Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ekki hlusta á notendur þjónustunnar,fagfólk eða sérfræðinga.

Margir tala um að eitthvað nýtt þurfi að koma til í stjórnmálunum. Það verði að breyta um vinnubrögð þ.e. til hins betra. Nýju stjórnmálin eigi að hlusta á vilja fólksins, það eigi að stunda fagleg vinnubrögð og allt eigi að vera gagnsætt.

Allt þetta hefur Jóni Gnarr og Besta flokknum tekist að brjóta. Undir forystu Besta flokksins er ekki hlustað á fólkið. Það er ekki unnið faglega að málum. Það er ekki hlustað á tillögur sérfræðinga.

Það er böðlast áfram með vanhugsaðar tillögur og traðkað á skoðunum annarra.

Eru þetta þau nýju stjórnmál sem kjósendur vilja fá í landsstjórnina?


mbl.is Sameiningartillögur samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta þá allt eintóm steypa að allt færi á hliðina ef við kysum NEI ?

Það er margt skrítið í veröldinni.Fyrir nokkrum dögum sögðu Árni Páll, Jóhanna og Steingrímur J. að allt myndi fara á hliðina hjá okkur erf við segðum NEI við Icesave. Ríflegur meirihluti kjósenda hlustaði sem betur fer ekki á ráðherrana. Nú kemur í ljós að þrátt fyrir neiið er ástandið bara fínt. Bretar og Hollendingar ætla ekki að leggja stein í okkar götu segir Árni Páll. Það var eins gott að taka ekki mark á hræðsluáróðri Árna Páls.

 


mbl.is Leggja ekki stein í götu okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr ??????????

Hvað gengur Jóni Gnarr,borgarstjóra, eiginlega til að móðga Þjóðverja. Það hefur verið eftir því tekið hversu mikinn áhuga Þjóðverjar hafa á Íslandi og hvað þeir eru vinveittir okkur.

Ætlar ruglið með þessa varalituðu geimveru engan endi að taka?


mbl.is Á móti hernaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásmundur fær prik, Guðmundur styður ekki stjórnina en er ekki á móti henni, furðulegt að Guðfríður Lilja skuli taka spörkunum .

Ég verð að hrósa Ásmundi bónda að hafa staðist raunina við atkvæðagreiðsluna um vantraust á ríkisstjórnina. Hann er maður að meiri að hafa nú fylgt sinni sannfæringu. Auðvitað er eina ráðið til að stoppa ESB vitleysuna að þeir sem eru á móti aðildarumsókn samþykki vantraust á ríkisstjórnina. Gott hjá Ásmundi.

Guðmundur Steingrímsson er furðulegur þingmaður og enn furðulegra er að hann skuli telja sig Framsóknarmann. Guðmundur er og hefur aldrei verið neitt annað en Samfylkingarmaður. Skrítið að þingmaður skuli vera hlutlaus í því hvort hann styður ríkisstjórn eða ekki.

Hafi einhverjir haft álit á Guðmundi Steingrímssyni hlýtur það að hafa fokið í kvöld.

Ótrúlegt hvernig Guðfríður Lilja spilar sína pólitík. Eftir allt sem á undan er gengið  bjargar hún ríkisstjórninni frá falli, Margir héldu að Guðfríður Lilja stæði við sinn málflutning en það kom berlega í ljós að allt orðagjálfrið frá henni er meiningarlaust.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikur Vinstri grænna slær sín fyrri met.

Lengi getur vont versnað. Það sannast rækilega á Vinstri grænum. Nú slá þeir öll sín fyrri met í skrípaleiknum. Guðfríður Lilja var sett af sem þingflokksformaður og allt logar innan raða VG. Nú er til umræðu vantrausttillaga á ríkisstjórnina. Forysta Vinstri grænna sá sitt óvænna og setur nú upp einn enn þáttinn í skrípaleik sínum. Árni Þór er látinn segja af sér sem þingflokksformaður og Þuríður kosin. Allt skal nú reynt til að smala villiköttunum saman svo vinstri stjórnin falli ekki.

Nú reynir á hvort eitthvað er að meina það sem Guðfríður Lilja hefur verið að segja með gagnrýni sinni eða hvort eitthvert mark er takandi á Ásmundi bónda og ESB andstæðings. Eða ætlar Atli og Lilja að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina, sem þau hafa manna mest gagnrúnt.

Já,skrípaleikur Vinstri grænna nær nú nýjum hæðum. Þvílíkur farsi sem VG er með á fjölunum.


mbl.is Árni Þór víkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa farið með útrásarvíkinga ?

Skelfing er að heyra hvað þeir geta verið vondir í þessari rannsóknarnefnd. Hvers vegna fá þeir ekki að vera í friði okkar ástsælu útrásarvíkinga. Hvers vegna er verið að yfirheyra þá? Geta þessir menn ekki fengið að vera frjálsir. Hvers vegna í óskupunum er verið að agnúast útí fyrrverandi bankafursta okkar. Hafa yfirvöld,fjölmiðlar og almenningar alls engan skilning á hvað þeir hafa gert mikið fyrir þjóðina.

Hvers vegna í óskupunum tekur almenningur því ekki fegins hendi að þurfa að skerða sín lífskjör? Hvers vegna í óskupunum er almenningur á Íslandi að mótmæla því a þurfa að greiða skuldir einkabanka Björgólfsfeðga. Þvílíkt vanþakklæti ím okkur eins og þeir hafa verið góðir við okkur.

Já, það er eðlilegt að Björgólfur kvarti.


mbl.is Ósáttur við vinnubrögð rannsóknarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi að sjá hvort allir þingmenn Framsóknar styðja tillöguna.

Sigmundur Davíð segir að Framsóknarflokkurinn muni styðja vantrausttillöguna á ríkisstjórnina. Það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvað Siv Friðleifsdóttir gerir, en hún hefur haldið því fram að flokkurinn ætti að ganga inní stjórnarsamstarfið.

Svo hefur Guðmundur Steingrímsson ekki gengið í takt við flokkinn í mörgum stórum málum.

Svo reynir vitanlega á Atla og Lilju. Ætla þau að framlengja líf ríkisstjórnarinnar. Hvað með Guðfríði Lilju ætlar hún að veita fólkinu sem gaf henni ærlegt spark stuðningsyfirlýsingu. Hvað með Ásmund bóna og formann Heimssýnar, ætlar hann að framlengja líf ríkisstjórnarinnar til að tryggka áframhaldandi aðlögunarferli að ESB.

Spennandi að fylgjast með.


mbl.is Styðja vantrausttillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styður Framsóknarflokkurinn ekki vantrausttillögu?

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvað Framsóknarmenn gera þegar tillaga Sjálfstæðismanna um vantraust á Vinstri stjórnina verður tekin til afgreiðslu. Höskuldur Þórhallsson, hefur lýst því yfir að ekki sé víst að Framsóknarflokkurinn styðji vantrausttillöguna. Það væri svo sem eftir öðru hjá Framsóknarflokknum.Það má skrifa það á reikning Framsóknarflokksins að þessi svokallaða tæra vinstri sjórn varð til. Siv Friðleifsdóttir hefur lýst yfir að hún telji að Framsóknarmenn eigi að ganga inní þessa vesælu vinstri stjórn.

Auðvitað er það eina rétta í stöðunni að nú þegar verði boðað til kosninga. Þjóðin þarf að fá tækifæri til að velja nýtt fólk á þing.

Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að Jóhanna Sigurðardóttir geti tekið að ér forystuhlutverkið til að túlka málstað Íslands eftir að þjóðin sagði NEI við Icesave.

Það verður aldrei nein samstaða um málin ef Jóhanna á áfram að vera í forystu.


mbl.is Tillaga um vantraust lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að leyfa fólkinu að velja nýja þingmenn og nýja ríkisstjórn?

Hvað gengur Siv eiginlega til að leggja til að Framsóknarflokkurinn fari að flikka uppá ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. ? Ætlar hún kannski að kljúfa Framsókn og fara í ríkisstjórnina. Kannski að Guðmundur Steingrímsson fylgi með.

Það sem þarf er að efna til kosninga sem fyrst. Þjóðin þarf að fá að velja að nýju sína 63 þingmenn. Í framhaldinu verðuir svo mynduð starfshæf ríkisstjórn.


mbl.is Vill að Framsóknarflokkur fari í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður og forysta Sjálfstæðisflokksins áttu ekki að fara gegn vilja Landsfundar.

Síðasti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins markaði alveg skýra stefnu varðandi afstöðunnar til Icesave.Það var alveg á hreinu að meirihluti landsfunarfulltrúa samþykktu að ekki ætti að ganga að löglausum kröfum Breta og Hollendinga. Það var því í hróplegu ósamræmi við ákvörðun landsfundar að formaður og forysta flokksins skyldu lýsa yfir stuðning við Icesave 3. Það kom í ljós að 75% Sjálfstæðismanna a.m.k. greiddu atkvæði gegn Icesave. Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Fyrir okkur óbreytta Sjálfstæðismenn er Landsfundur merkileg samkoma. Þar skiptast menn á skoðunum,starfa í nefndum og tekist er á um málin og greidd atkvæði,þar sem meirihlutinn markar stefnuna. Þetta lýðræðislega ferli hafa flokksmenn virt. Það var því mjög alvarleg að forysta flokksins skuli hafa farið þvert á þá stefnu sem mörkuð var í Icesave.

Bjarni Benediktsson,formaður,segir núna í viðtölum að hann muni leggja sig allan fram að vinna að nýju inn traust hjá flokksmönnum. Ætli Bjarni að ná árangri í þeim efnum verðum við óbreyttir Sjálfstæðismenn að geta treyst því að hann vinni eftir samþykktum Landsfundar Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Fylgdu ekki Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband