Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Steingrímur J. segist standa með bændum gegn ESB. Hvers vegna sótti hann þá um inngöngu?

Bændasamtökin hafa upplýst að Steingrímur J. formaður Vinstri gagna hafi sagt bændum að hann stæði fullkomlega með þeim gegn ESB. Að mati Steingríms J. kemur ekki til greina að ganga í ESB. Hann segist eiga fullkomlega samleið með bændum gegtn aðild að ESB.

Það er samt eitt sem gengur alls ekki upp. Hvers vegna sótti Steingrímur J. um aðild að ESB?  Hvers vegna erum við á fullu í aðlögunarferli að ESB?

Ef Steingrímur J. meinar það sem hann er að segja og aðrir VG þingmenn er það alveg á hreinu að ekki er meirihluti á Alþingi til að halda þessum ESB viðræðum og aðlögun áfram.

Eða er þetta bara enn ein uppfærslan á leikriti Vinstri grænna?


Jákvæðni og bjartsýni ríkir í Eyjum um framtíð Landeyjahafnar.

Ánægjulegt að sjá að Eyjamenn eru ekkert að missa móðinn þótt á móti hafi blásið í bsamgöngumálunum. Byrjunarörðugleikar með Landeyjahöfn eru meiri en hægt var að reikna með. Í hugum flestra Eyjamanna er þó engin vafi að Landeyjahöfn er sú samgöngubót sem verður næstu áratugina milli lands og Eyja. Vel má vera að einhvern tímann í framtíðinni komi göng til me-ð að leysa enn frekar úr samgöngubótunum.

Eyjamenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp þótt á móti blási. Auðvitað munu finnast leiðir til þess að öruggar siglingingar geti orðið milli Eyja og Landeyjahafnar. Þótt efnahagsmál þjóðarinnar séu ekki uppá það besta núna þarf nú þegar að hefja undirbúning að byggingu á nýju skipi. Ríkisvaldið á að taka þessa framkvæmd inní vegapakkann, þar sem lífeyrissjóðirnir myndu lána til verksins.

Eyjamenn skapa gífurtleg verðmæti fyrir þjóðarbúið og eiga fullan rétt á að fá góðar og öruggar samgöngur milli lands og Eyja.

Áfram með bjartsýnina.


mbl.is Bjartsýni ríkir um Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri NEI dagurinn nálgast.

Nú nálgast Nei dagurinn óðum. Utankjörstaðakosning er hafin og sjálfur kjördagur verður 9.apríl n.k. Íslendingar hafa hingað til ekki kúga sig til hlýðni. Bretar og Hollendingar reyna að k´ðuga okkar litlu þjóð til hlýðni. Halda menn vrkilega að þessar þjóðir hefðu hagað sér eins ef um stór þjóð væri að ræða. Ætlum við virkilega að segja já við kröfum Breta sem beittu okkur hryðjuverkalögum. Við hljótum að segja Nei.

Vinstri stjórnin reynir enn og aftur að bregða sér í búning Grýlu og hræða okkur meö því að allt verði hér í kaldakoli ef við segjum ekki já vi-ð Icesave. Við eigum ekki og megum ekki láta kúga okkur eða hræða til að segja já.

Sýnum í verki að þjóðöin lætur ekki undan löglausum kröfum Breta og Hollendinga. Gerum 9.apríl að stóra Nei deginum.


mbl.is Á annað hundrað kusu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólamál í uppnámi. Jón geimvera á einkabulli í Vín. Hvernig getur Dagur horft uppá þetta?

Reykvíkingum er þessa dagana harðlega refsað fyrir að hafa kosið Besta flokkinn með Jón Gnarr borgarstjóra í forystu. Skólamálin eru í uppnámi. Illa ígrundaðar aðgerðir án samráðs við foreldra skal  keyrt í gegn hvað sem tautar og raular. Einkenni meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar er að þjösnast áfram og hlusta ekki á gagnrýni. Valdníðsla virðist vera uppáhaldsorð þessa hóps.

Á meðan allt er í upplausn í borginni er Jón Gnarr borgarstjóri á einkaflippi erlendis og telur það aðalhlutverk sitt að kynna bíómynd um sjálfan sig. Allt í hausnum á Jóni Gnarr snýst um hans eigin persónu. Hagsmunir Reykvíkinga virðast ekki vera í fyrsta sæti.

Jón Gnarr segir að hann nenni ekki að standa í þessu Icesave lengur. Hann vilji segja já þótt auðvitað við ættum ekkert að borga skuldir einkabanka. Allur máflutningur þessarar geimveru er í þessum ísbjarnarstíl.

Vonandi lætur Jón Gnarr verða að því að fara til Grænhöfðaeyja eftir að þjóðin hefur sagt Nei við Icesave. Það yrði tvöfaldur sigur fyrir Reykvíkinga að losna við Icesave og eimveruna úr stól borgarstjóra.

Ég hélt að Dagur B.Eggertsson væri efni í þokkalegan stjórnmálamann. Nú hefur komið í ljós að hann er það svo sannarlega ekki. Kannski fer hann bara með Jóni Gnarr til Grænhöfðaeyja.

 


mbl.is Tillögurnar ekki dregnar til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur hótar Jóhanna þjóðinni með Icesave.

Enn einu sinni flytur Jóhanna ræðu, þar sem hún hótar þjóðinni með Icesave. Ekkert mun gerast í uppbyggingu nema að þjóðin segi já við Icesave samningi. Við höfum nú ansi oft heyrt loforð Jóhönnu um atvinnuuppbyggingu,skjaldborg um heimilin o.s.frv. Ekkert gerist. Sama deyfðin yfir öllu.

Það besta sem Jóhanna gæti gert fyrir þjóðina er að segja af sér. Það væri sterkasti leikurinn til að eitthvað jákvætt gerðist í að þjóðin næði sér aftur á strik.

 


mbl.is Boðar 2.200 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr til Grænhöfðaeyja ef þjóðin segir NEI í Icesave.

Jón Gnarr,borgarstjóri, segir í viðtali við austurríska fréttastofu að felli þjóðön Icesave muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina. Sérstaklega minnist Jón Gnarr á að hann muni flytja til Grænhöfðaeyja gerist þetta, því ljóst sé að hin tæra vinstri stjórn muni falla í framhaldinu. Jón Gnarr segist ekki geta búið á Íslandi falli vinstri stjórnin.

Eflaust mun þeim fjölga mjög sem segja Nei bara við það eitt að vita að þá hættir Jón Gnarr sem borgarstjóri Reykjavíkur.


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. vill krónu, Jóhanna Evru og Lilja íslenska Evru.

Ekki verður annað sagt að hin tæra vinstri stjórn býður uppá ýmis skemmtileg heit á vetrarmánuðum. Nú vill Steingrímur J. halda í íslensku krónuna þrátt fyrir að hafa sent umsókn um aðild að ESB. Jóhanna Samfylkingarformaður telur ESB og Rvruna lausn allra mála. Þessi tæra vinstri stjórn er hreint ótrúleg. Svo kom Lilja Mósesdóttir þingmaður VG í Silfur Egils í gær ig sagðist vilja taka upp nýja íslenska mynt. Gjaldmiðillinn mætti alveg heita íslensk Evra svona til að róa Samfylkinguna.

Hvernig getur nokkur maður haft trú á þessari vinstri endaleysu.


mbl.is Steingrímur vill byggja á krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er heidarlegt ad svikja kosningaloford?

Furdulegt ad Jon Gnarr skuli vera alitinn heidarlegur stjornmalamadur. Honum hefur tekist a stuttum tima ad svikja oll helstu kosningaloford sin. Er thad heidarlegt? Er thad hid nyja Island sem folk vill sja?
mbl.is Steingrímur álitinn ákveðinn og Jón Gnarr heiðarlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig greiddu fulltrúar ríkisins atkvæði? Hvað hafa topparnir í Landsbankanum?

Enn og aftur hneykslast Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra á ofurlaunum bankamanna. Að sjálfsögðu taka flestir undir með Jóhönnu. Munurinn er bara sá að Jóhanna hefur vald  til a hafa áhrif, eitthvað sem við' höfum ekki.

Spurning hlýtur að vakna, hvernig fulltrúar ríkisins í bankaráðunum hafi greitt atkvæði varðandi launahækkanir til toppanna.

Hvað með Landsbankann,sem er alfarið í eigu ríkisins. Á hvaða launakjörum eru topparnir þar? Hefur átt sér stða launaskrið meðal toppanna hjá Landsbankanum?

Miðað við framgöngu Jóhönnu núna hlýtur hún að upplýsa þjóðina um þessi atriði.


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir áttu að fá Óskarinn fyrir mynd sína: Á móti ESB en samt með.

Nýbúið er að afhenda Óskarsverðlaunin í hinni stóru Ameríku. Ekki skil ég í því hvers vegna Vinstri grænir fengu ekki Óskarinn fyrir bestu erlendu myndina. Hún er stórkostleg myndin sem Vinstri grænir sína okkur og heiminum öllum. Mynd þeirra Á móti ESB en samt með á virkilega skilið að vinna til verðlauna. Það er alveg magnað hvernig VG telur áhorfendum trú um að þeir séu á móti ESB en komu því samt til leiðar að Ísland sótti um inngöngu að ESB og er nú á fullu í aðlögun. Einstök útfærsla hjá VG.

Aðö sjálfsögðu átti svo Jón Bjarnason að fá Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki. Hans túlkun á að vera á móti ESB en vera samt í aðlögun er alveg einstök. Ennfremur hefði Jón átt að fá Óskarinn fyrir tæknibrellur. Hann heldur nefnilega að Íslendingar sjái ekki í gegnum brellur hans.


mbl.is Ítrekar andstöðu við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 829242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband