Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.4.2010 | 12:10
Ætlar Ólafur Ragnar að slátra ferðaþjónustunni?
Ólafur Ragnar,forseti, er gjörsamlega fjölmiðlasjúkur. Hann verður sífellt vera í kastljósi fjölmiðlanna og sést ekki fyrir í þeim efnum. Nú hefur Ólafur Ragnar tekið að sér það hlutverk að vera hámenntaður jarðfræðingur og útskýra fyrir heimsbyggðinni að gosið í Eyjafjallajökli sé bara svona smá spýja og það sé nú ekkert miðað við þaðsem er í vændum.
Væntanlega veit Ólafur Ragnar ekki nokkurn skapaðan hlut um það hvort Katla gýs á næstu vikum eða ekki fyrr en eftir nokkur ár. Vísindamenn menntaðir á sviði eldfjalla treysta sér ekki að nefna hvenær Katla muni gjósa.
Þessi yfirlýsingagleði Ólafs Ragnar vekur auðvitað athygli fjölmiðla um heim allan. Afleiðingarnar verða auðvitað þær að erlendir ferðamenn þora ekki að koma til Íslands á næstunni.
Það er vissulega hægt að taka undir með þeim sem segja að skerpa verði hlutverk forseta landsins. Það er óþolandi að hafa forseta sem þykist hafa vit áöllum málum og hefur á undanförnum árum oft á tíðum sagt fáránlega hluti við erlenda fjölmilðamenn og farið langt út fyrir það svið sem eðlilegt er að forsetinn haldi sig við.
Svei mér þá ef Ólafur Ragnar á ekki að bætast í hóp þeirra sem íhuga þurfa vandlega að segja af sér.
![]() |
Gosið nú lítið annað en æfing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2010 | 10:39
Staðfestir ótrúlegan skandal í sölu bankanna.
Eins og marga hefur grunað var eingöngu um pólitískan klíkuskap að ræða við sölu Lnadsbankans og Búnaðarbanka.Það virðist vera með ólíkindum hvernig Halldór og Davíð hafa kokkað upp aðferðir til að skipta þessum stofnunum milli einkavina sinna.Eins og frétt mbl ber með sér staðfestir Steingrímur Ari Arason að svona hafi verið staðið að sölu bankanna.
Svo er það með öllu óskiljanlegt að aðrir í forystu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á þeim skulu hafa lþatið þetta viðgangast. Til hvers var þetta fólk á þingi ef tveir menn réðu öllu sem þeir vildu ráða.
Flestir voru örugglega á því að það væri af hinu góða að bankarnir færu úr ríkiseign, en þá var talað um dreifða eignaraðild. Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna var horfið frá þeirri stefnu. Hvers vegna var einkavinum Davíðs og Halldórs afhent meirihlutavald í bönkunum á silfurfati.Það var nefnilega þannig að fjöldi einstaklinga átti þegar hlut í bönkunum sem hefur nú orðið engu.
Hefði Sjálfstæðisflokkurinn staðið við sína stefnu að selja ætti bankana í dreifðri eignaraðild hefði aldrei farið eins og fór.
Þetta er hreint og beint ömurleg saga og óskiljanlegt að tveir einstaklingar hafa getað fórnað stefnu flokkanna til að afhenda verulegar eignir til einkavina sinna.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf virkilega að gera upp sín mál ætli hann að geta áfram leitað eftir trausti kjósenda.
![]() |
Þetta var pólitísk ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samkvæmt því sem fjölmiðlar hafa eftir Björgólfi Thor þá segist hann ætla að greiða sínar skuldir að fullu. Ef hann meinar eitthvað með þessum yfirlýsingum sínum þá er það auðvitað gott.
Vegna þessara yfirlýsinga Björgólfs Thor hlýtur maður að spyrja, ætlar hann líka að greiða Icesave skuldirnar.
Það eru jú þær skuldir, sem hefur verið vísað beint í vasa almennings. Það eru þær skuldir semalmenningur þarf að greiða á næstu árum.
Það er þessi sami Björgólfur Thor sem tók við peningunum á Icesave reikningunum og notaði í eitthvað allt annað en að ávaxta þá fyrir viðskiptavinina og tryggja að þeir gætu fengið sína peninga.
Komi yfirlýsing frá Björgólfi Thor að hann ætli að greiða Icesave væri ástæða fyrir almenning að fagna.
Ég hef ekki séð slíka yfirlýsingu.
19.4.2010 | 11:23
Öll spjót beinast að Sjálfstæðisflokknum.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar er stór og mikil og gerir á ítarlegan hátt grein fyrir öllu varðandi hrunið. Nánast allir eru sammála að nefndin hafi lagt fram vandaða niðurstöðu.Einungis Ólafur Ragnar,forseti,er með eitthvert múður útí skýrsluna eins og við mátti búast,þar sem hlutur hans í hruninu er ekkert fegraður.Alemmningur sér nú enn betur hvers konar rugl var á ferðinni hjá forsetaembættinu.
Frá útgáfu skýrslunnar og reyndar fyrir hafa verið erfiðir fyrir margan Sjálfstæðismanninn. Það er ömurlegt að sjá hversu margir af forystumönnum flokksins hafa verið innviklaðir í spillingunni og blekkingarleiknum sem var stundaður.
Svo virtist sem flokkurinn væri aðeins að ná áttum og vinna sér að nýju traust kjósenda. Ég er ansi hræddur umað mikið bakslag komi nú í þá fylgisaukningu. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og þrátt fyrir að þær snúist um allt annað en hrunið þá er nánast öruggt að allt það sem beinist nú að Sjálfstæðisflokknum geti haft veruleg áhrif á framboð D-lista um land allt.
Það er hrikalegt að varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður skuli þurfa að segja af sér. BæðiÞorgerður Katrín og Illugi hafa verið öflugir þingmenn en eru nú farin af vettvangi stjórnmálanna og spurning hvaða möguleika þau eiga á endurkomu.
Bjarni formaður er í mikilli varnarbaráttu og spurning hvernig það endar.
Öll spjót beinast nú að Sjálfstæðisflokknum. Reyndar hljóta fjölmiðlar í auknum mæli að beina spjótum sínum að ýmsum forystumönnum Samfylkingarinnar.Margir af forystumönnum þess flokks eru engvir hvítþvegnir englar,eins og þeir þykjast vera.
Í Samfylkingunni hljóta fleiri en Björgvin G.Sigurðsson að þurfa að hugsa sinn gang. Það er ekki nóg að Ingibjörg Sólrún gráti.
14.4.2010 | 15:48
Eðlilegt að Framsóknarflokkurinn viðurkenni ábyrgð eftir viðtal í Kastljósi við Valgerði fyrrverandi bankamálaráðherra.
Það er mjög skyljanlegt að varaformaður Framsóknarflokksins viðurkenni að flokkurinn beri sína ábyrgð á hruninu og allri vitleysunni sem hefur viðgengist í þjóðfélaginu.
Það var hreint út sagt ömurlegt að hlusta á Valgerði Sverrisdóttur fyrrverandi bankamálaráðherra í Kastljóso gærkvöldsins.
Það var ömurlegt að hlusta á hvernig sala bankanna fór fram. Og enn ömurlegra var að heyra að Valgerður skrifaði undir þótt hún hafi frétt deginum áður um grundvallarbreytingar í söluskilmálum.
Samt skrifaði hún undir.
Eftir að hafa hlustað á Valgerði virðist það liggja á tæru að verið var að færa bankana ásilfurfati til gæðinga í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Mönnum sem höfðu enga reynslu og ekkert vit á bankastarfsemi. Það er eðlilegt að illa hafi farið.
Gott að Framsóknarflokkurinn skuli nú viðurkenna að hann ber ábyrgð á því vernig komið er fyrir okkur í dag.
![]() |
Viðurkenndi ábyrgð Framsóknarflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2010 | 14:14
Verður Össur töskuburðarmaður með í för?
Mikið er nú gott að Ólafur Ragnar,forseti,geti nú brugðið sér í sitt fínasta púss og mætt í almennilega veislu. Það hlýtur nefnilega að hafa verið hálf dauflegt hjáÓlafi Ragnar eftir aðhann hætti að fljúga út um allan heim með útrásarvíkingunum og sækja flottu veislurnar þar sem menn átu m.a. gull.
Jáþað er örugglega leiðigjarnt að sitja alla daga á Bessastöðum og fá bara ýsu og kjötbollur.
Nú er það stóra spurningin hvort Össur Skarphéðinsson lætur af stælum sínum að neita að bera töskur fyrir Ólaf Ragnar. Þjóðin bíður spennt að fá fréttir af því hvort Össur verður meðí för og léttir undir með Ólafi Ragnari að bera töskurnar.
Svo væri nú alveg dásamelgt ef Björn Valur þingmaður Vinstri grænna fengi að vera með í för.Hann gæti t.d.halsið á frakka Ólafs Ragnars.
![]() |
Forsetinn í afmæli drottningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2010 | 12:56
Ætlar Björgólfur og aðrir útrásarmenn að flytja til Íslands óg greiða peninga sína inn í íslenskt samfélag?
Auðvitað er það gottef Björgólfur Thor sér hversu illa hann hefur leikið íslenskan almenning með framkomu og gjörðum sínum. Vonandi er einhver alvara á bak við hans afsökunarbeiðni.
meini hann og aðrir útrásarvíkingar eitthvað með sínum afsökunarbeiðnum eiga þeir að flytja til Íslands og búa hér með okkur, án þess þó að verða treyst til að hefja að nýju sama leikinn og áður.
Alemmingur vill ekki sjá sömu andlitin í forystu viðskiptalífsins á Íslandi.
Ef Björgólfur Thor og aðrir útrásarvíkingar meina eitthvað með afsökunarbeiðni sinn koma þeir með þá fjármuni sem þeir enn eiga og selja lúxusvillur sínar og tæma reikningana á Tortilla og afhenda íslenska ríkinu til ráðstöfunar.
Gerist það þá sjáuum við að þeir meina eitthvað með afsökunarbeiðninni, annars eru þetta innihaldslaus orð.
![]() |
Björgólfur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2010 | 23:42
Ætti Björn Valur ekki að segja af sér í leiðinni.
Það vantar ekki að Björn Valur þingmaður VG er stóryrtur maður og úthúðar ýmsum. Nú tekur hann forsetann Ólaf Ragnar fyrir og hvetur hann til að segja af sér. Ekki ætla ég að verja hvernig Ólafur Ragnar hagaði sér varðandi útrásarvíkingana ,undirlægjuháttinn við fyrrum bankaeigendur, Baugsmenn o.fl.
En eru það ekki einnig veruleg afglöp af þingmanni að hafa hvatt til þess að Icesavesamningurinn yrði samþykktur,ekki bara einu sinni heldur tvisvar, þrátt fyrir að í ljós hefði komið að með því væri verið að skuldbinda íslensku þjóðina langt umfram það sem eðlilegt er.
Er það ekki vítaverð vanræksla þingmanns að hafa hvatt til þess og komið því í gegn að Alþingi samþykkti slíkan samning.
Auðvitað er Björn Valur foxillur útí Ólaf Ragnar fyrir að hafa gefið þjóðinni tækifæri til að hafna nauðungarsamningnum.
Telji Björn Valur nauðsynlegt að Ólafur Ragnar forseti segi af sér held ég að hann sjálfur ætti verulega að íhuga að fá að vera samstíga í að segja af sér þingmennsku.Ábyrgð Björns Vals er mikil að hafa ætlað að skuldbinda þjóðina langt inní framtíðina langt umfram það sem okkur ber.
![]() |
Hvatti forsetann til að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já, það er ótrúlegt að sjá þessar upphæðir sem bankarnir hafa ausið í stjórnmálamennina. Til hvers voru bankarnir að þessu? Og hvers vegna voru stjórnmálamennirnar að þiggja þessu ölmusu frá bönkunum? Gátu þeir eftir það litið eins hlutlaust og með gagnrýni á þessar stofnanir eftir að hafa þegið peningana.
Svo vekur athygli hvernig bankarnir hafa flokkað þingmennina og veitt þeim misháar upphæðir.
Eftir hvaða reglu bankarnir hafi unnið þegar þeir ákváðu upphæðina?
![]() |
Bankastyrkir í stjórnmálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2010 | 16:02
Samfylkingin ber líka mikla ábyrgð á hruninu. Ekki nóg að sparka í Björgvin G.Sigurðssn
Núverandi og frrverandi frystumenn Sjálfstæðisflokksins bera mikla ábyrgð á hruninu. Það er hreint ótrúlegt að þeir skuli ekki hafa staðið sig betur á vaktinni. Maður verður að viðurkenna að sala bankanna hefur verið einn alls herjar skandall. Sukkið hefur verið algjört. Það er erfitt fyrir mann að þurfa að viðurkenna að margir í frystuliði Sjálfstæðisflkksins hafa gjörsamlega brugðist því mikla trausti sem þjóðin bar til flokksins.
En Samfylkingin getur ekki sktið sér undan ábyrgð eins g hún gerir nú tilraun til Það er ekki nóg að sparka eingöngu í Björgvin G.Sigurðssn. Fáránlegt er nú að hlusta á Ingibjörg Sólrúni sem segist ekkert hafa vitað um hversu ástandið var slæmt. Samt fór hún útí heim til að halda ræður um það hvað bankakerfið hér væri gott
Enginn flokkur daðraði við og dásamaði útrásarvíkingana og auðmennimna eins mikið og Samfylkingin. Ef menn voguðu sér að gagnrýna Baugsveldið rauk forysta Samfylkingarinnar upp látum og talaði um að ákveðnir Sjálfstæðismenn legðu Baug í einelti.
Samfylkingin situr því uppi með að bera mikla ábyrgð á allri vitleysunni.
Það er ekki von á að ástandið batni mikið í stjórnmálunum ef Samfylkingin ætlar að hvítþvo sig af öllu og kenna bara öðrum um.
![]() |
Enginn flokkur stóð jafn dyggilega við útrásina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 829270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar