í svo gott skjól að erfitt verður að nálgast það.

Reyndar verður fróðlegt að fylgjast með Jóni Ásgeiri. Hann hefur hingað til talið sig saklausan af öllu og vera hið mesta ljúfmenni. það væru bara vondir menn eins og Davíð Oddsson sem réðust að honum persónulega og reyndu að níða hann  niður.Eins og svo oft hemur komið fram eru Baugsmenn eingöngu að standa í þessu öllu af einskærri góðmennsku við almenning á Íslandi.

Jóhannes gamli með saklausa andlitið hlýtur nú að koma fram í fjölmiðlum og endurtaka að þeir feðgar séu ofsóttir af Sjálfstæðisflokknum. Þeir séu með allt á hreinu.

Ætli almenningur trúi endalaust þessu góðmennskutali þeirra Buagsfeðga?


mbl.is Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti forstjórinn að þegja ?

Eflaust geta menn haft misjafnar skoðanir á því hvort það hafi verið rétt hjá fyrrverandi forstjóra FL Group að þegja þunnu hljóði um ansi vafasama viðskiptahætti hjá forráðamönnum félagsins. Var það bara nóg fyrir forstjórann fyrrverandi að fá í vasann nokkra tugi milljóna og segja, ekki svo orð um það meir.

Hvað með stjórn félagsins? Var það bara nóg að hætta eins og sumir gerðu og segja ekki eitt orð um spillinguna.

Framkoma fyrrverandi forstjóra og stjórnar er hluti af skýringunni á hvers vegna öll vitleysan,sem leiddi svo til alls herjar hruns gat átt sér stað.

Heitir þetta ekki að vera dálítið meðsekur.


mbl.is Staðfestir millifærslu frá FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofna þarf nýtt embætti. Leiðréttingastjóri Ólafs Ragnars forseta.

Það er alveg bráðnauðsynlegt fyrir stjórnvöld að stofna nýtt embætti,leiðréttingastjóra forsetans.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem embættismannakerfið og fleiri þurfa að setja allt á fullt til að leiðrétta ummæli sem Ólafur Ragnar hefur látið falla á erlendri grundu.

Það er alveg klárt mál að leiðréttingastjóri forsetans mun hafa nóg að gera og væntanlega þyrfti hann að ráða sér nokkra aðstoðarmenn.

 


mbl.is Mikil viðbrögð við orðum forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 829270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband