Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Steingrímur J. sló met í spaugsemi.

Ansi fer það nú Steingrími J. illa að tala um niðurrifsöfl annarra.Steingrímur J. talaði um geðillsku gamalla fauska án þess að nefna nokkur nöfn. Fáir hafa nú átt meiri þátt í að rífa niður en umræddur Steingrímur J. og félagar hans í VG. E#kki höfum við á Suðurnesjum t.d. séð þennan óskaplega vilja Steingríms J. og félaga til að byggja upp atvinnulífið. Frekar held ég að íbúar Suðurnesja séu nú þeirrar skoðunar að félagarnir í VG hafi verið drjúgir við að rífa niður,tefja og komið í veg fyrir atvinnuuppbyggingu.

Fyrir nokkrum vikum talaði Steingrímur J. þannig til þjóðarinnar að allt færi hér í kalda kol ef þjóðin samþykkti ekki Icesave reikning Breta og Hollendinga. Sem betur fer5 hlustaði þjóðin ekki á niðurrifstalið í Steingrími J. og sagði NEI við Icesave.

Nú kemur þessi sami Steingrímur J. og talar um niðurrifsöfl. Er hægt að hugsa sé meiri brandarakall en Steingrím J. Reyndar hefði það orðið ansi slæmur brandari fyrir þjóðina hefði hún hlustað á hann.


mbl.is Fordæmir niðurrifsöfl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur og NATO á heræfingu í Helguvík.

E#rfitt hefði mani fundist að trúa því að Ögmundur ráðherra vinstri grænna og Nato stæðu saman að heræfingum á Íslandi. þetta er nú staðreynd. Nato er eð æfinguna Norður Víkingur 2011 og má heyra í herþotunum svífa hér um loftin á Suðurnesjum.

Heilmikil æfing var í Herlguvík í dag þar sem íslenska landhelgisgæslan tók þátt m.a. með því að koma fyrir sprengjum, sem hermennirnir leituðu og sprengdu svo með látum.

Nú er bara spurningin hvort Ögmundur sjálfur hafi verið með sínum mönnum í landhelgisgæsunni í dag.

Ótrúlegt er a Ögmundur meini nokkuð með tillögunni um úrsögn úr Nato. Allavega virðist hann taka þátt í heræfingum Nató á fullu.


mbl.is Sprengt í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborgin? 2800 sótt um greiðsluaðlögun 22 fengið samþykkt.

Eitt af trompum vinstri stjórnnarinnar til að aðstoða heimili í miklum skuldavanda var leið greiðsluaðlögunar. Hástemmd orð voru viðhöfð hvað þetta gæti hjálpað mörgum heimilum. Hér væri um réttláta aðferð að ræða og séð til þess að heimili greiddu það sem réðu við og eftir ákveðin tíma væru skuldir svo niðurfelldar.

Um 2800 hafa sótt um þetta flotta úrræði sem stjórnvöld settu á borðið. Nú kemur í ljós að á öllum þessum tíma hafa aðeins 28 fengið umrædda greiðsluaðlögun. Hvenær í óskupunum verður búið að afgreiða þessar umsóknir. Miðað við þennan hraða tekur um 140 ár að afgreiða umsónirnir sem þegar liggja fyrir. Líklegt er að einhverjir nenni ekki að bíða allan þann tíma.

Það hefur ekki vantað hástemmdar yfirlýsingar um hina miklu hjálp sem norræna velferðarstjórnin stendur fyrir. Þetta dæmi sýnir svart á hvítu að um innantóm orð er að ræða.

 


Hroki og yfirgangur Jóhönnu er með öllu óþolandi.

Það hefur sýnt sig ekki bara einu sinni ekki bara tvisvar heldur marg oft að Jóhanna hlustar ekki á aðra og er ekki til í neinar málamiðlanir. Það er rétt að hún er friðarspillir.

Öll hennar vinnubrögð einkennast af hroka, lítilsvirðingu fyrir skoðunum annarra og yfirgangi. Þetta á við í sjávarútvegsmálum eins og öðrum.

Það var mikil ógæfa fyrir þjóðina að Jóhanna Sigurðardóttir skuli gegna starfi forætisráðherra.

 


mbl.is „Hún er friðarspillir í þessu máli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttsýnt og heiðarlegt fólk til í Samfylkingunni.

Ég er ekki einn um það að hafa oftast hneykslast á vinnubrögðum ýmissa forystumanna Samfylkingarinnar. En sem betur fer finnst innan raða Samfylkingarinnar réttsýnt og heiðarlegt fólk. Það sýnir sig nú þegar pólitískar ofsóknir eru viðhafðar gegn Geir H.Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og fv. formanni Sjálfstæðisflokksins. Þá stíga fram nokkrir úr forystu Samfylkingarinnar og lýsa yfir stuðningi við Geir og jafnframt fordæma þau póltísku réttarhöld sem nú er hafin.

Það er skelfilegt að innan Samfylkingarinnar skulu vera nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði sitt á hvað hvort kæra ætti fyrrverandi ráðherra. Auðvitað sér allt réttsýnt og heiðarlegt fólk að það er fáránlegt að viðhafa svona pólitísk réttarhöld.

Skoðið hvernig eftirtaldir þingmenn höguðu atkvæði sínu:

Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill ákæra Geir Haarde en enga aðra. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, vildi ákæra alla nema Björgvin G. Sigurðsson. Mörður Árnason, Samfylkingu, vildi ákæra alla en sat hjá þegar greidd voru atkvæði um Björgvin G. Sigurðsson. Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra.  Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde.

Annar Samfylkingarmaður, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, kaus ákæru á alla nema Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sammála því var Ólína Þorvarðardóttir.

Þetta Samfylkingarfólk var til skammar.
En sem sagt. Sem betur fer er til réttsýnt og heiðarlegt fólk innan Samfylkingarinnar eins og sást á stuningsfundi Geirs H.Haarde.

 


mbl.is Þverpólitískur stuðningsfundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir heilög Jóhanna við Árna Pál ?

Þjóðin býður bú spennt eftir að vita hvað Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar,gerir við Árna Pál ráðherra.

Nú hefur það sem sagt komið í ljós að Árni Páll er einn af þessu liði sem Jóhanna hefur ítrekað sent tóninn. Það er þetta lið sem er óalandi og óferjandi að mati Jóhönnu. Eftir að það kemst uppá yfirtborðið hvernig Árni Páll fékk verulegar greiðslur frá Íbúðalánasjóði og það meira að segja eftir að hann tók við þingmennsku getur ekki verið að Jóhanna vilji hafa svona liðsmann í sinni ríkisstjórn.

Nú reynir enn einu sinni á hvort nokkuð er að marka hástemmdar yfirlýsingar Jóhönnu.


Var Jóhanna að meina Árna Pál þegar hún ræddi um hátekju- og sjálftökuliðið?

Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur ekki sparað stótu orðin um það sem hún kallar hátekjuliðið, ofurlaunaliðið og sjálfstökuliðið. Allir með meira en milljón á mánuði skulu sko fá að finna fyrir því.

Væntanlega hefur Jóhönnu blöskrað svona hressilega þegar hún sá allar greiðslur Íbúðalánasjóðs til flokksbróður síns Árna Páls núverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi félagsmálaráðherra.

Já þær eru kaldar kveðjurnar sem Jóhanna sendir Árna Páli.

 


mbl.is „Með ítarlegar tímaskýrslur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarðarál flutti út ál fyrir 94 milljarða.Eðlilegt að Vinstri grænir séu á móti álverum?

Það hljóta margir stuðningsmenn Vinstri grænna að fá smá hroll þegar þeir sjá svona tölur. Fjarðarál flytur út ál fyrir 94 milljarða. Það er ansi stór hluti af öllum okkar útflutningi. Ætli Vinstri grænir haldi að ástandið væri betra á Íslandi ef við hefðum ekki þessar útflutningstekjur.

Hvers vegna í óskupunum berjast Vinstri grænir á móti svona stóriðju eins og álverum?


mbl.is Ál flutt út fyrir 94 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Ernir stóð sig,en skömm nokkurra samflokksþingmanna hans er mikil.

Að sjálfsögðu getur Sigmundur Ernir þingmaður Samfylkingarinnar verið stoltur af því að greiða atkvæði gegn því að fjórir fyrrum ráðherra þyrftu að sæta pólitískum réttarhöldum.

En það er sorglegt að nokkrir samflokksmenn Sigmundar Ernis greiddu þannig atkvæði að það var Geir H.Haarde einn sem dreginn er fyrir Landsdóm.

Nú þegar þetta pólitíska réttarhald er aftur komið í fjölmiðlaumræðuna væri gott að fjölmiðlarnir rifjuðu upp fyrir almenningi hvaða þingmenn Samfylkingarinnar greiddu þannig atkvæði að þeir vildu hlífa sínum fytrrum ráðherrum en láta Geir H.Haarde einan fara fyrir Landsdóm.

Það er nauðsynlegt að þjóðin fái nöfn þessara þingmanna birt með stóru letri. Á sama tíma og virkilega er hægt að hrósa Sigmundi Erni er það hneyksli hvernig nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar höguðu sér. Þeir bera mikla ábyrgð á þessum fyrstu pólitísku réttarhöldum á Ísandi.


mbl.is Stoltur af mótatkvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm Steingríms J. og Ögmundar mun lifa í Íslandssögunni.

Ótrúlegt að nú skulu vera að hefjast pólitísk réttarhöld á Íslandi. Þeir félagar Steingrímur J. og Ögmundur beita sér fyrir þessum réttarhöldum til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi sínum.

Það er örugglega mikill meirihluti þjóðarinnar sem hefur mikla skömm á þessum pólitísku réttarhöldum. Að ætla sér að gera Geir H.Haarde, fv. forsætisráðherra einan ábyrgan fyrir hruninu er fáránelgt. Skömm Steingríms J. og Ögmundar mun lifa í Íslandssögunni og verða þeim til ævarandi minnkunar.

Framkoma nokkurra Samfylkingarþingmanna er einnig með ólíkindum. Að þeir skyldu taska þátt í þessari pólitísku aðför gegn Geir H.Haarde er svo léleg að það er hreint ótrúlegt.

Allir sem eitthvaðn hafa fylgst með stjórnmálum vita að Geir H.Haarde er mjög vandaður maður og samviskusamur.

Að ætla sé að viðhafa pólitísk réttarhöld í beinni útsendingu er til skammar. Svo tala Steingrímur J. og Ögmudnur um nýja stjórnarskrá því við þurfum réttlátara þjóðfélag. Þvílík hræsni hjá þessum  mönnum.

Það þurfa sem flestir að láta í sér heyra og fordæma þessi fyrstu pólitísku réttarhöld á Íslandi.


mbl.is Fyrstu pólitísku réttarhöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 829241

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband