Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.6.2011 | 11:29
Hvað varð um Kúbu norðursins?
Forystumenn vinstri stjórnarinnar sögðu okkur ekki einu sinni heldur mörgum sinnum að ef við segðum ekki já við Icesave yrði um algjört frost að ræða hjá okkur á öllum sviðum. Engar fjárfestingar bara volæði og vesæld.
Þjóðin sagði NEI við löglausum kröfum Breta og Hollendinga.
Hvað hefur gerst eftir það? Að vísu er ansi kalt í veðri en að öðru leyti virðist Neiið við Icesave ekki hafa nein áhrif. Nú koma þessir sömu aðilar og boðuðu Kúbu norðusrsins fram og segja ástandið fínt. Erlendir fjárfestar bíða í röðum. Ríkið er með skuldabréfaútboð.
Já, þetta er sama fólkið og nú talar um að bjart sé yfir öllu og sagði að Ísland yrði að Kúbu norðursins ef við hlýddum ekki Jóhönnu og Steingrími J.
Ástandið yrði enn betra á Íslandi ef við losnuðum við' Jóhönnu og Steingrím J. úr valdastólum.
![]() |
Hreyfing komin á fjárfesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2011 | 23:10
Ætlar Steingrímur J. að skattleggja skuldaniðurfellingu?
Margir hafa beðið ansi lengi eftir einhverjum raunhæfum aðgerðum vinstri stjórnarinnar til að koma illa stöddum heimilum til hjálpar. Allr tal um skjaldborgina hefur hingað til ekki haft neina merkingu. Nú gerist það að Landsbankinn boðar aðgerðir á nedyurgreiðslum vaxta og lækkun skulda. Einhverjir hafa kannski séð smá ljós,þetta gæti komið að gagni.
En hvað? Steingrímur J.boðar að nú verði að skoða alvarlega að skattleggja þessar aðgerðir Landsbankans. Almenningur þarf sem sagt að borga skatt af niðurfellingunni. Þetta er sem sagt norræna velferðarstjórnin.
Nú hefur Landsbankinn sagt að lækkun og niðurfellingar komi ekki til greiðslu sé lánið ekki uppgreitt. Í ansi mörgum tilfellum hljóta að stranda eftirstöðvar al lánum, en auðvitað gott að höfuðstóllinn lækki.
Tökum dæmi. Aðili fær niðurfellingu á 3 milljónum, sem lækkar lánið um þá upphæð. En á þá viðkomandi að greiða 1,5 milljón í skatt af þessari niðurfellingui. Væntanlega þarf að greiða þá upphæð á 5 mánuðum til innheimtumanns ríkisins.
Er þetta einhver hjálp við illa stödd heimili?
Gilda sömu reglur fyrir þá sem þegar hafa fengð tug milljarða afskrifaða? Eða á bara að seilast í vasa almennings?
Í dag er hátíðisdagur sjómanna. Í gegnum tíðina hafa fiskveiðar hadlið uppi tekjum þjóðarinnar og skapað það þjóðfélag sem við búum við. Starf sjómannsins hefur í gegnum tíðina verið erfitt og kostað miklar fórnir. Sem betur fer hefur tækninni fleytt fram og öryggi sjómanna orðið meira en áður var.
Það er með ólíkindum að stjórnvöld skuli nú hafa uppi áform á erfiðum tímum að ætla að kollvarpa sjávrútveginum. Það liggur fyrir að bæði samtök útgerðar og sjómanna eru alfarið á móti þeim grundvallarbreytingum sem boðaðar eru. Breyting sem mun skerða afkomu margra sjávarútvegsbyggða. Auðvitað er kvótakerfið langt frá því að vera fullkomið, og aðilar tilbúnir að fara sáttaleið að breytingum. Því miður ætla stjórnvöld að böðlast áfram án þess að hafa látið fara fram athugun á afleiðingum samþykktar frumvarpsins.
Einnig er með ólíkindum að stjórnvöld skuli ráðast að skattafríðindum sjómanna. Hvers vegna mega sjómenn ekki njóta þeirra fríðinda sem aðrir njóta. Embættismenn og ýmsir aðrir fá skattfríðindi þurfi þeir að dveljast starfs síns vegna fjarri heimili sínu nú eða sækja ráðstefnur, þá koma til dagpeningar, em ekki þarf að greiða skatt af.
Starf sjómannsins er ómetanlegt fyrir þjóðarbúið. Sjómenn sækja verðmætin á haf út. Fiskveiðar og fiskvinnsla verða undirstaða velferðar á Íslandi um ókomin ár.
Til hamingju með daginn sjómenn.
4.6.2011 | 13:01
Saksóknari tekur þátt í pólitískum ofsóknum. Ingibjörg Sólrún gagnrýnir,Jóhanna sér ekkert athugavert við ofsóknirnar.
Hafi almenningur einhvern tíma verið í vafa um oólitískar ofsóknir gegn Geir H.Haarde þá hljóta menn að sjá að nú hefur vinstra liðið á Alþingi sett allt á fullt. Saksóknari Alþingis setur upp vefsíðu til að móta almenningsálitið. Tilgangurinn er augljós. Það skal allt gert til að koma stóru höggi á Geir H.Haaarde. Hann skal einntaka á sig ábyrgð af hruninu. Auðvitað vilja Steingrímur J. og félagar slík vinnubrögð. Þeirra pólitíska uppeldi var að fyrirnmynd gömlu austur blokkarinnar og annarra kommaleiðtoga, sem töldu það eina rétta að ofsækja pólitíska andstæðinga sína.
Það er mikill munur á afstöðu tveggja foystumanna Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún, fv. formaður stígur nú fram og spyr hvort saksóknari Alþingis sé bæúin að tapa öllum áttum í málinu gegn Geir. Ætlar saksóknari að taka þátt í hinu pólitíska moldviðri Vinstri grænna og nokkurra Samfylikngarþingmanna.
Jóhanna Siguröardóttir, núverandi formaður Samfylkingarinnar sér ekkert athugavert við þessi vinnubrögð enda ræður heiftin ríkjum í herbúðum Jóhönnu. Hún sér ekkert nema gott við það að öðrum sé kennt um hrunið, þótt hún hafi sjálf verið í ansi mörgum ríkisstjórnum og í ríkisstjórninni þegar hrunið átti sér stað og það var Samfylkingin sem fór með málefni bankanna.
Aðförin að Geir H.Haarde undir forystu Vinstri grænna er mesta skömm sem átt hefur sér stað í stjórnmálasögu landsins.
![]() |
Saksóknari tapað áttum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2011 | 23:32
Hvers vegna veit Jóhanna aldrei neitt?
Það vantar ekki stóru orðin hjá Jóhönnu Sigurðardóttir,formanni Samfylkingarinnar, þegar hún slær fram alls konar stórum orðum og yfirlýsingum. Hún sagði að allir ríkisstarfsmenn með meira en 400 þús. á mánuði yrðu lækkaðir í launum. Jóhanna sagði að enginn mætti hafa hærri laun en hún,sem starfsmaður ríkisins.
Jóhanna hefur ekki sparað stóru orðin um hálaunaliðið og það yrði aldrei liðið. Hún myndi ná til þessa fólks.
Eflaust er þetta allt saman sett fram hjá Jóhönnu í þeim tilgangi að sýna hversu góð hún sé og að það sé hú sem stjórni.
En hvað? Nú er upplýst að þetta er alls ekkert svona. Ekkert hefur verið hlustað á Jóhönnu. Launin ekkert lækkuð og allur launakostnaður rokið upp.
Hver eru svo viðbrögð Jóhönnu? Hún kemur að fjöllum. Segist ekkert hafa vitað um þetta. Þetta er ekki í eina skiptið sem Jóhanna svarar svona. Það er orðin föst venja að Jóhanna botnar hvorki upp né niður í málunum að þau skuli vera öðruvísi en hún sagði.
Hver er það annars sem er hinn mikli verkstjóri vinstri stjórnarinnar? Átti það ekki að vera Jóhanna?
Kannski heldur Jóhanna það ennþá.
![]() |
Hélt að farið hefði verið að tilmælum um launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2011 | 20:41
Var ekki nóg komið í fáránleikanum gegn Geir H.Haarde?
Fáránlegu pólitísku ofsóknirnar gegn Geir H.Haarde virðast ekki ætla að taka enda. Nú skal bætt um betur með pólitískar ákærur og setja upp vefsíðu til að hefja enn frekari atlögu að Geir H.Haarde.
Skömm þeirra sem stóðu að ákæru á hendur Geir H.Haarde er þegar orðin slík að varla þarf að bæta við.
Að Steingrímur J. skuli hafa beitt sér fyrir að draga Geir H.Haarde fyrir landsdóm verður honum til ævarandi skammar. Skrípaleikur Samfylkingarþingmanna er einnig þeim þingmönnum til mikillar skammar.
Hver er eiginlega tilgangurinn með uppsetningu þessarar vefsíðu?
![]() |
Sjónarmið Geirs komi líka fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2011 | 14:05
Mörður gerist trúboði. Ætlar að ESB væða framsóknarmenn.
Nú hefur Mörður Árnason,þingmaður Samfylkingarinnar,tekið að sér að annast trúboðið fyrir ESB aðild Íslands. Samkvæmt fréttum af síðu hans skal byrja trúboðið á nokkrum þingmönnum framsóknarflokksins og ESB væða þá. Mörður telur að þeim verði ekki vært í þingflokki Framsóknarflokksins eftir að Ásmundur Einar fyrrverandi villiköttur úr VG er genginn í flokkinn.
Samfylkinginn hefur gefið út að hún hafi ekki lengur neina ákveðna stefnu í málefnum landsins aðeins eitt mál sé á stefnuskránni þ.e. innganga í ESB.
Fram kemur einnig að ekkert mál sé að skipta um nafn á Samfylkingunni og skipta um forystu,sé það vandamál varðandi inngöngu hjá einhverjum.
Hvaða nafn væri gott á nýja flokkinn ?
2.6.2011 | 17:14
Hvers vegna vill vinstri stjórnin rústa Vestmannaeyjum?
Að undanförnu hefur ástand mála í Vestmannaeyjum verið mjög uppá við. Atvinnuástand verið mjög gott. Fasteignaverð farið hækkandi. Íbúum hefur verið að fjölga. Menningarlífið staðið með blóma. Flottur árangur hjá íþróttafólki. Staða bæjarsjóðs mjög sterk. sem sagt flott ástand í Eyjum. Eyjamenn hafa sýnt samgöngumálum skilning og vonandi er brátt bjartara framundan í þeim málum.
Nú gæti maður ímyndað sér að stjórnvöld væru verulega ánægð með þessa þróun i Eyjum. Gott dæmi um sjávarútvegspláss á landsbyggðinni sem blómstrar. Nei, í hugum Samfylkingar og Vinstri grænna er þetta ekki gott. Svakalegt ef fyrirtæki blómstra og hugsanlega græða. Svakalegt ef íbúar í Eyjum hafa næga atvinnu og sæmilegt kaup. Það má ekki gerast.
Hvers vegna í óskupunum dettur ríkisstjórnin í hug að ráðast á byggðarlag eins og Vestmannaeyjar með fáránlegum aðgerðum í sjávarútvegsmálum, sem koma til að fækka störfum í Eyjum. Aðgerðir sem koma til með að skaða útgerð og fiskvinnslu. Maður spyr sig,hvers vegna má ekki byggðarlag eins og Vestmannaeyjar halda áfram að blómstra?
![]() |
Skerðing svarar til 150 starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2011 | 14:26
Framsókn mesti vinstri flokkurinn.
Eg sá aft eftir Ásmundi Einari að hann hefði yfirgefið VG vegna þess að flokkurinn væri ekki nógu angt til vinstri. Ásmundur Einar sagðist telja Framsóknarflokkinn eina sanna vinstri flokkinn. Svei, mér þá. Ég hélt nú að ríokisstjórn VG og Samfylkingar væri á góðri leið að gera okkur að alls herjar kommaríki. Hér eru skattar hækkaðir, forsjárhyggja alls ráðandi, ríkisstjórnin lítur alla atvinnuuppbyggingu hornauga, forsætisráðherra boðar aðför að hálaunaliðinu þ.e. þeir sem hafa milljón á mánuði eða meira. Þeir skulu hraktir úr landi. Stefna ríkisstjórnarinnar er að allir hafi það jafn skítt.
Þetta er ekki nóg fyrir Ásmund Einar. Hann hefur þá trrú að Framsóknarflokkurinn muni ganga enn lengra til vinstri komist flokkurinn til valda.
Ég held að Guðmundur Steingrímsson hafi rétt fyrir sér að Framsóknarflokkurinn eigi eftir að tapa miklu fylgi á inngöngu Ásmundar Einars.
Það er allt annað sem við þurfum heldur enn meiri vinstri flokk. Með þessu er Framsóknarflokkurinn að dæma sig úr leik.
![]() |
„Má segja að ég sé kominn heim“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2011 | 22:47
Ásmundur Einar og Guðmundur Steingrímsson í sama þingflokknum.
Pólitíkin á Íslandi tekur á sig furðulegar myndir. Síðasta uppákoman er að Ásmundur Einar úr villikattaliði Vinstri grænna er genginn í þingflokk Framsóknarflokksins. Erfitt er að sjá fyrir sér að Ásmundur og Guðmundur Steingrímsson geti setið í sama þingflokknum. Það er svo stórt bil milli skoðana þessara tveggja manna.
Margir hafa reyndar talið að Guðmundur sé ekki nokkur Framsóknarmaður. Hann eigi ekki nokkurn skapaðan hlut sameiginlegan með öðrum þingmönnum Framsóknarflokkso9ns.
Kannski verður það næsta pólitíska fréttina að Guðmundur Steingrímsson sé gengin í þingflokk Samfylkingarinnar.
Já,hún er einkennileg tíkin sem er á Alþingi.
![]() |
Ásmundur Einar í Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar