Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.6.2011 | 11:41
Sterkur leikur hjá Guðfríði Lilju til að máta Vinstri græna.
19.6.2011 | 13:38
Hvernig þjóðfélag eru Vinstri grænir að boða?
Breytingar á sjávarútvegskerfinu, sem Jón Bjarnason og VG hafa boðað fá falleinkunn hjá sérfræðingum, sem gefið hafa álit sitt á frumvarpinu. Þessir sérfræðingar voru fengnir til aðskrifa álit að beiðni ráðuneytisins. Fram kemur að verði frumvarpið samþykkt hafi það mjög slæmar afleiðingar fyrir útgerð og fiskvinnslu og fjárhagslega afkomu þjóðarinnar.
Það er merkilegt að heyra nú í ýmsum forystumönnum VG eins og t.d. Svandísi Svavarsdóttur. Hún segir að það skipti ekki höfuðmáli hvaða hagfræðilegar afleiðingar frumvarpið hafi. Það þurfi að hafa margt annað í huga. Stefna VG er sem sagt að þj´ðoðin megi alls ekki í heild hagnast,ef einstakir aðilar gætu hugsanlega hagnast. Það er þá betra að allir hafi það skítt.
Hvers konar þjóðfélag er VG eiginlega að boða. Sjávarútvegurinn má alls ekki blómstra. Það verður að draga alla niður. VG vilja ekki virkja og skapa atvinnu í stórfyrirtækjunum vegna þess að einhver kann að græða. VG leggjast á móti öllum atvinnurekstri sem byrjar á einka.
Vonandi fara fleiri og fleir að sjá að Vinstri grænir eru mesta meinsemdin í okkar þjóðfélagi. Íslendingar vilja ekki sjá það kommaþjóðfélag sem VG boðar að allir verði að hafa það slæmt, því engvir megi hagnast.
Kjósendur verða að hafna Vinstri grænum. Það er hagur þjóðarinnar.
18.6.2011 | 16:45
Það á að spyrja íbúa sveitarfélaga um afstöðu til stórra mála.
Stjórnlagaráð er með hugmyndir um að 10% kjósenda geti óskaðn eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál sem Alþingi hefur áhuga á að koma í gegn. Þetta er mjög jákvæð þróun að íbúar séu spurðir álits áður en stórar ákvarðanir eru teknar.
Að sjálfsögðu þarf þetta einnig að vera á vettvangi sveitarfélaga. Það er nauðsynlegt að íbúar geti óskað eftir að stór mál séu sett í atkvæðagreiðslu áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun. Hanna Birna borgarstjóri og meirihlutinn í Reykjavík var farinn að fea þessa braut að leita álits hjá íbúum hvaða verkefni ættu að hafa forgang.
Hér í Garði er mikið hitamál í gangi. Meirihluti bæjarstjórnar hefur ákveðið að sameina grunnskólann og tónlistarskólann og láta það strax koma til framkvæmda. Nú er það gagnrýnt að ekkert hefur verið leitað til íbúa, málið ekki einsu sinni kynnt og ekki verið sýnt framá fjárhagslegan ávinning.
Hér er gott dæmi um hversu nauðsynlegt það er að íbúar gætu krafist atkvæðagreiðslu um málið. Það myndi knýja þá sem vilja koma svona breytingum í gegn að leggja fram rök fyrir því hvers vegna þetta er svona frábært.
Tónlistarskólinn í Garði er 30 ára stofnun og hefur verið stolt Garðbúa í gegnum tíðina. Mikið sjálfboðaliðastarf hefur átt sér stað í gegnum tíðina til að tónlistarlífið gæti verið blómlegt. Það er því eðlilegt að það snerti strengi í mörgum Garðmanninum eigi skólinn aðeins að vera deild innan grunnskólans.
Í þessum málum eins og öðrum er nauðsynlegt að gefinn sé góður tími til að skoða málin og meta kosti og galla. Það hefur verið mjög gott samstarf í gegnum tíðina við bæjarstjórn um rekstur tónlistarskólans og gott samstarf millli grunnskólans og tónlistarsólans. Það er því spurning hvað vinnst með því að hverfa frá sjálfstæði þessarar stofnunar.
Ég tek þetta mál sem dæmi þar sem það er hér í umræðunni að eðlilegt er að sett verði í stjórnarskrána að íbúar sveitarfélaga gætu krafist íbúakosningu um svona dæmigert mál.
Annars gæti bæjarstjórn að sjálfsögðu efnt til kynningar nú þegar á hugmyndum sínum um sameiningu þessara skóla og efnt til skoðanakönnunar meðal íbúa. Það bannar ekker það.
Aðalatriðið er að eigi svona breytingar að eiga sér stað verða þær að vera í fullu samráði við íbúa sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar eru að starfa í þeirra umboði og það eru jú bæjarbúar sem verða að borga brúsann.
17.6.2011 | 15:58
Ætlar Jón áfram að lemja hausnum við steininn,þrátt fyrir falleinkunn.
Jón Bjarnason ráðherra sjávarútvegsmála hefur hingað til ekki hlustað á nein rök eða aðvörunarorð varðandi misheppnað frumvarp um breytta sjávarútvegsstefnu.
Allir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa lagst gegn frumvarpi Jóns. Sveitarstjórnir vítt og breytt um landið hafa varað við og mótmælt. Reyndar hefur ekki heyrt eitt einasta orð frá bæjarstjórninni hér í Garði. Ég harma það því að hér eru miklir hagsmunir í húfi. Það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir íbúa þessa sveitarfélags ef frumvarp sjávarútvegsráðherra nær fram að ganga. Bæjarstjórn Garð ber skylda til að láta í sér heyra.
Sérfræðingar sem unnið hafa að hagfræðiúttekt um áhrif samþykktar frumvarpsins vara við samþykkt þess og gefa því falleinkunn.
Nú verður fróðlegt að vita hvort Jón Bjarnason ætlar áfram að lemja hausnum við steininn. Eflasut mun Ólína Samfylkingarkona hjálpa honum við það verk. Við verðum samt að trúa því að innan Samfylkingarinnar sé það skynsamlegt fólk að það stoppi vitleysuna. Ekki trúi ég að þingmaðurinn sem búsettur í Garðinum,Oddný Harðardóttir, muni vilja skerða möguleika úgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja í Garðinum.
![]() |
Frumvarpið fær falleinkunn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2011 | 16:38
Fylgi Vinstri grænna mun hrynja.
Ragnar Arnalds fyrrum forystumaður Vinstri grænna segir að vegna svika Vinstri grænna við eigin stefnu gagnvart ESB muni fylgi flokksins hrynja. Vinstri grænir boðuðu andstöðu við ESB, en hafa svo svikið það hressilega og stuðlað að umsókn og aðlögun.
Ragnar segir að kjósendur muni ekki treysta VG í næstu kosningum.
Þetta er örugglega mikið rétt mat hjá Ragnari.
![]() |
Segir VG á milli steins og sleggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2011 | 23:51
Við verðum að geta treyst þjónum kirkjunnar.
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að úrsögnum úr þjóðkirkjunni fjölgi.Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með því hvernig æðsti maður kirkjunnar á sínum tíma hagaði sér. Það er alveg skelfilegt hvrnig kirkjunnar menn tóku á máli kvennanna sem leituðu hjálpar vegna kynferðislegrar áreitni þáverandi bsikups. Það er ömurlegt hverni komið var fram við umræddar konur.
Hvernig er eiginlega komið fyrir okkur ef við getum ekki leitað til þjóna kirkjunnar og treyst þeim.
Það má heldur ekki gerast að trausti kirkjunnar verði fórnað vegna þess að menn vilja ekki axla ábyrgð sinna mistaka. kirkjan þarf á því að halda að geta sýnt fram á að hún taki á þessum alvarlegu málum af festu, þannig að við öll getum treyst á þjóna hennar.
Það er skelfileg þróun ef fleiri og fleiri yfirgefa kirkjuna vegna þess að kirkjan vill ekki eða treystir sér ekki a'ð bregðast við því hvernig líf nokkurra kvenna var lagt í rúst.
Margir vilja allt sem tengist trú burt úr þjóðfélaginu. Við höfum fylgst með því hvernig ákv eðin öfl vilja banna allr sem tengist trú í skólum landsins.
Kirkjan verður að sýna þjóðinni að við getum treyst þjónum hennar.
![]() |
Umtalsverð aukning úrsagna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2011 | 15:18
Á að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar með inngöngu í ESB?
Það er eðlilegt og sjálfsagt að Alþingi heiðri minningu Jóns Sigurðssonar,forseta, á 200 ára í tilefni að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans.
Aftur á móti hljóta margir að velta fyrir sér hvort að er í anda sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar að nú skulu margir af forystumönnum í íslenskum stjórnmálum vilja afsala sér ýmsum réttindum sjálfstæðrar þjóðar og færa til ESB í Brussel.
Það getur varla verið í anda baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir okkur Íslendinga á sínum tíma að minnast nú tímamótanna með aðlögun að ESB.
Það virkar hreinlega hjákátlegt þegar Jóhanna og Ásta Ragnheiður ræða um Jón Sigurðsson og hans baráttu. Báðar þessar konur berjast nú hatrammlega fyrir því að við afsölum ákvörðunarrétti okkar til ESB.
![]() |
Margir viljað eigna sér Jón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2011 | 00:40
Ballið að byrja á ný? Kaupaukar hjá fjármálafyrirtækjum.
Topparnir í fjármálafyrirtækjunum drógu upp þá mynd af sjálfum sér að þeir væru svo klárir og ómissandi starfsmenn að þeir þyrftu bónus greiðslur. Ekki talið í nokkrum krónum, ekki í milljónum heldur tugmilljóna eða hundruðum milljón og jafnvel í milljörðum. Allt þetta var ofaná ágætis laun að margir myndu telja. Allt var þetta réttlætt með gífurlegri ábyrgð.
Allir vita hvernig fór. Talað var ujm að við yrðum að læra af þessari dýrkeyptu reynslu. Úr vitleysunni átti að rísa nýtt og betra Ísland.
Nú berast fréttir að verið sé að skoða reglur um kaupaukakerfi í fjármálafyrirtækjum. Hvers vegna nægir fólki þar ekki góð laun? Hvað með aðrar stéttir. Ekki tíðkast að borga kennaranum sérstakan bónus þótt hann mæti og vinni sína vinnu. Ekki tíðkast að borga starfsmanni í Hagkaup sérstakan bónus þótt hann hafi náð að selja óvenju margar skyrtur og boli yfir mánuðinn. Þannig mætti áfram telja upp starfshópa, sem þiggja sín laun og ætlast er til að vinnuframlagi sé skilað án þess að fyrir það fáist sérstakar kaupaukagreiðslur.
Það er hreint og beint óþarfi að ballið fari að byrja upp á nýtt í fjármálafyrirtækjunum með bónus greiðslur hjá toppunum. Gerist það mun vitleysan örugglega endurtaka sig og hið venjulega launafólk látið borga fyrir mistök þeirra sem sögðust bera svo mikla áb yrgð.
![]() |
Fjármálaeftirlitið skoðar reglur um kaupaukakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2011 | 12:54
Eiga menn eins og Björn Valur að sitja á Alþingi?
Virðing Alþingis er ekki mikil meðal þjóðarinnar. Auðvitað eru margar ástæður fyrir því að dregið hefur úr virðingunni. Oft á tíðum birtist furðuleg mynd af störfum þingsins til þjóðarinnar. Fjölmiðlar eru drjúgir við að sýna okkur skrípaleikinn en hinu er sleppt að oft er mikil samstaða um að leysa mál til heilla fyrir þjóðina.
Reyndar setja svo menn eins og Björn Valur Gíslason,þingmaður VG, mikinn blett á stétt þingmanna. Að hlusta á hans málflutning eða lesa skrif hans er þvílík lágkúra að sjaldgæft er.
Nú síðast leggst Björn Valur á svo lágt plan að væna Sjálfstæðismenn um að vilja engar bretingar á sjávarútvegsstefnu vegna framlaga útgerðarinnar til flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er marg búinn að lýsa því yfir að hann vill breytingar á ýmsu í kvótakerfinu en er ekki tilbúinn að skrifa undir lög sem gera sjávarplássum mun erfiðara fyrir en nú er. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tilbúinn að gera breytingar eingöngu bretinganna vegna. Hvaða vit er í að samþykkja breytingar sem enginn mælir með af þeim sem vinna við sjávarútveginn.
Björn Valur talar umk móðursýki vegna ákæru á hendur Geir H.Haarde. Frekar hefði Björn Valur og hans flokksfélagar átt að skammast sín fyrir pólitíksar ofsóknir á hendur eins manns heldur en gera lítið úr ákærunni. Birni Vali finnst allt í sómanum að leggja til að fyrrverandi forsætisráðherra verði einn látinn bera ábyrgð á hruninu og sæti fangelsisvist fyrir. Þessi ákæra á hendur Geir mikil skömm fyrir þá sem að henni stóðu. En það lýsir Birni Vali kannski best að hann skuli með upphrópunum reyna að verja þetta.
Margir hljóta að spyrja, á maður eins og Björn Valur erindi á Alþingi. Eitt er þó alveg ljóst að virðing Alþingis mun ekki aukast á meðan menn eins og Björn Valur sitja á Alþingi.
9.6.2011 | 16:34
Jóhanna á setningu ársins: " Ég vil leita sátta."
Það verður að segja Jóhönnu það til hróss að hún hetu r verið mikill húmoristi þegar sá gállinn er örugglega á henni. Hún hefur þó slegið öll sín fyrri met með því að hún segist vilja leita sátta. Ef þetta væri hennar mottó í vinnubrögðum þá væri ástandið í þjóðfélaginu öðruvísi og betra. Jóhanna er þekkt fyrir þvergirðingshátt og ósveigjanleika. Friðarspillir sögðu þingmenn um hana.
Það er því stórkostlegur brandari þegar Jóhanna segist vilja leita sátta. Reyndar er sáttatónninn eftir að hún braut jafnréttislög. Það hentar Jóhönnu að slá á létta strengi gæti það komið henni til góða en lagi að sýna hrokann og ósveigjanleikann bitni það á öðrum.
![]() |
Ég vil leita sátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 829241
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar