Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samfylkingin mun alls staðar tapa fylgi.

Fylgishrun Samfylkingarinnar í Hafnarfirði þarf ekki að koma neinum á óvart.Auðvitað snýst kosningabaráttan í sveitarfélögum landsins um einstök mál í hverju sveitarfélagi og val milli einstaklinga á listunum. Það er samt svo sérstaklega í stærri sveitarfélugunum að landsmálin spila inní. Kjósendur vilja ekki verðlauna Samfylkinguna í sveitarfélugunum fyrir það að ríkisstjórn undir forystu þess flokks hefur gjörsamlega sett stopp á alla uppbyggingu í landinu.

Svo heldur Dagur B.Eggertsson og Samfylkingin í Reykljavík að það sé bara hægt að búa til sérstakan hagvöxt í Reykjavík þvert á stefnu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Reyndar er umræddur Dagur varaformaður Samfylkingarinnar.

Það er nauðsynelgt að Samfylkingin fái sama skellinn í öðrum sveitarfélögum og þann sem yfirvofandi er í Hafnarfirði.


mbl.is Könnun sýnir meirihlutann í Hafnarfirði fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna stjórna atvinnurekendur lífeyrissjóðum launafólks?

Mér datt í hug spurning, semég hef oft velt fyrir mér þegar ég sá fréttina um hitafund hjá líofeyrissjóðnum með mynd af Vilhjámi Egilssyni, hvers vegna ráða atvinnurekendur yfir lífeyrissjóðum launafólks.

Launþegar greiða í lífeyrissjóðina og hluti af launkjörunum er mótframlag atvinnurekandans. Þetta eru sjóðir sem launþegar eiga og fá svo greitt úr þegar þar að kemur.

Ég get ómögulega skilið hvers vegna fulltrúar atvinnurekenda sitja í stjórnum og ákveða hvernig spilað er með eign launþeganna.

Það er eðlilegt að launafólk kyngi því ekki þegjandi hvernig búið er að fara með sjóði þess.


mbl.is „Menn eru stjörnuvitlausir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta afrek Vinstri velferðarstjórnarinnar. Neita að hlusta á Mannréttindadómstólinn.

Hroki,valdníðsla og yfirgangur vikrðast vera aðalsmerki þessarar fyrstu tæru Vinstri stjórnar i landinu,sem kallar sig velferðarstjórn. Flestir eiga óskup erfitt með að sjá jákvæða merkingu í orðinu velferð undir Vinstri stjórn.

Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að  formaður stjórnmálaflokks sem kennir sig við jafnrétti að segja það mjög ólíklegt að nokkuð verði farið eftir niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.

Alveg er ég viss um að fulltrúar réttlætis og mannréttinda Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson hefðu örugglega reynt að slá sín eigin met í málþófi á Alþingi ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði hagað sér svona.

Reyndar getur skýringin verið sú að gagnsæið sé orðið svo mikið í Samfylkingunni að það sjáist orðið í bakhliðina á plötunni. Þar komi í ljós að Samfylkingin hefur breytt um stefnu hvað varðar málsskotsrétt forsetans og að nú leggst Samfylkingin gegn niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.

Reyndar er ánægjulegt að Samfylkingin skuli nú sýna sitt rétta andlit.


mbl.is Endurgreiðsla iðnaðarmálagjalds ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókaútgáfa Alþingis nýtur meiri vinsælda en Undirheimar.

Um fátt hefur verið meira rætt í þjóðfélaginu að undanförnu heldur en innihald Rannsóknarskýrslu Alþingis. Kannski að gosið í Eyjafjallajökli hafi eitthvað ruglað umræðunni, en enn ræða menn innihald skýrslunnar af miklum þunga.

Það þarf því ekki að koma á óvart að bókaútgáfa Alþingis hafi náð þeim eftirsótta árangri að eiga langsöluhæstu bókina. 'utgáfa sem nefnis sig Undirheimar nær ekki nema öðru sæti með sína bók.

Alþingi þyrfti reyndar að spá í að kaupa þessa bókaútgáfu. Það væri nefnilega flott í framtíðinni að geta gefið út svona skýrslur, þar sem stæði útgefandi: Undirheimar Alþingis.

 

 

 


mbl.is Skýrslan er metsölubók ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin vill taka völdin af Ólafi Ragnari forseta.

Það kveður nú aldeilis vioð annan tón hjá Samfylkingunni gagnvart Ólafi Ragnari forseta. Nú segir Jóhanna formaður að rétt sé að taka málsskotsréttinn af forsetanum. Annað hljóð var nú á Samfylkingarheimilinu þegar Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin.

Nú finnst Samfylkingunni rétt að taka þetta vald af forsetanum í framhaldi af því að hann neitaði að staðfesta Icesave samninginn.

 Merkilegur viðsnúningur hjá Samfylkingunni.

 

 


Jóhanna.Hverjir eiga að setja lög og reglur?

Alveg er stórkostlegt að heyra í gamalreyndum og stjórnmálaforingjum sem nú virðast alveg koma af fjöllum hvað flokkarnir og einstaka frambjóðendur fengu háa styrki.

Jóhanna segir eins og um flest an nað. ÞJóhað er agalegt að heyra þetta,en þetta var nú þá og þá giltu engar regur. Já,það virðist koma Jóhönnu gjörsamlega á óvart hvernig umhverfið var og að Samfylkingin og einstaka frambjóðendur hafi verið á kafi í spillingarstyrkjunum.

Ekki er nú Jóhanna neinn byrjandi á þingi. Jóhanna sem telur sig hafa eytt ævi sinni í að berjast fyrir réttlæti hlýtur nú að hafa haft tækifæri til að taka málið upp á Alþingi. Það gerði hún ekki.

Jóhönnu kemur á óvart hve verðlag er hátt í verslunum,hvað vextir eru háir, hvað aheimilin eiga í miklum vandræðum o.s.frv.

Merkilegt hvað margt hefur farið framhjá aldursforseta þingsins.

 

 

 

H


mbl.is Óþægilegt fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu ein og sömu lög fyrir alla.

Það er í sjálfu sér merkilegt að það skuli þurfa að ræða það eitthvað sérstaklega að ein og sömu lögin eigi að gilda fyrir alla þegna landsins. Auðvitað á það að vera sjálfsagður hlutur.

Auðvitað eiga að gilda sömu hjúskaparlög fyrir alla, hvort sem í hlut eiga karl og kona, karl og karl eða kona og kona.

Svona einfalt er það. Ég trúi því ekki að þjóðkirkjan muni leggjast gegtn slíkum mannréttindum til handa öllum þegnum landsins.


mbl.is Ein hjúskaparlög í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuharka á Alþingi. Ráðherra gagnrýndur fyrir að fara á klósettið.

Landsmenn hafa vitað að það er mikil vinnuharka á bAlþingi. Álag á þingmenn að maður tali nú ekki um ráherra er svo mikið að ekki nær nokkru tali. Við heyrum t.d. oft Jóhönnu og Steingrím J. ræða um það hvað þau séu óskaplega þreytt.

En nú er mælirinn fullur og full langt gengið þegar þingmaður einn gerir athugasemd við að Jón Bjarnason,sjávarútvegsráðherra bregði sér á klósettið. Ætlast þingmaðurinn Jón nafni ráðherrans virkilega til að ráðherrann haldi í sér á meðan þingmaðurinn talar. Er þetta nú ekki að verða full mikil vinnuharka á Alþingi. Álfheiður heilbrigðisráðherra verður að setja reglur allavega siðareglur um ráðherrum séheimilt að fara á klósettið þegar þeim er mál.

Þetta er nefnilega einhver merkasta umræða í langan tíma á okkar ágæta Alþingi.

Reyndar er ekkert skrítið að sjávarútvegsráðherrann fái kvalir í magann vegna hvalaumræðunnar.


mbl.is Áminntur fyrir tal um magakveisu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt ef Ólafur Ragnar ætlar að sitja áfram í embætti forseta.

Eftir allt sem á undan er gengið og eftir að rannsóknarskýrslan gjörsamlega slátrar Ólafi Ragnari er hreint og beint ´ðotrúlegt að hann skuli treysta sér til að sitja áfram í embætti forseta Íslands á Bessastöðum.

Það sem setur þó punktinn yfir i er yfirlýingarÓlafs Ragnars um að Kölugos sé yfirvofandi á næstu dögum. Með yfirlýsingu sinni tókst honum að hræða erlenda ferðamenn frá því að koma hingað. Heyrst hefur að ferðaþjónustan meti yfirlýsinguna til nokkurra ruga milljarða í tekjutapi.

Hávær krafa almennings er nú um afsagnir þingmanna,sem sváfu á verðinum í hruninu og þáðu himinháa styrki frá fyrirtækjum og bönkum.

Sama krafan hlýtur að vera á lofti gagnvart Ólafi Ragnari.

Nú er rætt um í framhaldi yfirlýsingagleði Ólafs Ragnars og klappstýruhlutverki hans hjá auðmönnum og fyrrum bankaeigenda að setja þurfi forsetaembættinu siðareglur.

Auðvitað þarf að gera það, en eftir sem áður er líklegt að Ólafur Ragnar sitji áfram næstu árin enda kemur fram hjá honum að hann telur enga nauðsyn á að setja siðareglur.

Það er ekki nóg að heimta að þingmenn þurfi að segja af sér ef toppurinn sjálfur forsetinn getur setið eins og ekkert hafi gerst sem forseti á Bessastöðum.

Best væri auðvitað að stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar sæi það sjálfur að það er best fyrir nýja Ísland að hann segi af sér og við fáuum að kjósa um nýjan forseta.

 

 


mbl.is Dýrkeypt yfirlýsing forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Dagur ekki heyrt um að það er Vinstri stjórn í landinu.

Alveg er stórkostlegt að sjá málflutnings Dags og Samfylkingarinnar. Dagur talar eins og hann hafi ekki hugmynd um að það er Vinstri stjórn í landinu,sem kemur í veg fyrir að atvinnulífið geti farið á fullt.

Það merkilegasta er þó að þessi sami Dagur er varaformaður Samfylkingarinnar, en sá flokkur leiðir Vinstri stjórnina í landinu.


mbl.is Vilja stefna að 3,5% hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 829270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband