Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.2.2011 | 00:30
Jón Ásgeir segist hafa boðist til að borga alla skuldina,en bankinn vildi ekki peningana.Sendum Jón Ásgeir í brandarakeppni.
Í fjölmiðlum er haft eftir Jóni Ásgeiri að hann hafi boðist til að greiða allar sínar skuldir,en Arion banki hafi ekki þegið það tilboð. Ekki vissi ég að JKón Ásgeir væri svona mikill brandarakall. Hann ætlar að segja þjóðinni að hann hafi endilega viljað borga en Arion banki ekki tkið það í mál og viljað frekar afskria 35-40 milljarða. Já, það er stórkostlegt að ætla að telja almenningi trú um þetta.
Ef þetta væri viðhorf bankanna gagnvart öllum almenningi þyrfti ekki lengur að tala um skuldavanda heimilanna.
En sennilega er ekki sama að vera Jón og Jón Ásgeir.
Það er alltaf farið jafn illa með Jón Ásgeir. Þegar hann vill endilega borga sínar skuldir þá heimtar bankinn að fá að fella niður svona 35-40 milljarða. Já, hvers vegna vill Arion banki fara svona illa með Jón Ásgeir.Þvílók mannvonska hjá Arion banka að neita Jóni Ásgeiri að greiða sínar skuldiræþ
12.2.2011 | 15:06
Jón Ásgeir fær afskrifaðöa 35-40 milljarða? Skjaldborg Jóhönnu?
Samkvæmt fréttum verða 35-40 milljarðar afskrifaðir hjá Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hjá Arion banka. Þetta er alls ekki í samræmi við það sem Baugsfjölskyldan hefur haldið fram. Ekki þyrfti að afskrifa neitt vegna Haga. Jón Ásgeir ætaði að borga allt. Nú kemur annað í ljós.
Skjaldborg Jóhönnu og Samfylkingarinnar á vel við þegar um er að ræða hákarlana úr viðskiptalífinu, smáfiskarnir eins og almenningur fá ekki jafngóða lausn sinna mála.
Merkilegt er að Jón Ásgeir og hans fólk getur áfram staðið í stórrekstri eins og t.d. 365 miðlum.
Hvernig ætli Fréttablaðið og Stöð 2 muni fjalla um þessi tíðindi?
![]() |
35-40 milljarða afskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2011 | 14:08
Eru Garður og Sandgerði að sameinast?
Í leiðara blaðsins Víkurfrétta í gær er því varpað fram að Garður og Sandgerði séu væntanlega að sameinast í eitt sveitarfélag. Í leiðaranum er greint frá því að íþróttamiðstöðvarnar í Garði og Sandgerði hafi verið sameinaðar undir stjórn eins forstöðumanns.
Leiðarahöfundur skrifar svo um það í nokkrum orðum hversu hagstætt það vær fyrir sveitarfélögin að sameinast í eitt. Þessi tónn Víkurfrétta er svo sem þekktur. Blaðið hefur ávallt haldið fram að sveitarfélögin á Suðurnesjum ættu að sameinast.
Leiðarahöfundur segir: "Fyrsta skerfið hefur verið stigið með forstöðumanni íþróttamannvirkja. Þar með ættu næstu skref að verða stigin fljótlega."
Íbúar í Garði og Sandgerði hafa ávallt hafnað öllumsameiningarhugmyndum með miklum atkvæðamun.
Hvers vegna ætti Garðurinn að vilja sameinast öðru sveitarfélagi? Garður stendur mjög vel fjárhagslega og á að getað staðið sig vel um ókomna framtíð. Hvers vegna ætti Garðurinn að fara að sameinast öðrum sveitarfélögum sem eru mun verr stödd.
Bæjarstjórn Garðs verður að enn einu sinni að taka fram eftir þessa umfjöllun Víkurfrétta að sameining sé ekki á dagskrá hjá sveitarfélaginu.
10.2.2011 | 17:30
Kjaftshögg fyrir Svandísi umhverfisráðherra.
Það hlýtur að vera mikið áfall fyrir Svandísi umhverfisráðherra að tapa í Hæstarétti máli fyrir Flóahreppi varðandi skipulagsmál. Það er með ólíkindum að hámenntaðir lögfræðingaráðuneytisins skuli hafa ráðlagt Svandísi að staðfersa ekki skipulagsmálin hjá Flóahreppi. Eftir að ráðherra tapar slíku máli fyrir Hæstarétti hljóta menn að spyrja hún geti setið áfram sem umhverfisráðherra.
Afstaða umhverisráðherra hefur hugsanlega skaðað Flóahrepp,þannig að sveitarfélagið fer örugglega fram á skaðabætur.
Dómur Hæstaréttar er mikið kjaftshögg fyrir Svandísi og enn eitt klúðursmálið hjá Vinstri stjórninni.
![]() |
Ákvörðun ráðherra ógilt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2011 | 10:34
Er þetta ráðið til að borga Icesave?
Eitthvað virðast gjafir frá íslenska forsetaembættinu fara fyrir brjóstið hjá erlendum vinaþjóðum okkar.Nú birtist frétt um að ísraelar séu að selja gamlar gjafir Íslendinga á eBay. Reyndar held ég að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem svona frétt kemur.
Nú hlýtur það að vera spurning fyrir okkur Íslendinga í kreppunni að kanna hvort hægt sé að finna einhverjar gjafir frá erlendum vinaþjóðum okkar og bjóða þær til sölu hæstbjóðenda.
Hér gæti verið gott ráð fyrir Ólaf Ragnar,forseta, að létta undir með þjóðinni til að borga Icesave.
![]() |
Forsetagjöf boðin á eBay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2011 | 22:53
Jón Ásgeir segist ekki skipta sér af fréttafluningi Stövar 2. Rétt?
Eigendur 365 miðla hafa ávallt sagt að þeir skiptu sér ekkert af fréttaflutningi á sínum miðlum. Margir hafa dregið þetta í efa og sjá greinilega að umfjöllun um eigendur miðlanna er oft á tíðum dálítið undarleg og á lítið skylt við hlutleysi.
Fróðlegt verður að sjá hvaða ástæða ver'ur gefinn upp fyror fyrirvaralausri uppsögn Ingimars Karls Helgasonar. Hver tekur svona ákvörðun? Ekki getur það verið Jón Ásgeir?
![]() |
Ingimar Karli sagt upp á Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2011 | 13:04
Verður föstudagurinn 11.febrúar merkisdagur á Suðurnesjum?
Vonir standa til að hægt verði að undirrita samning um uppbyggingu Kísilverksmiðju í Helguvík núna á föstudaginn. Hér er um mikið verk að ræða,þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdin kosti 18 milljarða. Við verkið munu starfa 150 manns. Framkvæmdir geta hafist í maí n.k.
Þetta væri hreint frábært fyrir svæðið og landið allt ef loksins eitthvað jákvætt færi nú að gerast í atvinnuuppbyggingu hér á Suðurnesjum.
Verði skrifað undir má segja að föstudagurinn 11.febrúar verði merkisdagur í sögu Suðurnesja.
9.2.2011 | 10:48
Frekar töpum við milljörðum heldur en hækka launin. Er eitthvað vit í þessari stefnu?
Það er alveg stórundarlegt viðhorf atvinnurekenda að ekki megi hækka launin sem tengd eru sjávarútvegi meira en annarra stétta. Nú er það staðreynd að fiskveiðar og fiskvinnsla hafa gefið meira af sér en oftast áður. Hátt verð er á mörkuðum og staða krónunnar er þannig að hún skilar þessum greinum meira en áður.
Hvers vegna mega launþegar ekki njóta þessa?
Auðvitað standa atvinnugreinar misjafnlega og sumar þola ekki miklar launahækkanir eins og stendur. Hvað gerðist þegar allt var á fullu í byggingariðnaðinum. Iðnaðarmenn voru yfirborgaðir.
Hva gerðist í viðskiptalífinu þegar allt var á fullu. Fólk var yfirborghað.
Það virðist alltaf vera sama sagan, þegar kemur að fiskvinnslu á hvaða stigi sem það er, þá er alveg skelfilegt ef hækka á launin. Það er látið líta þannig út að ef hinn óbrfeytti launþegi í fislvinnslu, hvort sem það er í frystingu eða bræðslu fái hærri laun þá fari allt þjóðfélagið yfrum.
Þessi stefna gengur ekki. Það verðurf að borga fólki sem vinnur í þessari undirstöðuatvinnugrein okkar þokkaleg laun. Það hlýtur að vera réttlætanlegt að þessir starfsmenn fái meiri launahækkanir en aðrar stéttir vegna þess hversu gott ástandið er í sjávarútvegi og fiskvinnslu um þessar mundir.
![]() |
Fá ekki meiri hækkanir en aðrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2011 | 13:10
Gengur Árni Páll ráðherra í svefni?
Þegar ég sá þessa frétt af heimasíðu Árna Páls um að hann hafi sgat af sér að sennilega skýringu mætti finna vegna fréttar einnar í hádegisútvarpinu. Þar var sagt frá rannsókn á því fyrirbæri að börn og fullorðnir ganga í svefni. Greint var ítarlega frá merkum niðurstöðum.Sagt var frá að einkum fullorðið fólk gæti tekið uppá ólíkegustu hlutum.
Það er því mjög líklegt að Árni Páll,ráðherra,hafi sest við tölvuna sína og skrifað á heimasíðuna að hann hefði sagt af sér. Sennilega er Árni Páll orðinn hundleiður á að vera í samstarfi með VG í ríkisstjórn og þetta brýst út á þennan hátt.
Það er ekki bara Sigmundur Ernir sem segir að tími sé kominn til að losna við VG úr ríkisstjórninni. Ekki var að hægt að sjá annað en Sigmundur Ernir væri vel vakandi í Silfri Egils þegar hann lét þau orð falla. Árni Páll beitir sem sagt öðrum meðulum til að koma óánægju snni með VG á framfæri.
![]() |
Tilkynnt um afsögn á heimasíðu ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2011 | 22:25
Tengja á laun bræðslumanna og fiskvinnslufólks við markaðsverð.
Finnst einhverjum undarlegt að starfsfólk í Fiskimjölsverksmiðjunum vilji fá aukinn hlut vegna hææaðs verðs á útflutningsvörunni. Auðvitað er eðlilegt að starfsfólkið fá að njóta hækkandi verðs og hvernig staða á krónunni er nú. Það getur ekki verið eðlilegt að atvinnurekandinn fái einn að njóta þess ávinnings.
Nú segja sumir að ekki sé hægt að hækka launin hjá svo litlum hóp fólks. Reyndar verða þess rök hálf hlægileg þegar haft er í huga að forsvarsmenn atvinnurekenda hafa oft rökstutt hækkanir til þeirra sem háu launin hafa að það sé svo lítill hópur.
Auðvitað er eðlilegast að verulegur hluti launa starfsfólks í Fiskimjölsverksmiðjum og fiskvinnslu sé tengd við markaðsverð. Þessar starfsstéttir myndu þá njóta hagstæðara verðs eins og nú er,en þyrftu að sætta sig við lakari kjör ef markaðsverð lækkar.
Hluti kjara sjómanna er tengdur fiskverðinu og auðvitað á það sama að gilda fyrir fólk í bræðslunum og fiskvinnslufyrirtækjunum.
![]() |
Vinnustöðvun samþykkt í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar