Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.8.2011 | 18:20
Ótrúlegt að 17% kjósenda skuli enn vilja stopp og skattpíningarstefnu Steingríms J.
Nýjustu skoðanakannanir sýna að enn ætla 17% kjósenda að greiða Vinstri grænum atkvæði sitt. þetta er hreint og beint lygileg niðurstaða. Ég hélt satt best að segja að fylgi VG væri komið niður í 5-6% miðað við að flokkurinn hefur reynst þjóðinni þannig. Vinstri grænir reka algjöra stopp stefnu í uppbyggingu atvinnulífsins. það skiptir engu þótt það sé samið við ríkisstjórnina að forsenda kauphækkana sé að kraftur verði settur í atvinnulífið og framkvæmdir settar á fullt. Ekkert gerist. Vinstri grænir segja stopp við öllu.
Eina leiðin sem Vinstri grænir sjá er að hækka skatta. Öllum almenningi finnst nú þegar nóg um alla skattana.
Þaqð sjá allir nema Vinstri grænir að eina leiðin til að þjóðin rétti úr kútnum er tekjuaukning fyrir þjóðarskútuna. Það eitt getur leitt til betri lífskjara.
Það þarf að losna við Vinstri græna úr ríkisstjórninni.
Spurningin er hversu lengi ætla þingmenn Samfylkingarinnar að bera ábyrgð á VG.
3.8.2011 | 16:16
Ásmundur rýfur þögnina og kastar sprengju.
Svei mér þá, nú held ég að margir hafi orðið undrandi eftir að Ásmundur bæjarstjóri í Garði rýfur þögnina varðandi málefni HS orku. Er það virkilega staðreyndin að lífeyrissjóðir landsins hafi verið að leggja inn peninga í fyrirtækið til þess að greiða Ross Beaty upphæðina. Það hafa örugglega margir ímyndað sér að lífeyrissjóðirnir væru að leggja fjármagnið í þetta fyrirtæki til að efla atvinnulífið og þá ekki síst hér á Suðurnesjum. Lífeyrissjóðirnar eru að spila með peninga almennings, þannig að hinum almenna borgara kemur þetta mál við.
Það er gott hjá Ásmundi bæjarstjóra að rjúfa þögnina og leyndarhjúpinn sem hvílir yfir flestu sem Steingrímur J. fjármálaráðherra kemur nálægt.
Það hlýtur að vera krafa Suðurnesjamanna og landsmanna allra að spilin verði lögð á borðið hvernig þetta blessaða HS mál og Magma mál er vaxið.
![]() |
Segir peninga lífeyrissjóða renna í vasa Ross Beaty |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2011 | 13:16
Er Vinstri stjórnin á móti íslenskri kvikmyndagerð?
Ýmsir menningarpostular vinstri flokkanna þykjast vera miklir áhugamenn um íslenska menningu.Í forgangsröðun eigi íslens menningarstarfsemi að vera ofarlega á útgjaldalista íslenska ríkisins. Menningarpostular vinstri flokkanna hafa haft hátt þegar WSjálfstæðisflokkurinn hefur farið með völdin og gagnrýnt harkalega fyrir afturhaldssemi og að lítið kæmi til menningarstarfsemi.
Það mætti því ætla að það væri aldeilis draumastaða nú fyrir íslenska menningarstarfsemi eins og kvikmyndagerð. Það hefur sýnt sig að við getum gert flottar og fínar myndir. En nú er unnið að því öllum árum að þrengja svo að Kvikmyndaskólanum að hann getur tæpast starfað áfram.
Hver hefði trúað þessu ástandi í tíð menntamálaráðherra frá VG. Nú skal skorið niður og skorið niður. Eflaust verður það krafa menntamálaráðherra VG að nemendum skólans verði aðeins kennt að framleiða stuttmyndir. Þær eru ódýrari í framleiðslu.
![]() |
Færu annars í dýrt nám erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2011 | 11:53
Myndir og nöfn af þessum glæpamönnum.
Allir eru sammála að heilt yfir hafi þjóðhátíðin í Eyjum farið vel fram. Í Herjólfsdal voru samankomin 14 þúsund og mikill,mikill meirihluti hagaði sér vel og var sjálfum sér og öðrum til sóma. Þjóðhátíðarnefnd hefur í gegnum árin ávallt reynt að hafa gæslu og allar öryggisráðstafanir eins og best verður á kosið. En dæmin sanna að það er ansi errfitt að koma í veg fyrir að ógeðslegir og illa innrættir einstaklingar geti unnið hryðjuverk.
Auðvitað er það hrikalegur glæpur að nauðga. Það er ömurlegt að til skuli vera einstaklingar sem gera öðrum aðila það að koma fram vilja sínum á þann hátt að nauðga. Það er hrikalegur glæpur.
Þjóðfélagið þarf að bregðast þannig við að herða refsingar mjög við slíkum glæp. Þegar sðili hefur verið dæmdur á skilyrðislaust að birta nafn hans og mynd, þannig að almenningur viti hver aðilinn er.,sem vinnur slíkt ódæðisverk.
![]() |
Við erum slegin yfir þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2011 | 22:48
Er hægt að banna makríl að synda til Íslands?
Hvers vegna í óskupunum mega Íslendingar ekki veiða makrílinn sem syndir upp að landinu. Ekki höfum við haft nokkuð um það að segja að allt í einu tekur makríllinn upp á því að synda til okkar svo milljónum skiptir. Eigum við bara að horfa á makrílinn synda í sjónum og sleppa því að veiða hann. Furðulegt er að sjá viðbrögð Norðmanna og fleiri ríkja, sem setja á okkr þvingunaraðgerðir. Það er hreint og beint ótrúlegt.
Að sjálfsögðu eigum við fullan rétt á því að veiða þann fisk sem er í okkar lögsögu. Það er okkar að setja reglur um það en hvorki Norðmanna eða ESB.
![]() |
Löndunarbann á makríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2011 | 18:52
Ætlar Kristján Möller að bera ábyrgð á að allt er stopp?
Kristján Möller fv.sagönguráðherra hefur gagnrýnt Ögmund Jónasson núverandi samgönuráðherra fyrir seinagang í vegaframkvæmdum. Kristján segir að allt of hægt gangi,það þurfi að setja mun meiri kraft í framkvæmdirnar. Bent er á að auknar framkvæmdir í vegamálum er hluti af samkomulagi um lausn kjaramála.
Upplýst hefur verið að skattar og gjöld af bifreiðum landsmanna nema um 50 milljörðum á ári, en til vegamála fara um 16 milljarðar og er þá bæði átt við viðhald og nýframkvæmdir. Það er því vafasamt a'ð bera því við að fjármagn sé ekki til.
Miðað við stórar og miklar yfirlýsingar frá Kristjáni Möller hlýtur sú krafa að koma fram frá landsmönnum að hann sjái til þess að ríkisstjórnin breyti um stefnu. Kristján hefur það í höndum sér að lemja í borðið og setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi stuðningi við ríkisstjórnina að Ögmundur bretti upp ermar og setji allt á fullt í vegaframkvæmdum. Það mun skapa vinnu og bjarga mörgum verktakanum.
Geri Kristján það ekki er lítið mark hægt að taka á hans gagnrýni.
Hroll hlýtur að setja að jafnvel hörðustu stuðöningsmönnum ESB aðildar við að heyra fréttir um hótanir ESB í garð okkar Íslendinga. Fram hefur komið að Maria Damanaki,sjávarútvegsstjóri ESB vill að innflutningsbann verði sett á íslenskar sjávarafurðir og að aðildaviðræður verði frystar. Þetta er gert vegna þess að Íslendingar eru að veiða makríl, se ekki er að skapi ESB. Boðskapur ESB er að við eigum að hlýða annars skulu við hafa verra af.
Merkilegt er miðað við þessar yfirlýsingar forystumanna ESB að hér á landi skuli Össur utanríkisráðherra halda því fram að við Íslendingar þurfum engar varanlegar undanþágur í sjávarútvegi í saningaviðræðum við ESB. halda menn virkilega miðað við frakommu ESB nú í okkar garð að einhver vilji sé til að við höldum okkar réttindum í sjávarútvegi. Gefur þessi tónn ESB tilefni til einhverrar bjartsýni um hagstæða samninga í sjávarútvegi og veiðum okkar Íslendinga.
Áhugi ESB að fá okkur í ESB er vitanlega til þess að ná í okkar fiskimið og geta stjórnað hvernig veiðum þar er háttað.
Hótanir ESB núna hljóta að fá marga sem héldu að ESB væri framtíðarlausn fyrir okkur að hugsa svolítið. Hótanir ESB núna sýna það svart á hvítu að forysta ESB er ekki að hugsa um hagsmuni okkar Íslendinga.
Eflaust er margt gott í tillögum stjórnlagaráðs. Ráðið hefur örugglega lagt mikla vinnu í að reyna að bæta stjórnarskrána. Reyndar er þetta ráð valdalaust því það eru þingmenn sem hafa síðasta orðið.Það er því með öllu óráðið hvernig Alþingi mun afgreiða tillögurnar.
Maður veltir fyrir sér hvort það er skynamlegt að þingmaður sem verður ráðherra þurfi að segja af sér og að varamaður hans taki við. Samkvæmt þessum tillögum myndi stjórnarsinnum fjölga um 10 á þingi,því ráðherrar hafa málfrelsi á þingi þótt þeir kæmu ekki til með að greiða atkvæði. Ansi er hætt við að þessi tillaga dragi úr áhrifum minnihlutans á þingi. Nú hefur einmitt verið rætt um það gegnum tíðina að auka þyrfti áhrif minnihlutans en ekki draga úr. Þessi tillaga stjórnlagaráðs gengur í þveröfuga átt.
Þessi tillaga stjórnlagaráðs er ekki skynsamleg.
![]() |
Ráðherrar víki af þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2011 | 19:59
Steingrímur J. vill einkafangelsi.
Um flest geta þau rifist um í vinstri stjórninni. Nú deila þeir hart félagarnir Ögmundur og Steingrímur J. hvort hugsanleg bygging nýs fangelsis eigi að vera á vegum ríkisins eða í einkaframkvæmd. Steingrímur J. gerist nú talsmaður þess að einkaaðilar byggi og leigi ríkinu fangelsi. Kannski er Steingrímur J. að hugsa til þess að enn eigi útrásarvíkingarnir og hinir svokölluðu athafnamenn peninga vel faæda,sem þeir gætu hugsað sér að ávaxta með því að leigja ríkinu eitt stykki fangelsi. Hugsanlega vilja þeir sem sérstakur saksóknari er með tiol rannsóknar hafa hönd í bagga með byggingu og aðbúnaði nýs fangelsis. Snjallt væri að hafa nokkrar svítur í fangelsinu,þannig að hugsanlegir fangar þurfi ekki að breyta mjög um lífstíl.
Annars er það erkilegt að gamli sósíallistinn og komma foringinn skuli nú berjast fyrir að nýtt fanglesi verði sett í einkaframkvæmd. Ögmundur er heldur sig enn við gömlu sovéthugsunina að ríkið reki og eigi sín fangelsi.
![]() |
Ríkisstjórnin búin að koma sér í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2011 | 18:04
Á enn að hækka skatta?
Margir hrukku við þegar Steingrímur J. sagði að hann útilokaði ekki frekari skattahækkanir. Er ekki nóg komið? Er það virkilega ætlunarverk vinstri stjórnarinnar að gera hreinlega útaf við venjulegt launafólk. Er það virkilega ætlunin að útrýma millistéttinni á Íslandi. Hefur vinstri stjórnin virkilega þá trú að með því að skattleggja almenning og fyrirtæki út í það óendanlega að þjóðin nái sér upp.
Væri nú ekki mun nær að stefna að því að efla atvinnulífið og fá erlenda fjárfesta til landsins. Það eitt að skapa fleiri atvinnutækifæri mun bjarga þjóðinni. Við þurfum ekki á frekari skattahækkunum að halda. Almenningur þolir ekki meira af slíku.
![]() |
Afleitt að viðhalda óvissu um skattkerfið enn lengur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar