Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Verða kjarasamningar á bankanótum? Fái lítill hópur verulegar kjarabætur fer það yfir allan hópinn sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur Egilsson æðsti prestur hjá atvinnurekendum sagði að það mætti ekki koma fyrir að lítill hópur launþega fengi launahækkanir svo tugum prósenta skipti. Það myndi þá leiða til þess að það flæddi yfir allt þjóðfélagið. Vilhjálmur taldi sem sagt að þá gætu atvinnurekendur ekki staðið í vegi fyrir cerulegum launahækkunum.

Nú er það upplýst að topparnir í banakerfinu hafa fengið vreulegar kauphækkanir frá síðasta ári. Þannig var upplýst að helstu stjórnendur Arion banka hafi fengið 37% hækkun milli ára. Nú telja margir að þessir aðilar séu með sæmilegustu laun, en þeirra atvinnurekendur hækka launin verulega. Við svona frétttir al launaskriði í bankakerfinu hljóta verkalýðsleiotogarnir að endurskoða sínar kröfur fyrirb hönd launþega sinna.

Það gengur ekki lengur að lægst launaða fólkið og fólkið með millitekjurnar eigi að taka á sig allan skellinn og sætta sig sífellt við kjaraskerðingu.

Samkvæmt fyrri yfirlýsingum Vilhjálms Egilssonar ætti að vera létt verk að sækja verulega launahækkun.


mbl.is Laun bankastjóra Arion banka 46 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er ekki svekktur með ríkisstjórnina?

Já þeir eru að verða vandfundnir þeir sem ekki eru óhressir með hina tæru vinstri stjórn. Nú liggur það sem sagt fyir að góðar líkur eru á að aðilar vinnumarkaðarins geti náð samkomulagi um nýjan kjarasamning væntanlega til þriggja ára. Það ætti nú að vera fagnaðarefni fyrir stjórnvöld.

En hvað? Þá er upplýts að vinstri stjórnin hefur ekki unnið sína heimavinnu. Enghin viðbrögð hafa borist frá ríkisstjórninni. þetta er svo sem eftir öðru. Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur hjá hinni tæru vinstri stjórn annað en dunda í stjórnlagaráði, aðlögun að ESB, samþykkja Icesave og önnur gæluverkefni. Það sem snýr að almenningi það er ansi neðarlega á forgangslistanum.


mbl.is Svekktir yfir ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Grýla hæst ráðandi í Seðlabankanum?

Nú hefur hin tæra vinstri stjórn ákveðið að tjalda öllu til sem hægt er til að hræða Íslendinga til hlýðni, þannig að Icesave samningur verði samþykktur. Alls konar hræðsluáróður er settur í gang af samninganefndinni og Seðlabankastjóra. Enn á ný er dregin upp sú mynd að hér fari allt á hliðina ef við samþykkkjum ekki Icesave þann 9.apríl n.k.

Seðlbankastjóri dregur upp myndina að við munum ekki fá nein lán og framtíðin verði hrikaleg á Íslandi ætli Íslendingar að segja nei við óréttmætum kröfum Breta og Hollendinga. Grýla er höfð í hverju horni og henni sigað miskunnarlaust á okkur. Við okkur er sagt, viljið þiða að Ísland verði Kúba norðursins eða Norður Kórea. Reyndar er það nú merkilegt að sumir  íslenskir aðdáendur þessara kommaríkja skuli nú nota þessi lönd sem Grýlu á okkur.

Íslendingar láta ekki hræða sig til hlýðni. Við stöndum á okkar rétti og segjum Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9.apríl n .k.


mbl.is Icesave-nefndin á fyrirtækjakynningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hljóta gömlu bankafurstarnir að skjálfa? Eða hvað?

Það hlýtur að fara skjálfti um fyrrverandi bankagreifa og þeirra fólk fyrst konurnar sem tóku innréttingar úr íbúð í eigu Landsbankans hlutu 3 mánaða fangelsisdóm,reyndar skilorðsbundið. Upphæðin var rúmar 5 milljónir. Auðvitað hefur fólk engan rétt á að koma innréttingum í eigu banka undan en hvað með þá sem rændu bankana að innan? Ekki viraðist eins mikill hraði í að dæma það fólk. Mikðað við þennan dóm hljóta bankamennirnir aldeilis að fá þunga dóma. Þá verður varla talað um milljónir heldur milljarða. Það verður varla talað um skilorðsbundna dóma heldur óskilorðsbundna eða hvað?

Verður það kannski bara gamla staðreyndin að minni afglöp leiða til sekta og dóma en þeir sem hugsa stórt og hirða nógu mikið sleppa.


mbl.is Dæmdar fyrir að fjarlægja innréttingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur fer í föt Björns Bjarnasonar.

Mikið gekk nú á í agnrýninni á Björn Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra þegar hann ræddi um hugmyndir um nauðsyn sérsveitar til að varast hættu vegna hryðjuverka og glæpagengja.Þá spöruðu vinstri menn ekki kveðjurnar.

Nú ætlar Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra og leiðtogi órólegu deildar vinstri grænna að klæðast fötum Björns Bjarnasonar og leggja fram tillögur og vinnubrögð Björns Bjarnasonar.

Enn einu sinni sannast hversu málfutningur og gagnrýni vinstri manna eru ómálefnaleg.


mbl.is Lögregla fái aukið fjármagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brenglaður Besti flokkur.

Svei  mér þá ég held að Jón Gnarr sé algjör geimvera. Að láta sér detta í hug að Besti flokkurinn geti boðið fram á landsvísu er algjör della. Fólk hefur séð reynsluna af meirihlutastjórn Besta flokksins í Reykjavík og kærir sig örugglega ekki að sú vtileysisstjórn verði einnig í landsstjórninni.
mbl.is Besti flokkurinn á landsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkur á að eigur gamla Landsbankans dugi fyrir Icesave. Hvers vegna þarf þá að semja ?

Lárus Blöndal samninganefndamaður í Icesave segir að með hverjum ársfjórðungi hafi eignir gamla Landsbankans hækkað svo mikið að allar líkur séu á því að eigurnar dugi,þannig að Íslendingar þurfi ekkert að borga. Hvers vegna þá að semja? Hvers vegna ættum við að segja já í þjóðaratkvæðagreisðlunni og taka óþarfa áhættu. Miðað við málflutning Lárusar hlýtur að vera mun skynsamlegra að bíða og láta eignirnar hækka enn í verði. Við eigum því að segja Nei þann 9.apríl n.k.

Margir hafa einmitt bent á að ekkert liggur á að semja. Tíminn vinnur með okkur. Reynist það rétt hjá Lárusi að eignirnar dugi vel fyrir skuldbindingum vegna Icesave er það flott. Eftir að hafa hlustað á Lárus í kvöld er maður enn sannfærðari en áður að við eigum að segja Nei í kosningunum.


Skattar á eldsneyti verða að lækka. Látið Steingrím J. og Jóhönnu heyra það.

Alveg er hún furðuleg þvermóðska Steingríms J. og Jóhönnu að ekki megi lækka skatta á eldsneytið. Ríkið græðir meira og meira á hækkunum á hækkandi heimsmarkaðsverði. Almenningur kemst ekki hjá því að nota einkabílinn og kostnaðurinn er að verða óbærilegur fyrir marga. Hátt eldsneytisverð hlýtur að leiða til hækkunar á samgöngum og á alls konar þjónustuliðum. Þetta hæækar einnig verðbólguna. Það ætti því að vera réttlætismál að ríkisstjórnin kæmi á móts við fólkið í landinu meðþví að lækka sínar álögur allavega tímabundið.

Nú er nauðsynlegt að fólk láti í sér heyra. 


mbl.is Vilja lækka eldsneytisskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti N-listans missti stjórnina á rekstrinum. Tapaði 500 þús.kr. á hverjum degi.

Ég hef skrifað um að fjárhagslega staða Garðsins er mjög góð. Skuldir eru sáralitlar og 500 milljónir til í sjóði. Vandinn er sá að N-listinn sem hafði meirihluta í bæjarstjórn síðasta kjörtímabil missti gjörsamlega tökin á rekstrinum. Árið 2009 var tap á rekstrinum uppá 190 milljónir og var um 90 milljónir fyrri helming ársins 2010.

Það er því erfitt verk sem meirihluti Sjálfstæðismanna og Ásmundur bæjarstjóri þurfa að fást við . Það verður að ná þessum mikla rekstrarahalla niður og verður ekki gert öðruvísi en skera þurfi niður á mörgum sviðum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hægt verði að ná niður hallanum á örstuttum tíma. Það er því eðlilegt að gera ráð fyrir að fá verði heimild til yfirdráttar í ár.

Nauðsynlegt er aftur á móti fyrir meirihluta D-listans að marka þá stefnu og vnna eftir henni að hallalaus rekstur verði á árinu 2012. Ég er sannfærður um að íbúar Garðsins hafa fullan skilning á því að ekki er hægt að halda áfram á sömu braut og meirihluti N-listans gerði.

 


mbl.is Garður sækir um 60 milljóna yfirdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt í lagi hjá Vinstri grænum?

Vinstri grænir slá nú öll fyrri met sín í vitleysu. Nú velja þeir formanninn í landskjörstjórn sem sagði af sér vegna klúðursins í framkvæmd kosninganna. Þetta hlýtur að vera hámark vitleysunnar.Frekar hefði maður nú búist við að Ögmundur myndi axla sína ábyrgð sem yfirmaður á undirbúningi og framkvæmd kosninganna með að segja af sér.

Nei,nei. Ögmundur situr sem fastast og endurreisir formanninn sem sagði af sér.

Það verður erfitt að toppa þessa vitleysu hjá Vinstri grænum.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 829242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband