Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samfylkingarþingmenn Suðurkjördæmis, hlustið á Kristján Möller.

Í fréttum Stöðvar 2 áðan var viðtal við Kristján Möller formann iðnaðarnefndar. Þar sagði Kristján að það gengi ekki að allar framkvæmdir við álver í Helguvík lægju niðri. Kristján sagði að stjórnvöld yrðu að hafa forystu um að skapa þannig aðstæður að allt gæti farið á fullt. Kristján sagði að Landsvirkjun þyrfti að skaffa orku til álversins. Það er merkilegt að hlutsa á Kristján Möller segja þetta þar sem sumir hafa haldið því fram að stjórnvöld hefði gert allt sem hægt væri.

Kristján Möller benti á að 2000 manns fengju vinnu við framkvæmdir og það myndi skapa ríki og sveitarfélögum 1 milljarða tekjur á mánuði.

Það gengur ekki að vinstri stjórnin einblíni bara á skattahækkanir heldur verður að koma framkvæmdum á fullt eins og álverinu í Helguvík. Það skapar tekjur og þörfin á skattahækkunum hverfur.

Þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Hlustið á Kristján Möller. Það veltur á Oddnýju, Björgvini og Róberti hvort framkvæmdir komast af stað.


Skýr skilaboð til Vinstri grænna að standa við stefnu sína.

Það kemur svo sannarlega ekki á óvart að andstaða við að Ísland gangi í ESB skuli aukast.Það er í litlu samræmi við vilja meirihluta þjóðarinnar að halda á fullu áfram aðlögun að ESB. Áframhaldið er undir Vinstri grænum komið. Þeir hafa sagt að þeir séu á móti inngöngu í ESB. Það liggur því ljóst fyrir að meirihluti þjóðarinnar er á móti og að meirihluti þingmanna er á móti. Hvers vegna í óskupunum að standa þá í kostnaðarsamri aðlögun?

Það liggur fyrir tillaga á Alþingi að draga umsóknina um inngöngu í ESB til baka.

Það er undir þingmönnum Vinstri grænna komið hvernig þetta fer. Ef VG ætlar að standa við sína eigin stefnu verður samþykkt að hætta viðræðum. Ef VG ætlar áfram að svíkja sína stuðningsmenn höldum við áfram aðlögun.

Vonandi hlusta Vinstri grænir á þessu skýru skilaboð þjóðarinnar.

 


mbl.is Vaxandi andstaða við aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott staðsetning fyrir fangelsi.

Vinstri stjórnin hefur marg ítrekað lofað að vinna með Suðurnesjamönnum að atvinnuuppbyggingu. Enn hafa það eingöngu verið innatóm loforð þrátt fyrir fallegar myndatökur af ráherrum á fundum hér á svæðinu.

Nú vilja Sandgerðingar fá eitt stykki fangelsi í sitt sveitarfélag og benda þar á Rocvillesvæði norðan Keflavíkurflugvallar. Frábær staðsetning og gullið tækifæri til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum.

Reyndar yrði það örugglega sárt fyrir þá útrásarvíkinga sem hugsanlega þurfa að dvelja þar að hafa útsýni yfir flugvöllinn og sjá allar einkaþoturnar og aðrar þotur koma og fara. Það myndi örugglega verða þeim mikil refsing.

En hugsanlega verður þetta einkafangelsisbygging ef Steingrímur J. fær að ráða. Þá má hugsa sér að einhverjar vistaverur verði innréttaðar eins og flottar einkaþotur þannig að það lini sársaukann vegna útsýnisins.

Auðvitað fengju fangar ekki slíkar vistarverur nema sem bónus.

En sem sagt ríkisstjórnin sem hingað til hefur svikið loforðin um að taka höndum saman með Suðurnesjamönnum um atvinnuuppbyggingu hlýtur að fagna þessu útspili Sandgerðinga.


mbl.is Suðurnesjamenn vilja fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumar eru árásir Björns Vals á Árna og Ásmund.

Ég geri það stundum að skoða skrifin á Smugunni vef vinstri manna. Oft er þar margt ágætt að finna en í dag gekk fram af mér að lesa skrif Björns Vals þingmanns VG og varaformanns Fjárlaganefndar. Þar sendir hann bæjarstjórunum Árna Sigfússyni og Ásmundi Friðrikssyni heldur betur tóninn. Björn Valur talar með mörgum orðum um að þeir stundi aumingjavæðingu. Ekki er það falleg lýsing sem hann viðhefur um okkur Suðurnesjamenn en það er kannski ekki við öðru að búast af lágkúrulegasta þingmanni Alþingis.

Á Suðurnesjum er mikið atvinnuleysi og samhliða því hafa tekjur sveitarfélaga minnkað til muna. Árni Sigfússon,bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur lagt dag við nótt að kanna möguleika á að efla atvinnulífið hér á svæðinu. Árni rakti nýlega í grein í Morgunblaðinu viðbrögð vinstri stjórnarinnar við tillögunum.Það er nánast sama hvað hefur verið nefnt allt mætir seinagangi eða hreinlega stóru neii frá Vinstri stjórninni.

Ásmundur Friðriksson,bæjarstjóri, í Garði hefur einnig eytt miklum tíma í að ná eyrum manna fyrir nauðsyn þess að hér væri hægt að byggja upp atvinnulífið.

Suðurnesjamenn eru ekki að biðja um ölmunsu frá ríkinu. Suðurnesjamenn eru að biðja um að þeir fái umhhverfi þar sem hægt er að byggja upp atvinnulífið.

Halda menn að fyrirhuguð viðbótaskattaálagning á stóriðju og sjávarútveg verði til að auka líkurnar á atvinnuuppbyggingu. Halda vinstri menn að aukin skattheimta muni laða að erlenda fjárfesta.

Það er ömurlegt að það skuli vera til þimngmaður sem ræðst á forystumenn sveitarfélaga og kallar þá öllum illum nöfnum fyrir það eitt að vilja berjast fyrir hagsmunum sinna íbúa. Eða er ástæðan kannsi sú að bæði Árni og Ásmundur eru Sjálfstæðismenn og bæði í Reykjanesbæ og Garði hafa Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta.

Maður veltir fyrir sér hvort þingmaður Samfylkingar á Suðurnesjum, Oddný Harðardóttir, sem jafnframt er formaður Fjárlaganefndar, ætlar að láta Björn Val ráða ferðinni og úthúða forystumönnum sveitarfélaganna fyrir að vilja uppbyggingu.

Hvernig væri nú að þingmenn Samfylkingarinnar segðu hingað og ekki lengra. Í stað skattpíngaleiðarinnar skulum við stuðla að auknum tekjum í þjóðfélaginu. Þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi, þið hljótið að geta haft áhrif eða á Björn Valur að vera talsmaður ykkar?


Flóamenn drekka vatn í boði Landsvirkjunar.

Þeir eru aldeilis snjallir samningamenn hreppsnefnd Flóahress. Samkvæmt fréttum á RUV í hádeginu í dag kemur fram að vatnslindir í Flóahreppi eru þornaðar upp, en Landsvirkjun sér íbúum sveitarfélagsins fyrir köldu vatni.

Samið var við Landsvirkjun í tengslum við að leyfi fengist fyrir að virkja í sveitarfélaginu að Landsvirkjun tryggði íbúum kalt vatn. Nú hefur ekkert verið virkjað ,en Landsvirkjun verður að standa viðsamkomulagið um kalt vatn. Snjallt. þetta kemur ekki vara fáum íbúum til góða heldur öllum

Enginn getur lifað án þess að fá vartn,hvort sem um dýr eða mannfólkið er að ræða. Og nú verða hörðustu virkjunaandstæðingar að gera sér það að góðu að þamba vatn í hitanum eins og þeir mögulega geta í boði Lamndsvirkjunar. Snjallt að hjá hreppsnefnd að allir íbúar eru þátttakendur í að þiggja vatn í boði Landsvirkjunar.


Hvernig endar einleikur Þráins?

Þá er komið að því að Þráinn Bertelsson,þingmaður VG, sýnir klærnar. Nú hótar Þráinn að styðja ekki fjárlögin ef kvikmyndaskólanum verði ekki bjargað. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þetta mál endar. Kannski verður ríkisstjórnin að grípa til þess ráðs að skera niður heiðurslistamannalaunin til að geta fjármagnað kvikmyndaskólann.

Eitt er víst að komi ríkisstjórnin fjárlögunum ekki í gegn er stjórnin fallin. Það hlýtur að verða þungur róður fyrir ríkisstjórnina að koma fjárlögum í gegn ef hver og einn þingmaður VG og Samfylkingar ætlar að setja úrslitaskilyrði. Stjórnin hefur aðeins eins manns meirihluta.

Og ekki má gleyma því að Sigmundur Ernir hefur sagt að stjórnin sé á skilorði hvað varðar sinn stuðning.


mbl.is Setur skilyrði fyrir stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort skilar árangri fíflagangur Jóns Gnarr eða hugsjónabarátta Páls Óskars fyrir betra samfélagi?

Það var gamman að sjá þann gífurlega mannfjölda sem tók þátt í Hinsegin dögum á laugardaginn. Jón Gnarr borgarstjóri virðist haldinn mikilli þörf fyrir að vera aðalnúmerið á svona dögum. Alveg er með ólíkindum að lesa að hann ætlaðist til að borgarfulltrúar fylgdu sér eftir sem gæsir og átti það eflaust að sýna að þær fylgdu foringja sínum. Ekki einn einasti borgarfulltrúi var tilbúinn að taka þátt í skrípaleik Jóns Gnarr.

Mun líklegri til árangusr fyrir baráttu samkynhneigðra og baráttunni fyrir betra samfélagi ef framganga og málflutningur Páls Óskars. Af honum geislar einlægnin og málflutningur hans er málefnalegur. Páll Óskar er hann sjálfur og kemur þannig fram.

Það er mikill munur á framkomu þessara tveggja manna.


Ingvi Hrafn á að skammast fyrir ummæli sín um Eyjamenn.

 

 Oft horfi ég á sjónvarpsstöðina ÍNN og hef gaman af. Þar eru margir áhugaverðir og skemmtilegir þættir. Gaman er að fylgjast með Hrafnaþingi að maður tali nú ekki um þegar Heimastjórnin mætir í þáttinn. Ef til vill er enn meira gaman fyrir okkur sem teljumst aðeins til hægri að hlusta heldur en gallharða vinstrimenn. Þessi sjónvarpsstöð er ein helsta málsvörn andstæðinga núverandi vinstri stjórnar. Oft finnst mér Ingvi Hrafn nálgast málefnin á skemmtilegan hátt og draga upp einfalda og skýra mynd af mönnum og málefnum.

Mér brá því illilega þegar Ingvi Hrafn byrjaði þátt sinn s.l. föstudag á að hella úr skálum reiði sinnar vegna nýafstaðinnar þjóðhátíðar. Ingvi Hrafn dró upp slíka mynd af þjóðhátíðnni og þeim sem að henni standa að með ólíkindum var að hlusta á það.

 

 Mér blöskraði hvernig Ingvi Hrafn skellti allri skömminni á þjóðhátíðarnefnd og Eyjamenn. Halda menn virkilega að Eyjamenn reyni ekki af fremsta megni að halda uppi reglu og koma í veg fyrir ofbeldisverk s.s. nauðganir. En það er sama hvað er gert, alltaf eru til þrjótar sem einskis svífast.

Það gekk fram af mér að hlusta á Ingnva Hrafn á Hrafnaþingi á föstudaginn, hvernig hann úthúðaði þjóðhátíðinni og Eyjamönnum. Ingvi sagðist hafa heyrt,sér hefði verið sagt o.s.frv. Klikkti svo út með að segja að reyndar hefði hann aldrei sjálfur verið á þjóðhátíð. Nú er það svo að þjóðhátíð hefur veri'ð haldin með fáuum undantekningum frá árinu 1874. Auðvitað hafa komið upp leiðindamál eins og annars staðar. En í heildina er þetta frábær samkoma með miklum fjölda,þar sem tekst að halda uppi góðri reglu. En að draga upp þá mynd að þjóðhátíð í Eyjum sé einhver rusl samkoma er lítilsvirðing við Eyjamenn og gesti þeirra.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir,þingmaður, var gestur í þættinum og sagði að á fyrri tíð hefði verið nauðgað á útihátíðum sem haldnar voru á landinu. Munurinn væri sá, að þá hefði ekki mátt tala um það, allt hefði verið þaggað niður.Sem betur fer væri það ekki gert.

Einnig voru í þættinum Guðlaugur Þór og Jón Kristinn og ræddu þessi mál á hógværari og málefnalegri hátt en Ingvi Hrafn. Þeim varð t.d. tíðrætt um ábyrgð foreldra.

Ingvi ræddi mikið um útúrdrukkið fólk á þjóðhátíðinni. Hefur Ingvi Hrafn farið í miðborgina um helgar eða um hátíðir. Hefur Ingvi Hrafn kynnt sér árásir,hrottaskap og nauðganir í lögregluskýrslum Reykjavíkur?

Ég mótmæli því harðlega að ráðist sé á svo hrottalegan hátt á Eyjamenn og þjóðhátíðina eins og Ingvi Hrafn gerði s.l.föstudagskvöld.


Ömurlegar árásir á Eyjamenn.

Hjá hverri einustu þjóð í heiminum eru til fársjúkir einstaklingar sem fremja ódæðisverk. Það er sama hversu mikið eftirlit hafa eða lög að alltaf eru framdir glæpir. Auðvitað er það ömurlegt að á útihátíð eins og Þjóðhátíð Vestmannaeyja skuli vera meðal 14000 gesta aðilar sem fremja glæp eins og nauðgun.

Það sem er þó hrikalega ósanngjarnt að sumir fjölmiðlar og ei9nstaklingar skuli ráðast á forsavarsmenn þjóðhátíðarinnar í Eyjum og hreinlega kenna þeim um glæpina. Dregin er upp sú mynd að Eyjamenn hugsi ekki um annað en græða á þjóðhátíðnni og láti sér í léttu rúmi liggja gæslu og öryggismál. Þetta er hrikaleg ósanngjörn gagnrýni.

Eyjamenn vilja að sjálfsögðu tryggja sem best öryggi sinna gesta.Foreldrar í Eyjum leyfa sínu unga fólki fara í Herjólfsdal í trausti þess að þau séu þar örugg.

 Menn verða að láta af þessari ósanngjörnu gagnrýni á Eyjamenn og taka höndum saman um að finna leiðir til að uppræta kynferðisglæpi sem aðra glæpi.


mbl.is Tvennt stendur upp úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Kristján Möller að gefast upp á framkvæmdaleysi Ögmundar samgönguráðherra?

Margt bendir til þess að Kristján Möller sé að gefast upp á framkvæmdaleysi Ögmundur í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegagerð. Það er að koma upp aftur og aftur að Kristján undrast skilningsleysi og svik Ögmundar við áður lofaðar framkvæmdir. Kristján segir fullum fetum að það sé rangt hjá Ögmundi að ekki séu til peningar.

Bæði Kritsján Möller og Sigmundir Ernir hafa orðið miklar efasemdir um þessa vesælu og verklausu ríkisstjórn. Þeir félagar hafa lýst yfir andstöðu við tillögur Jóns Bjarnasonar í sjávarútvegsmálum og segja þær aldrei geta gengið.

Nú er það svo að Kristján Möller er í lykilstöðu til að láta að sér kveða og krefjast aðgerða í vegamálum. Þolinmæði hans hlýtur ð vera á þrotum gagnvart Ögmundi og félögum hans í VG. Hugsi Kristján um þjóðarhag hlýtur hann að sjá til þess að Vinstri grænir hverfi úr ríkisstjórn.


mbl.is Undrast ummæli Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband