Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skrípaleikurinn vegna stjórnlagaþingsins (ráðsins) heldur áfram.

Svei mér þá. Enn heldur skrípaleikurinn áfram varðandi stjórnlagaþingið(ráðið). Formaður kjörstjórnar sem sagði af sér vegna klúðurs á framkvæmd kosninganna er nú verðlaunaður af vinstri mönnum með því að kjósa hann aftur í kjörstjórn.

Er þetta hið nýja Ísland sem Samfylkingin hefur boðað?


mbl.is Kosið í landskjörstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddsson,Ólafur Ragnar og Ingibjörg Sólrún orðnir samherjar.

Pólitíkin er oft óútreiknanleg. Það hefðu fáir trúað því að eiga eftir að upplifa að Davíð,Ólafur Ragnar og Ingibjörg Sólrún gerðust samherjar í pólitíkinni. Það er nú engu að síður staðreynd. Þau þrjú hafa öll unnið að því að bjarga þjóðinni frá þvi að sitja uppi næstu áratugina með að þurfa að greiða Icesave.

Hjá þeim þremur hefur komið fram að Íslendingum beri engin skylda að taka á sig skuldir sem einkabanki stofnaði til.

Kjósendur hljóta að hlusta á þessa þrjá fyrrverandi forystumenn úr stjórnmálunum, sem ekki hafa verið þekkt fyrir neinn sérstakan vinskap sín á milli eða samstöðu í málunum, en þegar kemur að Icesave eru þau öll sammála. Almenningi á Íslandi ber ekki nein skylda til að greiða Icesave.


Samfylkingin fær ótrúlega mikið fylgi.

Alveg er það með ólíkindum að 26% þeirra sem afstöðu taka í nýjustu skoðunakönnun skuli segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Ótrúegt miðað við hvernig Jóhanna og Samfylkingin hafa klúðrað hverju málinu á fætur öðru. Samfylkingin virðist ætla að leggja allt í sölurnar til að komast inní ESB. Samfylkingin svíkur eitt helsta kosningaloforð sitt að vísa stórum málum til afgreiðslu þjóðarinnar. Allir þingmenn Samfylkingarinnar felldu tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Já, það er merkilegt að 26% skuli ætla að kjósa Samfylkinguna.

Auðvitað er það svo sameiginlegt áhyggjuefni allra stjórnmálaflokkanna hversu hátt hlutfall þeirra er sem ekki vilja gefa upp afstöðu eða segjast ekki ætla að kjósa.


mbl.is Stjórnarflokkarnir ná ekki meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir vilja ekki Ólaf Ragnar.

Pólitíkin getur oft verið óútreiknanleg. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Vinstri grænir yrði sá flokkur sem hafnaði Ólafi Ragnari sem áframhaldandi forseta. Ólafur Ragnar er nú fyrrverandi leiðtogi þessa hóps vinstri manna. Nú er svo komið samkvæmt fréttum að Ólafur Ragnar og Steingrímur J. núverandi formaður VG talast ekki við. Engir sellufundir lengur.

Já og hver hefði trúað því að aðalstuðningsmenn Ólafs Ragnars væru innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Svona geta hlutirnir gjörsamlega snúist við.

Annars held ég að Ólafur Ragnar eigi að lýsa því sem fyrst yfir að hann ætli ekki áfram í framboð til forseta. Hann hefur á ótrúlegan hátt náð að bæta ímynd sína svo um munar og getur því hætt nokkuð sáttur. Það er kominn tími ti að fá nýjan forseta á Bessastaði.


mbl.is 50% vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott staða hjá Sveitarfélaginu Garði.

Staða Garðsins er sérlega góð í samanburði við önnur sveitarfélög. Skuldir sveitarfélagsins verða aðeins 245 milljónir og peningar til í sjóði uppá 500 milljónir. Að sjálfsögðu má þakka þessa stööu hversu gott verð fékkst fyrir hlutabréfin í Hitaveitu Suðurnesja.  Einnig má þakka þessa stöðu að á sínum tíma tókum við ákvörðun um að selja ekki eignirnar og leigja þær síðan eins og mörg sveitarfélög hafa gert. Þá tókum við á sínum tíma ákvörðun um að draga okkur útúr Hafnasamlagi Suðurnesja.Hefði það ekki verið get væru hlutur sveitarfélagsins í skuldum Hafnasamlagsins úmar 500 milljónir.

Því miður hefur var ekki gætt nógu mikils aðhalds í rekstrinum seinni hluta síðasta kjörtímabiols undir meirihlutastjórn N-listans.Tekjur sveitarfélagsins duga ekki lenfgur fyrir rekstrinum og munar þar all miklu. Nú verður það hlutverk meirihluta Sjálfstæðismanna að taka virkilega til í rekstrinum frá stjórmnartið N-listans og koma rekstrinum í svipað horf og áður var.

Miðað við að það verði gert eru framtíðarmöguleikar Garðsins virkilega góðir . Við trúum því að smám saman rofi til í atvinnumálum og að mörg vellaunuð störf verði til. Þá á það að verða leikur einn fyrir Garðinn að halda sinni góðu stöðu áfram.

 


mbl.is Garður lækkar skuldir um 430 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitastjórnir eiga að láta í sér heyra. Flott hjá Eyjamönnum.

Auðvitað eiga sveitastjórnir i landinu að láta heyra hressilega í sér og mótmæla forgangsröðun Vinstri stjórnarinnar. Það virðist ekki vanta peningana þegar eytt er hundruðum milljóna í að kíkja í pakkann hjá ESB. Það vantar ekki milljónirnar þegar rætt er um stjórnlagaþing,stjórnlagaráð, þjóðfund eða hvað þetta heitir nú allt. Þá er til fullt af peningum í ríkissjóði.

Þegar kemur að heilbrigðismálum,málefnum aldraðra og slíkum málum þá segja forystumenn ríkisstjórnarinnar að kassinn sé tómur ,það verði að skera niður.

Niðurskurðurinn bitnar hressilega á landsbygginni. Til viðbótar lamar óvissuástand í sjávarútvesstefnu mörg byggðarlög,þar sem menn leggja ekki í neinar fjárfestingar vegna óvissu.

Gerum ekki neitt stefna Vinstri grænna hefur lamað alla uppbyggingu í atvinnulífinu.

Það er því til mikillar fyrirmyndar hjá meirihluta Sjálfstæðismanna að láta vel í sér heyra og gagnrýna vinnubrögð Vinstri stjórnarinnar gagnv art sveitarfélögum.

Í byrjun mars er bæjarstjórnarfundur í Garði. Bæjarstjórn Garðs á að láta heyra hressilega í sér og taka undir mótmæli Eyjamanna. Hér í Garðinum er stór vinnustaður þ.e. Garðvangur hjúkrunarheimili fyrir adraða. Þetta heimili þarfnast ekki niðurskurðar heldur mun frekar uppbyggingar.

Sjávarútvegurinn skiptir miklu máli fyrir sjávarpláss eins og Garðinn. Bæjarstjórn Garðs hlýtur því að senda frá sér hressileg mótmæli vegna forgangsröðunar Vinstri stjórnarinnar.


mbl.is Gagnrýna forgangsröðum ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður leyst með klúðri.

Eins og reikna mátti með fann VInstri stjórnin leið til að sniðganga úrskurð Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþingsins. Nú skal þetta heita stjórnlagaráð og vera skipuð sömu aðilum og hlutu kosningu í kosningunum sem voru í heild sinni dæmdar ógildar. Þessir 25 eiga að sinna nákvæmlega sama hlutverki og gert var ráð fyrir á stjórnlagaþingi. Það stóð aldrei annað til en þetta væri ráðgefandi fyrir Alþingi.

Það er varla góð byrjun hjá þeim 25 sem náðu kjöri í kosningum sem dæmdar voru ógildar ætli þeir að taka sæti eins og ekkert sé í stjórnlagaráði.


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Svíarnir hafi eitthvað botnað í Jóni Bjarnasyni?

Hvernig ætli Svíunum hafi gengið að skilja málflutning Jóns Bjarnasonar. Ráðherrann segir að aðeins einn flokkur á Alþingi hafi ESB á stefnuskrá sinni þ.e. Samfylkingin. Nú hjóta Svíarnir að vita að Samfylkingin hefur ekki meirihluta þingmanna á Alþingi. Hvernig getur það gerst að einn flokkur sem hefur tæpan þriðjung þingmanna geti sótt um aðild að ESB. Svíarnir hljóta að hafa spurt Jón Bjarnason að því hvers konar lýðræði væri á Íslandi. Ræður minnihlutinn virkilega?

Ætli Jón Bjarnason hafi ekki orðið að stynja því upp að flokkur hans Vinstri grænir hafi stutt umsóknina í ESB. Ætli Jón hafi ekki einnig skýrt Svúnum frá því að ríkisstjórnin sem hann situr í sendi inn umsókn í ESB.

Vonandi hefur Jóni tekist að sannfæra Svíana um að það eru Vinstri grænir sem hafa séð til þess að Ísland er að sækja um inngöngu í ESB. Án stuðnings Vinstri grænna hefði engin umsókn farið.

 


mbl.is Ræddi við Svía um aðildarumsóknina að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort trúum við Jóhönnu eða Ólafi Ragnari? Þarf að kaupa lygamæli til nota á Alþingi?

Hvers vegn í óskupunum ætti Ólafur Ragnar,forseti, að skálda það upp hjá sjálfum sér að ráðherrar hefðu hótað afsögn eða að ríkisstjórnin segði af sér skrifaði hann ekki undir Icesave lögin. Hvaða hagsmuni hefur forsetinn af því að ljúga því að alþjóð. Erfitt er að sjá það.

Margir þekkja skapofsa Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra. Nærtækast er að nefna dæmið þegar hún gjörsamlega missti sig eftir úrskurð Hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþingsins.

Það munu því eflaust margir leggja trúnað á að Jóhanna hafi hótað forsetanum í bræði sinni.

Eftir þessa sífelldu uppákomur og efasemdir um að Jóhanna sé að segja þinginu satt er nauðsynlegt að til viðbótar bjöllunni í ræðustól verði komið fyrir lygamæli. Það er alveg bráðnauðsynlegt tæki fyrir Alþingi. Reyndar er kannski líklegt að tækið myndi ofhitna þegar sumir ráðherrarnir væru að tala.


mbl.is Hótaði ekki forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkingin á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB ?

Það hefur óneitanlega vakið athygli að Samfylkingin skuli í heilu lagi leggjast gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjustu Icesave samninga. ´Hingað til hefur Samfylkingin mikið talað um íbúalýðræði og að ákveðið hllutfall kjósenda gæti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú segir Samfylkingin að þetta eigi ekki við um milliríkjasamninga eða um fjármál.

Þá hlýtur margur að hugsa. Bíðið nú við, hvað þá með ESB? Ekki getur Samflkingin haft þá stefnu miðað við þetta að kjósa eigi um aðild að ESB. Þar er um að ræða milliríkjasamning og það snertir fjármál landsins.

Miðað við afstöðu Samfylkingarinnar gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave liggur á borðinu að þjóðin fær ekki að kjósa um ESB.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband