Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.4.2011 | 12:15
Björgvin,Oddný og Róbert. Nú reynir á ykkur.
Skrípaleikur vinstri stjórnarinnar virðist engan enda ætla að taka gagnvart Suðurnesjum. Fyrir 6 mánuðum hélt ríkisstjórnin fund á Suðurnesjum,þar sem aðaltrompið var að kynna Suðurnesjamönnum hugmyndir um flutning Landhelgisgæslunnar á svæðið.
Nú kemur Ögmundur fram og segir að flutningur Landhelgisgæslunnar sé ekki á dagskrá.
Nú reynir á þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi þau Björgvin, Oddnýju og Róbert. Ætla þau að kyngja þessu. Þau þrjú hafa afl til að keyra þetta mál í gegn hafi þau vilja til þess.
![]() |
Landhelgisgæslan ekki flutt í bráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2011 | 14:00
Hvað gerir Guðfríður Lilja? Yfirgefa Siv og Guðmundur Framsókn?
Tíðinda er örugglega að vænta úr pólitíkinni á næstunni,það er alveg á hreinu. Það getur t.d. ekki verið að Guðfríður Lilja þingmaður Vinstri grænna geti stutt ríkisstjórnina áfram. Guðfríður Lilja hefur þótt standa sig vel og margir líta á hana sem hugsjónakonu og baráttukonu fyrir ákveðin gildi í stjórnmálunum. Ætlar Guðfríður Lilja virkilega að kyngja öllu og halda áfram stuðningi við VG forystuna. Það væri furðulegt ef hún gerði það í stað þess að fylgja félögum sínum Atla,Ásmundi og Lilju.
Jóhanna og Steingrímur J. gera sér örugglega grein fyrir að miðað við stöðuna springur stjórnin á næstu dögum verði ekkert að gerta. Það má því pottþétt gera ráð fyrir fréttum varðandi Siv og Guðmund Steingrímsson. Þau eiga á engan hátt samleið með forystu Framsóknarflokksins og eru á leiðinni til bjargar Vinstri stjórninni. Það verður stóra fréttin á næstu dögum.
Katrín Jakobsdóttir,menntamálaráðherra, er að fara í barnaeignaleyfi,þannig að ráðherrastóll losnar og Siv er örugglega veik fyrir slíku tilboði.
Sem sagt það verður fleiri tíðinda að vænta á næstum dögum heldur en nýr þingflokkur. Siv og Guðmundur verð'a fréttaefnið.
![]() |
Tíðinda að vænta í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég hlustaði fyrir stuttu á ræðu hjá Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra, á Alþingi. Þar dró Jóhanna upp þá mynd að hinni tæru vinstri stjórn, sem kennir sig við norræna velferð hefði tekist að standa vörð um lífskjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu. Þeir hefðu fengið mun meira heldur en aðrir. Skattar þeirra væru nú mun hagstæðari en áður. Kaupmáttur þeirra hefði aukist mun meira en annarra. Samkvæmt myndinni sem Jóhanna dró upp ættu hinir verst settu alls ekkert að vera að kvarta. Þeir hefðu það bara nokkuð gott.
Þegar maður heyrir svona ræðu hjá Jóhönnu hljóta að vakna spurningar, hvar forsætisráðherra heldur sig. Hún er allavega ekki í miklum tengslum við almenning í landinu og varla getur verið að hún taki sjálf bensín á bílinn sinn eða fari út í búð að kaupa í matinn. Það er ekki skrítið að Jóhanna hafi tapað öllu því trausti sem hún hafði sérstaklega hjá þeim verst settu.
Það er ömurlegt að það skuli vera staðreynd að hóðpar fólks geta á engan hátt lifað á því sem þeir hafa milli handanna. Það er skelfilegt að svo skuli forsætisráðherra tala um norræna velferð.
![]() |
Hvorki efni á mat né bensíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2011 | 13:55
Vinstri grænir vilja reka Ásmund fyrir að fara eftir stefnu flokksins.
Vinstri grænir fengu mikið fylgi í síðustu kosningum. Margir kusu þá m.a. fyrir einarðlega stefnu gegn aðild að ESB. Það er því athyglisvert að nú skuli innsti kjarni VG vilja reka þingmann sem hefur haldið sig við grundvallarstefnu flokksins. Hefði nú ekki verið nær fyrir flokksfélög VG að mótmæla vinnubrögðum forystu flokksins. Vinstri grænir hafa nefnilega gjörsamlega tapað trúverðugleika sínum. Vinstri grænir er ekki sá staðfasti flokkur um grundvallaratriði sem margir héldu. Vinstri grænir eru ekkert annað en hentistefnuflokkur sem er reiðubúinn að fórna sínum grundvallarhugsjónum fyrir ráðherrastóla.
Vinstri grænir hljóta að fá mikla útreið í næstu kosningum þó ekki væri nema fyrir að samþykkja aðlögunarferli að ESB.
![]() |
Vilja að Ásmundur Einar segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2011 | 23:23
Fjölmiðlasirkus Jóhönnu á Suðurnesjum reyndist algjört plat.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hinnar tæru vinstri stjórnar hefur tekið upp þann sið að ferðast með sirkuslið sitt um landið og boða til fjölmiðlafundar, þar sem sýnd er margvísleg töfrabrögð. Allt á þetta að bjarga íbúum í hinum dreifðu byggðum landsins. Fyrir nokkrum vikum efndi Jóhanna sirkusstjóri til eins slíks fundar á Suðurnesjum. Þar sýndi hún ásamt öðrum sirkusmeðlimum töfrabrögð sem áttu að leysa vanda Suðurnesjamanna. Kepptust aðalstjörnurnar í sirkusnum Jóhanna og Steingrímur J. að segja að nú væri allt bjart framundan Suðurnesjum. Margir glöddust og horfðu fram á bjartari tíma.
Nú hefur komið í ljós að allt þetta var í plati. Fleiri eru nú atvinnulausir en áður. Öll fögru fyrirheitin voru innantóm slagorð án nokkurrar merkingar.
En Sirkus Jóhönnu heldur áfram. Fyrir nokkrum dögum var haldið til Vestfjarða og ýmis loforð upp á nokkra milljarða dregin uppúr hatttinum til að fylla Vestfirðinga bjartsýni. Sennilega sömu blekkingarnar og Suðurnesjamenn hafa nú upplifað.
Samkvæmt fyrirsögn í DV segir Jóhanna " Ég fer ekki fet." Landsmenn verða því enn um sinn að búa við að Sirkus Jóhönnu fari um landið og atvinnuleysistölur hækki.
![]() |
Lítið gerst eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2011 | 22:53
Tillaga um að draga ESB umsókn til baka sefur vært í nefnd og fæst ekki afgreidd á Alþingi
´Vinnubrögð Alþingis hafa oft verið gagnrýnd harðlega.Það sem birtist almeningi eru oftar en ekki tilgangslaust þras um lítið sem ekkert. Tillögur einstakra þingmanna fást ekki ræddar og daga uppi án afgreiðslu. Það vekur t.d. athygli að tillaga Unnar Brá og fleiri þingmanna um að draga umsóknina í ESB til baka sefur og sefur í nefnd. Tillagan fæst ekki tekin á dagskrá Alþingis hvað þá að hún verði borin undir atkvæði.
Það er með ólíkindum þegar slík tillaga sem skiptir sköðpum um framtíð Íslands fæst ekki einu sinni tekin á dagskrá. Hvers vegna er ekki látið á það reyna hvort meirihluti er til staðar á Alþingi að halda ESB aðlöguninni áfram með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir eða hvort meirihluti err fyrir því á þingi að draga umsóknina til baka.
Jóhanna ræðir um að þjóðin greiði atkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið og tillögur stjórnlagaráðs. Væri nú ekki alveg upplagt að þjóðin fengi að segja álit sitt á því hvort halda á áfram með ESB umsókn eða draga hana til baka. Það hlýtur að vera krafa ansi margra kjósenda fyrst Samfylkingin þorir ekki að taka málið til afgreiðslu á Alþingi.
22.4.2011 | 13:34
Vill Már Seðlabankastjóri endilega koma Íslandi í ruslflokk?
Á meðan ráðherrar Vinstri stjórnarinnar reyna að breyta sjálfum sér úr neikvæðum horfum í jákvæðar hamast Már Seðlabanlastjóri eins og hann getur að draga upp sem neikvæðasta mynd af ástandinu á Íslandi.
Auðvitað er hálf kyndugt að sjá ráðherra Vinstri stjórnarinnar nú draga upp þá mynd að allt sé í sómanum og það breyti engu nema síður væri að íslenska þjóðin sagði nei við Icesave ruglinu. Auðvitað benda ráðherrarnir nú á þá staðreynd að Bretar og Hollendingar fá sína peninga þrátt fyrir neiið.
Már Seðlabankastjóri lítur svo stórt á sína persónu að hann getur ekki viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér. Hann hamast áfram með hræðsluáróðurinn. Hann hamast áfram að draga upp þá mynd að hér sé allt á niðurleið.
Ætli Már Seðlabankastjóri vilji með því endilega tryggja að Ísland lendi í ruslflokki matsfyrirtækja svo hann geti sagt, þetta sagði ég. Þið áttuð að hlusta á mig og kyngja ælunni og segja já.
Nú hlýtur Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra, að gefa Má Seðlabankastjóra opinbera aðvörum eða hreinlega að láta hann yfirgefa stólinn. Már er að vinna þjóðinni mikið ógagn með sinni neikvæðu framgöngu.
![]() |
Gagnrýnir Seðlabanka harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2011 | 23:42
Er Jón Gnarr á leið til Grænhöfðaeyja?
Jón segist reyna að vera samkvæmur sjálfum sér. Um leið og ég byrja að þykjast eða reyna að vera einhver annar, þá hefur mér mistekist.
mbl.is greinir frá því að Jón Gnarr,borgarstjóri,sé staddur í New York. Spurning hvort borgarstjórinn er að kynna sér áætlunarferðir flugfélaga til Grænhöfðaeyja.
Jón Gnarr,borgarstjóri,lýsti því yfir að ef þjóðin segði ekki já við Icesave myndi hann flytja til Grænhöfðaeyja.
Í viðtalinu á mbl.is segirst Jón Gnarr reyna að vera samkvæmur sjálfum sér, þannig að ætla má að hann standi við þessa yfirlýsingu sína og noti ferðina til New York til að skipuleggja brottför sína til Grænhöfðaeyja.
![]() |
Borgarstjóri í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2011 | 13:02
Árni Páll: Verður ekki var við kúgunartilburði vegna Icesave
Stórkostlegt er að sjá tlburði Árna Páls,Steingríms J og Jóhönnu núna eftir að þjóðin sagði Nei við samningi sem þau vildu pína uppá þjóðina. Vinstri stjórnin notaði grýlu,hótanir og að allt færi í kalda kol á Íslandi ef þjóðin gengi ekki að afarkostum Breta og Hollendinga. Þjóðin lét Árna Pál og félaga ekki hræða sig til hlýðni. Ísland hefur vaxið í áliti heimsins við að sýna jafn mikla staðfestu og raun ber vitni.
Nú þykist Árni Páll og Steingrímur J. hafa unnið mikla sigra með málflutningi sínum þar sem þeir hafi sýnt fram á að Nei við Icesave skipti engu máli. Bretar og Hollendingar muni fá gífurlegar fjárheiðar greiddar úr þrotabúi Landsbankans. Það hafi alltafr legið fyrir.
Þetta eru sömu Árni Páll og Steingrímur J. sem hótuðu okkur Íslendingum að allt færi í kalda kol ef við hlýddum ekki þeirra boðskap.
Nú segist Árni Páll ekki verða var við neina kúgunartilburði vegna Icesave.
Hversu lengi þarf þjóðin að sitja uppi með Vinstri stjórnina?
20.4.2011 | 17:17
Jóhanna og Jón Gnarr snillingar í að baka vandræði.
Það er ömurlegt fyrir Íslendinga að sitja uppi með Jón Gnarr, sem borgarstjóra og Jóhönnu Sigurðardóttur,sem forsætisráðherra. Það hreinlega lítur ú fyrir að þau séu í mikilli keppni um það hvort þeirra getur bakað meiri vandræði.
Jón Gnarr byggir sitt starf á hroka og yfirgangi. Hann stundar gamaldags vinnubrögð,þar sem markmið hans er að hann einn ráði og þurfi ekki að taka tillit til skoðunar minnihluta borgarstjórnar hvað þá hins almenna borgarbúa. Það var gott hjá Hönnu Birnu að hætta sem forseti borgarstjórnar,sem og Sóleyju Tómasdóttur að hætta sem fyrsti varaborgarstjóri.
Jón Gnarr hefur sýnt að hann vill ekki samstarf. Það hefur einnig sést að hann er fígúra sem veldur á engan hátt að vera borgarstjóri höfuðborgarinnar.
Jóhanna fo9rsætisráðherra hefur sýnt í starfi sínu óheyrilegan yfirgang og hroka. Hún vinnur sífellt að því að sundra og eyðileggja það sem reynt er a byggja upp. Jóhanna er í heilögu stríði við sjávarútveg landsins og ætlar að reyna að afla sér vinsælda með því að ráðast á útgerðarmenn landsins.
Í ræðum sínum er nánast í hverri setningu árás á Sjálfstæðisflokkinn en lítið um að hún ræði raunhæfar tillögur til lausnar vandamálum heimila landsins og fyrirtækja.
Það er skelfilegt fyrir þjóðina að þurfa að sitja uppi með þessa tvo leiðtoga sem gegna tveimur veigamestu embættum landsins.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar